Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Skúri

Pages: 1 2 [3] 4 5 ... 8
41
Almennt Spjall / Re: Willys syning
« on: February 26, 2011, 07:26:19 »
Svakalega flott Willys sýningu í gær.

Upphaflega átti þetta að vera privat sýning á Ofur Willys-unum sem er búið að vera smíða síðustu 3 ár, en sýningin var fljót að spyrjast út svo þegar ég mætti á hana rúmlega 6 þá var troðið útúr dyrum í Glit þar sem sýningin var haldin.
Það var ótrúleg gaman að sjá hvað það var mikið af gömlum jeppaköllum sem maður hefur ekki séð í mörg herrans ár, maður hefði getað verið þarna frammá nótt að segja gamlar jeppasögur  ;D

Þetta er klárleg ein alflottasta bílasýning sem ég hef farið á, enda Willys sýning   :mrgreen:
Ég vil þakka þessu félögum mínum fyrir glæsilega sýningu og góðar veitingar, en þegar þetta er skrifað þá er veitingarnar ekki alveg eins góðar þar sem maður fær víst hausverk af bjórneyslu   :lol:

En þetta var bara forsmekkurinn af því sem koma skal þegar við höldum stóra JEEP sýningu í vor  8)

Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók í gær áður en sýningin byrjaði, því miður á ég enga mynd af öllum fjöldanum sem var þarna.

























42
Hlekkir / Re: Rennismíðaklám..
« on: February 14, 2011, 11:46:51 »
Þetta er snilld  \:D/
Það er spurning hvort maður smíði ekki svona AMC álvél í Skúra þar sem það eru til vélar í þetta hjá mér í vinnunni  :mrgreen:

43
Almennt Spjall / Re: Opnun musclecars.is
« on: January 29, 2011, 08:28:12 »
Ég get vitnað um það hvað þetta tekur langan tíma, ég veit það sjálfur verandi með svona myndasíðu. Þótt hún komist ekki með tærnar þar sem musclecar.is hefur hælana  :mrgreen:

Þegar ég lét Magga fá allar myndirnar sem við feðgar eigum þá sýndi Maggi mér hvernig síðan muna koma með til að líta, í sem fæstum orðum þá verður hún stórkostleg  =D> Eitthvað sem menn hafa aldrei séð hérna heima. Svo nú geta menn klárlega farið að hlakka til vorsins  :mrgreen:

44
Þetta er náttúrulega bara snilld  =D>

Gaman að sjá litmyndirnar.
Maður er búinn að hafa S/H myndirnar fyrir augunum síðan´79 þegar pabbi keypti þessar myndir af Jóa, svo það er gaman að sjá hvernig liturinn var á þessum bílum.
Ég var sjálfur á þessari æfingu með pabba gamla en maður man svo sem ekki alveg hvernig þetta var, enda var ég bara 5 ára þegar þetta gerðist  :wink:

Ég man reyndar þegar myndin er tekin af Jóa spólandi, þá var hann á leiðinni að skoða brúna BMW-inn sem var eitthvað vélarvana út í enda. Ekki spyrja mig hvers vegna ég man þetta  :lol:





Svo náttúrulega snilld að sjá allar þessar myndir af Monzunni, ég fór einmitt með pabba niður í Fjöður til Gylfa Púst daginn fyrir þessa æfingu þegar Gylfi og Páll V8-undi voru að græja Monzuna fyrir æfinguna.



45
Alls konar röfl / Íslenski JEEP Klúbburinn
« on: January 25, 2011, 10:15:11 »
Íslenski JEEP Klúbburinn

Þá er komið af fyrsta opna félagsfundi ný stofnaðs JEEP Klúbbs
Fyrsti félagsfundur verður haldin í húsnæði Arctic Trucks, Kletthálsi 3 Rvk. fimmtudaginn 27 Janúar kl: 20.00
Efni fundarins verður: Almennar umræður um klúbbinn

Við kvetjum alla áhugamenn um JEEP að mæta á þennan fund og gera þetta af alvöru klúbb, hvort sem menn hafa áhuga óbreyttum eða breyttum JEEP


Forsaga og tilurð þessa JEEP klúbbs er sú að á fyrstu dögum þessa árs þá hittumst við nokkrir eldheitir áhugamenn um JEEP og ákváðum að það væri löngu orðið tímabært að stofa sérstakan JEEP klúbb.
Hugmyndin er sú að gera þetta að alvöru klúbb fyrir alla áhugamenn um JEEP, óbreytta sem breytta. Að hittast á reglulegum fundum, hittast á JEEP og fara rúnt um bæi og borg, halda úti heimasíðu, Vera með mynda og video sýningar, sérstakar JEEP ferðir að sumri sem vetri og ýmislegt annað sem mönnum finnast tilheyra JEEP í leik og starfi.

Með kæri JEEP kveðju.
Stjórn Íslenska JEEP Klúbbsins

Kristján Kolbeinsson
Páll Pálsson
Jón H. Pétursson
Ágúst Markússon
Magnús Sigurðsson

46
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Charger 1970
« on: December 09, 2010, 19:07:05 »
Maggi ég er búinn að senda þér myndina í tölvupósti.

47
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Charger 1970
« on: December 09, 2010, 18:26:01 »
Jæja þá er myndin komin.
Svona leit hann út fyrir 6 árum síðan  :-(

En eins nokkrir aðrir gullmolar þá er hann ekki falur og það þýðir ekkert að spyrja um hann.


