Markaðurinn (Ekki fyrir fyrirtæki) => BÍLAR til sölu. => Topic started by: Durgur91 on July 11, 2013, 18:21:36

Title: "91 Volvo 480 Turbo
Post by: Durgur91 on July 11, 2013, 18:21:36
Volvo 480 Turbo
1991 (stutt í fornbílinn)
Svartur
Aflgjafi: Bensín
1721 cc - 120 hestöfl - 179 NM
ekki nema skráð 999 Kg en hef mælt hann í 930 á Kjalarnesi með fullan bensíntank og farangur fyrir viku á Akureyri og hann mokast alveg áfram
Skipting: Beinskipting
Ekinn 220.xxx km.
4 eigendur á Íslandi 1 í Hollandi (fluttur inn 2001)

Búnaður:

Leðursæti
5 gírar
Rafmagn í rúðum og speglum
Loftkæling
samlæsingar

Ástand:

Bíllinn var hliðartjónaður í fyrra og var "gróflega" viðgerður en við tjökkuðum póstinn og sílsinn aðeins út og skelltum nýjum hurðum á hann, hann er ekki skakkur (búið að mæla í bekk) en hurðarpósturinn fór aðeins inn og dró sílsinn aðeins upp, það var eftir að tengja spegilin bílstjóramegin.

Hurðaspjöldin eru döpur og það er smá rifa á bílstjórasætinu en hún er í saumnum þannig að það er þessvegna hægt að taka klæðinguna af og líma bót aftaná til að halda þessu saman.

Það var smá rifa á barkanum milli loftflæðiskynjara og túrbínu sem var teipuð en það er hægt að fá parta í þetta í haugum frá bæði UK og svíþjóð.

Hann er með breyttu pústi frá BJB (ársgamalt og kostaði 80þ.) sem er tvöfalt og djúpt grimmt hljóð en enginn hávaði.

Hann fekk endurskoðun á ytri öxulhosuna farþ. meginn en við skoðun kom í ljós að hjöruliðurinn var líka ónýtur og fylgja bæði með ss ný öxulhosa og liður úr umboði (kostaði 91þ.).

Heddið var tekið upp í 200þ. ventlasæti, fóðringar og pakkdósir.

Alls ekki mikið ryð minniháttar ryð aftast á báðum sílsum og smá á neðri vatnskassabitanum sem væri nóg að slípa burt, skella smá rust-stopper á og spalsa og mála.

Var búinn að fá tilboð í réttingu og spöslun uppá 100þ. og ætlaði mér að mála hann sjálfur en er með of mikið að volvoum og þarf að losa mig við hann.

Frekari upplýsingar:

Bíllinn selst einungis aðila sem ætlar sér að gera hann upp og mun fylgja kaupsamningur um það.

Skoða skipti og þá helst á bílum og er til í að setja með honum uppí dýrari "97 Carinu E sem er að detta í 200þ. km. og rann athugasemdalaust í gegnum skoðun 1. Júlí síðastliðinn, en ath. að ég er ekki orðinn 25 og get því ekki tekið yfir lán

Verð:
Litlar 150þ. Krónur, Turbo bílar sem eru í svipuðu ástandi bæði í svíþjóð og Þýskalandi eru að fara á 150-300þ. þannig að ég tel Þetta vera Mjög gott verð

Hafið samband í síma 843-0691 eða 773-8192 (nova), í pm eða í durgur91@gmail.com

verð í bænum á morgun og verð þar yfir helgina svo að ég get sýnt hann fram á sunnudag, bíllinn keyrir og stoppar án vandræða og ekkert mál að skella númerunum á hann en spurning ef það á að fara eitthvert á honum þyrfti að hafa með sér geymi því ég veit ekki hvort að geymirinn í honum er einnþá heill (samt verslaður síðasta sumar)

Myndir:  hér er ein rest er á l2c http://www.live2cruize.com/spjall/showthread.php/176943-quot-91-Volvo-480-Turbo (http://www.live2cruize.com/spjall/showthread.php/176943-quot-91-Volvo-480-Turbo) (nenni ekki að linka)

(http://i291.photobucket.com/albums/ll317/durgur91/DSC_0021_zps80441b66.jpg)
Title: Re: "91 Volvo 480 Turbo
Post by: Durgur91 on July 23, 2013, 21:36:31
upp
Title: Re: "91 Volvo 480 Turbo
Post by: Durgur91 on July 31, 2013, 16:32:54
upp... skoða allt
Title: Re: "91 Volvo 480 Turbo
Post by: Durgur91 on March 18, 2014, 22:12:46
upp með þennan skoða öll skipti
Title: Re: "91 Volvo 480 Turbo
Post by: Durgur91 on March 30, 2014, 09:29:25
upp
Title: Re: "91 Volvo 480 Turbo
Post by: Durgur91 on April 10, 2014, 19:23:33
upp skoða öll skipti á bílum