Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Nóni

Pages: 1 ... 6 7 [8] 9 10 ... 44
141
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Breyingatillögur við SE flokk
« on: March 20, 2007, 22:03:23 »
Quote from: "Trans Am"
Rannveig Rist má múta heilu bæjarfélagi,ég hlýt að meiga bjóða upp á einn öl. :bjor:


Sennilega, vinnur ekki alltaf sá sem á mest af seðlum? :lol:



Kv. Nóni

142
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Breytingatillögur í MC flokk
« on: March 20, 2007, 22:00:10 »
Quote from: "cv 327"
Takk fyrir svörin Hálfdán. Biðst forláts á að hafa haldið þig tengdan stjórninni.

Kanski að Nóni geti að svarað spurningunum hér að ofan?

Kv. Gunnar


Sæll Gunnar,

Þetta stendur í MC reglunum.

"Verður að vera fjöldaframleidd bílvél sem er sömu gerðar og og strokka fjölda og viðkomandi ökutæki kom upprunalega með.
Skipta má frá 6 strokka yfir í átta strokka, og frá “big block” yfir í “small block” eða öfugt, svo framarlega sem ekki sé sett önnur tegund af vél enn sem var fáanleg í viðkomandi ökutæki. Færa má vélar milli árgerða. Auka má slagrúmtak véla um 100 rúmtommur (cid) frá upprunalegri stærð.
"


Vona að þetta svari þessu með Oldsinn sem verður vonandi kominn á brautina strax í vor.

Ég boðaði aðalfund með 2ja vikna fyrirvara í 3ja sinn þannig að menn ættu að vera komnir með reglubreytingatillögur ef þær hefðu verið til.


Afsakaðu óþægindin og vonandi kemurðu að keppa þrátt fyrir allt.




Kv. Nóni

143
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Breyingatillögur við SE flokk
« on: March 20, 2007, 21:51:05 »
Quote from: "Trans Am"
Allt í einu hresstist ég...fékk þessa snilldarhugmynd..... ef tillagan verðu FELD þá býð ég öllum sem kusu á móti þessari tillögu í stórann öl á fjörukránni eftir fundinn. :bjor:
Styrktaraðilar óskast!


Bíddu er ekki allt í lagi????  Þú sagðist vera hættur að tala um þetta og það næsta sem maður veit er að þú ert að kaupa atkvæði áfengisþystra manna.
Hentar flokkurinn svona svakalega vel fyrir þig herra háæruverðugi íslandsmeistari í SE?  Af hverju mega menn ekki bara mynda sér skoðanir á sínum eigin forsendum en ekki ölkrús frá þér?  Segjum nú að menn sem engra hagsmuna hafi að gæta en gætu hugsað sér að skoða málið út frá þeim rökum sem sett hafa verið fram en ekki bara þessum hérna......."þetta er illa unnið" nú eða "láttu þetta vera" nú eða "þú ert nú bara ljótur" sem menn grípa til þegar þeir eru pirraðir.  Enginn hefur reyndar sagt þetta síðasta en ég hef heyrt þessu slett fram þegar einstaklingur var kominn í rökþrot.


Kv. Nóni

144
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Breytingatillögur við GF flokk
« on: March 20, 2007, 19:57:25 »
Quote from: "Krissi Haflida"
Pæling, með númeraskylduna er það ekki eitthvað sem mætti taka út??



Ekki fyrr en þá á næsta ári.  Þetta eru tillögurnar og þeim verður ekki breytt.  Þær hefðu kannski þurft að koma fram fyrr en það er hins vegar ekkert við því að gera nema að gera betur næst.

Kv. Nóni

145
Almennt Spjall / Starfsfólk óskast í sumar!
« on: March 19, 2007, 20:04:06 »
Quote from: "Þráinn"
ADDI OG RÖGGI!!!

 :smt066  


???????


Ætlar þú að bjóða fram krafta þína í sumar?

146
Almennt Spjall / I/8? Eða....
« on: March 18, 2007, 23:21:39 »
Quote from: "Bannaður"
Quote from: "Nóni"
Quote from: "motors"
Áhorfandi og áhugamaður um bíla og mótorsport. :)



Hræddur við einhvern???  


Nóni


ég er hræddur :smt064



Var ekki búið að banna þig??? :lol:  :lol:  :smt021  :excited:


Kv. Nóni

147
Almennt Spjall / Starfsfólk óskast í sumar!
« on: March 18, 2007, 22:37:10 »
Ennþá vantar fólk til starfa, einkum í sjoppu og fleira. Í sumar verður vonandi hægt að afgreiða út um glugga og út á pall þannig að sjoppufólkið ætti að geta séð eitthvað af keppninni.



Kv. Nóni

148
Bílarnir og Græjurnar / Mustang GT
« on: March 18, 2007, 22:33:24 »
Er búið að skifta um bekk? Mér var sagt þegar ég kom með SAABinn fyrir tæpum 3 árum að hann tæki aðeins 300 kw sem er um 411 hö.


Kv. Nóni

149
Almennt Spjall / I/8? Eða....
« on: March 18, 2007, 22:29:58 »
Quote from: "motors"
Áhorfandi og áhugamaður um bíla og mótorsport. :)



Hræddur við einhvern???  


Nóni

150
Almennt Spjall / I/8? Eða....
« on: March 18, 2007, 11:55:31 »
Quote from: "motors"
Flott er,það verður gaman að sjá Einar Birgis og félaga blasta brautina 1/4 mílu.


Hver ert þú?



Nóni

151
Bílarnir og Græjurnar / Trans am - tekið til í hoodinu og fl
« on: March 18, 2007, 01:16:10 »
Það verður gaman að fylgjast með þér í sumar, vonandi kemur þú að keppa.

Kv. Nóni

152
Almennt Spjall / Re: I/8? Eða....
« on: March 18, 2007, 01:13:19 »
Quote from: "motors"
Fara öflugustu tækin í sumar 1/8 eða hvað?.... :)



Engin ákvörðun hefur verið tekin um að keyra annað en kvartmílu þannig að það verður líkast til óbreytt.  Ef það breytist verður það auglýst mjög fljótlega, tel það samt ólíklegt.

Nóni

153
Almennt Spjall / kk og shell
« on: March 18, 2007, 01:10:03 »
Quote from: "BB429"
Atlantsolía er að sjálfsögðu "in it for the money", þeir eru að selja líterinn af 95 okt. á 113,10 kr. með dælulykil og FÍB aðild færðu hann á 111,10.  Shell er með líterinn af 95 okt. á 119,80 kr - 10 kr. afsláttur og bingó.......sparnaður upp á 1,30 pr. líter.  Ég vil frekar styðja Atlantsolíu og hefði viljað sjá klúbbinn ná samningum við þá frekar en Shell.

