Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: gaulzi on January 06, 2007, 21:26:35

Title: kk og shell
Post by: gaulzi on January 06, 2007, 21:26:35
jæja hvað segiði, er þetta gengið í gegn með bensínafsláttinn? og hvernig mun þetta ganga fyrir sig? hvar og hvenær get ég sótt skírteinið ef ég borgaði ársgjaldið í gær? :P
Title: kk og shell
Post by: Nóni on January 11, 2007, 22:43:34
Sæll, það er bara verið að vinna í þessu máli núna og verður vonandi tilkynnt á næstu dögum.


Kv. Nóni
Title: kk og shell
Post by: gaulzi on February 02, 2007, 20:10:43
eitthvað að ske? :)
Title: kk og shell
Post by: EinarV8 on February 13, 2007, 22:51:06
Quote from: "gaulzi"
eitthvað að ske? :)

???
Title: kk og shell
Post by: Nóni on February 15, 2007, 00:03:11
Allt að ske kæru félagar, afsakið hvað þetta hefur tekið langan tíma hjá stjórninni. Þeir sem voru með þetta á sinni könnu í shell voru erlendis og nú er þetta komið í þann farveg að menn þurfa að skrá sig hér á síðunni með ákveðnum upplýsingum inn á ákveðið form þannig að við getum sent áfram til shell og þeir svo búið til kort.  Verið er að útbúa formið svo að þetta verður vonandi klárt á næstu dögum.


Kv. Nóni
Title: kk og shell
Post by: Jónas Karl on February 15, 2007, 00:14:11
Hvað er verið að tala um mikin afslátt ?  :)
Title: kk og shell
Post by: Nóni on February 15, 2007, 19:18:06
Quote from: "JKJSRT-4"
Hvað er verið að tala um mikin afslátt ?  :)



10 króna afsláttur af öllu dælueldsneyti af hæsta verði, þ.e. 116 kr. í fullri þjónustu mínus 10 kr. og það gera 106 kr í fullri þjónustu.

Allt eldsneyti af dælu er með 10 kr. afslætti af verði í fullri þjónustu

V-power kostar 124,6 kr. af dælu, en með 10 kr. afslætti er verðið 114,60 kr.

Dísel kostar 117,5 kr. af dælu, en með 10 kr. afslætti er verðið 107,5 kr.


Sem sagt alveg sama hvort þú dælir eða lætur dæla þú færð alltaf sama góða verðið.

Einnig fá meðlimir 12% afslátt af vörum á bensínstöðvum.




Kv. Nóni
Title: kk og shell
Post by: ElliOfur on February 15, 2007, 19:28:49
Það er helvíti gott, pottþétt að ég nái mér í svona kort :)
Title: kk og shell
Post by: firebird400 on February 16, 2007, 16:19:23
Þetta er svo sætur díll að það er ekki einu sinni fyndið sko  8)   :D   :D
Title: kk og shell
Post by: cv 327 on February 23, 2007, 00:06:23
Sælir.
Kemur þessi afsláttur til með að virka á öllum Shell stöðvum? Líka í sveitinni? :o
Gunnar B.
Title: kk og shell
Post by: Valli Djöfull on February 23, 2007, 10:07:25
Hann ætti að virka á öllum Shellstöðvum og Orkunni :)
Title: kk og shell
Post by: Valli Djöfull on February 23, 2007, 10:08:02
Hér er umsóknareyðublaðið! (http://www.dog8me.com/phpform/use/afslattarform/form1.html)
Title: kk og shell
Post by: cv 327 on February 23, 2007, 11:37:43
Takk fyrir uppl.
Búinn að borga félagsgjaldið og fylla út umsókn. Hvað svo?
Gunnar B.
Title: kk og shell
Post by: Camaro 383 on February 25, 2007, 22:09:18
Quote from: "ValliFudd"
Hann ætti að virka á öllum Shellstöðvum og Orkunni :)


En orku stöðvar eru án þjónustu, fáum við ódýra bensínið þar á þessum 10 kr- prís?
Title: kk og shell
Post by: Nóni on February 26, 2007, 00:08:58
Quote from: "Nova 383"
Quote from: "ValliFudd"
Hann ætti að virka á öllum Shellstöðvum og Orkunni :)


En orku stöðvar eru án þjónustu, fáum við ódýra bensínið þar á þessum 10 kr- prís?



