Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: binni kall on November 12, 2011, 15:15:46

Title: 727 skiftingar vandamál
Post by: binni kall on November 12, 2011, 15:15:46
sælir spjallverjar nú vantar mér upplýsingar frá ykkur sérfræðingunum en þetta vandamál lísir sér þannig að hann tekur ekki bakk en tekur drive en svo í n og p þá er eins og hann sé undir álagi og ef gefið er inn í n eða p þá vill hann fara áfram....? hvað er það sem gæti verið að

ég tók og mældi á skiftingu og það vantar soldið á hana en er það nóg til að hann láti svona?

með fyrir framm þakkir
kv.Brynjar
Title: Re: 727 skiftingar vandamál
Post by: KiddiJeep on November 12, 2011, 17:37:32
Já það er nóg, bættu á hana og sjáðu svo til hvernig hún virkar eftir það. Þefaðu samt fyrst af vökvanum til að kanna hvort hann sé brunninn.
Title: Re: 727 skiftingar vandamál
Post by: edsel on November 12, 2011, 19:00:11
getur líka verið að hann hafi verið rekinn í bakkgír á ferð, það þýðir annaðhvort ný skifting eða láta taka hana upp
Title: Re: 727 skiftingar vandamál
Post by: binni kall on November 12, 2011, 19:52:38
fór og setti vökva á hann áðann og enginn munur.  gat samt ekki fundið að vökvinn var brunninn
Title: Re: 727 skiftingar vandamál
Post by: haddi on November 12, 2011, 20:01:48
Svo kölluð áframkúpling er brunnin saman þannig að þegar sett er í bakk er hann í tveimur gírum og hreyfist því ekki.Skipting þarf yfirhalningu.
Title: Re: 727 skiftingar vandamál
Post by: binni kall on November 12, 2011, 20:04:30
takk fyrir þetta. þá er bara að finna aðra 727 eða skiftingu sem passar á 318
Title: Re: 727 skiftingar vandamál
Post by: Hr.Cummins on November 14, 2011, 23:38:53
haltu þig bara við 727.... ég þori að veðja að þú verður fljótt leiður á 318.... og ferð eflaust í 360 og dópar..... ekki að 318 geti ekki verið sprækur :)

og svo á vökvinn aldrei að vera svartur á sjálfskiptingum... bleikt / rautt... ef að það kemur ekki þannig vökvi af skiptingu.... stay away....
Title: Re: 727 skiftingar vandamál
Post by: kallispeed on November 15, 2011, 16:09:13
    dópar..... :mrgreen:
Title: Re: 727 skiftingar vandamál
Post by: Hr.Cummins on November 15, 2011, 16:22:20
    dópar..... :mrgreen:

:lol:
Title: Re: 727 skiftingar vandamál
Post by: binni kall on November 15, 2011, 16:32:55
málið er að þessi skifting er bara farinn og kemur önnur 727 ný uppgerð í staðinn og viktor ég skal taka þig smá rúnt á þessum þegar ég kemst suður í heimsókn og leifi þér að sjá að þessi 318 er bara tussu sprækur og er að verða sprækari

kv.Brynjar
Title: Re: 727 skiftingar vandamál
Post by: binni kall on November 15, 2011, 16:36:16
og gleimdi það var ekki dökkur litur á vökvanum það var bara svo mikið sem ekkert á henni