Biggi



Þeir eru bara með 95 okt. Shell er með 99 okt og 100 okt.

Nóni

154
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Breytingatillögur í MC flokk
« on: March 18, 2007, 01:07:32 »
Það er búið að breyta því að það má hafa rafgeyminn inn í ökumannsrýminu samkvæmt öryggisreglum.

Kv. Nóni

155
Keppnishald / Úrslit og Reglur / 4 cyl opinn flokkur?
« on: March 18, 2007, 00:58:02 »
Með reglubreytingatillögum í GF og OF er gert ráð fyrir ofsa kraftmiklum 4ra cy. og 6 cyl. bílum.  Nú er bara að mæta á aðalfundinn og taka afstöðu.

Kv. Nóni

156
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Tillaga að lagabreytingu
« on: March 18, 2007, 00:13:42 »
Sett fram af Friðrik Daníelssyni



Núverandi:

7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að laga eða reglubreytingum í fundarboði til aðalfundar.

 

Breytingar:

 

7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna.

Tillögum að reglubreytingum skal skila inn til nefndar sem fer yfir tillögur að breytingum eða kemur með tillögur sjálf til reglu eða flokkabreytinga.

Tillögur skulu berast nefndinni skriflega  fyrir 5 Janúar hvers árs.

Nefndin skal skipuð minnst  3 og ekki fleirum en 5  mönnum ,sem ekki sitja við stjórn KK á því tímabili, völdum af stjórn klúbbsins til tveggja ára í senn.

Þessi nefnd skal þar næst að boða til fundar með keppendum í þeim flokkum sem lagt er til að breyta til að rökræða tillögur eftir að fresti til að skila inn tillögum lýkur.

Þær tillögur sem nefndin samþykkir þarf svo að kjósa um á aðalfundi
.

157
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Breytingatillögur við OF flokk
« on: March 17, 2007, 23:59:43 »
Opinn flokkur

1. Kennitími er valinn með því að slagrími vélar (cid) er deilt í heildarþyngd ökutækis (USA-pund, 454gr.=1pund) pund á rúmtommu. Miðað er við meðaltal út frá tölum sem birtast í National Dragster. Meðaltalslína er notuð til ákvörðunar á kennitíma. Sjá línurit.

Dæmi:
a)1760 pund(784kg.) grind með 360cid vél. 1760:360 = 4,8pund/cid.Kennitími:7,65 sek b)3200 pund(1454kg.)bíll með 427cid vél 3200:427 = 7,5pund/cid. Kennitími 8,45 sek

1. Allar vélar og tjúnningar leyfðar. Tjúnning breytir ekki kennitíma.
2. Allir gírkassar og skiptingar leyfðir.
3. Bensín og alkahól leyft.
4. Nitro leyft.
5. Allar breytingar leyfðar.
6. Ökutæki verða að vera með hlutfall 10 pund/cid og undir.
6. Ökutæki sem ekki ná 2 sekúndum yfir kennitíma eða lægra mega ekki taka þátt í útslætti.
7. Um öryggisatriði sjá reglur um spyrnukeppnir.
8. Hámarks kennitími er 9,900 sekúndur

1. Raunverulegt þyngdarhlutfall keppnistækja skal vera 3,4 til10,0 pund/cid.
1. Ef keppnistæki passa ekki inn í línurit fá þau hámarks eða lágmarks kennitíma eftir því sem við á.
2. OF-línuritið verði uppfært árlega miðað við tölur í Competition. (eins og var) þannig að meðaltalslínan miðast við nýjustu tölur ásamt því að miðað verði við flokkana Econo Dragster og Altered.
3. Flokkurinn verði óbreyttur að öðru leyti.

158
Keppnishald / Úrslit og Reglur / MS flokkur, nýr flokkur
« on: March 17, 2007, 23:47:12 »
MS/  (Modefied Standard)– Flokkur.
(Nýr-gamall flokkur!)
   

Flokkslýsing:
Flokkur fyrir Bíla  með V8 vélar án forþjöppu eða N2O (Poweradder) með öllum löglegum götubúnaði virkum.
Ræst skal á jöfnu “full tree”. Öll keppnistæki skulu geta ekið amk 10km þolakstur fyrir hverja keppni(ákvarðast af keppnisstjóra hverju sinni). Þeir keppendur sem ekki ná að ljúka þessu detta úr keppni.
Þyngdarmörk í flokknum eru eftirfarandi:
Með vél að 330cid:   1250kg
Með vél að 399cid:   1350kg
Með vél að 499cid:   1450kg
Með vél yfir 560cid   1550kg
Allar þyngdir reiknast miðað við ökutæki á ráslínu til búið í ferð með ökumanni!
Öll ökutæki skulu hafa gilda skoðun samkvæmt reglum um gerð  og búnað ökutækja á Íslandi og standast íslensk umferðarlög/reglur.

Vél:
Verður að vera fjöldaframleidd V8 bílvél.
Slagrúmtak véla má ekki vera meira en 560cid.

Blokk:
Vélarblokkir úr áli bannaðar nema að þær hafi verið fáanlegar frá verksmiðju í viðkomandi ökutæki.

Hedd:
Allar tegundir og gerðir hedda leyfðar sem passa á viðkomandi vélarblokk.

Ventlar
Allar leyfðar.

Rockerarmar
Allar gerðir “rockerarma” eru leyfðar.

Ventlagormar
Frjálst val er um ventlagorma, læsingar(retaners), og splitti.

Ventlalok
Frjáls val er á ventlalokum.
Eina krafan um ventlalok er að þau þétti og séu lekafrí.

Kambás:
Allar tegundir og gerðir af kambásum eru leyfðar.

Undirliftur:
Allar þær tegundir af undirliftum.

Tímagír:
Allar tegundir tímagíra leyfðar.


Sveifarás:
Allar tegundir og gerðir sveifarása leyfðar.

Stimpilstangir:
Allar gerðir af stimpilstöngum eru leyfðar.

Stimplar:
Allar gerðir simpla leyfðar.

Stimpilhringir:
Allar tegundir stimpilhringja leyfðar.
 

Olíudæla:
Nota má hvaða olíudælu sem er.
Utanáliggjandi olíudælur leyfðar, verða að vera drifnar af sveifarás.
“Dry sump” olíudælur og kerfi bönnuð.
Nota má hvaða olíu “pick up” sem er þar á meðal sveiflu “pick up”

Olíukerfi:
“Dry sump” olíukerfi bönnuð. Að öðru leyti má nota hvaða olíu kerfi sem er frá hvaða framleiðanda sem er.
Olíugöng í vélarblokkum og heddum má grafa út, pólera eða vinna á annan hátt. Nota má hindranir í olíugöng til að stýra olíuflæði frá heddum að sveifarás osf. Festa má net fyrir göt og op þar sem hætta er á að brotnir vélarhlutir gætu komist niður að sveifarás.
Allar breytingar á olíukerfi til að auka endingu véla eru leyfðar.