NEI..........alltaf sama verð, sama hvar þú dælir. Hæsta gildandi verð mínus tíkall.


Nóni
Title: kk og shell
Post by: ElliOfur on March 01, 2007, 21:24:55
Fær maður kortið heimsent eða sækir maður það einhvert?
Title: kk og shell
Post by: Valli Djöfull on March 02, 2007, 15:27:52
Quote from: "ElliOfur"
Fær maður kortið heimsent eða sækir maður það einhvert?

Var að tala við þá og þið fáið kortin hver og einn í ábyrgðarpósti :)
Title: kk og shell
Post by: Valli Djöfull on March 02, 2007, 15:38:21
OG af gefnu tilefni langar mig að minnast á það að þetta gildir fyrir þá sem hafa greitt meðlimagjöldin og eru þar af leiðandi orðnir "meðlimir" klúbbsins  :wink:

Svo endilega þeir sem hafa greitt, skrá sig, got nothing to loose :)

Og þeir sem hafa skráð sig þurfa að drífa sig í heimabankann.. nokkrir ógreiddir en hafa skráð sig :)
Title: kk og shell
Post by: gaulzi on March 02, 2007, 19:27:27
eitthvað vitað hvenær þetta á að koma inn um bréfalúguna? :)
Title: kk og shell
Post by: Valli Djöfull on March 02, 2007, 21:35:46
Quote from: "gaulzi"
eitthvað vitað hvenær þetta á að koma inn um bréfalúguna? :)
Ég myndi skjóta á næstu viku  :wink:
Title: kk og shell
Post by: EinarV8 on March 03, 2007, 01:07:37
en eru einhverjar shell stöðvar sem selja 98oct??
Title: kk og shell
Post by: Valli Djöfull on March 03, 2007, 01:22:01
Quote from: "EinarV8"
en eru einhverjar shell stöðvar sem selja 98oct??

Er það ekki selt allsstaðar?  :oops:
Title: kk og shell
Post by: Racer on March 03, 2007, 11:32:12
ekki allstaðar.. sumar stöðvar á landsbyggð hafa ekki 98 og maður hefur meira segja séð þær án hér í bænum.
Title: kk og shell
Post by: firebird400 on March 03, 2007, 13:27:01
Shell selja t.d. 100LL Avgas  :twisted:

Og það af dælu

En það er annað sem ég sé gott við þetta.

Vonandi verður þetta til þess að það fréttist að það sé hægt að fá þennann díl með því að ganga í klúbbinn og fyrir vikið gæti meðlimafjöldi klúbbsins aukist enn fremur.

Það var sett met í meðlima fjölda á seinasta tímabili og vonandi getum við bara bætt það enn frekar.

Endilega látið fólk vita, um að gera að skrá krakkana, og mömmu og pabba svo þau geti líka nýtt sér afsláttarkjörin  :D

Og svo mun það eflaust liðka fyrir frekari stuðningi ef það er vel tekið í þetta hjá okkur.
Title: kk og shell
Post by: ElliOfur on March 12, 2007, 18:29:00
Er (s)hell eitthvað að koxa? :D
Title: kk og shell
Post by: Nóni on March 12, 2007, 20:47:54
Quote from: "EinarV8"
en eru einhverjar shell stöðvar sem selja 98oct??




Það eru allavega 2 stöðvar eða fleiri með 99 okt. v power.


