Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: 1965 Chevy II on November 02, 2007, 21:11:06

Title: Keppnishald kvartmíluklúbbsins!
Post by: 1965 Chevy II on November 02, 2007, 21:11:06
Hugmynd:
Hvernig væri að fá mannskap til að sjá um keppnishaldið og æfingar og "Test'n Tune daga fyrir keppendur gegn gjaldi að sjálfsögðu og einnig
sjá um "Track Rentals" fyrir áhugasama en það er mikið stundað erlendis.

KK fengi félagsgjöld og keppnisgjöld en starfsmennirnir fengju aðgangseyrir,æfingagjöld og sjoppupening og leigupening af track rental's.

Með keppnishaldi á ég við kaup á trackbite og öllu sem tilheyrir.
Fá sponsora til liðs við sig ofl,endalausir möguleikar.

Þeir væru ábyrgir fyrir því að hafa þetta svæði sem mest opið og hefðu beinan hagnað af því að hafa sem mest opið og gætu gert það nokkuð gott á þessu.
Title: Keppnishald kvartmíluklúbbsins!
Post by: Kristján Skjóldal on November 02, 2007, 22:30:47
þetta er mjög góð hugmynd  :wink:
Title: Keppnishald kvartmíluklúbbsins!
Post by: Anton Ólafsson on November 02, 2007, 22:40:50
Þetta er jú ágæt hugmynd, en ef svona er gert skal fara mjög varlega í það því annars gæti það endað eins og klía dæmið,, þetta er jú sama hugmynd og KLÍA var á sínum tíma.
Title: Keppnishald kvartmíluklúbbsins!
Post by: firebird400 on November 04, 2007, 13:49:17
Er þetta þá orðið Keppnishald KK

Sem sagt KKK   :smt101
Title: Keppnishald kvartmíluklúbbsins!
Post by: Jón Þór Bjarnason on November 04, 2007, 14:06:56
Þetta yrði ekki samþykkt hjá mér þar sem félagsgjöld og keppnisgjöld er ekki svo mikill peningur. Það væri miklu meira vit að leigja brautina í hvert skipti og leigu takar hirtu allan ágóða. Gætu verið með sjoppu og selt inn, Það er fínn peningur sem kemur þarna inn.
Ef 400 manns koma á keppni og það er selt inn á kr 1.000.- þá er það ekki slæmt. Mjög margir versla í sjoppunni og það gæti skilað kr 100 þús í kassann á góðum degi.
Þannig að félagsgjöld + keppnisgjöld er ekki ásættanlegt að minni hálfu. En hugmyndin er góð.
Title: Keppnishald kvartmíluklúbbsins!
Post by: 1965 Chevy II on November 04, 2007, 18:34:22
Það má bara fínpússa þetta og hækka keppnis og félagsjöldin sem eru of lág hvort eð er.
X prósenta af tekjum vegna keppnishalds gæti líka runnið til KK.

Aðal málið er að keppnishaldarar sjái hag í að gera þetta vel,money talks....