ELDSNEYTISKERFI

Soggrein:
Nota má hvaða soggrein sem er.
Nota má mest tvo fjögurra hólfa blöndunga (Predator = 4. hólfa blöndungur),
Eða 4 tveggja hólfa blöndunga.
Mekanískar innspýtingar eru leyfðar.
Forþjöppur bannaðar.
Nitro gas N2O bannað

Blöndungur:
Nota má hvaða blöndung(a) sem er.

Bensíndæla:
Aðeins ein bensíndæla.
Nota má bensindælur sem dæla meiri þrýsting og/eða magni.
Nota má dælur frá hvaða framleiðanda sem er.
Sveifarásknúnar bensíndælur (innspýtinga dælur) bannaðar.

Bensínleiðslur:
Bensín leiðslur skulu ekki vera sverari en 1/2”.
Ef skipt er um bensín lagnir verða nýju lagnirnar að vera úr samskonar efni og þær gömlu.
Mælt er með að bensín leiðslur séu varðar þar sem þær fara framhjá skiptingu kasthjóli/converter, viftuspaða og damper.
Sjá aðalreglur 1:5

Bensínsýur:
Frjást er að nota eins margar bensínsýur og hver vill eða enga. Stærð, lögun og tegund skiftir ekki máli.

Bensíntankur:
Bensíntankur verður að taka sam magn og original tankur.
Ef ökutæki er komið niður fyrir 11,99sek og/eða 120mph má nota “eldsneytissellu”

Lofthreinsari:
Lofthreinsari er aukahlutur og ráða menn hvort hann er notaður eða ekki.


Eldsneiti:
Aðeins bensín sem hægt er að kaupa af dælu á bensínstöð leyft.
Öll almenn bensínbætiefni leyfð.








KVEIKIKERFI:

Kveikja:
Hámark má nota eina kveikju, og skal hún vera annað hvort rafeinda eða platínu.
Magnetu kveikjur skulu vera tengdar við sviss (straumlás) ökutækis.
“Crank trygger” er bannað.
Útslátt og önnur hjápartæki má nota, þó ekki seinkara, biðbox eða önnur tæki sem hjálpa við brautarstart.
GM HEI kveikjur eru leyfðar enda teljast þær til rafeinda kveikju.
Ekki má breyta staðsettningu á kveikju frá original.

Háspennukefli:
Hvaða háspennukefli sem er má nota.

Þræðir:
Allir kertaþræðir orginal eða eftirframleiddir (aftermarked) eru leyfðir.

Kerti:
Allar tegundir kerta (gneistatappa)leyfðar.


ÚTBLÁSTURSKERFI

Flækjur:
Pústflækjur má setja í staðinn fyrir greinar.  
Safnari á pústflækjum (collector) má ekki vera lengri en 60cm.

Púströr:
Aukahlutur.

Hljóðkútar:
Allar tegundir hljóðkúta leyfðar.

GÍRKASSI

Gírkassi
Nota má hvaða beinskiptan fólksbílakassa sem er.
“Clutsh less” gírkassar bannaðir.

Skiftir:
Nota hvaða skiftir sem er.

Kúplingshús:
Sprengihelt kúplingshús samkvæmt staðli æskilegt, og skylda sé bíll kominn ni[ur í 11.99sek/120mph.
Ef notað er standard hús er æskilegt að gólf sé styrkt.
Sjá aðalreglur: 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

Kúpling:
Nota má hvaða kúplingu og kasthjól sem er.
Fjöldiska kúplingar eru þó bannaðar.
Æskilegt er að kúpling og kasthjól sé samkvæmt staðli. : 2:3, 2:5, 2:6, 2:10, skylda ef ökutæki er komið niður fyrir 11,99sek/120mph
Sjá aðalreglur: 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

Sjálfskipting:
Nota má hvaða sjálfskiptingu sem er.
Sjá aðalreglur: 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.


Converter:
Nota má hvaða “Converter” (vökvatengsl) sem er.
Sjá aðalreglur: 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

Hlífar:
Æskilegt er að hafa bæði kashjólshlíf og skiptingahlíf samkvæmt staðli, eða löglega mottu utan um skiptingu í keppni.
Skylda ef ökutæki er komið niður í 10,99sek/125mph
Sjá aðalreglur: 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.


DRIFRÁS:

Drifskaft:
Æskilegt er að Baula sé utan um drifskaft á öllum bílum í þessum flokki, og skal hún staðsett samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda og reglum KK.
Baula utan um drifskaft er skylda í öllum bílum sem fara hraðar en 12,99sek eða 100mílur og/eða eru á “slikkum”.
Sjá aðalreglur: 2:4.
(“Slikki”-“slikker”, er nýyrði í íslensku máli og finnst ekki í orðabókum (ca 40 ára gamallt), og er bein þýðing úr enska orðinu “dragslick” og/eða “drag race only tire”)

Hásing&Drif:
Frjálst val er á hásingum sem þýðir að setja má eina tegund af hásingu undir aðra tegund af bíl.
Nota má hvaða drifhlutfall sem er.
Læst drif leyfð. Þó er bannað að nota spólulæsingar, soðin eða steypt mismunadrif eru bönnuð.
Æskilegt er að notaðir séu sterkari öxlar og sterkari boltar fyrir felgur.



BÚKKAR & FJÖÐRUN:

Nota má hvaða fjörðunarkerfi sem er.
Staðsettningarpunktar fjöðrunarkerfis verða að vera þeir sömu og var frá verksmiðju  
Ekki má færa fjaðrafestingar eða breyta þeim á nokkurn hátt.
Breyta má stífleika fjaðra, gorma, vindustanga osf, bæta má blöðum í blaðfjaðrir eða fjarlægja eftir þörfum. einnig má míkja eða stífa gorma/vindustangir eftir þörfum.

Búkkar:
Allir venjulegir spyrnubúkkar leyfðir.
Ekki má klippa úr yfirbyggingu til að koma búkkum fyrir.
Sjá aðalreglur: 3:5.

Demparar:
Einn virkur dempari verður að vera á hvert fjaðrandi hjól.
Að öðruleiti er hlutfall dempar frjálst og notkunn gasdempara er leyfð.
Ekki má bora dempara eða tappa af þeim vökva eða gasi.

















YFIRBYGGING:

Yfirbyggingu má ekki breyta á nokkurn hátt frá upprunalegri útliti úr verksmiðju.
Allar léttingar og plast verða að vera með upprunalegt útlit, eina undantekning er húdd.
Nota má plast hluti séu þeir eins í útliti og original (á ekki við um húdd).
Nota má áfastar opnanir(scoop) á vélarhlíf.
Innribretti og hjólskálar verða að vera upprunalegar eða eins og upprunalegar og þá úr sömu efnum eins og upprunalega. Allar breytingar á hjólskálum og innribrettum bannaðar.
Undantekning frá þessu eru trefjaplast “roadster” yfirbyggingar (kit) sem eru skráð og á númerum og standast þyngdarmörk.

