Sælir félagar
Eins og Hálfdán segir þá átti Eddi þessa Novu. Hann var að vinna hjá Benna á árunum 84-87 að mér minnir . Þessi Nova fór best á 12.70 en kramið kom úr orange litaðri Novu með sílsapústurrörum sem að Eddi vafði utan um brúarstöpulinn á Elliðarárbrúnni .
Kramið úr þessari Novu kaupi ég svo þ.e 350 vél, 350 skiptingu og svo 10 bolta hásingu með 5.13 drifi árið 1986 . Færi ég þetta í 74 Venturana grænu sem ég átti sem var þá með slappa 307 sem að ég seldi svo honum Andrési ( Ramcharger hér á spjallinu ).
Venturan fór best 13.04 á mílunni 13.43 á götudekkjum. 1987 færi ég svo allt kramið yfir í 71 Camaro sem ég keypti af Fribba og náði best
12.98 ( Náði aldrei tímanum hans Edda
) og 13.50 á götudekkjum.
Vélin fór svo mikið breytt í 68 Camaroinn sem ég keypti síðan og átti best 10.39 á honum og svo fór vélin í Veguna sem Grétar Franks á núna og náði best 11.04 spólandi fyrstu 100 metrana í einu kvartmílukeppninni á honum. Náði svo 4.001 í sandinum.
Vona að menn hafi gaman af þessari lesningu um afdrif kramsins úr þessari Novu.
Stefán Björnsson