48
Bílarnir og Græjurnar / Re: 666 Cubic
« on: December 09, 2010, 12:49:03 »
Svona lítur dýrið út kominn í Willys  \:D/






49
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Charger 1970
« on: December 09, 2010, 08:11:06 »
Ég get hugsanlega reddað mynd af honum.

En þessi bíll verður aldrei til sölu að mér skilst og líklega heldur ekki gerður upp  :-(
Hann er búinn að vera á leiðinni að gera hann upp sjálfur í alltof langan tíma, en aldrei að segja aldrei  :wink:

Ég hef séð eina mynd af honum og hann leit nú ekkert sérstaklega vel út á henni, en hann var víst mjög flottur í gamla daga.

50
Þú ert væntanlega að tala um þenna Willys og í þessari keppni sem var ´82 en ekki ´81  :wink:

Ég man eftir þessu Four Wheeler blaði og á það líklega einhverstaðar en ég þarf þá að leita mikið, ef ég man rétt þá var þetta nú frekar lítil mynd framalega í blaðinu sem einhver hafði sent inn til blaðsins.


51
Bílarnir og Græjurnar / Re: 1978 vs. 2010
« on: November 19, 2010, 15:32:38 »
Miðað við að þessi mynd hérna er tekin haustið ´78 þá er líklega fyrsta myndin tekin í fyrstu keppninni ´79.

Sorry Maggi með vitlaust ártal hjá mér  :wink: ég sá það ekki fyrr en ég skannaði þessa mynd um daginn.



52
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Rauð Nova
« on: June 15, 2010, 11:28:51 »
Er þetta ekki Novan sem Sigurjón Haraldsson átti og var svo seinna máluð svört og hvít.

53
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Ford Torino
« on: February 16, 2010, 08:11:41 »
Ef þú ert í vinnunni Andrés þá getur þú ekki skoða myndina,
þar sem við getum ekki skoðað www.bilavefur.net hjá okkur í vinnunni.

54
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Rally Sport Camaro..
« on: December 09, 2009, 09:01:53 »
Hérna koma 2 í viðbót af ÖS Camaro-inum.

Þarna eru allir 3 eigundurnir af bílnum, Örvar, Ingi og Harry

55
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Rally Sport Camaro..
« on: December 09, 2009, 08:50:24 »
Gaman að sjá þessa umræðu, það er flott að sjá hvað er verið að vinna í mörgum bílum.
 
Ég alltaf verið með fetis fyrir þessum árgerðum af Camaro. Maður er ennþá því marki brenndur að hafa haft ÖS Camaro-inn fyrir augunum þegar kallinn hann pabbi var með Örvar og fleiri snillingum í iðnaðarhúsnæði fyrir rúmum 30 árum síðan á Smiðjuveginum.

Ég man vel eftir þessum hvíti Camaro sem Moli sett myndirnar af, hann stóð upp á Langholtsvegi í kringum ´78 við timburhúsið sem gangbrautarvörðurinn stóð alltaf við.
Ég held að hann hafi ekki verið neitt merkileg týpa af Camaro en ég man að hann var samt frekar flottur með L88 húdd og á flottum Cragar felgum allavega þarna í kringum ´78.

En hvaða Camaro er þetta sem stendur við hliðina á Shelby-inum ? Ég kem honum ekki fyrir mig.

Eru hvergi til myndir af því þegar átti að breyta Camaro-inum sem Biggi Bjalla var með í Kvartmílubíl ala. Prostock ? Þegar hann og Gummi Kjartans voru út á flugvallavegi með húsnæði, sem seinna brann. Ég man allavega eftir honum þar þegar Biggi var byrjaður að breyta honum þegar ég var að sniglast með pabba þar.

Ps. Guðmundur, varst þú og félagi þinn ekki alltaf að sniglast í kringum Gumma Kjartans og Bigga Bjöllu í gamla daga ?

Hérna kemur svo ein mynd í restina af ÖS Camaro-inum þegar hann fór af landi brott með flugi, alveg eins og hann kom til landsins  :cry:


56
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Getraun kvöldsins
« on: November 16, 2009, 11:30:32 »
Þetta minnti mig  :lol:

Töff paintjob, ég man bara eftir honum brúnum hjá þér.

Gummi Kjartans var með góða sögu hérna fyrir nokkrum árum síðan um þetta Túrbó ævintýri þitt.

57
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Getraun kvöldsins
« on: November 14, 2009, 21:44:40 »
Er þetta ekki mótorinn sem að Óli Trukkur smíðaði í Pintoinn sem hann átti ?

58
Bílarnir og Græjurnar / Re: gamlar myndir
« on: November 13, 2009, 12:54:32 »
Þetta er snilld  =D>

Gaman að sjá myndir af Toyotunni sem Jenni átti.

Það er rétt hjá þér Stefán, þetta er Hunt´s Camaroinn og Hemi Challinn.

Þetta er annað hvort Rögnvaldur Pálmason eða Óli Jóhann Pálmarson sem er á Spörfuglinum, ef ég man þessi nöfn rétt  :)
Ég man nú samt ekkert eftir Spörfuglinum svona með þaki eins og hann er á einni myndinni.

59
Ari hvernig væru nú að koma með einhverja skemmtilega sögu af bílnum frekar en að munnhöggvast við Ívar, enda átti þetta að vera skemmti þráður.
Mér fannst hann reyndar flottastur eins og hann var hjá þér þegar þú tókst 180° beygjuna, en þetta er ekki minn bíl svo ég hef engan athvæðarétt  :)
Varstu ekki kominn með 632 í húddið og eitthvað miklu meira fínerí ?

60
Hérna koma svo aðeins fleiri myndir


Pages: 1 2 [3] 4 5 ... 8