Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - 1966 Charger

Pages: 1 ... 25 26 [27] 28 29 ... 31
521
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Það var sandspyrna í dag.....
« on: October 14, 2006, 23:05:50 »
Ég skrapp á sandspyrnu í dag.  Hún gekk nú ansi skrykkjótt.  Ljósin síbilandi og þó brautin væri skafin reglulega og vel þá tók undirbúningurinn langan tíma.  Það var farið að rökkva þegar keppni lauk.  Það var samt helvíti fín stemming þarna, enda má segja að í kringum sandinn hafi skapast nokkurskonar "cult"   Nokkuð myndarlegur hópur var mættur og undir lokin var á svæðinu samansafn harðkjarnaliðs sem ætti að taka mynd af og setja á plakat undir titilinum:  Raunverulegt áhugafólk um íslenskt mótorsport:  Fólk sem kvartaði ekki undan síbilandi ljósum.  Fólk sem grenjaði ekki þótt bílar biluðu í brautinni.  Fólk sem fékk sér eina með öllu þótt steikti laukurinn í sjoppunni væri fokinn ofan  fjöru.  Fólk sem fékk snert af fortíðarþrá þegar það sá Agga dragga og Gunna hugvitsbrekku flagga fyrir sigurvegurum hverrar spyrnu; raunverulegt íslenskt mótorsportfólk sem horfði upp á starfsfólk keppninnar ausið drullu og sandi (sérstaklega startarinn sem á skilið friðarverðlaun Nón-bels fyrir að ganga ekki í skrokk á keppendum sem ötuðu hann mest auri).  Þetta sjóv minnti mig á fyrstu sandspyrnukeppni Bílaklúbbs Akureyrar 19sjötíuogeitthvað.  Hún var haldin við Dalvík.  Liðlanga nóttina fyrir keppnina skökuðumst við með jarðvegsþjöppu yfir brautina og sprautuðum á brautina með þverhandarþykkum brunaslöngum sem tengdar voru við dælu sem slökkvilið Dalvíkur lánaði okkur. Við töldu okkur í góðum málum, en þetta strit gerði ekkert gagn: Keppnistækin spóluðu sig hvert af öðru niður á kvið í startinu.  Í þetta skiptið festist enginn í brautinni sem er auðvitað framför og ef helvítis klukkurnar hefðu virkað þá er ég ekki í vafa um að frændi minn (Stjáni Skjól) of fleiri af hans fína kaliberi hefðu fundið sér eitthvað til að kíta um fram ánæsta bolludag.

Æðrulaust starfsfólk keppninnar hafi þökk fyrir að nenna að standa í þessu.   Það gengur bara betur næst.

522
BÍLAR til sölu. / Dodge Dakota Sport
« on: October 05, 2006, 23:49:23 »
Til sölu Dodge Dakota Sport Quad Cab
4-dyra pick up
Svartur
2000 árgerð
ekinn 65.000 mílur
Innfluttur frá Indianapolis í ágúst 2005
V-6 3,8 lítrar
5-gíra beinskiptur
Bensíneyðsla 10,3 - 12,8 pr. 100 km!
2WD

Aukabúnaður:
Styrkt fjöðrun
ABS framan
Cruise Control
Níðsterk Rhino Linings klæðning á palli, skjólborðum og gafli.
Svört Extang ábreiðsla fyrir pall
Framlengingargrind fyrir pall (t.d. til að flytja mótorhjól)
Álkassageymsla á palli
Beisli
Rafmagnsrúðuupphalarar
Fjarstýrðar læsingar
Vindhlífar
Sumar- og vetrardekk

Verð:  1.540.000

Ragnar, 861-8672 og 482-3199

523
Almennt Spjall / Fín keppni í dag!
« on: September 17, 2006, 01:26:59 »
Með betra trakki?

Meinarðu ekki betra LAKKI?

Það er svo úfin á honum málningin að það eykur verulega loftmótstöðuna.


Gunni er náttúrulega znillingur!

524
Almennt Spjall / Fín keppni í dag!
« on: September 16, 2006, 21:48:27 »
Gaman af þessu ín dag!

Starfsfólkið á þakkir skyldar fyrir að setja þetta upp og umbera okkur keppendur.


