Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Gunnar Már

Pages: 1 [2]
21
Mótorhjól / Re: honda shadow 750 83árg.
« on: April 10, 2010, 17:36:34 »
Tékkaðu á http://www.davidsilverspares.co.uk/ ég er búinn að versla slatta þaðan og alltaf allt í góðu :P

 Kveðja Gunnar

22
Mótorhjól / Re: Hreinsun á bensíntank
« on: November 20, 2009, 18:52:20 »
Þetta er nánast því búið!!!!!!
Þessi ryðsápa frá honum Hálfdáni er töfraefni, ég hellti 5 lítrum í tankinn og velti honum með sólarhrings milli bili á allar hliðar og tankurinn er nánast eins og nýr að innan.
Núna er sápan orðin frekar dökk og þá hefur virknin minnkað þannig að ég bætti út í c.a. tveimur kílóum af skrúfum og boltum, hristi vel og sápan er búin að mýkja ryðið svo vel að afgangurinn nánast lekur af eftir hristing.
Þetta er efni sem má treysta á.

Kveðja Gunnar Már

23
Mótorhjól / Re: Hreinsun á bensíntank
« on: October 28, 2009, 21:35:20 »
Ég er búinn að tala við hann Hálfdán og málið er í vinnslu, núna er tankurinn í réttingu og þegar hann kemur aftur til mín þá verður farið +i að hreinsa hann með sápunni frá Hálfdáni.
Takk kærlega fyrir upplýsingarnar.

Kveðja Gunnar Már

24
Mótorhjól / Re: Hreinsun á bensíntank
« on: October 09, 2009, 16:39:33 »
Hef heyrt þetta með skrúfur og dót en það er svaka mál að ná því úr tanknum aftur, ég prófaði að setja c.a. tvo metra af ryðfrírri keðju og hrista aftur og aftur jú það kom hellingur út en vá hvað þetta tekur langann tíma, ég yrði marga mánuði að ná tanknum hreinum.
Ég er svolítið að spá í einhver efni til að gera þetta þarf bara að kynna mér það betur.

Kveðja Gunnar Már

25
Mótorhjól / Hreinsun á bensíntank
« on: October 08, 2009, 21:34:40 »
Sæl öll

Veit einhver um góða leið til að hreinsa ryð innan úr bensíntank á mótorhjóli.
Einn af fyrri eigendum geymdi hjólið í óupphituðu húsnæði í nokkur ár og sennilega með lítið sem ekkert bensín á því, þannig að tankurinn er þokkalega ryðgaður að innann. Síðan ég eignaðist hjólið hef ég verið með tvær bensínsíur og það svo sem sleppur en þetta þarf að laga.
Einhverntíman heyrði ég af einhverri Sýrumeðferð en ég bara man ekki hvernig það var eða hvort það á annaðborð virkaði.
Mig bráðvantar hugmyndir.

Kveðja Gunnar Már

26
Mótorhjól / Re: Stóra hjólaprófið.
« on: May 28, 2009, 18:56:49 »
Tékkaðu á Ökuleikni.is ég lærði hjá honum Gunnsteini í fyrra sumar og ég borgaði fyrir 4,5 tíma með prófi og öllu.
Flott kennsla og fínn náungi.
Kveðja Gunnar Már

27
Mótorhjól / Honda VF 100F Interceptor
« on: April 18, 2009, 18:09:52 »
Ég var á ferð um á Reykjarvikurvegi í Hafnarfirði á fimmtudaginn og sá þar fyrir utan eitt húsið Hondu VF 1000F Interceptor mjög líklega 1984 árgerð.
Hjólið er í original litum þ.e. Hvítt,Blátt og Rautt.
Ef einhver veit hver á þetta hjól eða ef svo vel vill til að eigandinn er að lesa þetta þá langar mig svakalega til að komast í samband við hann.
Ég á svona hjól líka og hélt alveg þangað til á fimmtudaginn að mitt hjól væri það eina á landinu. Það væri gaman að fá að skoða það nánar.
Ég meira að segja hoppaði út úr bílnum til að geta hlaupið snöggann hring í kring um hjólið og skoðað það  :oops:

Kveðja
Gunnar Már

28
Mótorhjól / Re: Sýnið hjólin ykkar
« on: July 21, 2008, 16:15:15 »
Hér er mitt hjól, þetta er Honda VF 1000 F Interseptor árg 1984. Ég var að kaupa hjólið og ætla að nota það í sumar en taka það í gegn í vetur, þá ætla ég meðal annars að mála það og taka það svolítið í gegn.
Ef einhver veit eitthvað um sögu þessa hjóls þá væri gaman að fá að heyra eitthvað um það , það litla sem ég veit er að það var flutt inn 1990 og var í Vestmannaeyjum í kring um 1992.

Kveðja Gunnar Már
gunnarmar@hotmail.com

29
Ég er með WR 450 sem ég er til í að selja, hjólið er 2003 árgerð og ekið innan við 10 tíma frá því að skipt var um stimpil og tímakeðju.
Nýtt afturdekk, nýjir bremsuklossar, nýr kúpplingsbarki og Zeta kúpplingshandfang. Búið að taka framljósið að og setja númeraplötu í staðin en það fylgir allt með til að setja ljósið á aftur. Hjólið er í toppstandi og virkar flott.
Ásett verð er 350 þús er til í að skoða skipti á Cruiser hjóli á sviðuðu verði.

Kveðja Gunnar Már

Sími 8921098

Pages: 1 [2]