Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Árni S.

Pages: 1 2 [3] 4
41
Almennt Spjall / Hverjir ætla í TrueStreet????
« on: March 11, 2004, 02:25:33 »
Jæja, nú verða keyrðir nýir flokkar ef þáttaka er næg... Nú finnst mér TrueStreet mjög áhugaverður og langar að vita hvort einhverjir hafi ætlað sér að keyra í honum.

42
Bílarnir og Græjurnar / ????
« on: March 11, 2004, 02:15:31 »
Hann málar þau bara... :lol:  :lol:

43
Almennt Spjall / sendu mér hana
« on: February 26, 2004, 23:48:45 »
endilega sendu mér hana

arnisam@isl.is

Kv. Ánri Samúel

44
Bílarnir og Græjurnar / þakkir
« on: February 25, 2004, 12:51:25 »
Ég þakka skjót svör, þetta eru frábærar síður. En vitið þið um einhvern sem hefur reynslu af þessu DFI kerfi, ég er að heyra sögur um að þetta sé voðalega frábært en hef ekki enn fengið alvöru reynslusögur.... og hvernig er þetta autronic dæmi að virka?? Og er kostnaðurinn eitthvað við allra hæfi?? En ég er allavega orðinn rosalega heitur fyrir þessu turbodæmi, aðallega vegna þess að þetta setur götubílana á hærra plan. Enda hafa síðustu HotRod blöð verið stútfull af hetjusögum um fjölskyldubíla sem eru að rúlla á lágum 10sek á götudekkjum, og sumir hverjir með 60fet upp á 2,2+sek, og bara vegna þess að dekkin halda ekki orkunni. T.d. Caprice-inn sem er í síðasta blaði. En ég er svona að reyna að afla mér upplýsinga upp á framtíðina að gera, þetta er ekkert sem er að fara að gerast í nánustu framtíð.... allavega ekki á meðan maður er fátækur námsmaður :D

En endilega haldið áfram að koma með upplýsingar, það er vonandi fullt af liði sem er í svipaðri stöðu og ég, þ.e. þyrst í turbofróðleik.

Kv. Árni Samúel Herlufsen

45
Bílarnir og Græjurnar / Turbo???????
« on: February 25, 2004, 01:11:26 »
Fyrirsögnin ætti allavega að vekja athygli ykkar turbogaura!!! En mig vantar einhverjar síður sem eru með verð á túrbínum og drasli í kring um þær. Og veit einhver hvað ACCEL DFI kostar, ég geri nú ráð fyrir að þetta sé fokdýrt en langar að vita hvað ég þyrfti að selja mikið af líffærum til að eiga fyrir einu kerfi.
Svo kemur aðalmálið, ég er ekki alveg að fatta hvernig maður velur sér rétta túrbínu fyrir comboið sitt, þá er ég að meina pústhliðina á túrbínunni, ég veit hvernig maður velur rétta "compressor". Þetta hefur aðeins verið að veltast fyrir mér, hef verið að lesa mér aðeins til um turbo, og verð að segja að ég er kominn með dellu fyrir því, en allar greinar sem ég les segja bara að þetta sé flókið mál og ekkert meira um það mál að segja.... en byrjið að bauna upplýsingum ef þið hafið þær

Kv. Árni Samúel Herlufsen

46
Varahlutir Til Sölu / hve ódýr???
« on: February 24, 2004, 18:59:06 »
Það fer allt eftir því hversu ódýr hann er......

47
Bílarnir og Græjurnar / Eigandinn???
« on: February 23, 2004, 00:59:53 »
Og er eigandinn eitthvað þekktur í kvartmíluheiminum??? Og er þetta eitthvað tjónaður bíll??

48
Bílarnir og Græjurnar / búr??
« on: February 22, 2004, 20:03:18 »
það er eins gott að eigandi mussans verði með veltibúrið tilbúið heima á gólfi.... þetta hljómar einhvern veginn eins og MC menn sjái nýtt met í sumar 8)  8)

49
Bílarnir og Græjurnar / Er ekki fullt í gangi??
« on: February 21, 2004, 23:50:27 »
Ég held það sé bara fullt í gangi allsstaðar, verst að slúðurdrottningin lætur ekki sjá sig hérna til að uppfæra slúðrið...
En annars er það sem við á þessu heimili erum að heyra af er meðal annars:

Jenni með álhedd á monzuna
Stroker í Maverickinn hans Auðuns
Meiriháttar breytingar á Corvettunni hans Steingríms
Allt að verða vitlaust hjá Þórði í Willysinum
Turbo í Valiant hjá Friðbirni
Sigurjón Andersen er að gera góða hluti með Road Runnerinn

Annars er nú allt í lagi að gefa upp leyndarmálin núna, það styttist óðum í vorið og þetta á allt eftir að koma upp á yfirborðið hvort sem er... just spill it......

50
Bílarnir og Græjurnar / Mjúkt maður
« on: February 21, 2004, 16:43:09 »
Þetta er með mýkstu 9sek ferðum sem maður hefur séð, engin högg og djöfulgangur....

51
Bílarnir og Græjurnar / DÍSEL!!!!
« on: February 21, 2004, 01:14:13 »
Var eitthvað að skoða f4x4.is og rakst á þetta video, alveg hreint magnað.
Dísel Dakota að flengja Corvette

52
Bílarnir og Græjurnar / Það er allt á fullu allsstaðar!!!
« on: February 18, 2004, 21:34:41 »
Djöfull er að heyra, menn eru bara að tjúnna! En það er annars chevy í megrun í skúrnum hér, kallinn alveg að verða vitlaus úr áhuga... og svo er nýja rellan á leiðinni...
Annars er maður að heyra ýmsar sögur, héðan og þaðan úr bænum. Vil nú ekki láta hafa einhverjar kjaftasögur eftir mér, menn geta bara séð sóma sinn í því að leyfa félögunum að fá smá eldsneyti á sálina.