Nóni
Title: kk og shell
Post by: Valli Djöfull on March 13, 2007, 09:34:37
Quote from: "ElliOfur"
Er (s)hell eitthvað að koxa? :D

Þetta ætti nú að fara að berast... Kannski ég bjalli í þá og athugi hvort þeir séu ekki örugglega hressir og svona :)
Title: kk og shell
Post by: cv 327 on March 14, 2007, 20:39:10
Eru þeir ekki hressir og svona? :lol:  :lol:
Sendi þeim fyrirspurn í tölvupósi fyrir tveim dögum síðan (út af öðru), ekkert svar ennþá.
Trúlega svolítið sein í þeim kveikjan. :roll:
Title: kk og shell
Post by: BB429 on March 14, 2007, 21:27:09
Mér sýnist menn bara orðnir nokkuð góðir í rassinum, ekkert sárt lengur.  Allir búnir að gleyma og fyrirgefa samráð og okur síðustu ára.  Shell er að bjóða þessi afsláttarkort út um allan bæ öllum sem vilja.  Af hverju er ekki reynt að tala við Atlantsolíu frekar en þessi skítseiði?
Biggi
Title: kk og shell
Post by: ElliOfur on March 14, 2007, 21:30:48
Quote from: "BB429"
Mér sýnist menn bara orðnir nokkuð góðir í rassinum, ekkert sárt lengur.  Allir búnir að gleyma og fyrirgefa samráð og okur síðustu ára.  Shell er að bjóða þessi afsláttarkort út um allan bæ öllum sem vilja.  Af hverju er ekki reynt að tala við Atlantsolíu frekar en þessi skítseiði?
Biggi


Nákvæmlega þennan díl? Hvar þá?
Title: kk og shell
Post by: BB429 on March 14, 2007, 21:35:00
Mér býðst svona kort í vinnunni og er ekki sama í boði hjá 4x4 og fornbílaklúbbnum.
Title: kk og shell
Post by: Valli Djöfull on March 15, 2007, 10:52:32
BB429..  Heldur þú virkilega að Altantsolíudúddarnir séu ekki in it for the money?  :lol:

Þeir hafa ekki verið ódýrastir í LANGAN tíma.. og þeir eru LÖNGU farnir að elta verð hinna bara..  Aldrei lægra...:)

Same shit :)  En ef menn vilja ekki afslátt geta þeir náttúrulega bara sleppt því að fá sér svona kort, farið í fílu og borgað fullt verð  :wink:   Ódýrara bensín er alltaf betra hefði ég haldið :)  Og í þessu er einnig afsláttur af vörum í sjoppunum..  sem er bara gott mál :)
Title: kk og shell
Post by: cv 327 on March 15, 2007, 11:08:31
Eru kortin nokkuð á leið í póst?
Title: kk og shell
Post by: Valli Djöfull on March 15, 2007, 13:14:50
Quote from: "cv 327"
Eru kortin nokkuð á leið í póst?

Var að reyna að hringja akkúrat núna en það hringir út hjá tengilið mínum þar á bæ...
Reyni aftur á eftir..
Title: kk og shell
Post by: 1965 Chevy II on March 15, 2007, 17:18:19
Quote from: "BB429"
Mér sýnist menn bara orðnir nokkuð góðir í rassinum, ekkert sárt lengur.  Allir búnir að gleyma og fyrirgefa samráð og okur síðustu ára.  Shell er að bjóða þessi afsláttarkort út um allan bæ öllum sem vilja.  Af hverju er ekki reynt að tala við Atlantsolíu frekar en þessi skítseiði?
Biggi