Innrétting:
Allir bílar verða að vera með fullri innréttingu
Gólfteppi verður að vera á öllu gólfi bíls eða eins og kom frá framleiðanda.
Skifta má út framstólum fyrir keppnisstóla sem þó þurfa að vera í original staðsettningu.
Taka má burt stokk milli framsæta eða hluta hans til að koma fyrir skifti.
Aftursæti má fjarlægja til að koma fyrir veltiboga. Ganga verður snyrtilega frá opinu sem myndast þegar hlutar innréttingar eru fjarlægðir.
Staðlaðir keppnisstólar eru skylda í öllum bílum sem fara niður fyrir 11,99sek og/eða 120mílna (200km) hraða.
Allir keppnisstólar skulu festir samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.

Belti:
Allir bílar verða að vera með amk þriggj punkta öryggisbelti.
Þeir bíla sem fara niður fyrir 11,99sek og/eða 120mílur skulu hafa 5 punkta keppnisbelti.


Veltigrind/búr:

Veltigrind er skylda í öllum bílum sem fara 11,99sek og/eða 120mílum (200km) eða betur. Veltibúr er skylda þegar bíll er kominn í 9,99sek og/eða 140mílur (225km) eða undir. Sjá aðalreglur 4:9 og 4:10.

Grind:
Allar breytingar á grind eru bannaðar. Þó er leyfilegt að styrkja grindur.

Stýri:
Bannað er að skifta frá orginalstýrisvél(snigill og sektor) og setja í staðinn tannstöng eða öfugt. Leyft er að skifta frá “power stýri yfir í “manual” og öfugt. Minnsta særð á stýrishjóli er 13” (34cm).
Á ekki við um “Kit”  bíla sem eru skráðir og á númerum.


DEKK & FELGUR:

Felgur:
Allar gerðir af felgum leyfðar. Felgur mega ekki vera minni en 13” og ekki stærri en 16”. Nema að það hafi verið original fáanlegt á viðkomandi bíl árgerð og gerð.
Hafa má hvaða breidd af felgum sem er. Þó mega þær ekki ná út fyrir yfirbyggingu.

Dekk:
Slikkar leyfðir, stærð þeirra má ekki vera meiri en 28” X 9”.
Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð.
Öll dekk verða að vera fyrir innan innri brún bretta.
Ofangreint gildir líka um framdekk.











ÖKUMAÐUR:

Ökumaður verður að sitja í original staðsettu ökumannssæti og vera með staðlaðan hjám á höfði.
Allir bílar sem fara undir 12,99sek og/eða 100mílum (160km) verða að hafa sæti með háu baki eða höfuðpúða.
Allir bílar sem fara undir 11,99sek og/eða 120mílur (200km) verða að vera með viðurkennda keppnisstóla, sem festir eru samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.
Tregbrennandi keppnisgalli æskilegur.
Tregbrennandi keppnisgalli samkvæmt staðli: SFI/Spec 3/2-A-1 skylda í öllum bílum á tímum undir 11,99sek og/eða 120 mílum (200km).
Tregbrennandi keppnisgalli samkvæmt staðli SFI/Spec 3/2-A-5 skylda í öllum bílum sem fara neðar en 9,99sek og/eða 150mílur.


LETUR:

Letur þar með taldar auglýsingar má setja í rúður ökutækis þó ekki þannig að hindri útsýni og skyggi á keppnismerkingar.

Styrktaraðilar:
Styrktaraðilar eru leyfðir.

159
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Breytingatillögur við GF flokk
« on: March 17, 2007, 23:44:30 »
Breytingatillögur frá Hálfdáni Sigurjónssyni, rauðmerkt dettur út, grænmerkt kemur inn.



ÚTBÚINN GÖTUBÍLAFLOKKUR



FLOKKALÝSING

Flokkur fyrir bíla sem geta talist hæfir til götuaksturs og ekið í almennri umferð, það er bílar með fulla yfirbyggingu og annað sem þarf til að aka megi þeim á götum. Breyta má nokkrum atriðum til að bíllinn henti betur til spyrnuaksturs, þó með þeim skilyrðum að hægt sé að breyta honum aftur með lítilli fyrirhöfn og færa hann til skoðunar á viðurkennda skoðunarstöð. Lágmarksþyngd í flokknum er 1300 kíló, með ökumanni á ráslínu. Bílar skulu auðkenndir með GF/ og númeri ökumanns. Bílar þurfa að vera á númerum, skoðaðir af löggiltri skoðunarstöð,tryggðir og skulu standast skoðun ef krafist er (fyrir utan dekk og púst).


FLOKKALÝSING:
Flokkur fyrir bíla sem geta talist hæfir til götuaksturs og ekið í almennri umferð.
Það er bílar með fulla yfirbyggingu og annað sem þarf til að aka megi þeim á götum.   Breyta má bílnum til að hann henti betur til spyrnuaksturs, þó með þeim skilyrðum að hægt sé að breyta honum aftur með lítilli fyrirhöfn og færa hann til skoðunar á viðurkennda skoðunarstöð.   Bílar í þessum flokki þurfa að vera á númerum.
Lágmarksþyngdir í flokknum eru:
Vélar  að 153cid/2,5L       950  kíló/2095 lbs með ökumanni á ráslínu.
Vélar 2,6L/159cid – 238cid/3,9L   1050kíló/2315 lbs með ökumanni á ráslínu.
Vélar 244cid/4L og yfir,       1200 kíló/2640 lbs með ökumanni á ráslínu.
Bílar skulu auðkenndir með GF/ og númeri ökumanns[/b].

MÁL OG STAÐLAR

VÉL:  1


VÉL:
Skal vera bílvél.   Ótakmörkuð tjúning leyfð, þar með talið nítró.

ÚTBLÁSTURSKERFI:
Opnar flækjur leyfðar.   Útblæstri skal beina frá vagni, dekkjum.

ELDSNEYTI:
Allt leyft þar með talið:  bensín, alkóhól, nítró og nítrómetan.

ELDSNEYTISKERFI:
Sérframleiddir og staðlaðir eldsneytistankar (sellur) skylda í öllum bílum þar sem upprunalegir eldsneytistankar eru ekki  notaðir.   Staðlaðar bensín “sellur” eru skylda í öllum bílum sem fara niður í 9,99sek 140mílur 225km eða neðar í tíma og/eða endahraða.   Sverleiki og fjöldi eldsneytisleiðsla er frjáls en þær verða allar að vera úr viðurkenndum málmrörum eða vírofnum eldsneytisslöngum.   Sjá aðalreglur 1:5.