Kv. Árni Samúel Herlufsen

Ps. Þið getið lesið allt um málið á linknum hérna fyrir neðan

53
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Ég er sammála!!
« on: February 18, 2004, 21:22:15 »
Ég er afar sammála þessu hjá þér Stígur, en málið er bara að ef menn eiga að geta smíðað sér bíla þá verða reglurnar í fyrsta lagi að vera skýrar!!! Það gengur náttúrulega ekki að menn smíði bíla eftir reglum sem þeir fá á vef Kvartmíluklúbbsins en er svo vísað frá keppni af því þeirra tæki er ekki smíðað eftir gildandi reglum. Mér finnst að það sé mjög mikilvægt að uppfæra reglur strax og þeim er breytt, þetta getur kostað menn mikla peninga ef þeir eru að smíða bíla eftir úreltum reglum.

Kv. Árni Samúel Herlufsen

54
Varahlutir Til Sölu / spurning
« on: February 18, 2004, 00:00:18 »
ég reyndi nú að ota þessu að kallinum, hann tók ekki vel í það :lol:
en það eru kannski einhverjir gaurar sem vappa um þennan vef sem eru fyrir bling bling á kaggana sína...... :roll:  :roll:

55
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Til þeirra er sjá um reglur!!!!
« on: February 17, 2004, 23:56:47 »
Hvernig er með reglur varðandi veltiboga og grindur í svokallaða götubíla? Ég virðist ekki finna neitt í sambandi við það í flokkareglum MC og RS, í aðalreglum er talað um að það eigi að skylgreina þetta í flokkareglum. Í reglum GF er talað um veltiboga ef farið er niður fyrir 11.99sek og veltibúr ef farið er niður fyrir 10.99sek. Mín spurning er hvort menn sem eru að fara á betri tíma í þessum flokkum þar sem ekkert stendur um þetta mál í flokkareglum séu undanþegnir því að setja viðeigandi öryggisbúnað í sína bíla??

Og hvernig er með reglurnar í þessum nýju flokkum, fá menn ekki færi á því að skoða þetta á þessum upplýsingamiðli kvartmíluklúbbsins (þeim eina) áður en sumarið kemur :?:  :?:

Og plís, farið yfir reglurnar, þetta er uppfullt af villum og bulli. Og ég held líka að aðalreglurnar þarfnist skoðunar, svona að samræma þetta öllum þeim breytingum sem hafa orðið á flokkunum. :shock:  :shock:

56
Bílarnir og Græjurnar / Bara kominn aftur!!!!
« on: February 15, 2004, 19:36:01 »
:lol: Gaman að heyra gamlar raddir hér á kvartmila.is, það er orðið langt síðan maður hefur lesið einhverja speki frá þér Ívar. Ertu löngu búinn að losa þig við camaroinn og eru einhverjar háleitar hugmyndir með vettuna?

Kv. Árni Samúel Herlufsen

57
Varahlutir Til Sölu / turbo
« on: February 12, 2004, 18:34:26 »
Ég mæli með að þú fáir þér eins mikið lesefni og þú kemst yfir, það er til ógrynni af bókum um sbc. Í sambandi við turboið þá hef ég aðeins verið að kynna mér þetta og það sem virðist virka langbest er aftermarket innspýting, ef þú notar orginal innspýtingu þá þarf að eyða miklum tíma í að programma tölvuna upp á nýtt. Í þremur síðustu HotRod blöðum voru greinar um túrbínur, þessar greinar eru einnig á vef HotRod. Mæli virkilega með greinunum í HotRod.
Kv. Árni Samúel Herlufsen

58
Almennt Spjall / .......
« on: February 11, 2004, 19:39:03 »
Ég gef kost á mér í einhverjar keppnir og æfingar, ég er samt ekki tilbúinn til að ráðstafa öllum helgum sumarsins. Er ekki sniðugt að búa til teymi af nokkrum mönnum sem eru tilbúnir til að vinna í þessu, þjálfa alla á búnaðinn og skiptast svo á svo maður sé ekki búinn að útiloka að maður geti gert nokkuð annað heilt sumar?? En allavega, þá er ég til í einhver verkefni.... gefið nú kost á ykkur strákar, þó ekki væri nema nokkur skipti. Eins og einn merkilegur maður sagði um bjórinn, áfram strákar, þetta drekkur sig ekki sjálft!!!

59
Varahlutir Til Sölu / Enn til sölu
« on: February 09, 2004, 14:12:36 »
enn til sölu

60
Varahlutir Til Sölu / 6.2 dísel
« on: February 06, 2004, 14:37:15 »
Til sölu fyrir 20000kr. 6.2 dísel með sprungna blokk í kringum höfuðlegur. Allt annað heilt á vélinni, hún gekk eins og hún er en sá sem keypti hana skilaði henni vegna gallans. Komdu bara með kerru og ég hífi hana á fyrir þig, hún er á bretti. Tilvalið í dráttarbílinn ef þú átt blokk. Uppl. í síma 8671926 og arnisam@isl.is.

kv. Árni Samúel Herlufsen[/quote]

Pages: 1 2 [3] 4