Kvartmílan => Fréttir & Tilkynningar => Topic started by: SPRSNK on September 20, 2016, 01:03:22

Title: Félagsfundur 28. september
Post by: SPRSNK on September 20, 2016, 01:03:22
Keppnistímabilinu 2016 fer senn að ljúka og þá er tilvalið að halda fund til að fara yfir það helsta sem fór fram á keppnistímabilinu, hvað brennur á félagsmönnum, taka stöðuna og skipuleggja næsta ár.

 Miðvikudaginn 28. september 2016 verður haldinn fundur fyrir félagsmenn, keppendur og starfsfólk. Húsið opnar kl 20:00 og hefst fundurinn kl 20:30

 Tilgangurinn með fundinum er að fara yfir keppnistímabilið sem er að líða og einnig huga að æfingum og keppnishaldi á næsta ári.

 Það verður heitt á könnunni og eitthvað með því.

 Við vonum að sem flestir geti látið sjá sig.

https://www.facebook.com/events/196225500791942/
Title: Re: Félagsfundur 28. september
Post by: SPRSNK on September 28, 2016, 02:31:19
Minnum á félagsfundinn í félagsheimilinu miðvikudag 28. september 2016 kl. 20:00
Title: Re: Félagsfundur 28. september
Post by: SPRSNK on September 28, 2016, 23:43:19
Sjá meðf. glærur sem af fundinum í kvöld

Title: Re: Félagsfundur 28. september
Post by: SPRSNK on September 29, 2016, 09:53:48
Það var fjölmenni sem mætti á félagsfundinn og tók þátt í vöffluveislunni miklu.
Á fundinum var farið yfir starfsemi sumarsins og lögð drög að dagskrá á næsta ári, bæði fyrir æfingar og keppnir.
Klúbburinn þakkar þeim sem komu á fundinn