VÖKVAYFIRFALL:
Skylda er að hafa vökvayfirfall og söfnunarkút tengdann því við kælikerfi á öllum bílum.   Minnsta stærð á söfnunarkút er ½ lítri.

FORÞJÖPPUR:
Kefla og/eða afgas forþjöppur eru leyfðar á öllumtegundum véla og eldsneytis í öllum bílum í þessum flokki.
Sjá aðalreglur:  1:12 og 1:13.



INNGJÖF:
Inngjöf skal stjórnast eingöngu af ökumann og eru öll hjálpartæki við hana hvort sem það eru tölvur, rafmagn, vökvi, loft, osf.   Stranglega bönnuð.
Sjá aðalreglur:  1:14.



DRIFRÁS:  2


TENGSLI, KASTHJÓL, KASTHJÓLSHLÍF.
Tengsli og kasthjól samkvæmt staðli SFI Spec 1.1.  skylda nema að um upprunalega hluti  eða sambærileg frá upprunalegum framleiðanda vélar sé að ræða.   Sprengihellt kúplingshús samkvæmt staðli SFI Spec 6.1  eða 6.2 skylda í öllum bílum sem nota kúplingu.   Sjá aðalreglur 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

DRIFSKAFT:
Baula utan um drifskaft skylda.   Sjá aðalreglur 2:4.

AFTURÁS:
Nota má hvaða afturás sem er.   Sérsmíðaðir öxlar æskilegir og skylda ef notaðar eru spólulæsingar.   Soðin/steypt mismunadrif bönnuð.   Öxulfestingar út við hjól æskilegar.

SJÁLFSKIFTING:
Frjálst val á sjálfskiftingum og vökvatengslum.

HLÍFÐARSKJÖLDUR FYRIR SJÁLFSKIFTINGAR:
Sprengihlíf á sjálfskiftingu skylda einnig má nota sprengimottu.   Sprengihlíf á “flexplötu” æskileg og skylda ef bíll er kominn niður í 9,99sek og/eða í 140mil 225km endahraða og/eða er með breyttan hvalbak.



BREMSUR OG FJÖÐRUN:



BREMSUR:
Vökvabremsur á öllum hjólum skylda.   Sjá aðalreglur 3:1.

STÝRI:
Aðeins venjuleg fjöldaframleidd stýri leyfð.   Minnasta þvermál Stýrishjóls er 13”(33,02cm).   Öll stýrishjólverða að standast skoðun hjá skoðunarstöð.

FJÖÐRUN:
Fjöðrun gerð fyrir bíla skylda. Minnst einn virkur höggdeyfir á hvert fjaðrandi hjól. Breyta má framfjöðrun frá orginal yfir í aftermarket SFI Proofed fyrir bifreiðina. Styrkingar á grind eru leyfðar
.

FJÖÐRUN:
Fjöðrun gerð fyrir bíla skylda.   Minnst einn virkur höggdeyfir á hvert fjaðrandi hjól.   Allar breytinga á framfjöðrun leyfðar.
Skipta má út gömlum grindarbitum fyrir nýa
.


SPYRNUBÚKKAR:
Allar tegundir af spyrnubúkkum leyfðar.   Sjá aðalreglur 3:5.


PRJÓNGRINDUR:
Prjóngrindur eru leyfðar en mega þó ekki vera með málmhjólum.    Sjá aðalreglur 3:6.




GRIND:   4



GRIND:
Verður að vera bílgrind og eiga við viðkomandi ökutæki. Breytingar eru aðeins leyfðar á aftur hluta grindar, nema styrkingar sem má setja hvar á grind sem er. Fyrir framan hvalbak má ekki breyta grind frá upprunalegu nema með styrkingum. Breyta má grind að aftan til að koma stærri dekkjum fyrir osf
…..


GRIND:
Verður að vera eins og bílgrind, og eiga við viðkomandi ökutæki.
Allar breytingar á grind leyfðar.
“Anti body swaybar” leyft
,



STUÐARAR:
Skifta má yfir í plast stuðara ef þeir hafa sama útlit og upprunalegir.


HÆÐ YFIR JÖRÐU:
Minnsta hæð frá jörðu má ekki vera minni en 3”(7,62cm) frá framenda bíls að punkti 12”(30,48cm) aftan við miðlínu framhjóla.   Síðan 2”(5,08cm) það sem eftir er.   Undanskilið er pústkerfi og olíupanna.

VELTIGRIND OG BÚR:
Veltigrind er skylda í öllum bílum semfara  11,99sek og/eða 120mílum (195km) eða betur.   Veltibúr er skylda þegar bíll er kominn í 10,99sek og/eða 140mílur (225km) eða undir.   Sjá aðalreglur 4:9 og 4:10.

BIL MILLI HJÓLA:
Bili milli fram og afturhjóla skal halda upprunalegu fyrir viðkomandi bíl, frávik er leyft 2” (5,08cm).










HJÓLBARÐAR OG FELGUR:   5



HJÓLBARÐAR:
Slikkar leyfðir.   Framdekk þurfa ekki að hafa DOT stimpil.   Sé svo verða framdekk að vera sérstaklega gerð fyrir spyrnuakstur.

FELGUR:
Allar gerðir af felgum fyrir bíla leyfðar, nema teina og mótorhjólafelgur.   Minnsta felgustærð er 13” nema að bíllinn hafi komið upprunalega á minni felgum og sé með upprunalega vél.






INNRÉTTING:   6



SÆTI:
Öll sæti skulu vera vel fest.   Bílar sem fara 11,99sek og/eða 120míl (160km) eða betur verða að hafa sæti með háu baki.   Bílar sem fara 9,99 og/eða 150mil (240km) eða betur verða að vera með keppnisstól.   Æskilegt  er að allir bílar séu með keppnisstóla.   Bæði framsæti verða að vera í bílnum.
Keppnisstóll er skylda þegar bíll er kominn niður í 11,99sek og/eða 120mph, og skal hann vera viðurkenndur og festur samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.

BODDÝSTÁL:
Allur málmur í ökumanns og farþega klefa verður að vera ál eða stál (járn).    Öll málmsmíði í ökumanns og farþegaklefa verður að vera upprunaleg eða eins og upprunaleg.   Allar breytingar og endurbætur á ökumanns og farþegaklefa verða að vera úr upprunalegum efnum.   Magnesíum bannað.

