PONTIAC TRANS AM WS6 árgerð 2002.
Þennan bíl eignaðist á vordögum árið 2010, hann er lítið ekinn og með mjög gott kram. Bíllinn var algjörlega orginal þegar ég eignaðist hann en það er hann ekki lengur. Ég byrjaði á því að hend í hann Paceseters LT flækjum ásamt 3" ORY-pípu, svo skellti ég undir hann öðrum felgum og lækkaði hann með BMR lækkunargormum sem gerðu hann töluvert skemmtilegri í akstri. Svo var það þegar langt var liðið á síðasa ár að farið var að safna að sér dóti í H/C project. Farið er í gegnum það ferli í máli og myndum hér að neðan
Svona leit bíllinn út þegar ég fékk hann í hendurnar.
Í dag lítur hann svona út, kominn á CRAY felgur, 17" x 9" að framan á 275/40 dekkjum og 18" x 10,5" að aftan á 315/30 dekkjum, er líka búinn að henda í hann BMR lækkunargormum, en aksturseiginleikarnir breyttust mikið og til hins betra.
En jæja, jólin komu snemma í ár, Ameríski jólasveinninn kom við hjá mér og afhenti mér þennann líka fína pakka
Þannig að það var ekkert annað að gera en að bakka græjunni inn í skúr og byrja að rífa.
Vatnskasinn og kondensirinn fyrir A/C-ið komnir úr ásamt loftinntaki og aðeins farið að bóla á mótornum.
Svolítið þröngt en hefst allt í rólegheitum
Kíkti aðeins í skúrinn í dag og náði að merja heddin af
þannig að nú get ég farið að FLY-CUT-a stimplana, náði einnig í heddin úr plönun (hækka þjöppu) í gær, þannig að þetta er smá saman að fæðast.
Jæja, viuð Bæzi tókum smá rispu í skúrnum í kvöld, LS1 smurdælan rifin úr en henni verður skipt út fyrir Melling high performance dælu, einnig var orginal knasturinn rifinn úr, og allt þrifið upp og gert klart fyrir nýja dótið
Búið að sjæna undir Torque Monster-in !
Bæzi að slíta orginal knastinn úr...
MS4 vs. Stock LS1
Mikil einbeitning í gangi
Aðeins verið að máta AFR 205 LSX Torque Monster heddin
Jæja, það hafðist á síðasta degi ársins, við Bæzi (Bæring) erum búnir að vera sveittir undanfarin kvöld í skúrnum, afraksturinn er jú sá að það er búið að gangsetja og malar hann eins og köttur. :thumleft:
Hér eru FLY CUT verkfærin komin í orginal heddið og klárt til að henda því á og byrja að skera.
Búið að teipa svo svarfið fari ekki þar sem það á ekki að vera.
Svo var heddinu skellt á og farið að FLY CUT-a.
Hér er búið að skera hægra megin, kom bara vel út.
Bæzi að taka gráðuna af eftir plönunina.
Og svo var klárað vinstra megin.
Þá var komið að því skemmtilega
MS4 knasturinn á leið í.
Allar undirlyfturnar teknar úr, þrifnar og yfirfarnar, þessi líka fína vinnuaðstaða.
Cometic .040" MLS heddpakkning og AFR 205 hedd
ARP heddstuddarnir, glittir líka í Melling olíudæluna.
Orðnir frekar spenntir....
Harland Sharp Adjustable rokkerarmarnir.
Hér er þetta nú farið að taka á sig smá mynd.
Alltaf jafn gott að komast að flækjuboltunum í F-body.
Á síðustu metrunum
Gaf honum smá slettu af 116 okt. Race Fuel svona af því að það eru jól.
Háspennukeflin tengd ásamt nýju MSD þráðunum.
Mappinu hlaðið inn með HP-uners.
Og þá var bara að setja græjuna í gang.
http://www.youtube.com/watch?v=aWGEGZqWwUMÞökk sé réttu græjunum þá malar hann eins og köttur eins og þið heyrið.
Ég kem svo til með að henda inn lista yfir breytingarnar við tækifæri