Ragnar

525
Almennt Spjall / Maðurinn með stáleistun
« on: September 15, 2006, 17:48:22 »
Í Krummaskuðinu Paragould í rauðhálsafylkinu Arkansas er að finna 1/8 braut sem á engan sinn líka í heiminum.  George nokkur Ray byggði þessa braut sjálfur í kringum 1960 á sojabaunaakri í bakgarðinum á óðalinu sínu eftir að sveitalöggur í næstu sýslu höfðu bannað honum að koma og keppa á brautinni þar.  George er með stáleistu.  Í gamla daga gekk hann um vopnaður á keppnisdögum til að skakka leikinn ef menn fóru að slást út af reglum.  Eitt sinn  mölbrotnaði á honum handleggurinn þegar keppnistæki slengdist utan í hann, en Goggi hélt bara áfram í vinnunni og lét lappa upp á arminn daginn eftir.  Var í gipsi í tvo daga en sagaði það svo af sjálfur með járnsög.  Eitt sinn urðu fjölskyldudjásnin fyrir tjóni þegar hann var að brasa við landbúnaðarstörf.  Honum fannst óþarfi að ónáða lækni í næsta bæ; og stakk hægri kúlunni aftur í pokann og saumaði hann saman sjálfur.
Í gamla daga sóttu Goggi og kó vatn fyrir burnoutið með fötum í næsta læk og helltu undir dekkin.  Oft slæddust smáfiskar með í þessu vatni án þess að menn gerðu sérstakt veður út af því.  
Goggi hafði líka einfalda reglu ef einhver bíll fór að dóminera í keppnisflokki.  Þá rak hann keppandann í næsta flokk fyrir ofan.

Myndir og sögur af þessum magnaða kalli eru á:

 http://www.geocities.com/georgeray12345/
 http://www.quartermilestones.com/hallucination.htm

Ragnar

526
Ég hef mikið velt fyrir mér ljósbleiku klessunni sem er á sumum myndunum.  Svei mér þá ef þarna birtast ekki útlínur manneskju.  Ég geri mér bara ekki grein fyrir hvort þetta er Fossi björn, María mey eða Tommy Lee (reyndar þunnur).

Skipti ekki máli:  Á Ebay með þennan barða!

$$$$$$$$

Raggi

527
Enginn veit af hverju þeir koma ekki í MC en þó mundi ég ekki vilja brigsla þeim um að þora ekki.  Við höfum ekki einu sinni hugmynd um hvort núverandi dekkjareglur skipta þar máli.  Málið er þetta:  Eins og staðan er núna ætti það að vera höfuðmarmið KK að fjölga keppendum í öllum flokkum.  Varðandi MC þá væri skynsamlegast að spyrja núverandi keppendur og þá sem hafa áhuga á að prófa flokkinn hvaða leið þeir vilja fara. Þá á ég ekki við að gerð sé nafnlaus skoðanakönnun hér á vefnum sem allir geta svarað, heldur að sest sé að líklegum keppendum og þeir spurðir spjörunum úr þar til sést í strigalögin á þeim.
Það er ekki mikið mál að útbúa slíka skoðanakönnun sem tæki 2-3 mínútur að svara.  Svo þarf að fara með hana á staði þar sem tryllitækjaeigendur safnast saman á (kvartmílukeppnir, krúserkvöld).  Niðurstöðurnar má svo leggja fyrir aðalfund sem hefur auðvitað endanlegt ákvörðunarvald.
Semsagt; það skiptir mestu máli hvað er líklegast til að fjölga keppendum í MC, en ekki hvað amatörreiserum eins og mér eða alvörureiserum eins og..... finnst um annara manna dekk.

Raggi

528
Kiddi, ég dreg skyggnigáfu þína í efa.  Þú klúðraðir þessu með Agga rækilega og núna fullyrðirðu um Hot Rod blaðalestur minn.  Ég skal segja þér að á mínu heimili er bara einn maður sem les þessi gömlu Hot Rod blöð mikið í heimsóknum sínum og hann stendur þér og mér langtum framar í kvartmílunni.  Hann heitir Einar Birgisson og virðist lesturinn ekkert há honum e.t. lega séð :)  

Best að ég útskýri þetta með Chargerinn:  Það rétt hjá Stebba að inn í hann mun aldrei fara velti…eitthvað.  Maður hefur nú standarda.  Hann á best 12,10.  Höfuðvandinn við að keppa á honum er einfalt skálabremsukerfi sem dugar stundum ekki til að stöðva 4040 punda flekann áður en út í mölina er komið.