KLÆÐNING:
Mælaborð skal vera upprunalegt eða eins og upprunalegt og á upprunalegum stað.   Bæta má við mælum að vild.   Aftursæti má fjarlægja en loka verður snyrtilega gati því sem það skylur eftir sig.   Skylda er að hafa eldvegg úr amk. 0,8mm stáli eða úr 1,2mm áli, milli farþega og farangursrýmis ef aftursæti hefur verið fjarlægt.    Æskilegt er að gólfteppi séu ekki fjarlægð.   Breyta má hurðaspjöldum en þau verða að hylja amk sama flöt og upprunaleg.

GLUGGANET:
Glugganet er æskilegt í alla bíla en skylda ef bíll er kominn niður í 10,99sek og/eða 140mil (225km) hraða eða betur.   Sjá aðalreglur 6:3.




YFIRBYGGING:   7



YFIRBYGGING:
Upprunalegt útlit verður að haldast.   Þó má setja á brettakanta lækka topp osf.   Trefjaplast yfirbyggingar leyfðar.   Nota má plast bretti, vélarhlíf, hurðir eða heilar samstæður.   Rúðu upphalarar verða að virka í öllum hurðum.
Hliðarrúður sem eru opnanlegar verða að virka eins og upprunalega.

BRETTI:
Öll bretti skulu vera til staðar.   Nota má plast bretti eða samtæður svo framarlega að þær séu með sama útlit og upprunalegir hlutir.   Innribrettum að framan má breyta eða þau fjarlægja, þó ekki þar sem þau eru hluti fjöðrunarkerfis eða demparafestinga, nema að viðeigandi styrkingar komi í staðinn.   Hjólskálum að aftan má breyta að vild.



HVALBAKUR:
Hvalbakur skylda og skal vera upprunalegur eða líta eins út  og vera úr samskonar efnum með sömu efnisþykkt.   Hvalbakur verður að vera á upprunalegum stað.   Breyta má hvalbak vegna vélaskifta og verður það þá að vera gert úr sambærilegum efnum og upprunalega og skal hann líta út sem næst hinum upprunalega.   Vél má þó ekki staðsetja aftar en svo að fremsta kerti sé í miðlínu spindla.   Breyttur hvalbakur skal eftir sem áður uppfylla ofangreind skilyrði um efnisval.

GÓLF:
Upprunalegt gólf eða úr sambærilegum efnum skylda.   Bannað er að hækka gólf.   Lækka má gólf svo framarlega sem ekki er farið niður fyrir lágmarks hæð (sjá Grind:4.) og útsýni ökumanns raskast ekki.   Breyta má gólfi að aftan til að koma fyrir stærri dekkjum osf…   Öll nýsmíði verður að vera úr sömu efnum og upprunalegt var.
Öll nýsmíði verður að vera úr áli eða stáli
GÖTUBÚNAÐUR:
Öll ljós skulu vera virk.   Götubúnaður skal vera til staðar og vera virkur.   Sleppa má þurkum miðstöð og loftkælingu.

VÆNGIR OG VINDKLJÚFAR.
Leyfðir svo framarlega að þeir brjóti ekki regluna um lágmarks hæð frá jörðu.  

FRAMRÚÐA OG GLUGGAR:
Allar rúður verða að vera til staðar og úr upprunalegum efnum.  






RAFKERFI:   8


RAFGEYMAR:
Mest tveir rafgeymar leyfðir.   Mega vera sýru og/eða þurrgeymar.   Rafgeymar mega ekki vera staðsettir í ökumannsrými.
Rafgeymar mega vera staðsettir í ökumannsrými ef þeir eru í þar til gerðum boxum/kössum sem eru með SFI eða sambærilegum staðli.
Sjá aðalreglur 8:1, 8:4, 8:5.

TÖLVUR OG GAGNASÖFNUN:
Tölvur og önnur tæki sem afla gagna um viðkomandi ökutæki leyfð.   Þau mega hinns vegar ekki hafa nein áhrif á ræsingu, inngjöf, tengsli, “tranbrake” eða annað í bílnum sem hjálpar við stillingar eða ræsingu eða neitt það sem kann að hjápa eða hindra ökumann eða vélbúnað ökutækis í ferð.   Sjá aðalreglur 8:2.


BIÐBOX OG HJÁLPARTÆKI:
Leyfð.

KVEIKIKERFI
Öll kveikikerfi leyfileg nema tímastill kveikibox (stutter box), magnetu kveikjur bannaðar.

HÖFUÐROFI:
Höfuðrofi er skylda í öllum bílum.

AFTURLJÓS:
Allir bílar verða að hafa afturljós sem virka.

STUÐNINGSFLOKKUR:  9



DRÁTTARTÆKI:
Öll dráttartæki eru bönnuð.



ÖKUMAÐUR:  10


ARMÓLAR:
Leyfðar, sjá aðalreglur 10:3.

RÉTTINDI:
Gilt allmennt ökuskírteini skylda.

STAÐSETNING ÖKUMANNS:
Ökumaður skal staðsettur í ökumanns sæti sem fest er á þann stað sem gert var ráð fyrir frá framleiðanda viðkomndi ökutækis eða samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda þeirra keppnisstóla sem notaðir eru.

ÖRYGGISBELTI:
Þryggja punkta belti skylda í bílum að 11,99sek og/eða 120mil (190km). Bílar 11,99sek og/eða 120mil (190km)og undir, verða að hafa viðurkennd og stöðluð fimm punkta öryggisbelti þriggja tommu breið.

HJÁLMUR:
Skylda sjá aðalreglur 10:7.

HLÍFÐARFATNAÐUR :
Í öllum keppnisbílum er tregbrennandi fatnaður skylda,(ekkert nælon eða flís).
Í bílum sem fara undir 11,99sek og/eða 120mílur (190km), jakki og buxur, eða samfestingur samkvæmt staðli:  SFI Spec 3-2/A1 skylda.
Bílar 9,99sek og/eða 150mil (240km) og undir.   Jakki og buxur, eða samfestingur samkvæmt staðli SFI Spec 3-2A/5, skylda.

UPPHITUN:
Sjá aðalreglur 9:10.

160
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Breyingatillögur við SE flokk
« on: March 17, 2007, 23:42:58 »
Breytingatillögur frá Hálfdáni Sigurjónssyni, rauðmerkt dettur út, grænmerkt kemur inn.




GÖTUBÍLAFLOKKUR


FLOKKALÝSING


Flokkur fyrir bíla sem keyrðir eru á götum,með fulla skoðun og löglegir skv. Íslenskum lögum og tilbúnir til skoðunar í löglegri skoðunarstöð. Keppnistæki skulu auðkennd með: SE/ og númeri ökumanns. Eftirfarandi Þyngdartakmörk eru í flokknum:
Ökutæki með vélarstærð að 415cid, 1350kg (2970 lbs).
Ökutæki með vélarstærð yfir 415cid, 1550kg (3410 lbd).
Hámarks vélarstærð 515cid

Þyngd ökutækis að 399cid 1250kg.
Þyngd ökutækis að 499cid 1400kg.
Þyngd ökutækis að 560cid 1500kg
.
Allar þyngdir eru miðaðar við keppnistæki á ráslínu með ökumanni.
Ræsikerfi:   “Full tree”.


