Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Hlolli

Pages: [1]
1
Quote from: "ÁmK Racing"
Þetta er einginn race bíll bara show off.Appelsínugulur með 427 big chevy með tunnel ram.Hann er többaður en það er ekkert búr eða neytt svoleiðis í honum,hann er meira að segja með power bremsur.Ég veit hver flutti hann inn en hann á hann ekki.Það er einhver í Höfuðborginni sem á þetta djásn.Hann er víst allt í lagi hefur maður heyrt hef ekki séð hann sjálfur.Kv Árni Kjartans


Jæja... Þú hlýtur að vera að tala um einhvern annan bíl því þessi er EKKI með power bremsur. Ég hef ekið honum sjálfur svo ég ætti að vita það.

Þetta er einstaklega fallegur bíll sem mikill stíll er yfir. Það er nákvæmlega ekkert aukadót í bílnum. Hann er ekki með power neitt. Hann er reyndar með útvarpi en ég skil ekki alveg tilganginn með því, hávaðinn í honum er svo mikill að það mætti vera mjög kraftmikið til að yfirgnæfa hann.

Ég skall ekki fullyrða hvað bíllinn er mörg hestöfl en ég keyrði bíl sem ég veit að er 400 hestöfl daginn eftir að ég keyrði þennan og sá var máttlaus í samanburði. Ég tek það fram að nítróið var ekki notað og ég hugsa að tilgangslaust sé að nota það þegar götudekk eru undir bílnum.

Þetta er að mínu mati einn fallegasti bíll á landinu og þótt víðar væri leitað. Allur frágangur er fyrsta flokks og allt er mjög smekklegt. Þetta er gullmoli sem vafalaust vekur aðdáun og öfund hvert sem hann fer, að minnsta kosti vöknuðu þær tilfinningar hjá mér þegar ég komst í návígi við hann.  :twisted:

Hvað fannst mér flottast við bílinn? Hljóðið auðvitað, það er alveg rosalegt.

Pages: [1]