En, eigum við ekki að halda áfram að tala um dekkjareglur í stað meintrar skyggnigáfu og gæðablaðalesturs á heimilum úti í sveit?


Raggi, radial radical!!

529
Það má sjá þá skoðun í sumum skrifum hér ofar að það sé eitthvað ómerkilegt, gamaldags eða 3. flokks að keppa á radial dekkjum sem ekki eru götuslikkar og að slík rök hljóti að vera gild til þess að leyfa götuslikka í MC.  
Þessi rök halda ekki.

Westur í hreppum hefur í mörg ár verið keppt í svokölluðum f.a.s.t.  (factory appearing stock tire) flokkum þar sem keppendur böðlast um á nælon dekkjum sem eru með stock specs.   Í þessum flokki eru keppendur að keyra háar til miðjar 11 sek. á tryllitækjum á eins brettaskífum og bílarnir komu á frá verksmiðjunni.  
Það er nú nefnilega svo að traction er mjög skemmtileg breyta í kvartmílunni, en hún skiptir keppandann minna máli eftir því sem dekkin eru betri.  Mér finnst miklu merkilegra að sjá bíl fara á lágum 12 eða háum 11 sek á plain radial svo ekki sé talað um stock spec. nylon dekkjum en bíl á sama tíma á slikkum eða götuslikkum. Það liggur miklu meiri pæling á bakvið slíka spyrnu en væri samskomar bíll á götuslikkum.

Önnur rök sem hafa verið nefnd eru að plain radial dekk spóli upp gúmmí sem sest á brautina.  Ég veit ekki hvort þetta er rétt eða rangt en bið þá sem halda að svo sé að sýna einhver mæligögn sem rökstyðja þetta.  Það er ekki nóg að segjast bara vita þetta eða að segja að Don Garlits hafi sagt þetta.

Að öllu framansögðu má ljóst vera að ég er ekki hrifinn af götuslikkum í MC en ég lýsi líka yfir verulegum vonbrigðum mínum að ENGINN eigandi þeirra fjölmörgu tryllitækja sem flutt hafa verið inn s.l. ár skuli hafa mætt í MC.  Ætli nýjasti innflutti bíllinn sem keppt hefur nýlega þar sé ekki Camaro Harrys?  Stjórnarmaður í KK hefur sagt mér að þar á bæ hafi menn reynt talsvert að fá menn til að mæta en árangurslaust.  Ég veit ekki ástæðuna en held því þó fram að hún komi dekkjamálum ekkert við.

Ragnar

530
Bílarnir og Græjurnar / Undramótor
« on: August 31, 2006, 19:03:17 »
Þetta dæmi minnir mig svolítið á skemmtilega þrjóta sem skjóta við og við upp kollinum og staðhæfa að þeir séu búnir að smíða eilífðarvél.  Þeir fá trúgjarnt fólk til að fjárfesta í bullinu og hverfa svo frá öllu saman þegar nægur aur er kominn í kassann.


Hönnuðurinn segir að dæmigerð fólksbílavél af þessari tegund muni verða 6x8 tommur.  Maður getur semsagt svift henni úr bílum á kvöldin og geymt undir rúminu.  That will be the day!

Spáið bara í eitt atriði:  850 hö vél framleiðir geysimikinn hita.  Þessi MYT vél er mjög efnisrýr og ég sé ekki hvernig er hægt að kæla málminn nógu hratt til að koma í veg fyrir að allt fari í skrall.

 Stígur vertu ekkert að bakka með þetta þótt dótið hafi skrölt í gang þá er langt í 850 hö.

Ég er tilbúinn að kaupa klippingu á hönnuðinn í 850 ár ef vélin í þeirri útfærslu sem hann er með í lúkunum mun einhverntíma framleiða  850 bhp.  

Ragnar

531
Smá viðbót við þessa ágætu umræðu.  Hérna eru skilgreiningar sá ofurbílum, sportbílum, tryllitækjum og tryppatækjum em við getum rifist um eitthvað fram á haustið.  Ég bind neðangreind dæmi um hvern flokk við ameríska bíla, einfaldlega vegna þess að ég þekki til sögu þeirra.


Supercar eða ofurbíll.  Hér er yfirleitt um sportbíl að ræða en það sem skilur hann frá öðrum sportbílum er að hann er mjög hraðskreiður miðað við svipaða bíla.  Dæmi um ofurbíla eru AC Cobra,  Viper, Ford GT40, Corvette (ekki allar þó). Flestir ofurbílar eru líka sportbílar en ekki eru allir sportbílar ofurbílar.