MÁL OG STAÐLAR

VÉL: 1

VÉL:
Skal vera bílvél.   Allar mekanískar tjúningar leyfðar nema forþjöppur.  
Skal vera bílvél. Allar mekanískar tjúnningar leyfðar nema takmörkun er á forþjöppum. Sjá forþjöppur.


ÚTBLÁSTURSKERFI:
Útblásturskerfi verður að vera til staðar í bílum í keppni samkvæmt reglum um gerð og búnað ökutækja á Íslandi.   Kerfið má ekki beinast að vagni eða dekkjum , og vera tilbúið til skoðunar hjá viðurkenndri skoðunar stöð hvenær sem þurfa þykir.   Hámarks sverleiki röra er 4”(10,16cm).

ELDSNEYTISKERFI:
Fjarlæga má upprunalegann eldsneytistank.   Ef það er gert verður að nota viðkennda eldsneytis sellu (fuel cell).   Og verður hún að vera loftræst út fyrir yfirbyggingu ökutækis.   Ef eldsneytis sella er notuð verður að gera eldvegg milli farangursrýmis og ökumannsklefa úr áli eða stáli.   Einnig verður rafgeymir sem staðsettur er hjá eldsneytissellu að vera í kassa og einangaraður frá selluni.   Leggja má nýar eldsneytisleðaslur og nota má þann sverleika sem þurfa þykir.   Ef eldsneytisleiðslur eru aðrar en upprunalegar skulu þær vera vírofnar eða úr málmi.   Gera má þró (sump) í eldsneytistank.   Sjá aðalreglur 1:5.

ELDSNEYTI:
Nítró gas N2O (glaðloft) og alkohól Bannað.

VÖKVAYFIRFALL:
Vökvayfirfalls tankur er skylda á öllum keppnisbílum og verður minnst að taka ½ lítra.   Sjá aðalreglur 1:7.



FORÞJÖPPUR:
Bannaðar.
Bannaðar nema að þær hafi komið á bílnum frá framleiðanda eða með samþykki hans frá umboði. Sé svo þarf viðkomandi forþjappa hvort sem um er að ræða kefla eða afgasforþjöppu að vera sömu gerðar og stærðar og sú upprunalega, en þarf ekki að vera frá sama framleiðanda.


INNGJÖF:
Skal stjórnast af ökumanni og má enginn búnaður hvorki rafmagns, loft, vökva eða annar hafa áhrif á stjórnun inngjafar.   Sjá aðalreglur 1:14.


DRIFRÁS: 2


TENGSLI, KASTJÓL & KASTJÓLSHLÍF:
Séu tengsli og kasthjól ekki upprunaleg eða frá upprunalegum framleiðanda, verða þau að vera samkvæmt staðli SFI Spec 1.1.   Æskilegt er að allir bílar noti sprengihelt kúplingshús, og er það skylda þegar um er að ræða bíla sem komnir eru niður fyrir 11,00sek og/eða á meira en 110 mílna endahraða 180km, og/eða eru með götuslikka.   Sprengiheld kúplingshús verað að vera eftir staðli SFI Spec 6.1. eða 6.2.

DRIFSKAFT:
Baula utan um drifskaft er æskileg á öllum bílum, en er skylda ef bílar eru komnir á meira en 100mílna 160km endahraða og/eða nota”soft compound” dekk.   Sjá aðalreglur 2:4.

AFTURÁS:
Nota má hvaða afturás sem er bur séð frá gerð og árgerð.   Æskilegt er að sérsmíðaðir öxlar séu notaðir.   Skilda að nota sérsmíðaða öxla ef spólulæsing (spool) er notuð.

SJÁLFSKIFTINGAR:
Allar sjálfskiftingar verða að nota vökvatengsli (converter).   Gírfjöldi og skiftiröð frjálst þó verða allar skiftingar að hafa fleiri en einn gír og virkann bakkgír.


SJÁLFSKIFTINGARHLÍF:
Sjálfskiftingarhlíf er æskileg á öllum bílum.   Hlífin er skylda í öllum bílum sem komnir eru niður fyrir 10,99sek og/eða 120mílur 200km í endahraða, eða nota “Powerglide sjálfskiftingar”.   Sjálfskiftihlíf verður að vera samkvæmt staðli SFI Spec 4.1.


BREMSUR OG FJÖÐRUN: 3

BREMSUR:
Vökvaknúnar bremsur á öllum hjólum skylda.   Sjá aðalreglur 3:1.

BALLEST:
Leyfð.   Sjá aðalreglur 4:2.

STÝRI:
Aðeins venjuleg fjöldaframleidd stýri leyfð.   Minnsta stærð á stýrishjóli er 13” (33,02cm).
Breyta má frá “power”stýri yfir í “manual” og öfugt.   Ef breytt er frá stýrisvél (snigill og sektor) yfir í tannstöng verður að nota tannstangarstýri sem gert er fyrir viðkomandi bíl, þyngd, stýrisgang og hjólbarða.



FJÖÐRUN:
Ekki má breyta frá fjaðrablöðum yfir í gorma eða vindustangir eða öfugt, þar sem það er ekki upprunalegt.   Breyta má stífleika fjöðrunar með því að taka úr blöð, gorma, vindustangir og setja mýkri/stífari samskonar í staðin.   Sambyggðir gormahöggdeyfar bannaðir nema að þeir hafi komið upprunalega í viðkomandi bíl.   Einn virkur höggdeyfir verður að vera á hvert fjaðrandi hjól amk.


SPYRNUBÚKKAR:
Spyrnubúkkar leyfðir.   Sjá aðalreglur 3:5.

PRJÓNGRINDUR:
Prjóngrindur leyfðar, þó ekki með málmhjólum.



GRIND: 4


BALLEST:
Ballest leyfð.   Sjá aðalreglur 4:2.

STUÐARAR:
Stuðarar upprunalegir eða eins og upprunalegir skylda.   Séu notaðir plast stuðarar skulu þeir líta út eins og upprunalegir

GRIND:
Grind skal vera upprunaleg eða eins og upprunaleg og þá úr eins efnum.   Styrkingar á grind leyfðar.   Tengja má grindarbita saman til að hindra að bíllinn snúi upp á sig.   Bannað er að breyta grind á nokkurn hátt.  Nota má “anti sway bar”.   Sjá aðalreglur 4:1, 4:4, 4:10.

HÆÐ FRÁ JÖRÐU:
Minnsta hæð frá jörðu er 3” (7,62cm) frá fremsta punkti bíls að punkti 12”(30.48cm) aftan við miðlínu framhjóla.   Síðan 2”(5,08cm) fyrir það sem eftir er af bílnum nema olíupanna og flækjur.

