Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on June 15, 2010, 23:30:04

Title: 1968 GTX
Post by: Moli on June 15, 2010, 23:30:04
Nostalgía.. hver getur sagt okkur eitthvað um þennan?  8-)

Title: Re: 1968 GTX
Post by: Ramcharger on June 16, 2010, 06:01:08
Kem honum ekki fyrir mig, en hefurðu eigandaferilinn?
Title: Re: 1968 GTX
Post by: Moli on June 16, 2010, 07:01:00
nei, því miður.
Title: Re: 1968 GTX
Post by: Ramcharger on June 16, 2010, 07:52:50
Nei bara spá, ég er nefnilega úr Borgafyrðinum.
Title: Re: 1968 GTX
Post by: MoparFan on June 16, 2010, 10:49:58
Helv... er hann flottur !!! Alvöru upphækkun og allt.  Hvenær er myndin tekin??
Title: Re: 1968 GTX
Post by: Sigtryggur on June 16, 2010, 21:01:48
Á myndinni stendur bíllinn fyrir utan Bifreiðastillingu Smiðjuvegi 40 (beint á móti Goldfinger).
Title: Re: 1968 GTX
Post by: Charger R/T 440 on June 16, 2010, 23:36:34
Sælir.þessi 68 GtX er orginal 440 með 727 sk.orginal hvítur kom úr Ameríku hreppi fyrir 1980.kemur í tollinn með vélina í skottinu,skilst að eigandinn
hafi haldið að hann feingi lægri tolla svoleiðis,hann leisir hann ekki út,endar fyrir rest á uppboði,sá sem kaupir hann er einginn annar en Road Runner
fuglinn sjálfur S.Andersen.Sigurjón hirðir vél og sk,en selur bílinn afþví honum fanst bíllinn of mikill prammi.....hann sér eftir því enn í dag.
Bíllinn endar hjá manni sem heitir Árni í Kópavogi hann málar hann og setur í hann 273 vél,á hann í einnhvern tíma og selur svo fer svo á smá flakk,
endar svo á H númeri,eigandinn fer á vertíð til Vestmanneyja tekur bílinn með sér hann bilar þar og stendur í reiðuleisi frétti svo seinna að sá sem
næði í hann mætti nánast eiga hann,en einginn kom að ná í hann,var svo grafinn undir hraun fyrir rest.Sorglegt.Blessuð sé minning GTX.
Title: Re: 1968 GTX
Post by: Ramcharger on June 17, 2010, 11:17:08
Hrikalegt að vita af þessu.
 :smt088 :smt088 :smt088
Title: Re: 1968 GTX
Post by: Moli on June 17, 2010, 11:50:23
Sæll Gulli, leitt að heyra, virkilega flottir bílar!  8-)
Title: Re: 1968 GTX
Post by: patrik_i on June 17, 2010, 13:10:43
ömurlegt að einginn hafi tekið bílinn að sér, rosa flottur bíll..
Title: Re: 1968 GTX
Post by: Moli on June 17, 2010, 13:20:54
Ein mynd frá Hr. Roadrunner !  8-)

Title: Re: 1968 GTX
Post by: Diesel Power on June 29, 2010, 22:53:46
Gísli Sveins hirti úr honum hásinguna eftir að búið var að henda honum(á toppinn).Sú hásing endaði að ég held undir Camaronum hans Gísla(sama breidd og Camaro og betri hásing en GM setti nokkurtímann undir Camaro :lol: :lol: :lol:).
Title: Re: 1968 GTX
Post by: Charger R/T 440 on June 29, 2010, 23:51:53
Já seigðu,átta og þrír fjórðu.Sé að einn góður hér fyrir ofan kannast betur við Goldfinger en gamla Mopar gæðinga,
Vil nú frekar kannast við gamla mopar kagga en Geiraglennusúlukellingar á Goldfinger.Kv.Hreppa.G.
Title: Re: 1968 GTX
Post by: ilsig on June 30, 2010, 09:50:52
Gísli Sveins hirti úr honum hásinguna eftir að búið var að henda honum(á toppinn).Sú hásing endaði að ég held undir Camaronum hans Gísla(sama breidd og Camaro og betri hásing en GM setti nokkurtímann undir Camaro :lol: :lol: :lol:).
Hásing undir mínum Camaro,var keypt af Gulla af þáverandi eiganda(Rabbi) bílsins.
8 3/4 túban af þessum Roadrunner endaði hjá Óla á Kalarnesi.
742 Kökkullinn sem var ólæstur fékk Friðbörn Goergsson seinna

Kv.Gisli Sveinss.
Title: Re: 1968 GTX
Post by: Ramcharger on June 30, 2010, 14:02:12
Vantar alveg eigandaferilinn :-s
Title: Re: 1968 GTX
Post by: S.Andersen on June 30, 2010, 16:26:32
Sælir félagar.

Þetta er nokkuð rétt sem sagt er hér að ofan.Ég var búin að vera með mótorinn og skyptinguna úr þessum GTX í 
Roadrunnernum mínum í 20 ár og er hann að fara aftur í næsta vetur.

Kv.S.A.
Title: Re: 1968 GTX
Post by: Moli on June 30, 2010, 17:45:50
Vantar alveg eigandaferilinn :-s

Já, ég gerði mikið til þess að finna fastanúmerið eða VIN númerið en fann það ekki!
Title: Re: 1968 GTX
Post by: Ramcharger on June 30, 2010, 19:49:13
Vantar alveg eigandaferilinn :-s

Já, ég gerði mikið til þess að finna fastanúmerið eða VIN númerið en fann það ekki!

The mysteri mopar :-k