Ég hef aðeins verið að spá í þennan keppandafjölda á AK. núna um helgina, ég taldi 75 keppendur en á síðasta Ísl.móti út á braut þá var sorglega lítil þáttaka.
Hafa menn eitthvað verið að spá í þetta hrópandi ósamræmi, ég tek það fram að ég er ekkert að halla á Kvartmílu Klúbbinn eða þessa örfáu sem hafa verið að keppa núna í ár, þvert á móti eiga þeir keppendur stórt hrós skilið
?
Hvers vegna vilja menn keyra þvert yfir landið til að keppa en nenna ekki út á Kvartmílubrautina ?
Eins tók ég eftir því hvað margir hérna af höfuðborgarsvæðinu eru skráðir í BA, þurfa menn ekki að fara samvirkja þá betur þessu tvo klúbba sem sjá um spyrnukeppnir á þessu skeri, spyr sá sem ekki veit
?
Mér finnst þetta allt saman mjög skrýtið
Með von um skítkastlaus svör