Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - 1966 Charger

Pages: 1 ... 20 21 [22] 23 24 ... 31
421
Leit að bílum og eigendum þeirra. / oldsmobile tornado?
« on: September 12, 2007, 15:20:38 »
Tuttuguogfjórir:  
Þegar talað er um boddí í þessu sambandi þá er átt við að grunnbygging bílanna er sú sama (t.d. undirvagn og oftast yfirbygging líka) þótt mismunandi útfærslur séu á t.d. grilli, afturenda, brettalagi og innréttingu á milli ára.
Dæmi eru A-B,E, F og K boddí frá Mopar.

422
Leit að bílum og eigendum þeirra. / oldsmobile tornado?
« on: September 11, 2007, 13:25:33 »
Tja boddíið er eins og á þessum gula en þetta er samt ekki sama árgerðin.  Ég giska á að sá svarti sé ´68 en þessi á guli ´66.  Þessir Oldsar eru merkilegir vegna þess að þeir voru framhjóladrifnir.

423
Leit að bílum og eigendum þeirra. / oldsmobile tornado?
« on: September 11, 2007, 11:42:02 »
Já já þú ert að fara með rétt mál.  Eigandinn kallst Addi Bergss.  Ég veit ekkert um bílinn, enn hann er þó svalur.

424
Quote from: "Björgvin Ólafsson"
Mér sýnast þetta vera þessi fínu spyrnudekk 8)

kv
Björgvin


Þetta minnir mig á söguna af 390 67 Akureyrar-Mustanginum.  Þegar Babi Mr. Four Speed átti hann fóru þeir félagarnir (giska á að Túri Boga hafi verið shotgun-megin) á tækinu á ball í Húnaver.  Töngin var þá á búin breiðum vetrardekkjum.  Þessi búnaður vakti athygli í dreifbýlinu, jafnvel svo að sprækir menn veigruðu sér ekki við að skríða undir tækið og skoða up close.
Einn Siglfirðingur sem það gerði, skreið undan Tönginni og hrópaði opinmæltur til félaga sinna:  "Nau, nau strákar, hann er á vetrarslikkum!"

425
Bílarnir og Græjurnar / Kunnugleg litasamsetning!
« on: September 09, 2007, 22:44:43 »
Strákar

Áður en menn halda að hér séu dulræn öfl á ferðinniog dásamleg sönnun fyrir framhaldslífi:

Hugmyndin af litunum á bíl Braga Finnboga var fengin af litasetti á Camaro sem Accel fyrirtækið hafði sett á bíl sem fyrirtækið átti og notaði til að auglýsa vörurnar sínar.  Accel bíllinn var áberandi í tryllitkækjaritum þess tíma.

Pókémonarnir sem máluðu þennan efsta hafa bara lesið sömu blöðin.

Err

426
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Afdrif ´71 Barracuda
« on: September 08, 2007, 16:38:05 »
Sæll Moli

Stórvinirnir Tóti sixpak og Gulli Emilss eru alfróðir um þetta og ef til vill pússla þeir þessum myndum saman fyrir okkur fákunnandi.   En þangað til:

Ég á heimildir um fjórar 71 Barracudur sem komu hingað:

Rauð, 6 strokka 225 c.i. Fast nr.  AE982.  Afskráð í feb. 91.  
Hvít, 318 vél. Fast nr. BN485.  Afskráð í júlí 1991.
Brún, 318. fast nr. BS584 Afskráð í jan. 1989.
Gul, 340 vél. Fast nr. BI785 (þessi er sú fræga fyrir austan).

Það er engin leið að treysta á litina sem ég gef upp því það er eins og hver einasti eigandi þessara fiskbíla hafi gluðað yfir þá nýjum lit.

By the way, reyniði nú að kaupa þennan Cudupakka sem Tóti er að auglýsa. Verðið á þessu virðist mjög hagstætt.

Err

427
Sæll Moli

Já, lárviðarskáldið Anton er allur að hreyfast í rétta átt :)

Það var annar bögglabera Sjallansjér til.  Sá var R/T útgáfa 383.  Upp úr 1980 var hann fjolublár, randalaus og með kremlitri vinylþekju.  Var lengi á Húsavík (Þ 2256) fór síðan til Akureyrar og er núna hrikaflottur í eigu Gísla Sveinss.

Þættinum barst reyndar staka frá hörðum Challenger eiganda sem greinilega er forlagatrúar:

Þó að heimur farist hér
og helvíti loks frjósi.
Ég áfram ek á Sjallansjér
yfir á rauðu ljósi.


