Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: Jón Bjarni on August 25, 2009, 19:34:38

Title: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: Jón Bjarni on August 25, 2009, 19:34:38
Sælir Félagar Góðir

Nú er komið að sjöttu keppni sumarsins.
Þetta er 1/8 míla, hún fer fram Sunnudaginn 30. ágúst

ATH þetta eru þeir flokkar sem verða keyrðir í þessari keppni

Bílar
Það verður keyrt akureyrarflokkan svokallaða:
Eindrifsflokkar
4 cyl
6 cyl
8 cyl

4X4
Í þessum flokkum verður dekkjabúnaður að vera dot merktur, nema hjá FWD bílum þeir meiga vera á hverju sem er.

GF
OF

Einnig verður boðið upp á að keyra bracket flokk ef næg skráning næst

Hjól
799 cc og minna óbreytt
799 cc og minna breytt
800 cc og stærra óbreytt
800 cc og stærra breytt

Dagskrá:

9:30 – 11:00   Mæting Keppanda
10:00 – 10:45   Æfingarferðir
11:00      Pittur lokar
11:05      Fundur með keppendum
11:20      Tímatökur hefjast
13:20      Tímatökum lýkur
13:20 – 13:45   Hádegishlé
13:45      Keppendur Mættir við sýn tæki
14:00      Keppni Hefst
16:25      Keppni lýkur
16:55      Kærufrestur liðinn
17:00      Verðlaunaafhentng

Til að taka þátt þarftu að hafa:

Gilt ökuskírteni
Skoðaðan bíl
Hjálm
Vera meðlimur Akstursíþróttarklúbb innan ÍSÍ
Við mælum svo endilega með því að menn hafi samband við sín tryggingarfélög og fá að vita hvort þeir þurfa viðauka eða ekki
Þetta er á ábyrgð eiganda og keppanda

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt vinsamlegast sendu þá eftirfarandi upplýsingar á netfangið:

Flappinn@simnet.is

Nafn
Kennitala
Keppnistæki
Bílnúmer
Flokkur
GSM

Ég tek einnig á móti skráningum í einkapósti á kvartmíluspjallinu.
Nánari upplýsingar í síma 8473217, Jón Bjarni

SKRÁNINGU LÝKUR Fimmtudagskvöldið 27. Ágúst Á SLAGINU 00:00

þegar skráningu er lokið verður EKKI hægt að skipta um flokk nema að flokkurinn innihaldi aðeins einn keppanda.

Þeir sem eru ekki vissir í hvaða flokk þeir ætla að skrá sig í:

Það er leyfilegt að skrá sig án þess að tilgreina flokk.
Þá getur fólk mætt á æfinguna og ákveðið hvaða flokk það á heima í.
Það fær samt einginn að keyra á þessair æfingu nema að vera búinn að skrá sig og borga keppnisgjöld

Dagskrá keppninar verður birt síðar
Mæting er á milli 9:30 og 11.
Á slaginu 11 verður hliðinu lokað og þeir sem mæta eftir það verða ekki með.

ATH til keppanda.
Þeir sem mæta á keppnisæfinguna þurfa ekki að fylla út skráningarblaðið aftur.
ALLIR KEPPENDUR EIGA AÐ KOMA VIÐ Í FÉLAGSHEIMILINU OG FÁ DAGSKRÁ Á LAUGARDEGINUM ÁÐUR EN ÞEIR FARA NIÐUR Í PITT!!!!!!!!!!!

Til að flýta fyrir skráningu þá er gott ef menn geta komið með þetta skjal útfyllt.
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?action=dlattach;topic=42742.0;attach=44370 (http://www.kvartmila.is/smf/index.php?action=dlattach;topic=42742.0;attach=44370)

Æfing sem er aðeins ætluð keppendum verður haldin Föstudaginn 28. Ágúst
Æfingin byrjar upp úr 19:00
 
Keppnisgjöld verða að vera greidd fyrir Kl: 00:00 Fimmtudaginn 27. Ágúst
ATH.  Þetta er loka frestur á keppnisgjöldum nema eitthvað komi uppá hjá mönnum og þeir geta ómögulega greitt keppnisgjald á réttum tíma. 

Enginn fer niðrí pitt fyrr en keppnisgjöld hafa verið greidd

Einnig ætla ég að biðja sem flesta að reyna að millifæra keppnisgjöldin

Reikningsnúmerið er:
#1101-26-111199
Kennitala:
# 660990-1199

Keppnisgjaldið er 5000kr

KOMA MEÐ KVITTUN ÚR HEIMABANKA


Keppendur undir 18 ára aldri þurfa skriflegt leyfi frá foreldrum eða forráðamönnum

Ef það eru einhverjar spurningar þá er ykkur velkomið að hringja í síma 847-3217, Jón Bjarni
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: Jón Bjarni on August 27, 2009, 18:11:35
það eru 12 skráðir.

langar engum semsagt að prufa 1/8?
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: ingvarp on August 27, 2009, 19:30:48
voðalega er það slappt  :???:
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: gardar on August 27, 2009, 20:15:29
persónulega er ég meira fyrir 1/4.
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: bæzi on August 27, 2009, 20:37:56
persónulega er ég meira fyrir 1/4.



Það er ég nú líka, en hitt er líka mikið challenge... snýst meira um start/track og svo reaction....

bara gaman að taka endrum og einusinni 1/8 keppnir á pro tree.... \:D/

Ég er allavegana skráður í 8cyl

kv bæzi
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: bæzi on August 28, 2009, 10:51:27
Er enginn keppendalisti?????
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: Jón Bjarni on August 28, 2009, 11:58:03
hann kemur á eftir. En það eru 23 skráðir
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: Lolli DSM on August 28, 2009, 12:08:51
Ég væri til í að prófa á slikkum en þeir eru ekki komnir....
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: Jón Bjarni on August 28, 2009, 16:58:20
Keppendalistinn - Þar sem að það eru ekki það margir skráðir, þá er opið fyrir skráningar fram til 12 í kvöld.



Flokkur   Nafn    Tæki
8   Sigurjón Harðarson   chevrolet monza
8   Hilmar Björn Hróðmarsson   Chevrolet Corvette 1989
8   Bæring Jón Skarphéðinsson   Corvette Z06 2004

GF   Garðar Ólafsson   Plymouth Road Runner
GF   Garðar Þór Garðarsson   Pontiac Trans Am ´81

OF    Stefán Kjartan Kristjánsson    Dragster Altered
OF   Finnbjörn Kristjánsson   Volvo Krippa
OF   Leifur Rósinbergsson   ford pinto

4X4   Samúel Sindrason   Subaru Impreza RS
4X4   Marteinn Jason   impreza outback

Hippar   Húnbogi Jóhannsson Andersen   Harley Davidson VRSCA 2003
Hippar   Hlynur Hendriksson    Harley Davidson Road King

799 cc   Hafsteinn Eyland   Rottan / Honda CBR 600 F2
799 cc   Valborg elín júlíusdóttir   yamaha fazer 600cc
799 cc   Skúli Ásgeirsson   yamaha fazer 600cc

799 cc Breytt   Árni Páll Haraldsson   yamaha R6
799 cc breytt   Ólafur H Sigþórsson      Yamaha R6

800 cc   Guðjón Þór Þórarinsson   Kawasaki zx12R
800 cc   Þorgeir ólason   ducati 996s
800 cc   Stefán Þór Stefánsson   Honda Fierblade
800 cc   Reynir Reynisson   Yamaha R1
800 cc   Jón K Jacobsen   Yamaha R1 árg 2005

800 cc breytt   Björn B Steinarsson   Suzuki GSXR 1000 03
800 cc breytt   Axel Thorarensen Hraundal   Kawasaki ZX10-R 2007
800 cc breytt   Ólafur F Harðarson   Yamaha R1 ´07   
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: bæzi on August 28, 2009, 17:14:45
sælir, þetta er nú slappt......