Svona segir maður ekki um fyrirtækið sem er að styrkja klúbbinn og styrkja okkur í ljósaskiltakaupum.
Title: kk og shell
Post by: Jón Þór Bjarnason on March 15, 2007, 17:23:13
Ég hef hvergi séð hverjir það eru sem eru að styrkja okkur í ljósum eða nokkru öðru. Það mætti alveg koma betur fram hverjir eru okkar velunnarar.  :D  :D  :D
Title: kk og shell
Post by: 1965 Chevy II on March 15, 2007, 17:27:06
Það eru líka nýjir stjórnendur í þessum fyrirtækjum og við getum ekki endalaust barið höfðinu í vegginn.
Title: kk og shell
Post by: BB429 on March 15, 2007, 22:44:51
Atlantsolía er að sjálfsögðu "in it for the money", þeir eru að selja líterinn af 95 okt. á 113,10 kr. með dælulykil og FÍB aðild færðu hann á 111,10.  Shell er með líterinn af 95 okt. á 119,80 kr - 10 kr. afsláttur og bingó.......sparnaður upp á 1,30 pr. líter.  Ég vil frekar styðja Atlantsolíu og hefði viljað sjá klúbbinn ná samningum við þá frekar en Shell.

Biggi
Title: kk og shell
Post by: Nóni on March 18, 2007, 01:10:03
Quote from: "BB429"
Atlantsolía er að sjálfsögðu "in it for the money", þeir eru að selja líterinn af 95 okt. á 113,10 kr. með dælulykil og FÍB aðild færðu hann á 111,10.  Shell er með líterinn af 95 okt. á 119,80 kr - 10 kr. afsláttur og bingó.......sparnaður upp á 1,30 pr. líter.  Ég vil frekar styðja Atlantsolíu og hefði viljað sjá klúbbinn ná samningum við þá frekar en Shell.

Biggi



Þeir eru bara með 95 okt. Shell er með 99 okt og 100 okt.

Nóni
Title: kk og shell
Post by: cv 327 on March 28, 2007, 00:11:05
Quote from: "ValliFudd"
Quote from: "cv 327"
Eru kortin nokkuð á leið í póst?

Var að reyna að hringja akkúrat núna en það hringir út hjá tengilið mínum þar á bæ...
Reyni aftur á eftir..

Nokkuð að frétta?????
Title: kk og shell
Post by: Valli Djöfull on March 28, 2007, 10:00:12
Quote from: "cv 327"
Quote from: "ValliFudd"
Quote from: "cv 327"
Eru kortin nokkuð á leið í póst?

Var að reyna að hringja akkúrat núna en það hringir út hjá tengilið mínum þar á bæ...
Reyni aftur á eftir..

Nokkuð að frétta?????

Svaraði ekki, en skildi eftir skilaboð um að láta hringja í mig....  læt vita um leið og ég frétti eitthvað.. fyrst hljómaði gaurinn eins og þetta yrði bara sent strax... skil ekki þessi töf sko...
Title: kk og shell
Post by: Valli Djöfull on March 28, 2007, 13:02:41
Quote from: "ValliFudd"
Quote from: "cv 327"
Quote from: "ValliFudd"
Quote from: "cv 327"
Eru kortin nokkuð á leið í póst?

Var að reyna að hringja akkúrat núna en það hringir út hjá tengilið mínum þar á bæ...
Reyni aftur á eftir..

Nokkuð að frétta?????

Svaraði ekki, en skildi eftir skilaboð um að láta hringja í mig....  læt vita um leið og ég frétti eitthvað.. fyrst hljómaði gaurinn eins og þetta yrði bara sent strax... skil ekki þessi töf sko...

Náði á minn tengilið.. hann sagði að annar væri með málið og ætlaði að láta hann hringja... bíð enn...

Ég þarf klárlega að fara að skoða hvort mitt félag.. Olís.. vilji ekki bara gefa klúbbnum svona kort frekar ef þetta fer ekki að gerast... :wink:
Title: kk og shell
Post by: firebird400 on March 28, 2007, 20:18:53
Eigum við ekki að gefa þessu sinn tíma  :D

Shell hefur verið einn af okkar helstu styrktaraðilum og eru t.d. að vinna að afar skemmtilegum málum eins og er, það hefur líka verið beðið eftir þeim en eins og segir:

Góðir hlutir gerast hægt  :lol:

