Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Nóni

Pages: 1 ... 7 8 [9] 10 11 ... 44
161
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Breytingatillögur í MC flokk
« on: March 17, 2007, 23:41:12 »
MC – Flokkur.


Flokkslýsing:
Flokkur fyrir Bíla framleidda í USA frá og með 1933, til og með 1985, sem eru á númerum með óbreytta yfirbyggingu með öllum löglegum götubúnaði virkum.
Ræst skal á jöfnu “full tree”. Öll keppnistæki skulu geta ekið a.m.k 10km þolakstur fyrir hverja keppni(ákvarðast af keppnisstjóra hverju sinni). Þeir keppendur sem ekki ná að ljúka þessu detta úr keppni.

Vél:
Verður að vera fjöldaframleidd bílvél sem er sömu gerðar og og strokka fjölda og viðkomandi ökutæki kom upprunalega með.
Skipta má frá 6 strokka yfir í átta strokka, og frá “big blokk” yfir í “small blokk” eða öfugt, svo framarlega sem ekki sé sett önnur tegund af vél enn sem var fáanleg í viðkomandi ökutæki. Færa má vélar milli árgerða. Auka má slagrúmtak véla um 100 rúmtommur (cid) frá upprunalegri stærð.

Blokk:
Vélarblokk verður að vera úr sama málmi og upphafleg blokk sem var í viðkomandi árgerð af ökutæki sem notað er. Vélarblokkir úr áli eða álblöndu eru ekki leyfðar, nema að þær hafi komið upprunalega í viðkomandi bíl sömu árgerða og með sömu vélarstærð þá verður blokkin að vera nákvæmlega eins og sú upprunalega sem sé hægt að sanna með verksmiðjunúmerum. Bora má vélar blokk sem þurfa þykir einnig má vinna olíugöng og bæta olíukerfi til að bæta endingu vélar. Ekki má létta vélarblokkir svo að styrkur þeirra minki og geti gert þær hættulegar. Að öðru leyti má vinni blokkir mála og pólera að vild til að auka styrk og endingu.

Hedd:
Bannað er að breyta útliti hedda með færslu porta, portplötum eða á annan hátt.
Portun á heddum er leyfð svo framarlega að hún breyti ekki útliti hedda þegar þau eru komin á vél. Fræsa má úr heddun til að koma fyrir “rockerarma” festingum (studs) þegar farið er í stillanlega “rockerarma” úr óstillanlegum(rail type) og til að geta notað stýriplötur (guid plates). Ekki má víxla heddum á milli tegunda. Ekki má nota hedd þar sem afstaða rockerarma eða kerta er önnur en original. Öll hedd má porta og pólera að vild.

Ventlar
Allar breytingar á ventlum eru leyfðar, svo sem: Stækkun breikkun á legg o.s.f.
Stækkun á ventli er leyfð svo framarlega að ekki þurfi að færa staðsetningu hans frá upprunalegri staðsetningu. Leyft er að nota allar tegundir efnis í ventla. Svo sem: “stainless steel”, titanium, sodium fyllt stál osf.

Rockerarmar
Allar gerðir “rockerarma” eru leyfðar, þar á meðal “roller” armar. Breyta má frá óstillanlegum yfir í stillanlega. Ekki má þó breyta frá “stud type” yfir í “shaft type” “rockerarma”. Leyft er að nota stuðnings slá (stud gridle) þar sem það þarf.

Ventlagormar
Frjálst val er um ventlagorma, læsingar(retaners), og splitti. Sæti fyrir ventlagorma má vinna að vild og nota má skinnur til að fá rétta hæð gorma. Ekki er gerð krafa um neitt sérstakt efni í ofnagreindu

Ventlalok
Frjáls val er á ventlalokum hvað varðar: útlit, gerð, efni, hæð, o.s.f.
Eina krafan um ventlalok er að þau þétti, séu lekafrí og komist undir orginal vélarhlíf.

