Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Nóni

Pages: 1 ... 10 11 [12] 13 14 ... 44
221
Almennt Spjall / ef þetta verður að veruleika ætla ég að .......
« on: February 01, 2007, 00:34:12 »
Algerlega ósammála þér, þetta er rakin snilld allt nema vetnisdæmið, það er víst ekkert svo mikil snilld eftir allt saman. Bíllinn er bara frábær að mínu mati, svona getum við fengið ef hönnuðirnir fá aðeins lausan tauminn.



Nóni

222
Almennt Spjall / Landsvæði BA
« on: February 01, 2007, 00:21:31 »
Frábært frábært frábært, þetta er svo sannarlega gleðiefni.

Kv. Nóni

223
Almennt Spjall / GT flokkur - opið púst ?
« on: January 26, 2007, 21:29:09 »
Ég fékk nú fulla skoðun á SAABinn hjá mér með 84 mm rör alla leið og einn heimasmíðaðan kút. Bara spurning hvað heyrist mikið/lítið í bílnum þegar þeir skoða hann. Gunni er t.d. með svaka púzt á Golfinum sem enginn hefur kvartað yfir.


Kv. Nóni

224
Bílarnir og Græjurnar / 500cid ls2
« on: January 25, 2007, 23:17:01 »
Quote from: "Kiddi"
Old news


Þú ert bara dissari það er málið, ég er búinn að vera að velta fyrir mér hvað sé í gangi hjá þér og ég er búinn að greina þig sem dissara.
Það má enginn segja neitt nema eitthvað gott um Pont............ :lol:


Kv. Nóni

225
Almennt Spjall / Hestaflatölur á live2cruize
« on: January 20, 2007, 22:55:13 »
Hvenær á að vaxa upp úr svona barnaskap? Ég veit ekki til þess að þeir séu eitthvað verri en þið, þeir telja upp þær breytingar sem þeir eru búnir að framkvæma á bílunum sínum alveg eins og þið gerið. Þið talið um hvað þjappan er og hvaða knastás þið eruð með og svo hvaða flækjur og hvaða tor og svo farið þið í einhverja katalóga og finnið hvað hestöflin eiga að vera mörg. Það versta er að fæstir ykkar koma upp á braut og sanna það. Held að það sé einhver öfund í gangi vegna þess að þið skiljið illa það sem þeir eru að segja.
Örugglega yfir helmingur meðlima kvartmíluklúbbsins eru meðlimir á L2C og það er okkar stefna að halda góðu sambandi við þann klúbb.


Hættið að gera lítið úr öðrum og reynið að gera eitthvað úr ykkur sjálfum.



Nóni, ekki í ruglinu.

226
Almennt Spjall / Aðalfundur
« on: January 17, 2007, 23:48:05 »
Hann verður haldinn á laugardegi seinnipartinn í febrúar.


Kv. Nóni

227
Almennt Spjall / kk og shell
« on: January 11, 2007, 22:43:34 »
Sæll, það er bara verið að vinna í þessu máli núna og verður vonandi tilkynnt á næstu dögum.


Kv. Nóni

228
Almennt Spjall / ALCAN og KK
« on: January 10, 2007, 22:28:57 »
Mér finnst persónulega að Kvartmíluklúbburinn eigi ekki að blanda sér í pólitísk málefni eins og þetta, það er sportið sem sameinar okkur þannig að við viljum sennilega heldur vera án þeirra kvaða að þurfa að reka áróður fyrir stækkuðu álveri.
Verum frekar bara hrein og bein og látum þetta vera, ef þeir vilja styrkja okkur þá gera þeir það án kvaða.
Leyfum hafnfirðingum sjálfum að ákveða þetta án þess að heill klúbbur taki pólitíska afstöðu, svo er líka hellingur af okkar félagsmönnum með lögheimili annarsstaðar en í Hafnarfirði.

Ég vil frekar að við gerum áætlun um uppbyggingu og leitum svo til aðila sem varða sportið.

Ég hvet menn og konur til þess að taka afstöðu til stækkaðs álvers á grundvelli góðra raka sem það metur en ekki hvort stórfyrirtækið Alcan ætlar að strá einhverjum brauðmolum í kring um sig

Baldur skrifaði
Quote
Virkjunin á Hellisheiði á að sjá um orkuna.


Orkan verður að hluta til fengin þaðan og einnig frá áformuðum virkjunum í neðanverðri Þjórsá með tilheyrandi raski.

Kv.  Nóni

229
Almennt Spjall / Index mál í OF
« on: January 01, 2007, 18:15:32 »
Quote from: "Einar K. Möller"
Super Pro Street Reglur (íslenskaðar)

Allar almennar NHRA öryggisreglur gilda.
Allar þyngdir eru reiknaðar með ökumanni.
Engin takmörk á vélastærð.
Eingöngu fyrir bíla með eins upprunalegt útlit og hægt er.
Keyrt á .400 Pro Tree

Lágmarksþyngdir
Allar þyngdir miðast við Lenco, Liberty, Bruno o.sv.frv.

Big Block /m Blower eða Turbo 2800lbs
Big Block /m Nítró 2700lbs
Small Block /m Turbo Screw type Blower 2700lbs
Small Block /m Roots eða Centrifugal Blower 2600lbs
Big Block N/A 2400lbs
Small Block/m Nítró 2300
Dragið frá 200lbs ef keyrt er með converter

Allt bensín leyft þ.m.t Alcohol. Nítrómethan bannað.




