4
« on: February 20, 2013, 10:39:36 »
Sælir.
Er með Mazda 6 2006 árgerðina sem er orðin alveg skelfilega illa farin á lakki, sérstaklega að aftanverðu og á toppnum. Er búinn að vera að reyna að ræða við Brimborgu án árangurs. Hitti mann um daginn sem sagðist hafa átt samskonar bíl sem var farin að skemmast eins og minn. Hann fór í Brimborg og þeir löguðu hans bíl, með tilheyrandi veseni. Er einhver þarna sem þekkir til þessara mála? Hvað er best að gera? Ég hef ekki farið reglulega í þjónustuskoðun hjá Brimborgu, en bílinn hefur alltaf verið smurður á réttum tíma á smurstöðum úti á landi og er smurbók því til staðfestingar. Ég er bara ekki sáttur við að þeir skuli laga samskonar bíl en neiti að laga minn, þrátt fyrir samskonar galla. HAnn fékk það upp úr einhverjum versktæðismanni hjá Brimborgu að um væri að ræða galla í samsetningu.