Kambás:
Allar tegundir og gerðir af kambásum eru leyfðar ss: vökva, beinn, roller, o.s.f.
Kambásar frá öðrum framleiðendum en orginal leyfðir.

Undirlyftur:
Allar þær tegundir af undirlyftum, sem passa við viðkomandi tegund af kambás leyfðar.

Tímagír:
Aðeins tímakeðjur og hjól eru leyfð. Mega þó vera úr stáli, tvöföld og “roller” gerð.
Reimdrif, gírdrif o.s.f sem er ekki eins og framleitt var með upphaflega(not OEM type) bannað.

Sveifarás:
Leyft er að vera með hvaða sveifarás sem er úr hvaða efni sem er með hvaða slaglengd sem er svo framarlega að hann fari ekki fram úr 100 rúmtommu reglunni.
Nota má hvaða efni sem er í sveifarásinn.

Stimpilstangir:
Allar gerðir af stimpilstöngum eru leyfðar nema stangir úr áli eða álblöndu. Nota má hvaða lengd af stöngum sem er og sem passa við viðkomandi sveifarás. Stimpilstangir má vinna að vild með slípun, pólerun ofl. Breyta má stöngum úr venjulegum í fljótandi stimpilbolta. Nota má sterkari stangarbolta og annað sem kann að styrkja stangirnar.

Stimplar:
Allar gerðir orginal og “aftermarket” stimplar eru leyfðir, þar á meðal sérsmíðaðir.
Allar tegundir af efni eru samþykktar í stimplum. Öll eftirvinnsla á stimplum er leyfð.

Stimpilhringir:
Allar tegundir stimpilhringja sem passa í viðkomandi stimpla eru leyfðar.
“Zero gap”hringir eru leyfðir. Leyft er að nota hvaða efni sem er í stimpilhringi.

Olíudæla:
Nota má hvaða olíudælu sem er af hvaða gerð sem er. Dælur sem dæla meira magni og/eða þrýsting leyfðar.
Utanáliggjandi olíudælur leyfðar, verða að vera drifnar af sveifarás.
“Dry sump” olíudælur og kerfi bönnuð.
Nota má hvaða olíu “pick up” sem er þar á meðal sveiflu “pick up”

Olíukerfi:
“Dry sump” olíukerfi bönnuð. Að öðru leyti má nota hvaða olíu kerfi sem er frá hvaða framleiðanda sem er.
Olíugöng í vélarblokkum og heddum má grafa út, pólera eða vinna á annan hátt. Nota má hindranir í olíugöng til að stýra olíuflæði frá heddum að sveifarás o.s.f. Festa má net fyrir göt og op þar sem hætta er á að brotnir vélarhlutir gætu komist niður að sveifarás.
Allar breytingar á olíukerfi til að auka endingu véla eru leyfðar.

ELDSNEYTISKERFI :

Soggrein:
Soggrein miðast við einn blöndung.
Beinar Innspýtingar eru bannaðar, nema að þær hafi verið fáanlegar á þeirri vél þeirrar árgerðar sem viðkomandi ökutæki er, og verður innspýtingin þá að vera orginal (OEM) sem skal sýnt fram á með réttum númerum.
Þegar talað er um einn blöndung er oftast rætt um fjögura hólfa blöndung, og eru þá taldir með “Predator” og aðrir þvílíkir blöndunga. Val á blöndungum það er gerð, stærð eða tegund er frjálst.
Ef bílar hafa komið original með fleiri en einum blöndung á þeirri véla tegund sem notuð er skal leyft að nota samskonar búnað sem þarf þá að vera frá sama framleiðanda og viðkomandi vél/bíll og hafa verið fáanlegur á viðkomandi vél. EF fjölblöndunga sogrein er ekki til frá framleiðanda undir “OEM” númeri er heimilt að nota sambærilegan búnað frá öðrum framleiðendum svo framarlega sem hann lítur eins út og er viðurkennd endurframleiðsla á upprunalega hlutnum.
Engin soggrein má vera svo há að hún passi ekki undir óbreytta vélarhlíf ökutækis, og ekki má heldur hækka blöndunga svo mikið að þeir komist ekki undir óbreytta vélarhlíf.
Forþjöppur bannaðar.
Nitro gas N2O bannað

Blöndungur:
Engin takmörk eru fyrir stærð blöndunga ef um einn blöndung er að ræða.
Blöndunga má vera búið að vinna að vild. Sérsmíðaðir blöndungar eru leyfðir.