Sportscar eða sportbíll.  Tveggja sæta fólksbíll.  Vélarafl er ekki lykilatriði.  Dæmi:  Chevy Corvette, American Motors AMX, Fyrstu Ford Thunderbird árgerðirnar.

Musclecar eða tryllitæki (í guðs bænum hættið að nota orðskrípið vöðvabíll sem minnir frekar á hringvöðva eða bíl sem keyrir sláturúrgang á haugana).  Tryllitæki er amerískur bíll sem er aðeins undir miðlungsstærð (miðað við ameríska bíla af sömu árgerð), með vél sem upphaflega átti að nota í stærri bíla frá sömu verksmiðju.  Dæmi um tryllitæki:  Pontiac GTO (sem talið er fyrsta tryllitækið sem kom á markað, 1964), Dodge Charger og Dodge Coronet, Plymouth GTX og Plymouth Roadrunner, Chevy Chevelle Super-Sport, Olds 442, Buick Gran Sport, Ford Fairlane GTA og Ford Torino, Mercury Comet Cyclone og AMC Rebel Machine. Tryllitækin eru flest með drifi á afturöxli, en á því er þó undanteking sbr. Oldsmobile Toronado sem er framhjóladrifið tryllitæki.  Ég vek athygli á að vélarstærð og vélarafl er lykilatriði í skilgreiningunni á tryllitæki.  Þannig mundi Dodge Coronet með 318 vél ekki vera tryllitæki en Dodge Coronet með 383, 440 eða 426 er það svo sannarlega.

Pony car.  Ekkert gott orð er til yfir pony car enda er það lítið notað hérlendis vegna þess að flestir telja að allir ponycars séu musclecars SEM ER RANGT.   En bein þýðing á ponycars er smáhestabíll, eða tryppatæki!    Þessir bílar eru minni og léttari en tryllitæki.  Fyrsta tryppatækið er Ford Mustang en önnur dæmi eru Chevy Camaro og Chevy Nova, Dodge GTS, Plymouth Barracuda 1965-1969, Pontiac Firebird, Mercury Cougar og AMC Javelin.  Tryppatækin geta verið alveg jafn öflug og hraðskreið og tryllitækin.  Ég er viss um að eigendur tryppatækja vilja fá betra heiti yfir þá og er þeim velkomið að koma með hugmyndir hér.

Ragnar

532
Almennt Spjall / Verður keppni þrátt fyrir veðurspá ?
« on: August 26, 2006, 00:27:12 »
Fínt Nóni

Gott væri að fá að vita þetta fyrir 10 í fyrramálið vegna þess að við sveitakallarnir þurfum að leggja fyrr af stað en keppendur sem búa við brautina ef við þurfum að vera mættir kl 11.

Raggi

533
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Kvartmílukeppni 8. júlí.
« on: July 07, 2006, 21:28:37 »
Skuggamenni

Ég er með tilgátu um hvað er í gangi hér, en þarf að fara allt til ársins 1975 til að gefa forsendurnar:

Sumarið það var haldið sveitaball í hinum magnaða ballstað Húnaveri.  Þar mættu m.a. nokkrir norðlenskir piltar á 4-ra gíra 390 bláum 67 Mustang sem enn er við villihestaheilsu á Akureyri.  Á þessum tímum var hægt að kaupa andskoti grófmynstruð breið dekk undir amerísk tryllitæki og þessi Mustang var búin slíkum.  Nokkrir ballgestir fóru að skoða Töngina þar á meðal einhverjir Siglfirskir jakar.  Einn þeirra skreið undir bílinn og hrópaði æstur upp yfir sig:  "Nei, nei strákar, hann er á vetrarslikkum!"

Ég held að þeir sem hrópa á brautarbit séu bara ekki búnir að taka vetrarslikkana undan, enda hefur tíðin ekki gefið tilefni til þess........


Quote from: "shadowman"
Strákar
Eru ekki til einhver sérstök dekk fyrir svona akstur sem grípa betur :roll:  :roll:  :roll:  :roll:  :roll:  :lol:

534
Almennt Spjall / góð grein í mogganum í dag
« on: March 10, 2006, 10:00:13 »
Gott að heyra að þetta fellur í kramið.

Ég ákvað að plögga inn keppnisdögunum í þessa grein og að vekja forvitni fólks á að nokkur ný keppnistæki munu væntanlega sjást í sumar.

Ég held að fáir bílaáhugamenn gerir sér í raun grein fyrir hverslags risastökk Þórður hefur tekið með smíði og útgerð þessa bíls.

Aldrei að vita nema ég slái inn fleiri greinar í þessum dúr.

535
Almennt Spjall / Helgi--Auðunn og fleiri "MC" menn!!!
« on: February 26, 2006, 00:36:36 »
Þakka skjót og skýr svör Aggi.

Það er skynsamlegt að hafa neðangreindar forsendur í huga þegar rætt er um reglubreytingar í MC.  


Quote from: "Dr.aggi"
En ég var víst stjórnarmaður þegar þessi flokkur var búinn til og var markhópurinn Ak-inn rúnturin, það er að segja bílar á rúntinum gætu komið og keppt án tilkostnaðar,það er að segja start flokkur fyrir áttagata bíla.

Og jú frum kjörorð KK : Hraðakstur af götum bæjarins inn á lokuð svæði.


Kv.
Aggi

536
Almennt Spjall / Helgi--Auðunn og fleiri "MC" menn!!!
« on: February 26, 2006, 00:07:26 »
Sumir vilja toga MC í áttina að SE.  Það er óþarfi.  Ef keppendur vilja fara í SE (sem er þá kalkúnaflokkur ef MC er kjúklingaflokkur fyrir þá sem vilja hafa þetta á leikskólamáli) þá breyta þeir bara bílunum í þá átt.  Mér finnst skynsamlegra að toga MC í áttina að þessu hér í framtíðinni :http://www.fastraces.org/  þótt ég geri mér grein fyrir að vegna bílafæðar getum er ekki raunhæft að kópera þetta.  En lágar 11 á 125 mph á original útlítandi F60-15 dekkjum.  Það þætti þokkalegur tími í SE.  
    Annars er þessi umræða fín NÚNA......

Smá spurning:  Það eru allskonar reglur á sveimi hér og ég og fleiri erum kannski farnir að líta of mikið á smáaletrið (pústsverleiki, dekkjategund o.s.frv.) en mér finnst vanta að hér sé opinberað fyrir hverskonar bíla MC og SE eru.  Það er að segja hverja eru forsendurnar? Hvernig var þetta hugsað upphaflega hjá þeim ágætu mönnum sem bjuggu til fyrstu MC reglunar?  Er það einhversstaðar til?

537
Almennt Spjall / Helgi--Auðunn og fleiri "MC" menn!!!
« on: February 22, 2006, 15:53:35 »
Elzku kallinn…

Þú skrifar tvær setningar og þær eru í mótsögn.  Það er ekki hægt að vera ómálefnalegur og um leið rökvís.

Vanda sig……

538
Almennt Spjall / Helgi--Auðunn og fleiri "MC" menn!!!
« on: February 22, 2006, 13:48:57 »
Það er algengt að rökþrot kallar á að menn fara að skíta út eitthvað í fari þeirra sem þeir eru ósammála.  Vitsmunir eru þar ofarlega á blaði, en hér bætir sexpakkahristirinn við stavsvetningarrgunnátu.

Eru tvö eða eitt ell í þvæla eða var það í bull?

539
Almennt Spjall / Helgi--Auðunn og fleiri "MC" menn!!!
« on: February 21, 2006, 13:38:29 »
Sælir piltar

Gaman að sjá umræðu af viti um MC reglunar og gott að vita til þess að það tími vanhugsaðra skyndiákvarðanna er liðinn.  

Ég tel rétt að takmarka dekkjategundir og jafnvel breidd.  Númer og skoðun á að sjálfsögðu að vera skylda.  Power adder bann.  Það er hinsvegar hæpnara að setja reglur um útbúnað sem ekki er auðsjánalegur án tommustokks c.i. limits meðtalin.  Vilji menn þó endilega gera svo þá er 500 c.i. hæfilegt hámark.

Annars af því að verið er að spyrja:  Chargerinn er núna með 400 tiltölulega stock vél (fór eitt sinn 13.96 á þessum mótor).  451 strokerinn er í smá mössun.  Ég kem aftur, en í 1. lagi þegar ég er búinn að skipta um allt rafkerfið í bílnum.  Rafkerfið varð 40 ára núna í febrúar og ástandsskoðun sem ég gerði á því segir mér að Chargerinn sé álíka eldfimur og reifið á Sylvíu Nótt eftir að þessir trendhanar sem elta hana hafa hellt nokkrum kokkteilglösum yfir toppstykkið.

540
Höfuðlegur 350-305 .STD.-.010.-.020.-.030.
               Stangarlegur 350-305.400.-.STD.-.010.-.020.-.030.
               Race Stimpilhringir 350.1-16 035 Speed-pro.
               

         Race Stimpilhringir 400.SB.- 1-16.- 035.SPEED-PRO.R-10202 035.
         Stangarlegur BB.396-427-454-502.-- 010.Clevite 77 CB-829 M-10.---.Höfuðlegur BB.Clevite STD.
         Pakkningarsett Complet 396-402-427-454.Top Performance.--.Melling olíudæla BB.396-454.
         Pakkningarsett Complete 305-350-400.Engineteck Top Performance.2 pice rear main
         1 Pice rear main 86-up.305-350.----..Pontiac 400 Ólíudæla HP.- Oldsmobile olíudæla.400-455.350
         Valve hard lock 10 gráðu 11-32.Chevy.Stimpilhringir 305.--- std-010.---.030.
         Teflon Ventlaþéttingar Chevy 11-32.- Olíudæla Melling SB.305-350-400.---.Olíu pickup.
         Tímagir Roller tvöfaldur 305- 327-350-400.---.Frostpappasett SB-BB
         Heddpakkningar 396.-402.-427.-454.--.Höfuðlegur SB.400.- 020.
         Rocker armar SB 283-305-307-327-350-400.Standard Vökva.with ball and nuts.Sett
         Ventlagormar.S.B.-.up-700.lift---standard Z 28 Gormar.
         Undirlyftustangir.S.B.Vökva Chrome moly sett.
         Undirlyftustangir S.B.Rúllu Vökva Chrome molly sett.86-UP.--.Vökva Rúllulyftur 86-up.
         Undirlyftustangir B.B Vökva.Stimpilhringir.454.-std.4.25 bor.
         Undirlyftur.Vökva.305-350.----.396-454.
         Polly lock sb.fyrir rocker arma.+ líka fyrir Pontiac.
         Stimpilhringir.350 STD.-030.- 060.---.Stimpilhringir.305.std-010.--.030.
         Stimplar 350 030 standard þjappa.sett.
         Bensíndæla.mech.SB-BB.--.Vagum kveikjuflítir.
         Kertaþræðir.8.mm High Temp.Elet.74-up.
         Startkrans 168 tanna SB-BB.-----.Höfuðdæla Camaro 70-81.og fl.
         Vatnsdæla comp.Lengri.SB.Vatnsdæla.Comp.styttri.B.B.
         Háspennukefli sem er inní kveikju 74-UP.--.Kveikjuswiss GM.69-96.
         Knastás 283-305-327-350-400.Vökva Standard.
         Mótorpúðar.G.M.58-72.Camaro 67-72.Chevelle 68-72.og fl.72-82.
         Sjálfskiptipúði G.M.Chervolet,Pont.Olds.Buick.65-82.+.
         Köttát G.M.62-73.Ljósarofi Aðalljós GM.--.Skottlok lás cylinder+ 2 lyklar.66-up.
         Alternator Delco Remy G.M.78.Amp.Alternator 89-up 105.amp.
         Höfuðdæla ÁL með boxi.Kertaþræðir Pontiac Transam 400.77-79.
         Höfuðdæla GM 79 og eldri pottdæla
         Bremsuklossar framan Camaro Caprice,og fl.Togstöng.Caprice,Impala.og fl.+ Upphengja.
         Kveikjulok+hamar Chevy 87-96.PC Ventill í ventlalok. Platínur stillanlegar 60-74.GM.
         Kúpling á vifturspaða G.M.61-90--up.Spindilkúlur neðri Camaro 70-97.og fl.
         Miðstöðvarmótor G.M.Camaro 67-85.Blazer 72-83.Cadillac 67-84.og fl.
         Bremsudiskar Framan.Camaro 82-92.og fl.Bremsudiskar Aftan Camaro 82-92.og fl.
         Mótorpúðar Chevy -boltast á grind.Bensíndæla Rafmagns Camaro og fl.
                 
        Uppl. Gulli Emilss í símum:  896-6397 og 486-6797og á   elge@islandia.is

Pages: 1 ... 25 26 [27] 28 29 ... 31