Hvernig er hægt að framfylgja þessu rauða? hver er dómari á það? Eins og hægt er? Ég myndi þá til dæmis dæma Veguna hans Grétars út, það er bara mín skoðun :roll:

Ég er líka sammála Stjána, þurfum við þá sér flokk fyrir dragga?




Nóni

230
Almennt Spjall / Félagsfundur á morgun 27. des
« on: December 27, 2006, 19:57:12 »
Bara að minna á fundinn, menn hljóta að þurfa að ræða index og annað :lol:




Kv. Nóni

231
Bílarnir og Græjurnar / Low rider Ram-inn
« on: December 26, 2006, 21:29:06 »
Það eru nú allnokkrir svona Ramar búnir að fara flotta tíma þarna úti í hrepp og það dísel :lol:


Nóni

232
Almennt Spjall / Félagsfundur á morgun 27. des
« on: December 26, 2006, 15:17:02 »
Bara minna á forsíðuna, www.kvartmila.is fundur á morgun og vonandi mæta sem flestir og blaðra um index og Ram.


Kv. Nóni

233
Bílarnir og Græjurnar / Low rider Ram-inn
« on: December 26, 2006, 14:19:42 »
Ekki nokkur ástæða til að læsa þessum þræði, maður sleppir því frekar að lesa hann og póstar einhverju sjálfur sem manni finnst áhugaverðara.
Það er einmitt þetta sem gerir okkar spjall áhugavert og fjölbreytt, þessi bíll er jú einn umtalaðasti bíll okkar tíma.

Það gæti hins vegar verið að það mætti færa hann í "Bílana og græjurnar".

Ég er löngu búinn að komast að því að það væri ekki neitt spjall ef það ætti að reyna að lesa einhverja kvartmílu út úr öllu sem sett væri þar inn.

Það eina sem ég sá var að Stjáni Skjól var búinn að lýsa frati á þennan bíl í það minnsta 4 sinnum, Stjáni minn við gátum lesið fyrsta póstinn þar sem þú sagðir að hann væri ljótur, þú hljómar eins og predikari í sértrúarsöfnuði. :lol:


Kv. Nóni

234
Almennt Spjall / Kvartmila eða 1/8
« on: December 23, 2006, 01:03:07 »
Flottar myndir hjá þér Valli, gaman að hafa svona öfluga grúskara.  Gaman væri að sjá smá kappakstur þarna í sumar.


Nóni

235
Almennt Spjall / KK og Skeljungur
« on: December 23, 2006, 00:58:48 »
Quote from: "Óli Ingi"
Gildir þetta líka fyrir dreifbýlistútturnar? eða semsagt á shellstöðvum útá landi?



Það held ég hljóti að vera.  Annars verður þetta útlistað nánar þegar nær dregur janúar.


Kv. Nóni

236
Almennt Spjall / Kvartmila eða 1/8
« on: December 21, 2006, 23:34:44 »
Þetta væri ég til í.



Nóni

237
Almennt Spjall / KK og Skeljungur
« on: December 21, 2006, 23:32:45 »
Hvað er þetta? Á ekkert að klappa fyrir þessu?  Það er hægt að kaupa lítran á 107,8 kr. í fullri þjónustu. Svo eru þeir líka komnir með V-power.

Mun ganga í gildi um áramót þannig að meðlimir klúbbsins 2007 munu njóta þessara kjara.

Nóni

238
Almennt Spjall / Það ferskasta !!!!!!!!!!!!!!!!!
« on: December 21, 2006, 00:30:47 »
Quote from: "moparforever"
Hefur þetta nú ekki alltsaman heyrst áður að meðan menn eru með bílana inni í skúr og einbeita sér að öldrykkju þá á að stofna nýja klúbba um allt sem eru svo miklu betri en allir hinir og sigra heiminn bla bla bla
er ekki gáfulegra að hætta að vera í fýlu í öllum hornum og reyna einusinni að standa saman? Auðvitað geta ekki öll dýrin verið vinir eins og í Hálsaskógi!! en hvað með það?? það þurfa ekkert öll dýrin að vera vinir!! Menn geta bara séð sóma sinn í því að vera málefnalegri en sá sem þeir hata og vera betri en hann á brautinni nátturlega og eins utan hennar, menn eiga að hætta að vakta garð nágrannans 24/7 og kíkja á ruslið heima fyrir



Amen.


E.S. Ef menn hefðu vilja og annað sem til þarf myndu þeir bara bjóða sig fram til verka fyrir klúbbinn eða fram til setu í stjórn og láta verkin tala.  Það skal kjósa um 3 stöður í stjórninni á næsta aðalfundi, nú er bara að safna kjarki og spýta í lófana.
En kannski er nýr klúbbur til þess að menn geti keppt eftir sínum reglum sem þeir semja sjálfir?



Nóni

239
Keppnishald / Úrslit og Reglur / 1/8
« on: December 20, 2006, 00:45:26 »
Sveifarás vélar má að hámarki vera einhverja 60 cm frá götu minnir mig, ég skal þó athuga það betur og koma með leiðréttingu sé þess þörf.


Nóni

240
Bílarnir og Græjurnar / hverjir eiga OF bila
« on: December 18, 2006, 22:32:06 »
Nóni veit hver á Hunterinn....................

Verður hann með? Veit nú enginn.


Nóni

Pages: 1 ... 10 11 [12] 13 14 ... 44