Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Davíð S. Ólafsson

Pages: 1 2 3 [4] 5
61
Almennt Spjall / Flokkarugl
« on: March 19, 2006, 23:12:55 »
Sæll Tóti

Það er nú bara að lesa textann.
Ef farið er í framkvæmdir í samráði við bæjarfélagið.Svo barnalegt sem það hljómar.

Varst þú ekki á aðalfundinum ?


Kv Davíð

62
Varðandi breytingar á kvartmílubrautinni þá hefur sú hugmynd komið upp að lagfæra startið og lengja öryggissvæði í enda brautarinnar.
Við keppendur sem erum farnir að keyra undir 10sec og lægra þurfum á  því að halda að hafa brautina lengri svo að fyllsta öryggis sé gætt.
Lagfæra þarf startið og koma þeim málum í gott horf. Hugmyndin að breyta startinu er sem sagt , færa það aftar og vinna með því nokkra tugi metra sem þá kemur til með að nýtast í lengri bremsukafla.
Ef lagfæring verður gerð á startinu þá er eina vitið að steypa startið. Rífa upp malbikið og leggja steypu í staðin. Ekki væri verra að leggja hitalagnir í startið og þá eigum við möguleika á að hita það þegar kalt er í veðri og svo þornar startið fyrr ef við getum keyrt hita í það.
Svona framkvæmd gagnast ekki bara fáum keppendum heldur okkur öllum. Betra trakk,betri 60 fet og svo betri tímar.
Er það ekki þetta sem við erum að keppa að.
Hver er fljótastur að fara frá A-B er kvartmíla  :)
Ekki hversu nálægt fyrir fram ákveðnum tíma við erum. :shock:

Kv Davíð

63
Almennt Spjall / Flokkarugl
« on: March 19, 2006, 20:35:14 »
Sæll Ingó

Varst þú ekki á síðasta aðalfundi KK ? Ég man ekki betur en að Gunnar Svavarsson hafi sagt á fundinum að skifting framkvæmda í samráði við bjarfélagið væri 80/20 % ,eins og aðrar framkvæmdir við íþróttamannvirki í Hafnafjarðarbæ.

Getur verið að fyrrum stjórnir hafi ekki látið reyna á það hvort við sem aðilar að IBH ættum ekki möguleika á fjármagni frá Hafnafjarðarbæ til framkvæmda á vegum KK ?

Að tala um að það verði auðveldara og breyti möguleikum á að fá fjármagn inn í starfsermi KK ef við komum upp hringakstursbraut.

Mér er spurn, hvað var gert af fyrri stjórn til þess að fá fjármagn inn í klubbinn ?

Ég veit ekki betur en að ég hafi komið þér í samband við stöndugt fyritæki hér í bæ og hafi verið gefið vilyrði fyrir að kosta tíma og hraðaskilti á brautina. Hvað skeði og hvers vegna var þeim málum klúðrað?
Var það í þágu klúbbsins ?
Mér skilst að ef það hefði verið gengið frá þessum málum í fyrra þá hefðum við fengið annan styrk í ár.


Ekki hefur verið eitt  auglýsingaskilti á brautinni í nokkur ár án þess að fá greiðslu fyrir.

Hvernig á að reka KK ef ekki fæst fjármagn inn í hann ?. Leita þarf allra leiða til þess að fá fjármagn og nota þau tækifæri sem gefast.

Þú tala um að það kosti aðeins 15-20 milljónir að bæta 800 metrum við brautina svo að við getum farið að aka í hringi.

Við þurfum að huga að framtíðinni. Hætta að fara í litla hringi eins og Ragnar Reykás.(800m)
Verum stórhuga og horfum fram á veginn. Ef og þegar við förum í að byggja upp hringakstursbraut þá á að gera þetta almennilega og fara í braut sem að er allt að 5km löng. Löglega braut til keppni í akstri bíla og hjóla.  

Ég hef átt fundi með fólki sem hefur áhuga á að setja fjármagn í svona framkvæmd eins og við stefnum öll að. Ekki hefur vantað áhuga hjá sumum þeirra.
Færa hraðakstur af götunum og inn á lokuð aksturssvæði er það sem við stefnum að.

Nýja stjórnin er nú búin að vera við völd í rúman mánuð og það er ekki hægt að ætlast til þess að við geru kraftaverk á svo stuttum tíma.

Nú er að láta verkin tala og halda lífi í KK.

Það er endalaust hægt að nöldra yfir hinu og þessu sem betur mætti fara.

Af hverju er þetta flokkarugl eins og sumir halda fram sé tilkomið ?

Það var ekki tekið á þessum málum af fyrri stjórn,heldur velt yfir á þá sem taka við.

Auðveldast hefði verið fyrir fyrri stjórn að taka flokkana fyrir á aðalfundi, afgreiða og ganga frá lausum endum.

Fyrrum stjórnar meðlimur sagði við mig er við vorum að ræða kvartmíluna á seinnihluta síðasta árs að það væri sennilega best að hvíla kvartmíluna í eitt ár eða svo vegna þess að það væri engin þátttaka í keppnum.

Hvaða sjónarmið eru þetta hjá stjórnarmönnum ?


Þetta eru mínar persónulegar skoðanir og hugrennigar.

Kv Davíð

64
Almennt Spjall / Viðhald á braut...
« on: March 19, 2006, 14:54:10 »
Sæll Kiddi

Þetta er gott framtak hjá þér að setja þessar myndir inn á vefinn okkar.
Svona á að gera þetta. Með því að setja þessar myndir inn þá fá menn betri sýn á hvernig gera skal almennilega braut.
Ég get ekki betur séð en að þessar myndir hjálpi okkur í baráttunni fyrir betri braut.
Vertu ekki að taka nærri þér þó að sumir menn finni þessu allt til foráttu.

Hæst glymur í tómri tunnu.

Davíð

65
Almennt Spjall / Flokkarugl
« on: March 19, 2006, 11:53:45 »
Sælir félagar.

Ég held að það gæti smá misskilnings varðandi akstursbraut á svæðinu okkar.
Áformum um að koma upp hringakstursbraut hefur ekki verið ýtt út af borðinu ef menn halda það.
Forgangsröðun um hvað þarf að gera á svæðinu er í góðum farvegi og höfum við í stjórn rætt þá möguleika sem við stöndum frammi fyrir. Stjórnarmenn hafa látið sýnar skoðanir í ljós á fundum og erum við að fara yfir hvað sé heppilegast að gera og í hvaða röð.

Varðandi hringakstursbraut þá er svæðið komið í skipulagskynningu.
Það kostar heljarinnar mikla vinnu og fullt af peningum að koma svona braut upp.

Hanna þarf braut, kostnaðaráætlun þarf að liggja fyrir svo það sé hægt að fara á stað til þess að finna fjárfesta sem hafa áhuga á að leggja pening í þetta verkefni.

Ef við förum í framkvæmdir á svæðinu í samráði við Hafnafjarðarbæ þá liggur fyrir að kostnaður kemur til með að skiftast 80% (hlutur bæarins) og 20% kemur í hlut KK.
Við höfum heyrt að kostnaður við að leggja góða braut og klára svæðið geti legið í allt frá 1,000 millur í allt að 1,500 millur og er það mikill peningur.

Ef við vinnum saman að þessu framtíðar verkefni þá hefst þetta að lokum.

Það er gott að fá að heyra hvað mönnum finnst um þetta verkefni og hvaða hugmyndir þið hafið.

Kveðja Davíð

66
Almennt Spjall / ljósaskilti með tíma og endahraða
« on: March 19, 2006, 10:54:21 »
Stjórnin er búin að vera í viðræðum við stórt fyrirtæki sem ætlar að kosta innkaup á tímatöflu og einnig að sjá um að setja skiltið upp og tengja við tölvubúnað KK.

Nú er verið að vinna í að fá réttan búnað sem passar við okkar tölvur.

Spurningin er hvenær við fáum skiltin til landsins og þá ræðst hvenær þau komast upp og vonandi verður það snemma í sumar.

Kveðja Davíð

67
Almennt Spjall / Flokkarugl
« on: March 18, 2006, 19:44:11 »
Það má benda á að það er tryggingarfélag sem heitir Elísabet (TM) þar  sem þú getur tryggt bílinn þinn í þessar fimm keppnir  og málið er dautt. Þá þarf ekki að breyta flokkum fyrir þig ? :idea:

68
Almennt Spjall / Flokkarugl
« on: March 18, 2006, 19:04:19 »
Sælir félagar.
 Það er gaman að sjá að þeir menn sem gátu ekki svarað fyrirspurnum hér á netinu síðastliðin ár eru allt í einu farnir að tjá sig og er það hið besta mál.

Varðandi breytingar í flokkum þá þarf að leggja það fyrir aðalfund og afgreiða þær breytingar þar, þ.e.a.s. ef við eigum að fara eftir lögum KK.

Frá mínum bæjardyrum séð þá voru flokkarnir sem keyrðir voru í fyrra ekki til þess að bæta keppendafjölda í keppnum.
Ef ekki eru keppendur þá verða engir áhorfendur.

Er ekki málið að vinna saman í að efla klúbbinn og fá inn nýtt blóð.

Kveðja Davíð.

69
Mótorhjól / ZX-14
« on: March 15, 2006, 21:36:09 »
Blessaður Palli

Kíktu inn á dragbike.com og þá sérð þú tímana hjá alvöru ökumönnumeins og Ryan Schnitz og Gadson, margfalda meistara í kvartmílu.

Þegar þú eldist og þroskast þá færð þú þér rétta tegund af hjóli  :D  ekki spurning (Suzuki).

Mitt hjól er líka "STOCK" með smá breytingum  :wink:

Sjáumst á brautinni í sumar og vonandi kemur einhver á ZX 14 og tekur okkur í bakaríið.