En Boggi var búinn að skrá sig á RX8??????

kv Bæzi
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: Valli Djöfull on August 28, 2009, 17:26:46
Enginn 4 og enginn 6 cyl  :shock:
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: Jón Bjarni on August 28, 2009, 19:03:59
sælir, þetta er nú slappt......

En Boggi var búinn að skrá sig á RX8??????

kv Bæzi

það klikkaði eitthvað mailið hann er skráður
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: Axelth on August 29, 2009, 10:44:41
er hægt að sjá tímana frá æfinguni í gær ?
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: Kristján Skjóldal on August 29, 2009, 11:38:45
jáááá sællllllllllll Hilmar 4 play kominn aftur =D> =D> :D
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: Jón Bjarni on August 29, 2009, 16:34:29
Tímar

Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: bæzi on August 29, 2009, 17:52:18
Tímar



Er einhver breyting á keppendalistanum hér að ofan, bættust engvir við í gær....

Þetta er fámennt en góðmennt.... 8-)

kv bæzi
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: Jón Bjarni on August 29, 2009, 18:28:29
Tímar



Er einhver breyting á keppendalistanum hér að ofan, bættust engvir við í gær....

Þetta er fámennt en góðmennt.... 8-)

kv bæzi

það bættust eitthverjir við:

Flokkur   Nafn    Tæki   Merking
8   Sigurjón Harðarson   chevrolet monza   8 / 3
8   Hilmar Björn Hróðmarsson   Chevrolet Corvette 1989   8 / 4
8   Bæring Jón Skarphéðinsson   Corvette Z06 2004   8 / 5
8   Jón Borgar Loftsson   Mazda RX-8 2004   8 / 6
8   harry Þór Hólmgeirsson   1969 Chevrolet Camaro   8 / 69
8   Ingimundur Helgason   Ford Mustang Shelby GT500   8 / 2
         
6   Bergur Hjaltested   BMW M3   6 / 3
         
GF   Garðar Ólafsson   Plymouth Road Runner   GF / 6
GF   Garðar Þór Garðarsson   Pontiac Trans Am ´81   GF / 5
         
OF    Stefán Kjartan Kristjánsson    Dragster Altered   OF / 11
OF   Finnbjörn Kristjánsson   Volvo Krippa   OF / 4
OF   Leifur Rósinbergsson   ford pinto   OF / 1
         
4X4   Samúel Sindrason   Subaru Impreza RS   X / 11
4X4   Marteinn Jason   impreza outback   X / 12
         
Hippar   Húnbogi Jóhannsson Andersen   Harley Davidson VRSCA 2003   H / 43
Hippar   Hlynur Hendriksson    Harley Davidson Road King    H / 44
         
799 cc   Hafsteinn Eyland   Rottan / Honda CBR 600 F2   M / 67
799 cc   Valborg elín júlíusdóttir   yamaha fazer 600cc   M / 4
799 cc   Skúli Ásgeirsson   yamaha fazer 600cc   M / 5
799 cc   Þorgeir ólason   Honda 650 cc   M / 3
         
799 cc Breytt   Árni Páll Haraldsson   yamaha r6   MB / 46
799 cc Breytt   Ólafur H Sigþórsson      Yamaha R6   MB / 45
         
800 cc   Guðjón Þór Þórarinsson   Kawasaki zx12R   S / 6
800 cc   Stefán Þór Stefánsson   Honda Fierblade   S / 8
800 cc   Reynir Reynisson   Yamaha R1   S / 9
800 cc   Jón K Jacobsen   Yamaha R1 árg 2005   S / 10
         
800 cc breytt   Björn B Steinarsson   Suzuki GSXR 1000 03   SB / 26
800 cc breytt   Axel Thorarensen Hraundal   Kawasaki ZX10-R 2007   SB / 10
800 cc breytt   Ólafur F Harðarson   Yamaha R1 ´07      SB / 2
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: Gixxer1 on August 30, 2009, 00:08:52
Sælir
Ég sendi mail og skráði mig en er ekki á listanum!!

