Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: asgeirov on August 31, 2014, 22:28:33

Title: Allison skipting GMC Sierra '2001
Post by: asgeirov on August 31, 2014, 22:28:33
Sælir.

Er með GMC Sierra 3500 '2001 - Duramax
Bíllinn er ekinn 185.000 km.

Skiptingin í honum hagar sér undarlega.

Við vissar aðstæður er eins og hann fari í neutral þrátt fyrir að vera í drive. Þetta gerist helst þegar hann skiptir sér úr 2. gír og í 1. gír.
Einnig finnst mér hún stundum skipta sér groddalega á milli gíra.

Búið að skipta um vökva, síu og nsbu rofann (park, neutral switch).


Einhverjar hugmyndir?
Title: Re: Allison skipting GMC Sierra '2001
Post by: baldur on September 01, 2014, 12:09:37
Tölvan setur skiptinguna í neutral ef það kemur upp villa, slip eða eitthvað álíka vesen. Best að tengja hann við tölvu og lesa hvað er í gangi.
Title: Re: Allison skipting GMC Sierra '2001
Post by: Hr.Cummins on September 02, 2014, 00:18:26
Ef að hún er að klikka.... þá mæli ég með þessu:

http://www.suncoastconverters.com/shop/category/gm/ (http://www.suncoastconverters.com/shop/category/gm/)
Title: Re: Allison skipting GMC Sierra '2001
Post by: Lindemann on September 04, 2014, 22:30:06
Talaðu við Ragnar í Vélum ehf, hann getur lesið af skiptingunni. Vélar ehf eru með allison umboðið.
Title: Re: Allison skipting GMC Sierra '2001
Post by: asgeirov on September 09, 2014, 21:51:52
Veit einhver hér nákvæmlega hvernig þetta TCM (Trans control module) system virkar?
Veit í grunninn hvernig þetta virkar en væri gott að skilja þetta betur.
Title: Re: Allison skipting GMC Sierra '2001
Post by: Heddportun on September 10, 2014, 00:08:08
Ertu búinn að fara yfir alla víra og jarðir?Allir ytri skynjarar í lagi,spacer sem er aftan á henni óbrotin ect..

Prufaðu að taka geyminn úr sambandi annars þarftu að setja hann í lestur til að sjá hvort þetta sé að virkja villukóða