Kveðja Davíð

70
Mótorhjól / ZX-14
« on: March 14, 2006, 21:57:45 »
Blessaður Palli
það eru nú til betri tímar á Busurnar en þessir tímar sem gefnir eru upp á ZX 14.
Hætta að hugsa um Kawana og fá sér Súkku.

71
Mótorhjól / 9,509 - Suzuki GSXR 1000 til sölu.
« on: February 12, 2006, 20:59:09 »
Quote from: "Lostboys"
Má maður vera svo djarfur að spurja um verðhugmynd á svona græju ?



Verðmiði er ekki komin á græjuna en óska eftir tilboði.

72
Mótorhjól / 9,509 - Suzuki GSXR 1000 til sölu.
« on: February 12, 2006, 20:56:17 »
Blessaður Bjössi.
Ég er nú með allt opið og  er að skoða ýmsa hluti. Ef ég fer að endurnýja hjólið þá er stefnan tekin á eithvað öflugra og í öðrum flokki.
Annars er nú spennandi að fá að kljást við þig og aðra næsta sumar.
Þið hjólamenn/konur suður með sjó endilega vera í sambandi við nýja stjórn KK og fjölgum keppendum í hjólaflokkum í sumar. Ef ég man rétt þá voru flest hjól hér um árið í keppni eitthvað um 23 og voru 4-5 í hverjum flokki fyrir utan Draggana.

Kveðja Davíð

73
Mótorhjól / 9,509 - Suzuki GSXR 1000 til sölu.
« on: February 03, 2006, 21:25:04 »
Blessuð/aður millamey ! Ég er nú ekki hættur en stefnan er jú tekin upp á við og alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Við verðum að standa okkur og bæta við hjóla flóruna er það ekki ? Nú þurfum við hjólamenn og konur að fara að hittast og fara yfir komandi sumar. Fullt af nýjum hjólum suður með sjó skilst mér og um að gera að virkja ykkur á mílunni og hafa gaman af.
 :D  :D  :D
Kveðja frá Reykjavík og sjáumst sem flest á mílunni

74
Mótorhjól / 9,509 - Suzuki GSXR 1000 til sölu.
« on: February 01, 2006, 19:43:04 »
Til sölu Suzuki GSXR 1000 árgerð 2004. Búið að tjúna þokkalega mikið og er besti kvartmílutími 9,509 núna ! ca 180 hö í afturdekk. Búið að leggja 25,000 $ í hjólið (vinna/efni). Tilboð óskast.
Einnig til sölu gott eintaka af Suzuki Hayabusa árg 2000. Tími á kvartmílu 9,830.

Davíð 893 7181

75
Mótorhjól / Hjól
« on: January 18, 2006, 23:57:06 »
Það getur allt skeð í þessu Hólmar. Æfa sig og bæta tímana. Endilega mæta með öll hjólin. Það er miklu skemmtilegra að vera í sætunum á brautinni heldur en í sætunum í brekkunni ! en alltaf skemmtilegast í/á sætinu á hjólinu  :lol:

Race og aftur race.

Davíð

76
Mótorhjól / Hjól
« on: January 18, 2006, 21:06:11 »
Þeta er rétta hugarfarið. Mæta sem flest og þá verður fyrst gaman.

Kv Davíð

77
Mótorhjól / Hjól
« on: January 15, 2006, 00:18:36 »
Bjössi, var þetta 600 gsxr hjól sem þú ert með til sölu ekki að fara míluna á 9,7 - 9,8 ? ef ég man rétt ? (úti á braut u.s.a.með trakki).
Það er gaman að heyra að þú sért að koma með hjól sem er breytt eins og mitt á brautina í sumar. Meira gaman að vera í flokki sem að samkeppni er og þá eiga tímarnir eftir að batna !
Nú er þurfum við að vinna í því að fá fleiri hjól á brautina í sumar og efla þetta skemmtilega sport.
Diddi og allir hinir endilega vera með.

Kveðja SUZUKI 9,509

78
Mótorhjól / Hjól
« on: January 07, 2006, 23:22:04 »
Flott hjá þér Bjössi  :wink: Var búinn að frétta þetta hjá Broock en hann sendi mér mail þegar þú varst að spá í hjólin. Nú er bara að hafa gaman af því að mæta á brautina og gera sitt besta. Lofar góðu fyrir sumarið í okkar flokki og meira gaman þegar samkeppni er í flokkunum.
Vonandi koma fleiri hjól í sumar,sjáumst á brautinni  :)
Kveðja Davíð.

79
Mótorhjól / Hjól
« on: January 06, 2006, 22:49:04 »
Hvenær lendir hjólið þitt Bjössi ?

80
Mótorhjól / Hjól
« on: January 05, 2006, 23:32:10 »
Hei hó Diddi , nú er bara að taka skrúfurnar úr líkamanum og nota þær í hjólið (  eru það ekki Titaníum skrúfur ? ).Var farinn að sakna þín á mílunni. Byrja strax !

Davíð

Pages: 1 2 3 [4] 5