Bensíndæla:
Aðeins ein bensíndæla er leyfð og verður hún að vera drifin áfram af bílvélinni, eða með
Rafmagni. Nota má bensindælur sem dæla meiri þrýsting og/eða magni.
Nota má dælur frá hvaða framleiðanda sem er.
Sveifarásknúnar bensíndælur (innspýtinga dælur) bannaðar. Nema að þær hafi verið til staðar upprunalega frá framleiðanda.

Bensínleiðslur:
Bensín leiðslur skulu ekki vera sverari en 1/2”.Ef skipt er um bensín lagnir verða nýju lagnirnar að vera úr samskonar efni og þær gömlu. Mælt er með að bensín leiðslur séu varðar þar sem þær fara framhjá skiptingu kasthjóli/converter, viftuspaða og damper.
Sjá aðalreglur 1:5

Bensínsíur:
Frjálst er að nota eins margar bensínsíur og hver vill eða enga. Stærð, lögun og tegund skiptir ekki máli.

Bensíntankur:
Bensíntankur verður að vera original eða eins og original. Ef ekki er upprunalegur tankur til staðar verður sá sem fyrir hann er að líta eins út, taka sama magn, og vera í sömu festingum, og sá upprunalegi. Bensínleiðslur verða að vera teknar út úr tankinum á upprunalegum stað. “Sump” er bannað.

Lofthreinsari:
Lofthreinsari er aukahlutur og ráða menn hvort hann er notaður eða ekki.

Eldsneyti:
Aðeins bensín sem hægt er að kaupa af dælu á bensínstöð leyft.
Öll almenn bensínbætiefni leyfð.

KVEIKIKERFI:

Kveikja:
Hámark má nota eina kveikju, og skal hún vera annað hvort rafeinda eða platínu.
Magnetu kveikjur skulu vera tengdar við sviss (straumlás) ökutækis.
“Crank trygger” er bannað.
Platínu kveikja má vera með eins mörgum platínum og hver vill, einnig má tengja kveikjumagnara við hana.
Rafeindakveikja(electronic igniton) má vera af hvaða gerð sem er og frá hvaða framleiðanda sem er, með eða án utanáliggjandi magnara.
Útslátt og önnur hjápartæki má nota, þó ekki seinkara, biðbox eða önnur tæki sem hjálpa við brautarstart.
GM HEI kveikjur eru leyfðar enda teljast þær til rafeinda kveikju.
Ekki má breyta staðsetningu á kveikju frá original.

Háspennukefli:
Hvaða háspennukefli sem er má nota svo framarlega sem það sé aðeins eitt og passi við viðkomandi kveikju.

Þræðir:
Allir kertaþræðir orginal eða eftirframleiddir (aftermarked) eru leyfðir.

Kerti:
Allar tegundir kerta (gneistatappa)leyfðar.


ÚTBLÁSTURSKERFI

Flækjur:
Pústflækjur má setja í staðinn fyrir greinar. Leyft er að klippa úr innribrettum fyrir flækjum Og má ekki vera meira bil en 15mm frá röri að brún á gati.
Sverleiki á rörum er frjáls, og einnig sverleiki á safnara. Safnari (collector) má ekki vera lengri en 60cm.

Púströr:
Púströr skulu ná út fyrir yfirbyggingu bíls svo að hægt verði að fá á þau skoðun.
Sverleiki röra má ekki fara yfir 2,5” að innanmáli.
H/X-pípa er leyfð.
Hámark tvöfalt kerfi

Hljóðkútar:
Allar tegundir hljóðkúta leyfðar.

