Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Topics - bluetrash

Pages: 1 ... 5 6 [7]
121
Alls konar röfl / Camaro Z 28 1986
« on: November 23, 2008, 18:05:23 »
Hvað geta menn sagt mér um þennan bíl? Gaman væri að vita sögu hans, hvar hann hefur verið á landinu og hverjir hafa átt hann og hver gerði hvað. Bæði hvort það sé tjónasaga af honum og hvernig sprautusaga hann er, það er svoldið spes svona  :-k ehemm paintjob á bílnum núna...

Já alveg rétt hver missti sig með slípirokkinn eða hvað sem var notað og gerði gat í húddið? Af hverju voru púðarnir ekki lækkaðir frekar eða keypt plain húdd og það skemmt? Svoldið sad að sjá þetta húdd skemmt svona :-( En það er nú samt nokkurn veginn búið að redda því þökk sé Halla B..

Svo skildist mér að menn hafa átt erfitt með að láta vélarnar endast sem hafa veið settar í þennan bíl...

Ég veit ekki númer bílsins en hérna eru myndir af honum:




122
Alls konar röfl / sandspyrna 1977
« on: November 21, 2008, 01:18:27 »
Félagi minn að finna 8mm spólu í dóti frá pabba hans og alla vega ein spólan er merkt kvatmíluklúbburinn sandspyrna 1977 og við vorum aðeins að skoða filmuna og þetta virðist vera AWESOME tape pabbi hans Óli Þ. Óskarson á heiðurinn af þessu tape. Hann er sennilega einn af forsprökkum kvartmíluklúbbsins en við náum ekki í hann til að staðfesta það.. Gæti verið að það sé meira til vitum það ekki en það verður athugað..

Óskum eftir eldri félagsmönnum til þess að staðfesta það, þar sem Óli er erlendis og næst illa í hann...

Og viljum bara láta vita að við ætlum að umbreyta þessu 8mm í tölvutækt form og vonandi sýna þetta í framhaldi af því...

Við erum að tala um að við erum með gull í höndunum hérna fyrir íslenska menningu og sögu kvartmíluklúbbsins og við eigum pottþétt eftir að finna fleiri...

Fyrir frekari upplýsingar þá bara bjalliði á mig eða sendið mér PM..

Ég læt vita um leið og við finnum fleiri filmur...

Til að hjálpa mönnum til að muna kanski eftir Óla þá átti hann gula Chevelle SS 396 1970 árgerð. Hún á skilst mér að vera til ennþá einhverstaðar í Hafnarfirði....

Endilega kommentið á þetta og látið vita ef það er áhugi fyrir þessu.

Takk fyrir

123
Varahlutir Óskast Keyptir / Vantar 350 eða invols í 350
« on: November 20, 2008, 12:49:13 »
Mig vantar annað hvort góðan þá meina ég mjög góðan 350 mótor vil ekkert sem er undir 300hp
EÐA
NÝTT invols í 350 mótor, ef einhverjir eiga eitthvað til í bílskúrnum sem ekki er verið að nota og myndi duga í að gera upp góðan 350 mótor þá endilega senda póst á mig með upplýsingum og verði..

vantar líka flækjur fyrir 350 mótor
58cc hedd af 305


Vélin sem ég nota er gömul 197? úr willis alveg óslitin en þarfnast aðhalds.. Þannig að eg ætla að taka hana alveg í gegn A-Ö

124
Alls konar röfl / Gamlir húsbílar
« on: November 08, 2008, 18:37:46 »
Ég er að velta fyrir mér veit einhver hvar er hægt að nálgast GAMLA breytta Vana.. Þá Chevy, GMC, eða Dodge.. þá er ég að tala um sem eru eldri en 84 árgerð... ég er búinn að vera að skoða svoldið á netinu en bara finn ekkert.. er einhver sérstök síða til að leita sér að svona eða? Þá meina ég sér síða fyrir húsbílaeigendur..

125
Bílar Óskast Keyptir. / Honda civic 96-98
« on: October 15, 2008, 16:51:28 »
vantar Hondu Civic fyrir lítið.. má vera tjónabíll eða eitthvað biluð þess vegna... standa lengi skiptir engu...

