Ég ætla nú ekki að fara í einhvern pro. spyrnuklassa, ég ætla nú bara að minnka bensíneyðslu og fá nokkur hö í þokkabót. Einnig hef ég tekið eftir því að menn hafa verið að gantast með það að ég kallaði bensínvél ottóvél en málið er bara það að það er fljótlegra að skrifa ottó heldur en bensín.
Hafið þið einhverja reynslu af Hiclone á ottóvélum? Þetta er alveg að gera sig á dieselvélum en mig langar að prófa að setja Hiclone og K&N síu á bílinn minn.