GÍRKASSI

Gírkassi:
Gírkassi beinskiptur má mest hafa fimm gíra áfram og einn afturábak. Ef notaður er fimm gíra kassi þá verður viðkomandi árgerð af bíl með viðkomandi vélargerð að hafa fengist með fimm gíra kassa og verður kassinn þá að vera eins og sá upprunalegi samkvæmt númerum.

Skiptir:
Nota má hvaða eftirmarkaðs skiptir sem er eða standard skiptir.
Fjarlægja má stokk milli framsæta til að koma fyrir skipti.

Kúplingshús:
Sprengihelt kúplingshús samkvæmt staðli æskilegt.
Ef notað er standard hús er æskilegt að gólf sé styrkt.
Sjá aðalreglur: 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

Kúpling:
Frjálst er að nota hvaða kúplingu og kasthjól sem er.
Fjöldiska kúplingar eru þó bannaðar.
Æskilegt er að kúpling og kasthjól sé samkvæmt staðli.
Sjá aðalreglur: 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

Sjálfskipting:
Nota má hvaða tveggja eða þriggja þrepa sjálfskiptingu sem er.
Fjögura þrepa skiptingar eru bannaðar nema að þær hafi verið framleiddar fyrir viðkomandi bíl og vélartegund af viðkomandi árgerð sem yrði að sýna með númerum að væri rétt.
Nota má “trans pack” eða “manual” ventlabox í sjálfskiptingar.
“Trans brake” er bannað. Að öðru leiti eru allar breytingar á sjálfskiptingu leyfðar.
Sjá aðalreglur: 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

Converter:
Keppnis vökvatengsl (converter) eru bönnuð.
Lágmarksstærð á “converter er 10”.
Breyta má converter-um en passa verður að minnka ekki húsin niður fyrir 10”.
Sjá aðalreglur: 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.
Hlífar:
Æskilegt er að hafa bæði kasthjólshlíf og skiptingahlíf samkvæmt staðli, eða löglega mottu utan um skiptingu í keppni.
Sjá aðalreglur: 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

DRIFRÁS:

Drifskaft:
Æskilegt er að Baula sé utan um drifskaft á öllum bílum í þessum flokki, og skal hún staðsett samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda og reglum KK.
Baula utan um drifskaft er skylda í öllum bílum sem fara hraðar en 12,99sek eða 100mílur.
Sjá aðalreglur: 2:4.

Hásing&Drif:
Frjálst val er á hásingum sem þýðir að setja má eina tegund af hásingu undir aðra tegund af bíl.
Hásing skal þó aldrei vera lengri eða styttri en sú sem var orginal undir bílnum.
Nota má hvaða drifhlutfall sem er. Læst drif leyfð. Þó er bannað að nota spólulæsingar, soðin eða steypt mismunadrif eru bönnuð.
Æskilegt er að notaðir séu sterkari öxlar og sterkar boltar fyrir felgur.

BÚKKAR & FJÖÐRUN:

Fjöðrunakerfi:
Fjöðrun og fjaðrakerfi má ekki breyta frá original í neinum bíl.
Fjöðrunarkerfi verður að vera eins og hver tegund og gerð kom með frá verksmiðju.
Þetta á við bæði um fram og aftur fjöðrun.
Staðsetning fjöðrunarkerfis verður einnig að vera sú sama og var frá verksmiðju á hverri tegund og gerð.
Ekki má færa fjaðrafestingar eða breyta þeim á nokkurn hátt.
Breyta má stífleika fjaðra, gorma, vindustanga o.s.f, bæta má blöðum í blaðfjaðrir eða fjarlægja eftir þörfum. einnig má mýkja eða stífa gorma/vindustangir eftir þörfum.

Búkkar:
Allir venjulegir spyrnubúkkar leyfðir.
Bannað er að nota “four link” eða “ladder link”
Ekki má klippa úr yfirbyggingu til að koma búkkum fyrir.
Sjá aðalreglur: 3:5.

