Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: 1966 Charger on February 12, 2010, 09:25:33

Title: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: 1966 Charger on February 12, 2010, 09:25:33
Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Kraftaverk.

Hvernig er hægt að auka virði AMC um helming?
Fylla tankinn.

Hvað kallast það ef AMC fer í gang í fyrsta starti?
Nýjung.

Hvernig er hægt að gera AMC flottari?
Leggja honum þar sem er fullt af Hyundai.

Hvar er stærsta rýmið í AMC?
Milli eyrnanna á eigandanum.
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: Kristján Skjóldal on February 12, 2010, 09:53:07
frændi ertu að reina að æssa Palla upp  :Dég held að Páll sé búinn að viðurkenna að AMC sé ekki málið :-" ég held að hann sé kominn á Chevy og sé glaður að nýju he he he  :lol: :lol: :lol:
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: jeepson on February 12, 2010, 14:13:55
Hvað kallaru chevrolet sem er ný runninn útúr verksmiðjuni??? En eitt skrapatólið.

Hvað stendur GM fyrir??? Getur Minna.

Hvað segiru ef þú sérð chevrolet vafinn utan um ljósastaur?? chevy á réttum stað.

Hvernig ferðu ílla með gott járn??? Býrð til chevrolet.

Hvar finnuru bílastæði sérmerkt chevrolet?? Á ruslahaugunum.

Verst að maður er að pæla í að fá sér einn letta
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: einarak on February 12, 2010, 18:44:40
Hvað kallaru chevrolet sem er ný runninn útúr verksmiðjuni??? En eitt skrapatólið.

Hvað stendur GM fyrir??? Getur Minna.

Hvað segiru ef þú sérð chevrolet vafinn utan um ljósastaur?? chevy á réttum stað.

Hvernig ferðu ílla með gott járn??? Býrð til chevrolet.

Hvar finnuru bílastæði sérmerkt chevrolet?? Á ruslahaugunum.

Verst að maður er að pæla í að fá sér einn letta


vá, samdiru þetta sjálfur?
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: trommarinn on February 12, 2010, 19:12:19
já einmitt haha  :D
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: Zaper on February 12, 2010, 19:29:38
"Hvernig er hægt að gera AMC flottari?
Leggja honum þar sem er fullt af Hyundai"

nei það virkar ekki einusinni.

(http://i234.photobucket.com/albums/ee161/datty_2007/skanna012.jpg)
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: íbbiM on February 12, 2010, 21:40:26
Hvað kallaru chevrolet sem er ný runninn útúr verksmiðjuni??? En eitt skrapatólið.

Hvað stendur GM fyrir??? Getur Minna.

Hvað segiru ef þú sérð chevrolet vafinn utan um ljósastaur?? chevy á réttum stað.

Hvernig ferðu ílla með gott járn??? Býrð til chevrolet.

Hvar finnuru bílastæði sérmerkt chevrolet?? Á ruslahaugunum.

Verst að maður er að pæla í að fá sér einn letta


kíktu á gunnar í krossinum, hann er að bjóðast til að afhomma fólk
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: Halli B on February 12, 2010, 21:57:50
"Hvernig er hægt að gera AMC flottari?
Leggja honum þar sem er fullt af Hyundai"

nei það virkar ekki einusinni.

(http://i234.photobucket.com/albums/ee161/datty_2007/skanna012.jpg)

hver þennan gæðing???
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: JHP on February 12, 2010, 22:03:40
Þú ert vonandi að tala um Hyundainn Halli  :roll:
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: jeepson on February 12, 2010, 23:58:21

kíktu á gunnar í krossinum, hann er að bjóðast til að afhomma fólk

Það er svo fyndið hvað þið gm menn verðið fúlir ef það er gert grín af þessu gm dóti. en nei ég þarf ekkert að af hommast neitt. Það er frekar að gm menn þurfi á því að halda að afhommast. Svo ætlist þið til þess að það sé í lagi að drulla yfir ford og amc. en það má ekkert segja um gm.
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: Zaper on February 13, 2010, 00:14:25
held að þetta hafi aðalega snúist um amatörlega sametningu á húmor :roll:
án þess að ég hafi náttúrulega hugmynd um það :^o
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: AlexanderH on February 13, 2010, 01:16:52
Finnst þetta fyndið þó ég sé mikið fyrir allar tegundir, verð að viðurkenna að AMC kemur síðast af GM, Ford og Mopar en samt sem áður eru til verulega eigulegir bílar frá AMC

(http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/8/89/1968_AMC_Javelin_base_model_red-NJ.jpg)
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: Serious on February 13, 2010, 18:09:37
Já þessir GM kallar verða alltaf heldur fúlir ef eitthvað er sett úta dótið þeirra.
Humm ein spurning hvers vegna er mest til af varhlutum í GM umfram aðra bíla,,,,,,,,,,,,,,,, það gæti hugsanlega verið að það sé af því að þetta dót er alltaf að bila , þannig að við ættum kanski að vorkenna þessum GM gaurum hehehe  :lol:
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: ADLER on February 13, 2010, 18:20:18
Já þessir GM kallar verða alltaf heldur fúlir ef eitthvað er sett úta dótið þeirra.
Humm ein spurning hvers vegna er mest til af varhlutum í GM umfram aðra bíla,,,,,,,,,,,,,,,, það gæti hugsanlega verið að það sé af því að þetta dót er alltaf að bila , þannig að við ættum kanski að vorkenna þessum GM gaurum hehehe  :lol:


 #-o

Er þá ekki hægt að segja að það sé svo lítið til af Ford varahlutum af því að það er svo mikil eftirspurn eftir þeim.

Háfviti ! :-$




Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: Serious on February 13, 2010, 18:41:03
Adler Ford bilar bara einu sinni ,,,,,, það er þegar hann kemur af færibandinu í verksmiðjunni .
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: KiddiÓlafs on February 13, 2010, 19:28:19


                  http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=48088.0

           
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: einarak on February 13, 2010, 20:21:57
Adler Ford bilar bara einu sinni ,,,,,, það er þegar hann kemur af færibandinu í verksmiðjunni .

shiii menn bara reyta af sér heimatilbúna brandara á heimsmælikvarða.
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: jeepson on February 13, 2010, 22:13:05
Það er líka alveg virkilega fyndið að sjá jafnvel hörðustu gm menn kasta skít yfir ford. svo eru þeir með 9" aftur hásingar undir camaro, firebird, transam eða oðrum gm sportbílum. Einfaldlega vegna þess að gm dóti þolir ekki djöfla gangin þegar er verið að spóla og svona. En þeim virðist oft vera mjög ílla við að viðurkenna að aka um með ford hásingu undir gm bílnum sínum :D
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: JHP on February 13, 2010, 22:22:05
Það er líka alveg virkilega fyndið að sjá jafnvel hörðustu gm menn kasta skít yfir ford. svo eru þeir með 9" aftur hásingar undir camaro, firebird, transam eða oðrum gm sportbílum. Einfaldlega vegna þess að gm dóti þolir ekki djöfla gangin þegar er verið að spóla og svona. En þeim virðist oft vera mjög ílla við að viðurkenna að aka um með ford hásingu undir gm bílnum sínum :D
Og afhverju skildi það vera  :lol:

Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: cecar on February 13, 2010, 23:28:58
Það er líka alveg virkilega fyndið að sjá jafnvel hörðustu gm menn kasta skít yfir ford. svo eru þeir með 9" aftur hásingar undir camaro, firebird, transam eða oðrum gm sportbílum. Einfaldlega vegna þess að gm dóti þolir ekki djöfla gangin þegar er verið að spóla og svona. En þeim virðist oft vera mjög ílla við að viðurkenna að aka um með ford hásingu undir gm bílnum sínum :D
Og afhverju skildi það vera  :lol:



