Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Kristján F

Pages: 1 ... 3 4 [5] 6 7 ... 18
81
Spyrnuspjall / Re: 500hp ebay motor
« on: April 17, 2010, 23:40:29 »
Er þetta hér á landi ? Fúlt

82
Bílarnir og Græjurnar / Re: SS.Nova
« on: April 12, 2010, 11:13:37 »
Gaman að sjá hvað þessi bíll er orðinn flottur =D>. Flott vinna á þessu hjá þér ,greinilegt að sandurinn er það sem þessi bíll er ætlaður í.


83
Ford / Re: Ford Sierra RS Cosworth
« on: April 07, 2010, 22:51:56 »
Sæll Sigurjón

Gaman að sjá hvað bíllinn er orðinn eigulegur eftir að þú ert búin að fara um hann höndum. Þetta var ákkúrat það sem þessum bíl vantaði.

Verður gaman að fá að sjá bílinn upp á braut. Það var alltaf gaman í gamla daga þegar tekinn var rúntur með Steina og nú er greinilega búið að bæta vel í síðan þá.

84
Aðstoð / Re: Gott vélaverkstæði???
« on: March 26, 2010, 17:44:48 »

85
Aðstoð / Re: Bensíndælu vesen í Trans am
« on: March 17, 2010, 22:09:38 »
Prófaðu að beintengja jörðina á realyinu og mældu svo hvort ekki komi straumur  í brúna vírinn þegar þú startar.

86
Spyrnuspjall / Grein um trakk prepp með VHT
« on: March 10, 2010, 16:02:18 »
http://www.competitionplus.com/index.php/drag-racing/news/13558-so-what-makes-vht-inappropriate

Fín grein og athyglisvert að þeir tala um að passa að úða ekki of mikið þegar kalt er í veðri eins má ekki úða of mikið í hita.

87
Aðstoð / Re: Taka rúðu úr ?
« on: March 09, 2010, 23:18:18 »
það er skynsamlegra að ýta á gúmíið innan frá þannig að það fari yfir kantinn í boddýinu.

88
Almennt Spjall / Re: MICKEY THOMPSON SLIKKAR
« on: March 06, 2010, 15:46:05 »
Eitthvað að frétta  :?:

89
Alls konar röfl / Re: Jæja
« on: March 06, 2010, 13:03:01 »
Já það eru sem betur fer til menn sem fjárfesta í bílum. Skil ekki tilganginn með þessari frétt í DV að vera blása upp að til séu iðnarhús með bílum og mótorhjólum sem menn eiga. Að mínu mati er þessi fjárfesting í bílunum og hjólunum margfalt tryggari en hlutabréf.

90
Spyrnuspjall / Re: 60 fet
« on: March 05, 2010, 18:48:00 »
1.75 best á gamla bikinu 1,8 á því nýja. Er að vinna í hlutum sem eiga að hjálpa mér að ná betra starti.

91
Ýmislegt Til Sölu/Óskast / Óska eftir húsnæði á leigu
« on: March 05, 2010, 12:27:30 »
Er að leita fyrir félaga minn

Góðan dagin gott fólk

Mig bráðvantar til leigu iðnaðarhúsnæði ca.50-80 fermetra fyrir næstu mánaðarmót,leigutími ca.2.mánuðir.

Vinsamlegast hringið í mig eða sendið á mig mail gunnar.jorundsson@ih.is
Sími 8638509

Gunnar Jörundsson

92
Sæll

Miðað við lýsinguna frá framleiðanda þá eru engar stýfur aftan við bogan og engar stýfur  meðfram hurð,það er lágmark að  festi punktarnir séu 5  þegar keyrt er hraðar en 11.49 samkvæmt þeim reglum sem er póstað hér að ofan.

93
Alls konar röfl / Re: Rallycross 21.02.10
« on: February 20, 2010, 20:21:03 »
Keppnin verður haldin á Akstursíþróttarsvæði AÍH Krýsuvíkurveg (rallycrossbrautinni í Kapelluhrauni)


Dagskrá keppni

• kl. 09.00 Svæði opnar
• kl. 09.00 Mæting keppenda
• kl. 10.00 Mætingafrestur útrunnin
• kl. 10.00 Skoðun keppnistækja/útbúnað ökumanns
• kl. 11.15 Tímatökur hefjast
• kl. 12.00 Tímatökum lokið
• kl. 12.00 Hlé
• kl. 13.00 Ræsing keppni / fyrsti riðill
• kl. 15.00 Hlé í 15-30 mín fyrir úrslitariðil
• kl. 15.30 Úrslitariðlar ca
• kl. 16.30 Lok keppni
• kl. 16.45 Úrslit keppni
• kl. 17.00 Kærufrestur liðinn
• kl. 17.00 Formleg tilkynning úrslita
• kl. 17.00 verðlaunaafhending

94
Almennt Spjall / Re: MICKEY THOMPSON SLIKKAR
« on: February 16, 2010, 12:27:04 »
3052 26.0/8.5-15

95
Aðstoð / Re: Veit einhver ????
« on: February 13, 2010, 20:29:03 »
Bílapartar Grænumýri 3  5877659   

96
Bílarnir og Græjurnar / Re: Smá tjún ;)
« on: February 11, 2010, 08:15:15 »
Hvaða Nova er þetta þarna :?:
Sýnist þetta vera Novan hans Sigurpáls

97
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Re: Keppnisreglur
« on: February 08, 2010, 15:13:55 »
Sæll Ingólfur

Þú virðist nú forðast eins og hægt er að ræða það sem er tekið úr lagabreytingatillögunni þinni. Þú talar um gamaldags vantraust hugsunarhátt á stjórn hann er nú ekki eldri en það að félagsmenn klúbbsins voru ekki sáttir við að fá ekki að vita hverjir væru í reglunefnd og lögðu því til breytingartillögur sem voru kosnar inn á aðalfundi 2008.
Þar var samþykkt að upplýst væri hverjir skipuðu þessa nefnd.
Þar var samþykkt að félagsmenn gætu sent inn reglubreytingartillögu.
Þar var samþykkt að reglunefnd væri ekki skipuð af stjórnarmeðlimum.

Þessi þrjú atriði ert þú að leggja til að detti út. Mín skoðun er sú að á sínum tíma var það mistök að ekki skyldi upplýst með að hverjir sætu í nefndinni sem ollu því að félagsmenn upplifðu nefndina sem einhverja leyninefnd og baktjaldamakk. Afhverju það er túlkað sem gamaldags vantraust hugsunarháttur að benda á þetta miðað við það sem upp kom þegar þetta var ekki upp á borðunum á ég erfitt með að skilja.

  Kv Kristján

98
Almennt Spjall / Re: Tillaga að lagabeitingu.
« on: February 03, 2010, 22:33:14 »
7. gr. Breytingar á lögum félagsins má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum  nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að laga eða reglubreytingum í fundarboði til aðalfundar.
7. 2. Reglunefnd er skipuð af stjórn til tveggja ára í senn. Í reglunefnd skulu sitja 3-5 einstaklingar.
Reglunefnd vinnur og leggur fram keppnisreglubreytingar tillögum fyrir stjórn KK.
Til að þær keppnisreglubreytingar tillögur taki gildi verður Stjórn KK að samþykkja þær með meirihluta atkvæða.
9. gr. Aðalfundur Kvartmíluklúbbsins ákveður svæðisreglur sem skal framfylgja að fullu hverju sinni. Gildandi lög, svæðisreglur og  keppnisreglur skulu vera aðgengilegar öllum félagsmönnum.

Hérna höfum við þá báðar reglugerðirnar til samanburðar.

Þá er þetta svona:

7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna.

Tillögum að reglubreytingum skal skila inn til nefndar sem fer yfir tillögur að breytingum eða kemur með tillögur sjálf til reglu eða flokkabreytinga.

Tillögur skulu berast nefndinni skriflega fyrir 5 Janúar hvers árs.
Þá skal nefndin vera búin að leggja fram sýnar eigin tillögur á þeim tíma.
Reglunefndin skal birta tillögur eins og þær berast nefndinni á vefsíðu KK ekki seinna en 15 janúar



Nefndin skal skipuð minnst 3 og ekki fleirum en 5 mönnum ,sem ekki sitja við stjórn KK á því tímabili,völdum af stjórn klúbbsins til tveggja ára í senn.Það skal vera opinbert hverjir sitja í nefndinni hverju sinni.
Í nefndinni eru allir jafnir, enginn formaður eða slíkt.

1 Febrúar skal í síðasta lagi vera búið að halda fund með keppendum um reglubreytingarnar sem nendin ætlar að leggja fyrir aðalfund,eftir fundinn er ekki hægt að draga tillögur til baka.

20 febrúar eða minnst einni viku fyrir aðalfund skal svo birta á endanlegar tillögur á vef Kvartmíluklúbbsins.

Þær tillögur sem nefndin samþykkir þarf svo að kjósa um á aðalfundi.



99
Almennt Spjall / Re: Tillaga að lagabeitingu.
« on: February 03, 2010, 13:40:08 »
Þetta er lagabrettinginn eins og hún var lögð fyrir fundinn  í fyrri. Ég tel að það sé ekki hætta á því að stjórnarmenn ætli að taka að starf reglunefndar og ég tel það skinsamlegt að kjörinn stjórn hafi lok orðið varðandi reglur þar sem það hlýtur að vera markmið stjórnar að efla keppnishald. Það tíðkars hvergi í veröldinni að keppendur geti ráði flokkareglum sem þeir eru sjálfir að keppa í.

Kv Ingó.
 :)
Sæll Ingólfur
Ef þú telur að ekki sé hætta á að sömu menn séu í stjórn og reglunefnd þá er eðlilegasta formið á því að hafa það bundið í lögum klúbbsins til að taka af allan vafa með það. Það má líka minna á að það olli miklum deilum að ekki var opinbert hverjir störfuðu í þessar nefnd þegar hún var sett á fót árið 2007,Tillaga þín leggur til það form verði viðhaft aftur sem að mínu mati er afturför.Þessi reglugerð sem er í gildi er að mínu mati mjög góð og lýðræðisleg. Keppendur hafa tillögurétt um reglur  samkvæmt gildandi reglugerð en stjórn og reglunefnd hefur ákvörðunarvaldið. Svona skil ég þessa reglugerð og ef ég er að misskilja hana þá ættum við að geta fundið út úr því hérna.

100
Almennt Spjall / Re: Tillaga að lagabeitingu.
« on: February 02, 2010, 19:12:21 »
Hér er lagagreinin eins og hún stendur í dag. Þannig að mér sýnist að tillagan þín Ingólfur sé til þess fallinn að setja regluvaldið í stjórn KK.
Þá er þetta svona:

7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna.

Tillögum að reglubreytingum skal skila inn til nefndar sem fer yfir tillögur að breytingum eða kemur með tillögur sjálf til reglu eða flokkabreytinga.

Tillögur skulu berast nefndinni skriflega fyrir 5 Janúar hvers árs.
Þá skal nefndin vera búin að leggja fram sýnar eigin tillögur á þeim tíma.
Reglunefndin skal birta tillögur eins og þær berast nefndinni á vefsíðu KK ekki seinna en 15 janúar



Nefndin skal skipuð minnst 3 og ekki fleirum en 5 mönnum ,sem ekki sitja við stjórn KK á því tímabili,völdum af stjórn klúbbsins til tveggja ára í senn.Það skal vera opinbert hverjir sitja í nefndinni hverju sinni.
Í nefndinni eru allir jafnir, enginn formaður eða slíkt.

1 Febrúar skal í síðasta lagi vera búið að halda fund með keppendum um reglubreytingarnar sem nendin ætlar að leggja fyrir aðalfund,eftir fundinn er ekki hægt að draga tillögur til baka.

20 febrúar eða minnst einni viku fyrir aðalfund skal svo birta á endanlegar tillögur á vef Kvartmíluklúbbsins.

Þær tillögur sem nefndin samþykkir þarf svo að kjósa um á aðalfundi.

Pages: 1 ... 3 4 [5] 6 7 ... 18