Ég get ekki séð betur en þetta hafi verið Fornbílaklúbbur Reykjavíkur með ólöglega spyrnukeppni.
Það er hægt að sjá umfjöllun um "mótið" og myndir af Dartinum inn á www.fornbill.is 
Í fyrsta lagi að þá var það Fornbílaklúbbur Íslands (Fornbílaklúbbur Reykjavíkur er ekki til) sem stóð fyrir þessari götuspyrnu og það með leyfum frá réttum aðilum og viðeigandi tryggingar til staðar.
Það sem er hinsvega alveg ljóst og lærdómurinn sem af þessu hlýtur að verða dreginn er sá að það er ekki nóg að lakka bílinn sinn þannig að hann lúkki vel og svo er allt annað eins og brakið hafi verið geymt í gosgíg, en það er einmitt það sem þarna hafði verið gert. Þarna var augljóslega flagð undir fögru skinni og ljóst að eigandi þessa bíls má þakka guði fyrir að þetta gerðist við þessar aðstæður með þó ekki alvarlegri afleiðingum en þetta, en ekki á 100 kílómetra hraða á þjóðvegi. Hver hefði spurt að leikslokum þá ef bíllinn hefði rúllað út í hraun eða á klett við veginn? Ég held að það sé upp frá þessu baráttumál fornbílamanna að eftirlit með burðarvirki slíkra bíla verði stórlega aukið í skoðun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir alvarleg óhöpp af völdum svona bíla, sem eru raunverulega tímasprengjur og stórhættulegir bæði eigendum sínum sem og öðrum.
Gerum bílana okkar upp. EKKI bara lappa upp á lúkkið. Ég hef orðið ótrúlega oft var við það að menn eru að spara við í lagfæringum á helsta öryggisbúnaði og jafnvel skoða ekki grindur og bita nægilega vel fyrir og í uppgerðinni. Hvað er gaman að gömlum glæsivagni sem er síbilandi og aldrei í lagi fyrir utan að vera stórhættulegur? Geta menn rökstutt það hvers vegna þetta er svona mikil lenska hér á landi að hugsa síðast um ástand gangverks og öryggisbúnaðar?