Nonni minn þú ættir nú ekki að vera að setja út á Ford, ég þekki held ég fáa sem hafa ekið jafn mikið um á Ford og þú   :-"
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: JHP on February 14, 2010, 01:35:00
Það er líka alveg virkilega fyndið að sjá jafnvel hörðustu gm menn kasta skít yfir ford. svo eru þeir með 9" aftur hásingar undir camaro, firebird, transam eða oðrum gm sportbílum. Einfaldlega vegna þess að gm dóti þolir ekki djöfla gangin þegar er verið að spóla og svona. En þeim virðist oft vera mjög ílla við að viðurkenna að aka um með ford hásingu undir gm bílnum sínum :D
Og afhverju skildi það vera  :lol:



Nonni minn þú ættir nú ekki að vera að setja út á Ford, ég þekki held ég fáa sem hafa ekið jafn mikið um á Ford og þú   :-"
Sýnist að þú þurfir að fara að eignast fleiri vini frank minn  :shock:
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: jeepson on February 14, 2010, 01:53:52

Og afhverju skildi það vera  :lol:



Nú aðþví að þeir vilja ekki viðurkenna að ford sé betra :D
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: ADLER on February 14, 2010, 01:55:33
(http://forum.hecktrieb.de/hkwcf/images/smilies/smilie_b_093.gif)(http://www.amazing-animations.com/animations/carsford.gif)
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: Ravenwing on February 14, 2010, 07:56:34
Annaðhvort er svona svakaleg minnimáttarkennd í aðilum einsog Adler, eða þeir hreinlega eiga við virkileg andleg vandamál að stríða.

Afhverju er það að vissum mönnum finnst í fínasta lagi að drulla yfir eina tegund, td Ford en þegar eitthvað er skotið á þeirra uppáhalds tegund/merki þá missa þeir sig í sandkassaleik og yfirdrulli, kallandi menn hálfvita og annað í þeim dúr.

Er þetta virkilega þroskinn sem er í gangi hjá mönnum?
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: JHP on February 14, 2010, 11:10:21
Þetta er nú allt sama ruslið en Fordmenn eru bara svo viðkvæmir fyrir svona að það verður gaman að skjóta á þá  :lol:
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: ADLER on February 14, 2010, 12:44:12
Annaðhvort er svona svakaleg minnimáttarkennd í aðilum einsog Adler, eða þeir hreinlega eiga við virkileg andleg vandamál að stríða.

Afhverju er það að vissum mönnum finnst í fínasta lagi að drulla yfir eina tegund, td Ford en þegar eitthvað er skotið á þeirra uppáhalds tegund/merki þá missa þeir sig í sandkassaleik og yfirdrulli, kallandi menn hálfvita og annað í þeim dúr.

Er þetta virkilega þroskinn sem er í gangi hjá mönnum?

Ekki er það nú þroski eða andlegur styrkur sem sameinar menn hér.

Þessi skætingur Ford vs GM er alstaðar á öllum spjallborðum víðs vegar í veröldinni ég sjálfur hef nú gaman af þessu sérstaklega þegar að ford menn gefa færi á sér með misheppnuðum skíta skotum á GM menn.

Spurningin er hvort það sé í raun mælanlegur mismunur á  minnimátarkennd á milli þessara aðila.

Ég hef nú átt flestar tegundir bifreiða en GM stendur uppúr hjá mér hvað varðar aksturshæfni og áræðanleika.
En auðvitað er ekkert af þessum bílum sama hvað þeir heita gallalausir enda er þetta hannað meira og minna í USA.

Í augnabliknu þá á ég nú fleiri forda  :-" en GM bíla (kannski gerir það mig að hálfvita óaðvitandi) en það breitir ekki því að GM er betri tegund eða svo finnst mér.
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: stebbsi on February 14, 2010, 12:57:42
Ég hef aldrei skilið þetta með Ford vs. Gm. Að mínu mati hefur allt sína kosti og galla, og get ég ekki gert upp á milli. En hvað varðar útlit þá hef ég alltaf heillast mest í Mopar áttina, en langar samt í eitt af öllu  8-)
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: jeepson on February 14, 2010, 15:22:14
ford menn eru nú ekki þeir viðkvæmustu. mér fysnt nú gm menn vera ansi viðkvæmir. Annars er nú gaman að röfla yfir þessu svo lengi sem að menn fara ekki útí öfga með þetta. En við vitum öll að ford er betra en gm. það eru bara ekki allir sem vilja viðurkenna að ford sé betra :D
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: Serious on February 14, 2010, 15:26:02
(http://forum.hecktrieb.de/hkwcf/images/smilies/smilie_b_093.gif)(http://www.amazing-animations.com/animations/carsford.gif)



Adler sannaði eitt með þessu það er sama hvað skotið er á Ford það sér ekki á honum .  \:D/


Að auki svona til að menn viti það vinsælasti bíll allra tíma er Ford model T

I rest my case.
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: Dodge on February 15, 2010, 11:20:34
Þeir sem vilja sleppa við þetta fá sér bara mopar... það er fámennur og góður hópur í útrýmingarhættu
og því hafinn yfir öll svona skot.. :D
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: 1965 Chevy II on February 15, 2010, 12:27:53
Þeir sem vilja sleppa við þetta fá sér bara mopar... það er fámennur og góður hópur í útrýmingarhættu
og því hafinn yfir öll svona skot.. :D
Hér er ekki gert grín að vangefnum einstaklingum.
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: KiddiÓlafs on February 15, 2010, 13:30:15
Þeir sem vilja sleppa við þetta fá sér bara mopar... það er fámennur og góður hópur í útrýmingarhættu
og því hafinn yfir öll svona skot.. :D
Hér er ekki gert grín að vangefnum einstaklingum.
prrrrrrr tisss ..haha beint í mark
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: jeepson on February 15, 2010, 14:13:19
Það eru nú einmitt ford og mopar menn sem eru ekki vangefnir. ;)
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: AlexanderH on February 15, 2010, 16:00:02
Hvernig væri að útkljá þetta útá braut frekar en að vera hérna að koma með léleg skot eins og smákrakkar?
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: jeepson on February 15, 2010, 16:41:54
Hvernig væri að útkljá þetta útá braut frekar en að vera hérna að koma með léleg skot eins og smákrakkar?

Það myndi ekkert þýða. Það mun altaf verða þetta röfl og skítköst um tegundir á milli manna. En góð hugmynd samt.
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: 1965 Chevy II on February 15, 2010, 17:00:40
Drengir þið megið ekki taka þessu alvarlega,þetta er allt í góðu gríni gert,tegundapólitík og skot eru bara hluti af sportinu,
einhvernvegin verðum við að halda hita á okkur á köldum vetrardögum.
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: Serious on February 15, 2010, 21:12:12
Drengir þið megið ekki taka þessu alvarlega,þetta er allt í góðu gríni gert,tegundapólitík og skot eru bara hluti af sportinu,
einhvernvegin verðum við að halda hita á okkur á köldum vetrardögum.



Nákvæmlega ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, en GM kallar eru nú samt smá klikk ekki satt.  8-)
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: ADLER on February 16, 2010, 00:08:23
Ford Owners Recommend Dodge

For Old Retired Drunks

F**king Old Retarded Dudes

Annars er þetta alveg bráðfyndið MR.Serious Fordmaður(Jónatan Már Guðjónsson) með blogg og eina bílagreinin er um sjálfan Chevrolet  :mrgreen:

Hver var Chevrolet ?

http://jonnimar.blog.is/blog/jonnimar/entry/775007/
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: jeepson on February 16, 2010, 00:43:36
Drengir þið megið ekki taka þessu alvarlega,þetta er allt í góðu gríni gert,tegundapólitík og skot eru bara hluti af sportinu,
einhvernvegin verðum við að halda hita á okkur á köldum vetrardögum.

Ég ætla að vona að engin sé að móðgast eða taka þessu alvarlega:) en svo virðist nú samt oft verða.
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: Brynjar Nova on February 16, 2010, 01:15:50
Ford Owners Recommend Dodge

For Old Retired Drunks

F**king Old Retarded Dudes

Annars er þetta alveg bráðfyndið MR.Serious Fordmaður(Jónatan Már Guðjónsson) með blogg og eina bílagreinin er um sjálfan Chevrolet  :mrgreen:

Hver var Chevrolet ?

http://jonnimar.blog.is/blog/jonnimar/entry/775007/






 :lol:
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: GunniCamaro on February 16, 2010, 10:28:27
COME ON GUYS, þið eruð alveg kostulegir, ég er viss um það að Ragnar Chargereigandi sem stofnaði þennan þráð veltist um af hlátri yfir skítkastinu í ykkur, þið eruð eins og smástrákar í sandkassa sem kasta sandi í hvorn annan.
Staðreyndin er sú að það er löngu komið í ljós allir kostir og gallar við þessa bíla okkar, flestir eru þeir svipaðir, illa smíðaðir og einfaldir en auðvelt að breyta og bæta enda eru þetta eiginlega model í skalanum 1:1 sem er auðvelt að setja saman.
Það væri frekar að þið væruð gagnrýnir á bílana ykkar og segðuð frá kostum og göllum ykkar bíla sem þið hefðuð komist að.
Tökum sem dæmi 67 Camaro, gallar : afturfjöðrin var misheppnuð með demparana sömu megin og einblaðafjöðrun (sem er reyndar auðvelt að laga), leiðinlegir skiptar fyrir beinskiptu kassana og svo kom hann fram seint á 6. áratugnum, kostur : þar sem hann kom fram seint á áratugnum gátu hönnuðurnir lært af öðrum bílum sem höfðu verið í framleiðslu í nokkur ár og komið með nokkuð heilsteyptan bíl sem skýrir kannski vinsældir hans enn í dag.
jæja koma svo, Fordar, Moparkallar og AMC
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: Serious on February 16, 2010, 14:44:22
Serius Fordkall Nei held ekki ég á 1 GM og hef átt hann í ein 28 ár hef reindar átt flest frá Cadillac og uppí Trabant þannig mér er alveg sama hvað þetta heytir bara ef það gengur og keyrir.  :lol:
Title: Re: Hvað kallast AMC sem búið er að aka upp á hæð?
Post by: Serious on February 16, 2010, 15:43:54
Ford Owners Recommend Dodge

For Old Retired Drunks

F**king Old Retarded Dudes

Annars er þetta alveg bráðfyndið MR.Serious Fordmaður(Jónatan Már Guðjónsson) með blogg og eina bílagreinin er um sjálfan Chevrolet  :mrgreen:

Hver var Chevrolet ?

http://jonnimar.blog.is/blog/jonnimar/entry/775007/




Ó takk fyrir að minnast á blogg síðuna mína arrrrrrg jamm ég er með 1 grein þar sem ég fékk leifi til að byrta og já hún er um Chevrolet sjálfan , hitt er svo aftur vandinn að talvan sem var í notkun þá hrundi með öllum mínum gögnum og 7 eða 8 greinum sem voru mislangt komar á veg þar af 3 tilbúnar undir yfirlestur og byrtingu nokkra vikna vinna og nokkur gígabæt af efni í dvala sem vonandi tekst að endur heimta einhvertíman og þá byrtast greinar um Gm,Ford,AMC og Chrysler og væntanlega eitthvað fleyra.
p.s. Adler þú verður þá vonandi bara aðdáandi númer 1 ég tek það sæti frá fyrir þig  \:D/