Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: BB429 on February 09, 2009, 22:11:24

Title: Vélaverkstæði?
Post by: BB429 on February 09, 2009, 22:11:24
Sælir drengir,
Hvert á ég að fara með blokkina mína til að láta bora osfrv?  Hverjir eru bestir í dag?  Er að leita eftir 100% vinnu og er alveg til í að borga fyrir hana.
Biggi
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: Anton Ólafsson on February 09, 2009, 23:43:42
Sæll og blessaður.

Kistufell virðist allavegana ekki vera inn þessa dagana samanber þessum þræði
http://dragracing.is/phpBB3/viewtopic.php?f=3&t=393&sid=66266e912446d940da0caab7656ae016 (http://dragracing.is/phpBB3/viewtopic.php?f=3&t=393&sid=66266e912446d940da0caab7656ae016)
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: Kiddi on February 09, 2009, 23:46:57
Við feðgar höfum fengið mjög góða vinnu hjá Kistufelli í borun/hónun á blokkum, rennsli á sveifarásum, plönun o.fl.
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: BB429 on February 09, 2009, 23:59:18
Rakst einmitt á þennan þráð á dragracing.is og varð hræddur
Samt gott að heyra að þeir séu ekki alslæmir
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: Lindemann on February 10, 2009, 00:05:03
Það geta náttúrulega allir gert mistök, og manni ber skylda(aðallega gagnvart sjálfum sér) að gefa mönnum tækifæri á að bæta fyrir sín mistök.

Ég þekki ekkert til þarna hjá kistufelli en mér finnst nú hæpið að þeir bæti ekki fyrir það sem þeir gera vitlaust.
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: Ómar Firebird on February 10, 2009, 08:24:43
Ég hef farið með fullt af heddum til þeirra gegnum tíðina fyrir vinnuna sem ég er í og aldrei orðið var við slæma vinnu frá þeim,´
Svo hef ég látið þá vinna fyrir mig, bæði bora, renna og plana og allt verið í góðu lagi og mjög sangjarnt..
Það geta nátturulega allir gert mistök en það sem ég hef heirt af þeim þá hafa þeir alltaf verið opnir fyrir því að bæta fyrir það sem á þá kemur..
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: bluetrash on February 10, 2009, 15:53:15
ég veit um einn sem lét setja saman 350 fyrir sig hjá þeim í kistufelli og hún hefur aldrei virkað eðlilega.. Gengur bara á 6 og þegar hann fór til þeirra sögðu þeir við hann að hann yrði þá bara að borga meiri verkstæðistíma hjá þeim meðan þeir myndu laga þetta.. Ætluðu ekki að taka þetta á sig þrátt fyrir að þeir fengu allt nýtt í hendurnar tila að setja þetta saman.. Og það eru fleiri sem geta sagt sömu sögur af þeim..

En ég vil taka samt framm að mín persónulega reynsla af þeim var mjög góð.. Spurning hvort það sé bara einhver vitleysingur að vinna hjá þeim í dag. Því ég fór nú regulega með bíla til þeirra fyrir svona 4 árum síðan og fékk alltaf góða þjónustu.
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: BB429 on February 10, 2009, 20:24:52
Eru menn þá á því að Kistufell séu bestir, eða snerist þráðurinn bara upp í umræðu um þá.  Það hefur enginn minnst á Egil eða Vélaland.
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: baldur on February 10, 2009, 20:35:32
Ég hef látið gera alla vinnu fyrir mig hjá Agli, mest af því verið gott, einstaka hlutir verið lakari.
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: stebbsi on February 10, 2009, 20:56:13
Egill er málið.. gamla verkstæðið hans afa :D
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: Lindemann on February 10, 2009, 22:21:51
við förum með flest allt úr vinnunni til egils, og það kemur fín vinna frá þeim.
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: Brynjar Nova on February 10, 2009, 23:54:27
sælir
ég lét bora og plana 350 blokk hjá Agli
verulega flott vinna hjá þeim  =D>
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: 954 on February 11, 2009, 00:13:56
Kistufell eða Vélaland? Svipuð vinna, bara spurning um verð. Hvað Vv Egil varðar þá SENDA þeir allt undir 4,5" bori í Vélaland, amk var það þannig síðast þegar ég fór með blokk þangað.
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: stigurh on February 11, 2009, 08:20:02
Ég lét setja fóðringu í eina stimpilstöng hjá Agli, prúttaði í 10.000 í fyrra vetur. Keypti eina samskonar Crower stöng frá Summit á 10000 kr á sama tíma.
En þetta var fyrir kreppu.
stigurh
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: Svenni Devil Racing on February 11, 2009, 12:27:32
ég sendi þeim einu sinni 350 block sem ég reif í snatri og lét bora hana út hjá þeim og skifta um knástáslegur og átti að kosta 30 þús á sínum tíma en þegar ég fékk blockina var þetta komið í 45 þús og fyrir utan það þegar ég var komin með hana í standin hjá mér og var að byrgja að vinna í henni þá kom þaðí ljós að  hún frost sprungin

