Kvartmílan => Spyrnuspjall => Topic started by: 1965 Chevy II on October 20, 2008, 23:33:44

Title: Fundur með keppendum?
Post by: 1965 Chevy II on October 20, 2008, 23:33:44
Sælir,

Hefur stjórnin einhvern hug á að funda með keppendum um næstkomandi ár?

Það væri gaman að fá smá upplýsingar um hvað á að gera varðandi brautarmál ofl.
Title: Re: Fundur með keppendum?
Post by: Kristján F on December 06, 2008, 00:16:48
Sæll Frikki

Stjórnin mun eflaust halda fund og ræða það sem hægt verður að gera í brautarmálum.Eins og staðan er í dag þá er allt stopp og byrjuðum við að finna það snemma í sumar að það var meira á orði en borði í sambandi við að efna þá samninga sem sneru að uppbyggingu og framkvæmdum á svæðinu.Stjórnin er að vinna í að koma þessum framkvæmdum inn í fjárhagsáætlun hjá bænum.Og því miður þá er ekkert hægt að festa neina tímasetningar í sambandi við hvort og hvenær það gengur að koma okkar málum að.