Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Harry þór

Pages: 1 ... 21 22 [23] 24 25 ... 30
441
Bílarnir og Græjurnar / powder coating
« on: February 28, 2008, 21:30:02 »
Sæll Kristján. Nylon ( poly ) er ekki sama og powder coating. það er mikill gæðamunur á því. Ég held að það sé engin sem er að nylon húða í dag. Pólýhúðun sem svolitið villandi þýðing á powder coating sem er mjög flott og sterk áferð, þeir sem eru að gera upp og vilja vanda sig nota þá málningaraðferð. Sandblása og húða síðan er bara gæði. Það er ekki dýrara en að mála með öllu því veseni sem því fylgir.

Ég mæli með Hagstál í Hafnarfirði sími 5651944.

mbk Harry Þór

442
Leit að bílum og eigendum þeirra. / chevy 2
« on: February 24, 2008, 18:30:11 »
Þessa Novu held ég að ég kannnist við. Það voru Halldór og Þorsteinn Gunnlaugssynir í Hafnarfirði sem áttu hana ,settu í hana 327 . þeir voru með hana á Búkkasstöðum, þeir kaupa hana af honum Hreim.

kv Harry

443
Almennt Spjall / efnisflutningar
« on: February 03, 2008, 11:06:29 »
Hæ. Ég benti á þetta í í fyrra.Ég bara vona að þetta sé allt undir control sem ég reyndar efa ekki.Ístak eða bærin hljóta að ganga frá þessu.Það var nauðsynlegt að fá efni þarna upp eftir.

Það er kanski hægt að upplýsa okkur um hvernig það var samið svo við þurfum ekki að vera með enhverjar vangaveltur.

kv Harry





 Innlegg: 10-05-2007 23:12    Efni innleggs: Landfylling    

--------------------------------------------------------------------------------
 
Sæl öll .

Eru þessir moldarflutningar og og annað góðgæti sem fylgir með upp á braut undir control einhvers?

Eru einhverjir sem fylgjast með því hvort þessir trukkar séu ekki að keyra brautina okkar?

Mér er bara spurn.  

kv Harry

444
Almennt Spjall / hamingjuóskir
« on: January 12, 2008, 18:20:31 »
Sæll gamli og til hamingju.

kv Harry Þór

445
Almennt Spjall / gleðilegt ár
« on: January 01, 2008, 19:49:51 »
Sæl öll og gleðilegt ár.

Harry Þór

446
Almennt Spjall / bensin
« on: December 29, 2007, 14:44:47 »
Sæl öll. Ég tók alltaf V-power og allt var í góðu þar til að ég fékk ónýtt v power síðan hef ég tekið bensin í Skógarhlíð.

harry

447
Almennt Spjall / yenko
« on: December 21, 2007, 13:41:30 »
Hæ og takk Gunni camaro sérfræðingur. Það væri nú flott ef þetta er documentaður Yenko, þetta er flott litasamsetning með chrome style pakkanum og alles. Maðurinn þarf að koma fram og segja okkur frá gripnum.
Mér finnst að hann ætti að bjóða mér og Svavari og ekki í síst þér Gunni í vínarbrauð 8)

Það eru til í  dag 194 documentaðir Yenko af  201 sem Don Yenko fékk frá GM - Harry.


En til hamingju með gripinn , þetta eru tryllitæki fyrir stóra stráka.

Harry

448
Almennt Spjall / yenko
« on: December 20, 2007, 22:31:58 »
Hæ. Það er kominn annar til landsins,veit enhver eitthvað???

harry

449
Leit að bílum og eigendum þeirra. / GTO
« on: December 06, 2007, 17:19:32 »
Sæl öll. Einum 68 -69 GTO man ég eftir sem Gunnar Dungal í Pennanum átti og seldi bróður mínum. Hann var rauður með hvítum eða svörtum vinyl top - hvitur að innan og með snúningsmæli á húddinu og his/her skiftir - þetta var bíll með öllu.Það væri gaman ef einhver ætti mynd.

kv Harry

450
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Firebird
« on: November 19, 2007, 19:18:10 »
Sæll Anton. Áttu mynd þar sem hægt er að sjá númerið. Ég held að þetta sé bíllinn. Þegar ég átti hann 1976 þá var hann á orginal Pontiac felgum.Ég kaupi hann af bróður mínum sem hafði keyrt á staur og hann flutti inn framenda af eins bíl. Finnbjörn Kristjáns Volvo Kryppu eigandi gerði við hann. Þegar ég átti þennan Firebird átti annar bróðir minn brúnan Firebird 1970. Sá bill var mikið á Eskifirði á þessu árabili.