Björn Sigurbjörnsson
GSXR 1000 MOD 05 árg
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: Gixxer1 on August 30, 2009, 00:38:10
Hvar er hægt að sjá standandi met í þessum flokkum í 1/8 ??
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: ingvarp on August 30, 2009, 08:44:16
hringdu í Jón uppá skráninguna að gera 8473217  :wink:
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: bæzi on August 30, 2009, 20:16:48
Vil þakka Staffinu fyrir vel unnin störf að vanda......

Má segja að það hafi ræst úr þessum degi þ.a.s að mér fannst.
allavegana var 8 cyl flokkurinn skemmtilegur, vorum 6 skráðir, en þar sem Garðar (frá ak) á Transam 81  var einn mættur í Gf, var ann færður niður um flokk sem var bara gaman, vorum við þá komnir saman 7 í flokk.

Ég hélt áfram að bæta mig, fór best 7.28@97mph 1.63 60ft  :D og 1st sætið

Svo var að ég veit Boggi RX8 að slá persónuleg best þarna....
gaman að keppa við Harry á yenko mikill keppnismaður sá.....
Ingimar á gt500 , öflugur bíll´(á mikið mikið inni)
Gaman að hitta aftur Hilmar 4play uppá braut, mikill reynslubolti  =D>
og Sigurjón á Monzu, gaman af honum.

Veðri-ð lék við okkur, flottar aðstæður

Þakka bara fyrir mig

kv Bæzi
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: Lindemann on August 30, 2009, 20:47:55
ég þakka öllum fyrir góðan dag, eiginlega bara betri en ég átti von á þó það hafi ekkert verið rosalega margir keppendur.
hefði viljað sjá þennan fjölda af OF bílum í fleiri keppnum í sumar(helst fleiri samt).

ég hefði nú samt sem áður viljað sjá einhverja 4x4 bíla þarna, bara Sammi og Matti sem mættu.

en allavega, mjög skemmtileg keppni eins og allar hinar sem ég hef unnið á í sumar.
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: ingvarp on August 30, 2009, 21:07:18
þetta var flott keppni og mikið af myndum sem ég náði :)

ég vil þakka Guðna Agnari sérstaklega fyrir tipsin sem hann gaf mér  =D>

en varst þú í burnoutinu Lindemann ?

myndir koma inn í vikunni :)
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: Harry þór on August 30, 2009, 22:10:17
Takk fyrir góðan dag. Takk fyrir keppendur, hefði mátt ganga betur í dag en gengur bara betur næst. Allavega er þetta alveg ógeðslega gaman þótt maður sé bara í kringum 12. 1/8 er bara skemmtileg - mikið að gera.

Starfsfólk , Jón Bjarni - Addi - Bjarni Haukur - Jakob - Ingó - Valli - Geir og Elmar og sjoppugengið Davíð og Gummi og allir þeir sem ég gleymi TAKK FYRIR.

mbk Harry Þór
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: Jón Bjarni on August 30, 2009, 22:54:00
Takk fyrir góðan dag. Takk fyrir keppendur, hefði mátt ganga betur í dag en gengur bara betur næst. Allavega er þetta alveg ógeðslega gaman þótt maður sé bara í kringum 12. 1/8 er bara skemmtileg - mikið að gera.

Starfsfólk , Jón Bjarni - Addi - Bjarni Haukur - Jakob - Ingó - Valli - Geir og Elmar og sjoppugengið Davíð, Gummi, Lilja og Alexander og allir þeir sem ég gleymi TAKK FYRIR.

mbk Harry Þór

Bætti smá við

Ég þakka öllum keppendum og starfsfólki fyrir góðan dag.  Þetta var skemmtilegt að prufa 1/8.
Ég vona að veðrið leiki við okkur í september og við náum að halda eitt en mót áður en veturinn brestur á.

kv Jón Bjarni
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: 1965 Chevy II on August 30, 2009, 22:56:50
Takk fyrir góðan dag. Takk fyrir keppendur, hefði mátt ganga betur í dag en gengur bara betur næst. Allavega er þetta alveg ógeðslega gaman þótt maður sé bara í kringum 12. 1/8 er bara skemmtileg - mikið að gera.