126
Mótorhjól / Yamaha Big Wheel
« on: October 10, 2008, 14:01:10 »
Á einhver Yamaha big wheel sem er falt? Ég veit um eitt sem á að vera á djúpavogi ef einhver hefur einhverjar uppl senda pm til mín.. Ég er búinn að komast að því að 94-97.. á einhverjum þessara ára voru flutt inn 3 Yamaha Big Wheel hjól.. Og voru þau staðsett í landeyjunum.. ég á skilst mér eitt af þessum hjólum í dag en veit einhver hvað varð um hin 2? Eða hver það var sem flutti þau inn?

127
Hlekkir / Bensín í beinni
« on: October 02, 2008, 15:09:33 »
Ég veit ekki hvort það sé búið að pósta þessu hérna en mér finnst þetta sniðugt og fer mikið eftir þessu sjálfur.
Vonandi bara að aðrir njóti góðs af  :wink:

http://gsmbensin.is/gsmbensin_web.php

128
Alls konar röfl / kerru stolið!!! FUNDARLAUN... update!!!!
« on: September 29, 2008, 21:16:51 »
Update: Kerran fannst við esjumel í mosó búið að taka númeraplötuna af og eyðileggja ljósin aftan á henni... fannst við hliðina á orkuveituhúsinu held ég að þetta sé.. Alla vega þar var hún bakvið aðra kerru sem ég er með mynd af og mun setja hingað inn og ef einhver getur gefið mér uppl. um eigenda þeirra kerru væri mjög vel þegið því ég er nokkuð viss um að sá aðili viti hverjir voru að verki með bílakerruna..



Bílakerru var stolið frá Teiti Jónassyni á föstudagskvöldið...  :smt076
Það eru FUNDARLAUN í boði fyrir þann/þá sem geta gefið upplýsingar um staðsetningu kerrunar og hverjir voru að verki...
Því sá sem tók hana FÆR AÐ BORGA..  :twisted:
Þarna hurfu bara 600þús. Og það verður ekki tekið létt á leitinni að henni....  [-(





þetta eru einu myndirnar sem ég finn í fljótu bragði.... En kerran er með "sturtupall" og spili. eða réttara talíu..

uppl: 868-4798

129
Hlekkir / Jæja trukkarar
« on: September 24, 2008, 12:33:50 »
Þá er bara að fara að æfa sig og mæta svo með trukkinn í danskeppni.

http://www.youtube.com/watch?v=siDQVrf10Yo&feature=related

130
Alls konar röfl / Ekki treysta þessum
« on: September 12, 2008, 13:21:28 »
Ég lenti í því með ákveðinn aðila sem kallar sig hér "some1"

(http://www.kvartmila.is/smf/index.php?action=profile;u=3087)

að hann ætlaði að kaupa af mér Broncoll bíl, sem VAR með bilaða vatnsdælu... Við samþykktum kaupverð og ég bauðst til þess að skipta um vatnsdæluna fyrir hann... EF hann væri staðráðinn í að kaupa bílinn. Allir voru samþykkir og ég réðst í þetta vatnsdælumál (var að koma af 14 tíma vakt, btw) og lenti í smá veseni með þetta vantaði réttu verkfærin og eitthvað svona en ég kláraði dæmið á endanum.. Bíllinn VAR ekki á númerum heldur sem hann vissi af.

En já ég hringi og læt vita að bíllinn sé tilbúinn, þá segir hann að eða biður mig um að ná í númerin líka...

Ég sá ekki alveg tilgang með því þar sem ég væri að fara að selja honum bílinn og búið var að greiða geymslugjald fyrir númerin.
Eina sem hann þyrfti að gera væri að sýna afsalið fyrir því að hann hefði verið að kaupa bílinn, uppá umferðarstofu til að fá númerin. Reyndar líka sýna afsalið á sinni tryggingarstofu til að fá tryggingarnar í gang fyrir bílinn.

Ég sagði að ég væri nú ekki alveg að fara að nenna að vesenast í því líka þar sem ég er að vinna 14 tíma á dag og væri að fara á næturvakt og vildi bara fara að leggja mig OG að við værum búnir að samþykkja annað.
Þá segir hann bara að þetta gangi ekki upp..

Ég hugsaði bara hvað er hann að meina ég er búinn að lenda í heilmiklu brasi með þessa hel***is vatnsdælu og ætlar hann að hætta við...

Djö****inn.... Jæja ég sagði þá bara við hann: ef ég á að fara að brasast í því líka þá geturu alla vega borgað inná bílinn, svo ég sé nú viss um að þú ætlir að taka hann....

NEINEI þá hættir hann bara við allt saman. Ég vil líka taka framm að ég lét hann vita að bíllinn yrði tilbúinn fyrir hádegi.. Fékk sms tilbaka sem í stóð.. :Geggjað, þú lætur mig bara vita þegar þetta er tilbúið og við göngum frá þessu.

Ég eyddi gærkvöldinu í að rífa gömlu dæluna úr og svo morgninum í að redda mér réttum verkfærum í þetta, vantaði einn ákveðinn lykil og pakkningu.. Í þetta eyddi ég tíma og peningum BARA af því að hann var búinn að segjast ÆTLA að kaupa bílinn...

Þannig ef þið ætlið að stunda viðskipti við þennan ákveðna aðila þá skuluð þið fara hægt í það, þetta er greinilega ekki maður orða sinna...

Og það skiptir engu hvað sagt er við þessu því það afsakar ekkert svona hegðun....

Þetta er ekki eina skiptið sem ég hef lent í þessu...

Því ég lenti líka í þessu með Trooper sem ég var að selja, kallinn ætlaði að taka bílinn. Hringdi í mig og bað mig um að koma með hann. (hann var búinn að koma til mín og prófa bílinn). Ég sagði bara ekkert mál að redda því, bjó í enda mosfellsbæjar, keyri bílinn uppí Breiðholt átti að hitta manninn á select, ég hringdi sagðist vera kominn með bílinn. Hann sagðist bara vera rétt ókominn, svo kemur kallinn við spjöllum saman og ég fór og bað starfsmann selects að yfirfara bílinn með vatn og annað. Hann gerir það og svo sný ég mér við og er að henda olíubrúsa. Sný mér svo til baka þá er kallinn bara horfinn.. Ég hringdi í hann og þá segist hann vera hættur við. WTF

Eins með Trans Aminn sem ég þurfti að selja, þá hringir gaur og segist vilja fá bílinn kom og skoðaði hann og prófaði.. Líkaði vel... Segir við mig að hann fái útborgað eftir 3 daga hvort ég sé til í að halda bílnum fyrir hann, ég sagði að það væri ekkert mál... Svo hringir hann eftir 3 daga og spyr hvort bíllinn sé nokkuð seldur, ég neitaði því. Þá spyr hann hvort ég hafi tök á að koma bílnum til sín, því hann væri í einhverjum vandræðum að redda sér bíl með krók og eitthvað.. Ég sagði að það væri ekkert mál, fékk lánaða kerru hjá félaga mínum og er að fara gera allt klárt ætla að hringja í gaurinn og spyrja hvar þetta sé þá svarar ekki... ég beið í einhverja 2-3tíma þá fæ ég sms... Ég er hættur við...

Svo var það Mercury Cougar RX7 sem ég var líka með það kom einn að skoða hann og vildi endilega fá hann... Ég sagði að það væri ekkert mál hvernig hann vildi ganga frá þessu... Hann ætlaði rétt að stökkva heim og leggja bara inná mig.. Svo leið smá tími... Ég hringdi í hann, nei þá var hann hættur við...

Hvað er að!!!! Annað hvort ætlar fólk að kaupa bílinn eða ekki.. Af hverju að vera að sóa tímanum hjá öðrum + að maður vísar kanski öðru fólki frá... Ég meina ég svo sem pirra mig ekkert yfir að fólk komi að skoða og svo ekkert meir, en menn eiga ekki að segjast ætla gera eitthvað sem ekki er rétt...

131
Leit að bílum og eigendum þeirra. / chevrolet chevelle station '69
« on: September 09, 2008, 18:15:21 »
Veit einhver um þennan bíl? eða einhvern sambærilegan gamlan station... Alla veganna er þessi að heilla mig alveg rosalega...




Pages: 1 ... 5 6 [7]