Demparar:
Einn virkur dempari verður að vera á hvert fjaðrandi hjól.
Keppnis demparar bannaðir. Það er allir demparar sem ekki eru ætlaðir í götuakstur.
Að öðru leiti er hlutfall dempar frjálst og notkun gasdempara er leyfð.
Ekki má bora dempara eða tappa af þeim vökva eða gasi.

YFIRBYGGING:

Yfirbyggingu má ekki breyta á nokkurn hátt frá upprunalegri smíði frá verksmiðju.
Allar léttingar og plast hlutir eru bannaðir með eftirfarandi undantekningum.
Nota má plast frambretti svo framarlega sem mismun á þyngd þeirra og orginal bretta sé bætt við framan í bílinn á ca þeim stað sem hún hefði verið.
Nota má plast húdd svo framarlega að það sé ekki með neinum öðrum opnunum en þeim sem voru til orginal á viðkomandi árgerð, gerð og tegund. Ef um opnun (scoop) er að ræða á vélarhlíf hvort sem hún er þar original eða hefur verið sett á má hún ekki vera að neinu leyti öðruvísi en original hægt var að fá á viðkomandi tegund, gerð og árgerð.
Nota má áfastar opnanir(scoop) á vélarhlíf ef þær eru samkvæmt því sem hér fór á undan.
Innribretti og hjólskálar verða að vera upprunalegar eða eins og upprunalegar og þá úr sömu efnum eins og upprunalega. Allar breytingar á hjólskálum og innribrettum bannaðar.

Innrétting:
Allir bílar verða að vera með upprunalegri innréttingu eða eins og upprunalegri innréttingu. Bannað er að fjarlægja eða færa til nokkurn hluta innréttingar þar með talið teppi. Klæða má innréttingu að vild og breyta þannig að hún ekki léttist.
Gólfteppi verður að vera á öllu gólfi bíls eða eins og kom frá framleiðanda.
Skipta má út framstólum fyrir keppnisstóla sem þó þurfa að vera í original staðsetningu.
Taka má burt stokk milli framsæta eða hluta hans til að koma fyrir skipti.
Aftursæti má fjarlægja til að koma fyrir veltiboga. Ganga verður snyrtilega frá opinu sem myndast þegar hlutar innréttingar eru fjarlægðir.
Staðlaðir keppnisstólar eru skylda í öllum bílum sem fara niður fyrir 11,99sek og/eða 120mílna (200km) hraða.
Allir keppnisstólar skulu festir samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.
Rafgeymi má ekki staðsetja inni í ökumannsrými nema að hann sé í SFI eða sambærilega viðurkenndum kassa.

Belti:
Allir bílar verða að vera með a.m.k þriggja punkta öryggisbelti.
Þeir bíla sem fara niður fyrir 11,99sek og/eða 120mílur skulu hafa 5 punkta keppnisbelti.




Veltigrind/búr:
Veltigrind er skylda í öllum bílum sem fara 11,99sek og/eða 120mílum (200km) eða betur. Veltibúr er skylda þegar bíll er kominn í 9,99sek og/eða 140mílur (225km) eða undir. Sjá aðalreglur 4:9 og 4:10.

Grind:
Allar breytingar á grind eru bannaðar. Þó er leyfilegt að styrkja grindur.

Stýri:
Bannað er að skipta frá orginal stýrisvél(snigill og sektor) og setja í staðinn tannstöng eða öfugt. Leyft er að skipta frá “power stýri yfir í “manual” og öfugt. Minnsta særð á stýrishjóli er 13” (34cm).

DEKK & FELGUR:

Felgur:
Allar gerðir af felgum leyfðar. Felgur mega ekki vera minni en 13” og ekki stærri en 16”. Nema að það hafi verið original fáanlegt á viðkomandi bíl árgerð og gerð.
Hafa má hvaða breidd af felgum sem er. Þó mega þær ekki ná út fyrir yfirbyggingu.