Ég er virkilega ánægður með myndir dagsins/kvöldsins frá ykkur.

Áfram með smjérið.

Err

428
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Mynd kvöldsins
« on: September 07, 2007, 08:58:36 »
Það er bara svo mikið vín í hanskahólfinu.  Og þegar framfjöðrunin er mjúk þá leggst þetta svona á hliðina.

429
Ó já og hefur leikið í ammrískri breiðtjaldsmynd!

Annars hefur þættinum borist vísa:

Anton elskar blómin smá
en illa er hann syndur.
Og horfi hann meira Mopar á
þá verður hann líka blindur.

Fordinn bilar feykioft
ferlegt við að stríða.
Þá fer Anton upp á loft
og fær sér bara....hangikjöt með uppstúf.

Err

430
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Challenger '72
« on: September 06, 2007, 22:58:11 »
Jamm Guðmundur, þú ert að meina Sjallannsjér, sem er skyldur Karger eða Sjelser eins og einn frægur Sjarsér eigandi kvað.

431
Sir Anton

Sá græni er 70 módelið framleiddur í St. Louis Missouri (ekki Detroit eins og flestallir þessir kaggar.   Hann var þarna í eigu Ómars Snævarssonar Vagnssonar (sem mér skilst by the way að sé farinn að framleiða fjarstýrða báta til fiskveiða á vötnum).
Fast nr. BN335.  Var einu sinni R 21290.  318 vél ef ég man rétt.  Var grænn með svörtu þaki og ljósgrænni innréttingu.  Hefur staðið á Moparjönkjardinum frá 1993 og verður aldrei nokkurntíma gerður upp.

Rauði Coronettinn er 68 árgerð.  Held hann hafi farið til Svíþjóðar.  Var í eigu alnafna míns þá (Ragnars Ragnarssonar).

Djöfull eru þetta annars glæsilegar myndir!

Takk Moli.

Err

432
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Bíll dagsins 05.09.07
« on: September 05, 2007, 20:05:40 »

433
Þetta er fín hugmynd Moli!

Þessi guli í miðmynd síðustu syrpu er líklega sami bíll og Ari á núna.  Var það ekki Harry Hólmgeirss sem gerði hann gulann (rendurnar eru þó ekki frá honum komnar)?
Annað; Ég á mynd af 69 Camaro sem ég tók á all frægri bílasýningu sem haldin var innandyra á Húsavík eina blauta helgi (í tvennum skilningi) c.a. 1980.  Umræddur Kammi er grár með svartri rönd efst á hliðum og svörtuum breiðum röndum á húddi.  Þarna var númerið Þ-3539.  Mig minnir (en það er farið að förlast) að hann hafi verið með 327 þá.
Því miður get ég ekki sett mynd af honum inn að svo stöddu en þætti þó gaman að vita hvaða bíll af þessum ofantöldum þetta er.

Góðar stundir

Ragnar

434
Leit að bílum og eigendum þeirra. / T-37 eða GT-37
« on: September 05, 2007, 19:48:39 »
Hér er annar T-37.  Ég tók þessa mynd á Akureyri c.a. 1977.  Það var 350 í þessu flotta tryllitæki

Ragnar

http://www.bilavefur.net/album/displayimage.php?album=3&pos=75

435
Almennt Spjall / Myndir: Kvartmílukeppnin 02.09.2007 !!
« on: September 03, 2007, 08:37:47 »
Mikið rosalega eru þetta fínar myndir!
Takk fyrir að leyfa okkur að njóta.

Ragnar

436
Jói
Þú og trakkgengið stóðuð ykkur vel!
Þakka ykkur öllum fyrir að standa í þessu fyrir okkur keppendur.

Ragnar

438
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Camaro
« on: September 02, 2007, 18:35:59 »
Þetta er sami bíllinn.  Eigandinn á Akureyri var kallaður Bói (þá togarajaxl).  Vinurinn (Camaro þýðir vinur) var með  307 vél og virknin í samræmi við það.  Í ljósi þess væri smávinur kannski réttnefni á farartækið.

Err

440
Skemmtilegar myndir Moli


Heiðraða skáld,

GTS inn var líklega með fastanúmerið BL629 Gamalt nr: R 77470.  Dökkgrænn frá verksmiðju.  Afskráður ónýtur 24. nóv. 1989.

Err

Pages: 1 ... 20 21 [22] 23 24 ... 31