VELTIGRIND OG BÚR:
Allir bílar sem fara 11,99sek og/eða 120míl (195km) undir þurfa veltigrind.   Bílar sem fara 9,99sek og/eða 150míl (240km) og undir þurfa veltibúr.   Blæju og þaklausir bílar sem fara á undir 13,99sek þurfa veltigrind, og þurfa síðan veltibúr þegar þeir fara undir 12,99sek.   Sjá aðalreglur 4:10.



HJÓLBARÐAR OG FELGUR:  5


HJÓLBARÐAR:
Öll viðurkennd götudekk leyfð sem eru með lölegan stimpil það er DOT eða sambærilegan sem viðurkenndur er af skoðunarsöðvum og tæknimönnum KK.   Stærð dekkja má ekki vera meiri en 30 X 12,5.

FELGUR:
Allar gerðir af felgum leyfðar.   Minnsta stærð á felgum 13” nema að bíllinn hafi komið á minni felgum frá framleiðanda.



INNRÉTTING:  6


SÆTI:
Skifta má út sætum með lágu baki og bekkjum og setja í staðinn sæti með háu baki eða körfustóla, keppnisstóla, sérsmíðaðastóla.   Allir bílar sem fara á 11,99sek og/eða 120mílur (200km) eða betri tíma/hraða verða að vera með stóla með háu baki eða höfuðpúða.   Skylda er að nota keppnisstól í öllum bílum sem fara undir 10,99sek og/eða yfir 140mílum 200km í enda, æskilegt er samt sem áður að keppnisstólar séu notaðir í alla keppnisbíla.   Sæti má bólstar að vild.   Ekki má skera úr sætum til að lækka þau eða breyta þeim á annan hátt.   Öll sæti skulu vera til staðar í innréttingu bæði að framan og aftan.
Allir keppnisstólar verða að vera festir samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.

BODDÝSTÁL:
Allt í ökumanns og farþegarými verður að vera upprunalegt eða eins og upprunalegt og þá úr eins efni og framleiðandi notaði.   Það sama á við um ál.   Magnesíum er bannað.

KLÆÐNING:
Allir bílar skulu vera með fulla innréttingu í keppni.  













YFIRBYGGING:  7


YFIRBYGGING:
Allir bílar skulu vera með yfirbyggingu eins og þeir komu með úr verksmiðju og úr sömu efnum.   Trefjaplast vélarhlíf leyfð.   Trefjaplast bretti eru leyfð að framan.   Trefjaplast samstæður bannaðar.  
Bannað er að klippa úr yfirbyggingu hvort sem um er að ræða tvöföldun eða eitthvað annað.
Að öðru leyti en að framan verður yfirbygging að vera ú sömu efnum og komu frá viðkomandi framleiðanda.  

BRETTI:
Allir bílar verða að vera með samskonar bretti  og þeir komu með úr verksmiðju.   Innribretti verða að  upprunalega lögun og vera úr sömu efnum og original.   Ekki er leyft að klippa úr létta eða breyta innribrettum á nokkurn hátt nema til að koma fyrir pústflækjum og má þá ekki klippa meira en svo að brún brettis má ekki vera meira en 15mm frá ystu brún röra.   Bannað er að klippa úr eða breyta hjólskálum að aftan á nokkurn hátt, þær má þó styrkja.





GÓLF:
Upprunalegt gólf eða gólf sem lítur út sem upprunalegt og er úr samskonar efnum og upprunalegt skylda.   Sjá aðalreglur 7:6.


GÖTUAKSTURSBÚNAÐUR:
Allur götuakstursbúnaður sem skyldugur er skv.reglum um gerð og búnað ökutækja á Íslandi er skylda í keppni.   Meða götuakstursbúnaði er verið að tala um virkar þurrkur, miðstöð, rúðu upphalara, ljós, hurðalæsingar o.s.f.


RÚÐUR:
Allar rúður verða að vera úr gleri eins og upprunalega.   Allar rúður skulu annars vera úr öryggis gleri.



RAFKERFI:  8


RAFGEYMAR:
Mest tveir leyfðir.   Staðsettning frjáls, þó ekki inni í ökumanns eða farþegarými.   Nota má sýru og/eða þurrgeymi.  
Rafgeymi má ekki staðsetja inni í ökumannsrými nema að hann sé í SFI eða sambærilega viðurkenndum kassa.
Sjá aðalreglur 8:1.



TÖLVUR OG GAGNAÖFLUN:
Sjá aðalreglur 8:2.

KVEIKIKERFI:
Allar tegundir kveikikerfa leyfðar.   Þó má ekki nota tímastillt kveikibox (stutter box).   Ef notaðar eru Magnetukveikjur verða þær að vera tengdar þannig að bíllinn drepi á sér  þegar svissað er af honum með straumlás(sviss) eins og upprunalega er gert ráð fyrir.   Sjá aðalreglur 8:1, 8:4, 8:5.

HÖFUÐROFI:
Höfuðrofi á rafkerfi er æskilegur í öllum bílum og er skylda í bílum sem fara undir 11,99 og hraðar en 120mílur 195km.

AKSTURSLJÓS:
Allir bílar skulu vera útbúnir ökuljósum skv. Íslenskum lögum og eins og viðkomandi bíll kom með frá verksmiðju.









STUÐNINGSFLOKKUR:  9



DRÁTTARTÆKI:
Dráttartæki bönnuð.






ÖKUMAÐUR:  10




SKÍRTEINI OG RÉTTINDI:
Almenn ökuréttindi og gillt ökuskírteini skylda.

STAÐSETTNING ÖKUMANNS:
Ökumaður skal staðsettur í ökumannssæti sem þarf að vera á sama stað og upprunalega var gert ráð fyrir.


ÖRYGGISBELTI:
Þryggja punkta öryggisbelti skylda í öllum bílum.   Bílar sem eru komnir niður fyrir 11,99 eða 120mílur, 200km í endahraða verða að vera með viðurkennd fimm punkta belti 3” (7,62cm) breið.

HJÁLMUR:
Sjá Aðalreglur 10:7.




HLÍFÐARFÖT:
Hlífðarföt úr tregbrennandi efnum skylda.   Í bílum sem fara niður í 11,99sek og/eða 120mílur (200km), verða ökumenn að klæðast jakka og buxum, eða samfesting samkvæmt staðli SFI Spec 3-2/A1.   Þegar komið er neðar en 9,99 og í 150mílur verður ökumaður að vera í hlífðarfötum, jakka og buxum eða samfesting sem stenst staðal SFI Spec 3-2A/5.

UPPHITUN:
Sjá aðalreglur 9:10.

Pages: 1 ... 6 7 [8] 9 10 ... 44