Starfsfólk , Jón Bjarni - Addi - Bjarni Haukur - Jakob - Ingó - Valli - Geir og Elmar og sjoppugengið Davíð, Gummi, Lilja og Alexander og allir þeir sem ég gleymi TAKK FYRIR.

mbk Harry Þór

Bætti smá við

Ég þakka öllum keppendum og starfsfólki fyrir góðan dag.  Þetta var skemmtilegt að prufa 1/8.
Ég vona að veðrið leiki við okkur í september og við náum að halda eitt en mót áður en veturinn brestur á.

kv Jón Bjarni
X2  =D>
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: Kristján Skjóldal on August 31, 2009, 13:18:55
já hvað fór Leifur loks að skrúfa frá bláu flöskuni eða hvað 5,71  =D>:D :?:
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: SPRSNK on August 31, 2009, 13:42:01
Takk fyrir mig

góð æfing fyrir mig í startinu enda veitir ekki af :!:
Þakka öllum sem komu að starfinu og gerðu keppnina mögulega.
Vonandi verður hægt að keyra sem lengst fram á haustið ef veður leyfir.

Veturinn verður svo notaður til að bæta bílinn enn frekar..........
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: 1965 Chevy II on August 31, 2009, 16:02:53
já hvað fór Leifur loks að skrúfa frá bláu flöskuni eða hvað 5,71  =D>:D :?:
Já,byrjað smátt,150HP
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: ingvarp on August 31, 2009, 17:39:35
afhverju var burnoutið svona spes þarna SPRSNK ?

http://www.youtube.com/watch?v=1Ik3pMu-Tfs

og hvað þýðir einkanúmerið þitt  :?:

spyr sá sem ekkert veit  :neutral:
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: Kristján Skjóldal on August 31, 2009, 17:43:40
ef þú ert að tala um Mustang þá slær hann bara af akurat þegar hann er að ná smá reik
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: Saleen S351 on August 31, 2009, 17:59:09
afhverju var burnoutið svona spes þarna SPRSNK ?

http://www.youtube.com/watch?v=1Ik3pMu-Tfs

og hvað þýðir einkanúmerið þitt  :?:

spyr sá sem ekkert veit  :neutral:

SPRSNK=SuperSnake

Flottur GT500 hjá Ingimundi og hestaflatalan alltaf að aukast hjá honum 8-)
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: bæzi on August 31, 2009, 19:26:03
afhverju var burnoutið svona spes þarna SPRSNK ?

http://www.youtube.com/watch?v=1Ik3pMu-Tfs

og hvað þýðir einkanúmerið þitt  :?:

spyr sá sem ekkert veit  :neutral:

SPRSNK=SuperSnake

Flottur GT500 hjá Ingimundi og hestaflatalan alltaf að aukast hjá honum 8-)

Mikið öflugur bíll, vantar bara rétta gúmmíið...... :evil:
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: Haffman on August 31, 2009, 23:35:01
Verður úrslitum póstað inn frá þessari keppni
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: Geitungur on September 01, 2009, 00:20:09
Þakka öllu staffinu fyrir frábæran dag á míluni, 1/8 var skemmtileg tilbreiting, vonandi verður hægt að taka eina keppni með haustinu.
Title: Re: 1/8 keppni sunnudaginn 30 ágúst
Post by: Lindemann on September 01, 2009, 20:29:30
þetta var flott keppni og mikið af myndum sem ég náði :)

ég vil þakka Guðna Agnari sérstaklega fyrir tipsin sem hann gaf mér  =D>

en varst þú í burnoutinu Lindemann ?

myndir koma inn í vikunni :)

Já ég var í burnoutinu núna