 :D
Title: kk og shell
Post by: gaulzi on March 29, 2007, 20:03:26
mig dreymdi að ljósaskiltið væri komið og allt klárt! 8)
Title: kk og shell
Post by: cv 327 on April 10, 2007, 21:22:17
Er eitthvað að frétta?
Kv. Gunnar
Title: kk og shell
Post by: gaulzi on April 13, 2007, 01:27:20
jæja ég var að fá kortið mitt í hús :D:D
Title: kk og shell
Post by: ElliOfur on April 14, 2007, 20:49:25
Og mitt er komið í veskið! :)
Geggjað, þó ég sé ekki búinn að nota það ennþá.. :D
Title: kk og shell
Post by: cv 327 on April 17, 2007, 00:40:42
Fékk kortið og sendi konuna að kaupa bensín. Hún framvísaði kortinu en fékk ekki 10 kr afslátt heldur vildarpunkta. Á þetta að virka svona??
Kv. Gunnar
Title: kk og shell
Post by: Valli Djöfull on April 17, 2007, 07:32:13
Quote from: "cv 327"
Fékk kortið og sendi konuna að kaupa bensín. Hún framvísaði kortinu en fékk ekki 10 kr afslátt heldur vildarpunkta. Á þetta að virka svona??
Kv. Gunnar


 :smt017  ekki hefði ég nú haldið það nei...  Aðrir lent í þessu?
Title: kk og shell
Post by: cv 327 on April 17, 2007, 11:31:53
Quote from: "ValliFudd"
Quote from: "cv 327"
Fékk kortið og sendi konuna að kaupa bensín. Hún framvísaði kortinu en fékk ekki 10 kr afslátt heldur vildarpunkta. Á þetta að virka svona??
Kv. Gunnar


 :smt017  ekki hefði ég nú haldið það nei...  Aðrir lent í þessu?

Kanski er þetta einhver misskilningur hjá mér, ekki víst að konan hafi staðið rétt að málum (lét dæla á fyrir sig).  :oops:
Hringdi í Shell og þeir sögðu að þetta ætti að vera -10 kr. á ltr. :D
Kv. Gunnar
Title: kk og shell
Post by: gaulzi on April 17, 2007, 11:43:30
sama vesen hjá mér í gær... fékk engan afslátt.... :x

réttast væri að senda þeim reikning fyrir þessu og hóta að senda hann í innheimtu ef það verður ekki borgað :lol: (lenti í því á einni bensínstöðinni um daginn að vera rukkaður vitlaust fyrir bensín og svo hringdi einhver kerling þaðan um kvöldið alveg bandbrjáluð og hótaði að senda þetta í innheimtu og læti :lol:)
Title: kk og shell
Post by: Racer on April 17, 2007, 17:11:51
Quote from: "gaulzi"
sama vesen hjá mér í gær... fékk engan afslátt.... :x

réttast væri að senda þeim reikning fyrir þessu og hóta að senda hann í innheimtu ef það verður ekki borgað :lol: (lenti í því á einni bensínstöðinni um daginn að vera rukkaður vitlaust fyrir bensín og svo hringdi einhver kerling þaðan um kvöldið alveg bandbrjáluð og hótaði að senda þetta í innheimtu og læti :lol:)


glæpamaður!
Title: kk og shell
Post by: Heddportun on April 17, 2007, 17:30:55
Ég fékk líka engann afslátt á kortið hvort sem eldsneyti né vörum
Title: kk og shell
Post by: RagnarH. on April 17, 2007, 21:26:44
Sé fyrir mér fyrirsögnina í DV.

"Kvartmíluklúbburinn platar fólk í að borga árgjaldið með fölskum tilboðum, grasið er alls ekkert grænt hjá þeim í KK"  :lol:
Title: kk og shell
Post by: EinarV8 on April 17, 2007, 23:35:00
fékk heldur eingann afslátt  :?
Title: kk og shell
Post by: Nóni on April 21, 2007, 09:42:36
Ég lét dæla fyrir mig og fékk u.þ.b. 8,3 kr sem gerir þá 116 kr/ltr og ég sem var nýbúinn að aka framhjá esso sem bauð lítran á 111 kr. :(

Ég verð eitthvað að hringja í þá á mánudaginn.


Kv. Nóni
Title: kk og shell
Post by: Jón Þór Bjarnason on April 22, 2007, 23:25:39
Ekki er ég búinn að fá mitt kort ennþá. Þannig að ég held þá bara áfram að græða sýnist mér.
Title: kk og shell
Post by: Gustur RS on April 28, 2007, 19:11:46
Hvað segiði er búið að redda þessu korta máli eða er þetta allt í vitleysu ennþá ???
Title: kk og shell
Post by: cv 327 on June 06, 2007, 00:36:47
Er bara orðinn hundleiður á að taka bensín þarna hjá Shell og biðja um afsláttinn. Fæ alltaf sömu svör: Þessu verður reddað í næstu viku. Er farinn að versla annarsstaðar.
Kv. Gunnar B
Title: kk og shell
Post by: Jón Þór Bjarnason on June 06, 2007, 00:48:02
Fæstir af okkur hafa séð þessi blessuðu kort. Ég skráði mig fyrir þessu korti í byrjun apríl og ekkert bólar á því ennþá  :evil:  :evil:  :evil:
Title: kk og shell
Post by: cv 327 on June 06, 2007, 00:56:37
Quote from: "Nonni_Z28"
Fæstir af okkur hafa séð þessi blessuðu kort. Ég skráði mig fyrir þessu korti í byrjun apríl og ekkert bólar á því ennþá  :evil:  :evil:  :evil:

Ætli þeir vilji nokkuð gefa út fleiri kort, svo þeir fái ekki fleiri upphringingar um ónothæf kort. :x
Title: kk og shell
Post by: dart75 on June 06, 2007, 18:35:50
væri til i að fara að fa þetta blessaða bensin kort  veitir sko af þvi  :oops:
Title: kk og shell
Post by: Jón Þór Bjarnason on June 06, 2007, 18:39:57
Ég fékk kortið mitt í pósti í dag.  :)
Title: kk og shell
Post by: dart75 on June 06, 2007, 18:54:02
var aðeins of fljotur á mer var ekki buinn að tjekka a postinum  :D  þar var það  en hvernig virkar þetta??
Title: kk og shell
Post by: Hera on June 06, 2007, 19:51:32
Mitt kom í dag  :D
Title: kk og shell
Post by: Valli Djöfull on June 11, 2007, 19:54:38
Ef menn eru að lenda í vandræðum með að fá ekki afslátt þegar kortinu er rennt í gegn, endilega bjalla í þá hjá Shell...

bmwkraftur.is er með samskonar kort og meðlimur þar benti á þetta...

Quote from: "Lindemann"
afslátturinn á að koma fram í kassanum um leið og kortinu er rennt í gegn. Ef afslátturinn virkar ekki, þá er stillingin á vildarkortinu ekki rétt.

Venjuleg vildarkort gefa bara punkta, en þessi eiga að gefa bara afslátt. Þau líta út alveg eins og venjuleg vildarkort og þessvegna getur starfsfólkið ekkert sagt til um þetta ef afslátturinn kemur ekki fram.
Title: kk og shell
Post by: Valli Djöfull on June 11, 2007, 20:06:35
eða já bara hafa samband við mig og með kt. korthafa og ég læt kippa því í lag  8)
Title: kk og shell
Post by: cv 327 on June 11, 2007, 20:21:09
Hmmmm? Búinn að hringja nokkur símtöl í Shell. Fæ þau svör að tölvubúnaður á viðkomandi stað taki ekki þessi afsláttarkort en það standi til bóta í næstu viku, fyrir tveim mánuðum síðan. 4x4 meðlimir sem koma hingað og taka bensín, kvarta líka.
Bara hundfúll og kaupi bensín annarsstaðar.
Title: kk og shell
Post by: einarak on June 11, 2007, 20:46:03
þið eruð bara að versla við rangt fyrirtæki, það er eina vandamálið við kortin  :wink: