Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - svenni bmw

Pages: 1 2 3 [4] 5 6 7
61
GM / GM?
« on: September 11, 2013, 20:01:46 »
Letti eða? get verið svolítið ryðgaður í þessum gömlu.....einhver má gjarnan koma með tegund og árgerð.... ég mundi þetta þegar þessar myndir voru teknar í fyrra..............kveðja svenni

62
GM / Re: Chevy Caprice 1977
« on: September 05, 2013, 20:56:56 »
Það eru góðar fréttir, mér skildist á sínum tíma að þessi hafi verið betri en sá sem hann var ætlaður í að bjarga..... kveðja svenni

63
GM / Chevy Caprice 1977
« on: September 03, 2013, 21:21:59 »
Seldi þennan haustið 2007 vegna tímaskorts (ryðguð grind ofl) sá sem keypti ætlaði hann í varahluti í annan eða uppgerð, hefur einhver séð hann?' kveðja svenni

64
Austurlenskt / Re: Mazda 323 Turbo
« on: September 03, 2013, 21:07:38 »
Þessi gamli 1800 súbbi var með imprezu GT krami og afturdrifinn ....kveðja svenni

65
Austurlenskt / Mazda 323 Turbo
« on: September 03, 2013, 20:55:30 »
Keppti í götuspyrnunni 2006 sælla minninga á þessu ofurtæki og var svo vitlaus að selja eftir keppni ....

66
GM / Re: Pontiac Firebird 1993
« on: September 01, 2013, 17:21:58 »
Ég veit ekki hvað þessar felgur heita þær eru bara í geymslu, ætli ég reyni ekki að selja þær eða láta þær fylgja bílnum ef ég sel hann einhverntímann :-k
Hann fór í dag í vetrargeymslu úti á landi vonandi verður komið sæmilegt veður í mars, seinastalagi apríl til að sækja kvikindið \:D/       kveðja svenni

67
BÍLAR til sölu. / Re: Dodge Caravan 3,3 2001 7manna 390þús
« on: August 29, 2013, 13:51:03 »
Fæst á fínni staðgreiðslu...........

68
BÍLAR til sölu. / Re: Dodge Caravan 3,3 2001 7manna 390þús
« on: August 24, 2013, 22:46:22 »
 :-s

69
GM / Re: Pontiac Firebird 1993
« on: August 22, 2013, 09:21:13 »
Hann var á þessari stærð eins og þessi 530 bíll en ég held að bmw komi alltaf til að eiga vinninginn í beygjum þar sem Firebirdinn er á hásingu en á beinu brautinni hefur sjálsagt ameríkuhreppur vinninginn \:D/ en að öllu gamni slepptu þá hef ég ekki fundið slit í hjólabúnaðinum enda búið að endurnýja hann talsvert og setja einhverja ofurfjöðrun sem ætti þó ekki að hafa áhrif á rás, kannski bara leðinda 17" dekk frá kína? :-k            kveðja svenni

70
GM / Pontiac Firebird 1993
« on: August 20, 2013, 19:39:28 »
Þessum finnst ekki leiðinlegt að búa til dekkjareyk sérstaklega eftir að hann fékk 15" andstætt við það sem maður hefði haldið þá liggur kvikindið betur, trakkar betur og steinhætti að elta hjólför eftir að 17" var rifin undan =D>         kveðja svenni

71
BÍLAR til sölu. / Dodge Caravan 3,3 2001 7manna SELDUR
« on: August 19, 2013, 17:33:23 »
Er með til sölu Caravan SE, sennilega kallast hann mini wagon því hann er styttri gerðin, þetta er nýrra lúkkið
Myndir á bilasolur.is auðvelt að finna hann, er ódyrastur miðað við aldur

Ekinn 154.000. mílur ca.245þ.km
Sskiptur
Nýr evrópskur krókur $$
Ljósgrár
Cruise Contr.
Skoðaður 2014
Nálargat á loftkælinum svo a/c virkar ekki
Spyrnufóðring  farin v.m fr.
Upphalari óvirkur h.m
Kúpling á alternator slöpp
Smá dældir hér og þar ekkert alvarlegt
Kram mjög gott (hreyfir ekki olíu)
Nýlega smurður vél+skipting



72
Það er tvennt sem getur valdið þessu og ólíklegt að það sé loftnetið utan um svissinn, en mjög þekkt er í þessum bílum að raki sem safnast saman í miðstöðinni dropi ofan á vélatölvuna og valdi sambansleysi í henni eða tenginu inn á hana (spannsgræna) stundum hægt að hreinsa, svo er lyklatalvan sjálf
inní hurðastafnum við hliðina á hanskahólfinu (mjög þröngt) og hefur bilað líka en hana er hægt að nota úr partabíl með því að forrita upp á nýtt eins er hægt að nota tölvu með sama partanúmeri ef hún er biluð, talvan er undir miðju mælaborðinu og ágætt að setja plast yfir hana til öryggis..... kveðja svenni  :wink:

73
Aðstoð / Re: 350 LT1 mótor
« on: April 23, 2013, 08:59:39 »
Ok, gott að vita held reyndar að það sé frekar erfitt að sjá þarna á bakvið nema kannski með einhverju spegladóti...
byrjum á því :shock:  kv, svenni

74
Aðstoð / 350 LT1 mótor
« on: April 22, 2013, 17:44:08 »
Er með olíuleka aftan úr LT1 held að það sé sveifarásinn frekar en millihedd, var að spá í hvort það væri heil pakkdós aftan í sveifarás eða 2 þéttingar móti hvor annari eins og í sumum v8???' :roll:   kveðja svenni

75
BÍLAR til sölu. / Opel Vectra B 2001 seldur
« on: April 02, 2013, 20:10:32 »
Er með til sölu vectru með bilaða vélatölvu en keyrir og gerir samt

2001 árgerð
Ekinn 136 þús
1800 vélin
SSkipt
4door með skotti
Ný tímareim
Er með endurskoðun á handbremsu og mengun(talvan)
Bilun í tölvu lýsir sér þannig, samskipti við sjálfskiptitölvu eru engin og stjórnun á co skynjara skrýtin
Bíll sem lítur ágætlega út og virðist eiga nóg eftir ef önnur talva finnst
 kveðja svenni

76
Aðstoð / Re: Brotin gormur ráðþrota?
« on: March 31, 2013, 16:43:10 »
Ef þessi gormur er svipaður og í town car eða mark bílnum þá er hægt að púsla saman einhverju hjá Rockauto.com mjög góð pöntunarsíða.....kveðja svenni

77
BÍLAR til sölu. / Nissan/Datsun ALMERA 1996 seldur
« on: March 19, 2013, 10:27:30 »
Er með til sölu Nissan/Datsun Almera

Skoðuð út sumarið
Ekinn 255þús
SSkipt
4door með skotti
Er ekki að detta í sundur en er ekki útlitsgallalaus
Ýmislegt endurnýjað á seinustu 2árum
Fékk athugasemdalausa skoðun í fyrra =D>
Ótrúlega gangvisst kvikindi
LX-607 ef einhver vill fletta honum upp
Verð 100þús Kveðja svenni

78
Aðstoð / Re: Felgur undir Pontiac??
« on: March 06, 2013, 14:57:30 »
Takk fyrir það, ætla reyna eignast gang fyrir spól og vittleysu 17" er dáldið dýr  :???:

79
Aðstoð / Felgur undir Pontiac??
« on: March 05, 2013, 20:14:31 »
Komast 15" felgur undir firebird formula og hver ætli gatadeilingin sé? 5x?  :roll:
kveðja svenni

80
BÍLAR til sölu. / BMW E21 6cyl seldur
« on: March 05, 2013, 19:57:14 »
Af sérstökum aðstæðum er BMW inn minn til sölu í nokkra daga

Framleiddur 1981
ekki margir eigendur
MÖKK ryðgaður (samt ekki mikið í neinum burðar eða grindarbitum)
Sjálfskiptur
Held að rellan heiti M20B20
Vél malar flott ekkert tikk eða glamur
Ný tímareim og viftureim
nýr vatnskassi
ný framrúða
ný olía og sía, loftsía
Slatti af nýjum boddýhlutum fylgja (sílsar ofl)
Vantar að kaupa meira af hlutum eða láta laga eða smíða upp
Ég ætlaði mér ekki að búa til einhverja kirkju úr þessum bíl heldur að smella honum saman
og setja á götuna jafnvel hálf hráan bara til að njóta E21 fílingsins sem enginn annar bmw bíður uppá
og vita það þeir sem til þekkja....
Hann er gangfær en tæpast ökufær vegna bremsuleysis (farið rör)
og svo þarf að láta gera við tankana en hann er tengdur við brúsa eins og er
Númer liggja inni og er hægt að taka út í viku án þess að láta skoða hann
Verð 150þús og hann verður til sölu allan mars eftir þann tíma verður hann ekki til sölu heldur
settur í geymslu... mögulega verður hægt að semja um að koma bremsum á hann án þess að hann hækki mikið
í verði...Helst myndi ég ekki vilja sjá á eftir honum í varaluti en þeir eru afar fáir eftir... kveðja svenni 8694271
Engar myndir sjón er lélegum myndum betri.....

Pages: 1 2 3 [4] 5 6 7