Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: SPRSNK on September 28, 2016, 23:28:46

Title: Keppnisdagatal 2017
Post by: SPRSNK on September 28, 2016, 23:28:46
Samþykkt keppnisdagatal fyrir árið 2017

07.05.2017   Sandspyrna - Íslandsmót
13.05.2017   Tímaat - Íslandsmót
20.05.2017   Kvartmíla - Íslandsmót
03.06.2017   Afmælishátíð
24.06.2017   Kvartmíla - Íslandsmót
30.06.2017   KOTS Áttungsmíla - Bikarmót
01.07.2017   KOTS Tímaat – Bikarmót/Íslandsmót
01.07.2017   KOTS Þrautaakstur - Bikarmót
01.07.2017   KOTS Kvartmíla - Bikarmót
15.07.2017   Götuspyrna - Íslandsmót
21.07.2017   Drift - Íslandsmót
22.07.2017   Sandspyrna - Íslandsmót
23.07.2017   Tímaat - Íslandsmót
12.08.2017   Kvartmíla - Íslandsmót
19.08.2017   Drift - Íslandsmót
20.08.2017   Kappakstur - Bikarmót
20.08.2017   Tímaat - Íslandsmót
27.08.2017   Þolaksturskeppni KK - Bikarmót
09.09.2017   Tímaat - Íslandsmót
16.09.2017   Kvartmíla Bikarmót - Metadagur
23.09.2017   Sandspyrna - Bikarmót
Title: Re: Keppnisdagatal 2017
Post by: lobo on November 20, 2016, 11:41:29


Hvenar er þessi fundur í nov ?

kv Nonni
Title: Re: Keppnisdagatal 2017
Post by: Jón Bjarni on November 20, 2016, 20:17:54
Akís fundurinn var 5 nóv og MSÍ fundurinn var í gær 19 nóv
Title: Re: Keppnisdagatal 2017
Post by: SPRSNK on November 23, 2016, 01:24:34
Keppnisdagatal KK fyrir árið 2017 hefur verið samþykkt af báðum sérsamböndunum - AKÍS og MSÍ.

Kvartmíluklúbburinn heldur keppnir í átta keppnisgreinum á árinu 2017.

Keppnir verða haldnar í kvartmílu, áttungsmílu, sandspyrnu, götuspyrnu, drifti, tímaati, þrautaakstri og kappakstri eða samtals 19 keppnisdaga.

Í kvartmílu verða haldin þrjú íslandsmót, í götuspyrnu verður haldið eitt íslandsmót og í sandspyrnu verða haldin tvö íslandsmót.

King of the Street verður haldið með sama sniði og s.l. sumar en þar verður keppt í fjórum greinum, kvartmílu, áttungsmílu, tímaati og þrautaakstri. Um er að ræða einstök bikarmót í hverri grein með stigameistara yfir heildina.

Tímaats keppnin í KOTS er jafnframt hluti af keppni til íslandsmeistara en alls verða fjórar keppnir til íslandsmeistara í þeirri grein.

Þá verða tvær keppnir til íslandsmeistara í drifti og til reynslu verður eitt bikarmót í kappakstri haldið.
 
Á afmælishátíð klúbbsins verður haldin tækjasýning og keyrðar sýningarferðir í sem flestum keppnisgreinum á akstursíþróttasvæði klúbbsins.

Fyrsta keppni ársins verður 29. apríl 2017 en þá verður haldið íslandsmóti í sandspyrnu.