mbk Harry

451
Leit að bílum og eigendum þeirra. / firebird
« on: November 18, 2007, 22:39:09 »
Hæ og takk fyrir þessar myndir. Veistu hvaða ár þetta er? Gaman vita hvort þetta er eftir að ég sel hann austur.

kv Harry

452
Leit að bílum og eigendum þeirra. / camaro
« on: November 18, 2007, 14:01:36 »
Þessi kom frá Eskifirði í skiftum fyrir Firebird 1970 sem var ljósblár og ljósblár að innan líka. Ef einhver á mynd af honum væri gaman að sjá hann.

Reyni að setja inn mynd af þessum 1969 síðan í árdaga.

kv Harry

453
Almennt Spjall /
« on: November 18, 2007, 13:46:49 »
Pantaði leigubíl og var á leiðinni og hvað haldið þið, það kom FORD taxi.Fór bara að sofa tók það sem teikn um að halda mig heima.

Harry

454
Almennt Spjall /
« on: November 18, 2007, 01:11:55 »
Halló,  haldið þið að séu einhverjir eftir þarna niður frá, Frikki farinn heim ,hvað veit maður?

455
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Eskifjörður
« on: November 02, 2007, 22:35:40 »
Það á að vera ein svona Barracuda á Eskifirði. Það er bíllinn sem Haraldur Sigurðarson læknir á Fáskrúðsfirði fékk 1966. Hann sendi pabba mínum pening í brúnum kassa og bað um bíl með svona stóra afturrúðu,hann fæst í hjá Jóni Lofts sagði hann. Ég man en í dag þegar ég sá oní kassan með þúsundköllunum sem kom í pósti að austan. Ef ég man rétt var hún líka brún.

kv Harry

456
Leit að bílum og eigendum þeirra. / racetown
« on: October 27, 2007, 11:34:56 »
Hæ. það er mjög gaman af þessum myndbirtingum og þú Moli átt heiður skilið , líka þið þarna fyrir norðan. Ef við fengjum nú JHK til setja upp vef eða pósta inn myndum væri nú alveg frábært. Hann er með í sýnum fórum alveg frábært myndasafn og vel skipulagt í þokkabót. Ég veit að það kemur að því JHK opnar sitt safn. Ég sé fyri mér að þegar félagsheimilið verður komið endalega í gagnið að við getum sett upp frábært safn af myndum.

Hvar er þessi sveitabær sem er þarna í hlíðinni. 8)

kv Harry

457
Almennt Spjall / Landfylling
« on: October 05, 2007, 23:12:19 »
Sæl öll .

Eru þessir moldarflutningar og og annað góðgæti sem fylgir með upp á braut undir control einhvers?

Eru einhverjir sem fylgjast með því hvort þessir trukkar séu ekki að keyra brautina okkar?

Mér er bara spurn. :?:

kv Harry

458
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Vega
« on: October 02, 2007, 17:06:32 »
Sæl öll. þessa brúnu Vegu GT átti Guðmundur bróðir Örvars. Þessi rauða G 7510  með 350 sbc átti Pálmi Helga og seinna Villi svili Pálma.


kv harry

459
Leit að bílum og eigendum þeirra. / corvette
« on: September 27, 2007, 18:17:33 »
Hæ, þessa Corvette er orginal 427 og er örugglega 1969, lenti í árekstri á Nýbýlavegi og gæinn skildi hann eftir og er búinn að vera á röltinu síðan.
Þessi náungi vann í Stálvík og kom einhverju sinni í heimsókn í Búkkastaði og bauð mér í bíltúr,fór upp á Kanaveg og tryllti í áttina  til Keflavíkur og ég er en að jafna mig eftir þann bíltúr og hef ég nú reynt ýmislegt um ævina. :roll:

kv Harry

460
Leit að bílum og eigendum þeirra. / sandspyrna
« on: September 23, 2007, 18:39:40 »
Sæl öll. Þessar sandspyrnumyndir eru teknar 1980 , sigurvegari í flokki A , Chevelle 396 - Harry og Friðbjörn.

harry

Pages: 1 ... 21 22 [23] 24 25 ... 30