Dekk:
Allir hjólbarðar verða að vera “DOT” merktir. Hámarks hæð hjólbarða má ekki vera meiri en 28”. Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð. Ofangreint gildir líka um framdekk.

ÖKUMAÐUR:

Ökumaður verður að sitja í original staðsettu ökumannssæti og vera með staðlaðan hjám á höfði.
Allir bílar sem fara undir 12,99sek og/eða 100mílum (160km) verða að hafa sæti með háu baki eða höfuðpúða.
Allir bílar sem fara undir 11,99sek og/eða 120mílur (200km) verða að vera með viðurkennda keppnisstóla, sem festir eru samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.
Tregbrennandi keppnisgalli æskilegur.
Tregbrennandi keppnisgalli samkvæmt staðli: SFI/Spec 3/2-A-1 skylda í öllum bílum á tímum undir 11,99sek og/eða 120 mílum (200km).
Tregbrennandi keppnisgalli samkvæmt staðli SFI/Spec 3/2-A-5 skylda í öllum bílum sem fara neðar en 9,99sek og/eða 150mílur.

LETUR:

Ekki er leyft að vera með neitt letur eða merki á yfirbyggingu bíls.
Þegar talað er um letur er átt við auglýsingar.
Minni miðar eru leyfðir í hófi.
Letur þar með taldar auglýsingar má setja í rúður ökutækis þó ekki þannig að hindri útsýni og skyggi á keppnismerkingar.

Styrktaraðilar:
Styrktaraðilar eru leyfðir, þó mega auglýsinga ekki vera á öðrum stöðum en á gluggum ökutækis. (sjá að ofan)

162
Hæ Jónas, ekki spurning að menn vilja ná sem mestu út úr túrbómótorum sem og öðrum mótorum. Okkar skoðun á þessu sem vorum að vinna í þessu, (ég og Gunni gírlausi) er sú að  auðvelt er að senda sýnishorn af tanknum hjá þér og láta greina það hjá t.d. Fjölveri (rannsóknarstofa olíufélaganna) og einnig það að einhverjar takmarkanir þurfa að vera í flokknum. Þú þarft ekki að óttast það að ná ekki nógu miklu afli út úr Dodge bifreiðinni á pumpugasi, ég myndi segja að þú ættir að geta náð langt í 500 hö á því. Athugaðu það að SAABinn hjá mér með 2.0 lítra vél var dyno mældur hjá Tækniþjónustu bifreiða og var 405 hö á 99 oktana V-power. Maxaðu fyrst bílinn á pumpugasi og spáðu svo í hvort reglurnar séu nógu góðar fyrir þig eða þá sem þurfa að framfylgja þeim. :wink:

Hlakka til að sjá hvað þú nærð út úr þessum fína Dodge í sumar, lít á þig sem framtíðarkeppanda og jafnvel keppinaut :twisted:


Kv. Nóni

163
Bílarnir og Græjurnar / Myndir af nýja tækinu
« on: March 13, 2007, 21:02:13 »
Þessir bílar eru gríðarlega flottir og lítill fugl hvíslaði að mér að það væri svakalegt að aka Z06 á brautinni..........múhahahhahaaaa..........


Kv. Nóni

164
Almennt Spjall / kk og shell
« on: March 12, 2007, 20:47:54 »
Quote from: "EinarV8"
en eru einhverjar shell stöðvar sem selja 98oct??




Það eru allavega 2 stöðvar eða fleiri með 99 okt. v power.


Nóni

165
Hér er svo líka reiknivélin hans Baldurs,


http://www.foo.is/calc/of-index.plp


Kv. Nóni

166
Almennt Spjall / Aðalfundinum frestað!!!!!
« on: March 10, 2007, 02:01:06 »
Já.

Við verðum bara að sjá strax eftir helgi hvenær við getum haldið aðalfundinn, förum á fund með bókaranum strax eftir helgina.


Nóni

167
Quote from: "Birkir F"
Þetta er flott hjá þér!  Það er gott að ætla sér ekki of stóra hluti í einu, það er mikið þægilegra og léttara að taka þetta svona smátt og smátt eins og mér sýnist þú vera að gera.  

