Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Topics - stulli

Pages: [1]
1
Eyðilegging LÍA á íslensku mótorsporti síðustu 15 ár

Það sem ég hef séð síðustu 18 ár er að á árunum 1987 -1993 var gríðalegur uppgangur í mótorsporti á Íslandi.

Það var alltaf fullt á allar keppnir sama hvað þær hétu.
Svo að maður spyr sjálfan sig: HVAR ER ALLUR ÞESSI KRAFTUR?
Ég man til dæmis á Hellu sumarið 1990, var talið að það hafi komið sexþúsund manns á þá keppni. Á rallýkross, sandspyrnu og kvartmílukeppnum var alltaf fullt af áhorfendum.
Hvar eru þessir áhorfendur? Þeir eru horfnir vegna þess að hvar sem þessir menn sem í forsvari hafa verið fyrir LÍA síðasta áratuginn hafa skilið eftir sig sviðna jörð.

En það sem ég hef séð frá  1993 til dagsins í dag, er að LÍA hefur
ekkert gert annað en að drepa niður mótorsport á Íslandi.
Þeir sem að hafa verið í forsvari fyrir glundroðunum í mótorsportinu eru: Óli forseti, Biggi, Bragi og Rabbi. Þessir menn hafa aldrei getað gert skil á bókhaldi LÍA til dæmis.

Hvers vegna féll úrskurður Héraðsdóms Gunnari Egilssyni í vil þegar LÍA setti hann í keppnisbann? Þar sem að LÍA telur sig vera að gera alla hluti rétta.

Eru menn búnir að gleyma þegar að LÍA tróð Mótorriti ehf. (KLÍA) upp á klúbba landsins og markmiðið átti að vera gríðarlega fínt. Klúbbarnir áttu að leggja fimmtíuþúsund krónur í stofnfé innan 2ja mánaða frá stofnfundi.

En gætið að því að ef klúbbunum líkaði þeta ekki þá mátti allt falla til fyrra horfs.

En viti menn, árið eftir var nokkrum klúbbum sem ekki huggnuðust þetta fyrirkomulag og vildu hverfa til fyrra horfs.
 
EN HVAÐ HALDIÐ ÞIÐ AÐ HAFI GERST?

Ég get sagt ykkur hvað gerðist.
LÍA veitti þessum klúbbum bara ekkert keppnisleyfi. Sem þýðir það að þeir hafa alræðisvald yfir öllu mótorsporti á Íslandi sem er með fjögur dekk eða fleiri!

Viljum við hafa mann sem að er búinn að sitja sem (Óli) forseti síðustu tuttugu árin þó að Garðar eigi að sitja sem forseti í dag að leyfa þeim að halda áfram að eyðileggja íslenskt mótorsport.

mig langaði segja ykkur að ég setti þessi skrif inn á Lía spjallið,
enn þeir hentu því út og sendu mér póst um það að ég ætti ekki að vera með svona bull.

málið er að ég og Gunni eigum fullar möppur af ýmsum gögnum sem sýna hvernig málum er hátað hjá Lía

Kveðja,

Stulli

Pages: [1]