Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Atli Þór

Pages: [1]
1
Aðstoð / Ford 351 W
« on: May 15, 2007, 14:58:26 »
Gott mál ef það er ekki nema kraftaverk sem mig vantar! :)

2
Aðstoð / Ford 351 W
« on: May 15, 2007, 13:05:36 »


Já ok á ég sem sagt að stilla kveikjuna þannig að hún verði alldrey fljótari en 42° með sogflítinum á 3000sn.  Er ekki til eithver gráða sem best er að stilla mótorinn á í lausagangi og svo stilla bara sogflítinn þannig að kveikjan verði aldrey fljótari en 42°?

Kv Atli.

Ps, hvað haldiði að það sé raunhæft að ná svona bíl niður í eyðslu.  Þetta er tiltörulega nýuppgerður mótor held ég og það er allt nýtt utaná honum.  Hann er í BroncoII á 33" dekkjum.   Það væri gott að vita þetta því þá getur maður aðeins vitað hvort hann sé meiriháttar vanstilltur eða ekki.  Hann er með 22l á 90kmhraða núna!

3
Aðstoð / Ford 351 W
« on: May 11, 2007, 12:16:58 »
Nei ég skoðaði ekkert um kveikjuna, ég keypti nýja hey kveikju af summit og tengdi inn á hana kveikjumagnara (MSD) sem var fyrir í bílnum.  Getur verið að það sé ekki rétt gert? Ég hefði giskað á að það hefði meiri áhrif er þetta væri ekki rétt tengt hjá mér.  Ég á líka eftir að prófa að stilla kveikjuflítinn.  

Á hvaða gráðu er best að stilla svona 351W mótor held að hann sé 74 árgerð og hvað er er eðlilegt að vacom kveikjuflítirinn flíti henni kikið?

Veit ekki hvort að það gefur vísbendingu um neistavandamál, en ég held að það sé neistahljóð í útvarpinu hjá mér, það er allavega ekki frá altanitornum.
Takk fyrir hjálpina
Kv Atli

4
Aðstoð / Ford 351 W
« on: May 11, 2007, 09:33:59 »
Ég er með vacumið í blöndunginn famantil hægrameginn undir hólfinu.  Samhvæmt manual af blöndungnum þá er það rétt held ég.  Það sem er svolítið skrítið er að þatta lýsir sér eins hvort sem ég nota þetta port eða þegar ég fer beint inn á soggrein.  Mótorinn fer að missa úr þegar ég held honum í 3000 sn kyrstæðum sama hvernig ég tengi þetta en svo lagast það ef ég tengi ekki vacum flítinn.

Með gruggkúluna þá var félagi minn í sömu vandræðum með eins blöndung.  En þegar hann skipti þá er kúlan alltaf full af bensíni, það getur kanski verið að þessi blöndungur geri þetta bara og Það sé eðlilegt þar sem að bíllinn virðist ekki vanta bensín.  Ég skil samt ekki hvaðan loftið kemur!

Ég kíkti á knastásinn þegar ég setti þennan mótor í og sá ekki að hann væri mikið slitinn en ég veit ekki með aksturinn á honum með þessum knastás, sem að ég held að sé bara venjulegur.

Finst ykkur líklegt að það sé hægt að stilla ventlabankið úr honum með því að herða aðeins á rocerörmunum eða er bara málið að skipta um undirliftur og knastás ef hann er að valda þessu?

Takk fyrir hjálpina.  Kv Atli

5
Aðstoð / Ford 351 W
« on: May 10, 2007, 10:51:34 »
Já ég er búinn að stilla hann á tima, man ekki alveg hvar ég endaði með hann en ég prófaði að hafa hann fljótan og seinan og allt þar á milli.

6
Aðstoð / Ford 351 W
« on: May 09, 2007, 17:21:55 »
Sælir félagar.
Ég var að setja 351 W mótor í bíl hjá mér, ég er með nýjan Holley 670 truck avenger blöndung, nýja hey kveikju, nýa bensíndælu og nýja þræði og kerti.  Ég er í vandræðum með ganginn í honum.  

1   Þegar ég er með vacum fítinn á kveikjunni tengdann í blöndunginn (fyrir ofan spjald) þá fer bíllinn að missa úr ef ég set hann í 3000sn í kirstöðu, þetta lagast ef ég tek flýrinn úr sambandi og loka gatinu.

2   Ég er með gruggkúlu (bensínsíu) rétt við blöndunginn og hún er alltaf að tæmast reglulega en samt er enginn munur á ganginum í bílnum hvort sem kúlan er full eða tóm.

3   Vélin tekur uppá því öðru hvoru að missa vacumið og þ.a.l dettur lausagangurinn niður og billinn gengur illi, svo lagast þetta bara af sjálfum sér.  Getur ventlavesen valdið svona vacum vandræðum?

4   Það er frekar mikið ventlabank þegar billinn fer í gang kaldur og svo heirir maður það aðeins þegar billinn er heitur.  Er hægt að stilla þetta úr honum eða er það bara að skipta um undirliftur?  Ég er búinn að prófa sjálfskiptivökva.

Ef eithver hefur hugmyndir um lausnir á þessum vandræðum þá eru tillögur vel þegnar! :)  Kv Atli

Pages: [1]