Kv.  Birkir



Talar þú af reynslu????? :lol:



Kv. Nóni

168
Fannst þetta vera komið langt út fyrir umræðuefnið, venjulega lætur maður það vera en það er verið að ræða reglur hér, ekki prump og svívirðingar.

Allir vinir. :D


Nóni

169
Almennt Spjall / Aðalfundinum frestað!!!!!
« on: March 10, 2007, 01:37:12 »
Quote from: "cv 327"
Takk fyrir það. Hver gæti það verið?
Kv. Gunnar




UUUUmmmmmm...........


Við verðum að kíkja á það mál, það er annars orðið frekar seint að setja fram reglubreytingar þegar svona stutt er til sumarsins.


Nóni

170
Almennt Spjall / Aðalfundinum frestað!!!!!
« on: March 10, 2007, 01:19:41 »
Látum lögfróðari menn um að svara spurningu þinni, við munum halda aðalfundinn eins fljótt og við getum.


Nóni

171
Almennt Spjall / Aðalfundinum frestað!!!!!
« on: March 09, 2007, 19:33:10 »
upp



Nóni

172
Fréttir & Tilkynningar / Aðalfundinum frestað!!!!
« on: March 09, 2007, 11:00:41 »
Aðalfundinum hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna þess að reikningar félagsins eru enn í vinnslu hjá endurskoðanda.  

Stjórnin biður félagsmenn afsökunar á þessum óþægindum.

Stjórnin.

173
Almennt Spjall / Aðalfundinum frestað!!!!!
« on: March 09, 2007, 10:59:59 »
Aðalfundinum hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna þess að reikningar félagsins eru enn í vinnslu hjá endurskoðanda.  

Stjórnin biður félagsmenn afsökunar á þessum óþægindum.

Stjórnin.

174
Almennt Spjall / Félagsfundur
« on: March 07, 2007, 19:08:04 »
Að sjálfsögðu er fundur.


Nóni

175
Bara minna á félagsfundinn í kvöld kl. 20:30 í Álfafelli íþróttahúsinu við Strandgötu.


Koma svo og þyggja kaffi og spjall.



Kv. Nóni

176
Bílarnir og Græjurnar / Re: corvette
« on: March 07, 2007, 15:22:26 »
Quote from: "Jóhannes"
Sæll
ég er tilbúin að skoða þetta langar smá í þinn meira segja
corvettan er í topp ástandi og þú mátt bara
hringja í mig og segja mér hvar við getum hist og skoðað og prufað

Geiri 8611478

er hann einhvers staðar skráður á sölu svo maður geti skoðað meira ?



Ég held að hann hafi ekki verið að reyna að selja hann Jóhannes (Geiri) :shock:


Kv. Nóni

177
Almennt Spjall / Aðalfundur Kvartmíluklúbbsins, ath. frestað.
« on: March 06, 2007, 18:35:54 »
Það er satt, unga fólkið má ekki vera hrætt við að mæta.  :lol:

Endilega mæta og hafa áhrif.

Nóni

178
Mótorhjól / Nýja hjólið
« on: March 04, 2007, 09:41:34 »
Fínt hjól!


Kv. Nóni

179
Bílarnir og Græjurnar / Sterabjallan mín
« on: March 04, 2007, 09:39:25 »
Hressandi!  Alltaf velkominn á brautina.


Kv. Nóni

180
Almennt Spjall / Starfsfólk óskast í sumar!
« on: March 04, 2007, 09:36:01 »
Quote from: "Preza túrbó"
Nóni minn I'm allways hér  :wink:

bíð bara eftir sumrinu.
Ég í burnout  :D

Kveðja:
Dóri G.  :twisted:  :twisted:



Þetta svar er ekki tekið gilt, það þarf að senda email til mín með öllum upplýsingum :lol:

Kv. Nóni

Pages: 1 ... 7 8 [9] 10 11 ... 44