Svo þegar ég hrigndi og fór að kvarta yfir þessu að þeir skildu hafa ekkert tékka á blockini og verðinu var bara rífið kjaft og með stæla , ættla allavegana aldrei aftur að eiga í viðskiftum við svona kompaní
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: Einar Birgisson on February 11, 2009, 13:14:36
ég sendi þeim einu sinni 350 block sem ég reif í snatri og lét bora hana út hjá þeim og skifta um knástáslegur og átti að kosta 30 þús á sínum tíma en þegar ég fékk blockina var þetta komið í 45 þús og fyrir utan það þegar ég var komin með hana í standin hjá mér og var að byrgja að vinna í henni þá kom þaðí ljós að  hún frost sprungin

Svo þegar ég hrigndi og fór að kvarta yfir þessu að þeir skildu hafa ekkert tékka á blockini og verðinu var bara rífið kjaft og með stæla , ættla allavegana aldrei aftur að eiga í viðskiftum við svona kompaní

Þeim ?
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: Kiddicamaro on February 11, 2009, 13:26:58
já vélaverkstæðið þeir ehf upp á bíldshöfða :wink:
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: Björgvin Ólafsson on February 11, 2009, 13:32:26
Voru það ekki þeir sem áttu á sínum tíma útgerðina Menn með mönnum?

kv
Björgvin
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: Svenni Devil Racing on February 11, 2009, 19:25:10
ég sendi þeim einu sinni 350 block sem ég reif í snatri og lét bora hana út hjá þeim og skifta um knástáslegur og átti að kosta 30 þús á sínum tíma en þegar ég fékk blockina var þetta komið í 45 þús og fyrir utan það þegar ég var komin með hana í standin hjá mér og var að byrgja að vinna í henni þá kom þaðí ljós að  hún frost sprungin

Svo þegar ég hrigndi og fór að kvarta yfir þessu að þeir skildu hafa ekkert tékka á blockini og verðinu var bara rífið kjaft og með stæla , ættla allavegana aldrei aftur að eiga í viðskiftum við svona kompaní

Þeim ?

Fyrirgefiði en Þeim eru kistufell
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: gulligu on February 11, 2009, 21:23:06
Lenti í því nákvæmlega sama með kistufell fór með blokk í borun og plönun og þegar hún var komin í standin heima þá var hún frostsprungin en ætli að maður geti ekki bara kent sjálfum sér um það  :-(
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: Svenni Devil Racing on February 11, 2009, 23:00:23
Lenti í því nákvæmlega sama með kistufell fór með blokk í borun og plönun og þegar hún var komin í standin heima þá var hún frostsprungin en ætli að maður geti ekki bara kent sjálfum sér um það  :-(


Jú kannski en samt sama, er þeim svo virkilega sama um viðskiftavininn að þeir eru að vinna vinnuna sína bara til að græða á þeim en ekki til að fá gott orð um fagmensku og annað , gefur bara til kynna að þeim gæti ekki verið meira sama
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: eva racing on February 12, 2009, 11:14:52
Hæ.
  Þetta með ventlasætin hjá Magga er ekki gott...er einsog stýringin hafi farið skökk í og til að fá ventilinn til að þétta hafi þurft að skera sætið til dauðans.....
  ég lét bora 360 blokk hjá þeim "93 og hún gæti frostsprungið þá og þegar.

Kv.
Valur Vífilss.
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: Svenni Devil Racing on February 12, 2009, 12:29:17
Jú það er alveg rétt hjá þér valur auðvita fær maður bara það sem er borgað fyrir og maður biður um en er það ekki helvíti hart að þegar ég fæ blokkina þá blasir þessi sprunga alveg fyrir augunum á mér , þannig að þeir hljóta nú hafa séð hana , hefði fundist allt í lagi að þeir hefðu bara sleft að bora hana eða allavegana hringt í mig og sagt mér af þessu, fyrst að þetta blasti nú við mér þegar ég fékk hana ,

ég meina ég er að vinna á verkstæði og þegar maður er biðin um að gera við einhvern ákveðna hlut þá gerir maður það en ef ég sé líka ef það er eitthvað meir að því sem ég er að gera þá læt ég viðkomandi vita hvört að það borgi sig að gera við hlutin eða allavegana leyfi honnum að ráða því ,
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: íbbiM on February 12, 2009, 18:09:29
ég ætlaði að spra mér tíma einhverntíman og sendi þeim 4cyl vél úr nýlegum fólksbíl, fékk mjög fastmótaðar verðhugmyndir og átti að taka enga stund, ég beið 3-4 mánuði eftir vélini og reikningurinn var 240Þus hærri en síðasta upphæð sem ég hafði fengið, samt hringdi ég reglulega til að ath stöðuna á henni og verðið,

annars hef eg líka fengið góða þjónustu þar,
Title: Re: Vélaverkstæði?
Post by: kallispeed on February 12, 2009, 22:30:43
jamm leiðinlegt þeir og þeim bull , en ég hef oft skipt við kistufell og hef góða reynslu af þeim nema að vísu í sumar þá var ég að taka upp 63'' buick motor og keypti legurnar hjá þeim og fékk vitlausar herslur uppgefnar hjá þeim sem ég bað þá um að skrifa á pakkan af legunum , en það reddaðist hjá mér , fattaði það þegar ég tók á fyrsta boltanum að allt væri ekki með feldu .þeir geta verið svoldið dýrir en ég held að það sé ekkert fúsk þar á bæ .... :mrgreen: