Kvartmílan => Mótorhjól => Topic started by: 1000cc on January 30, 2005, 16:26:37

Title: Hverjir ætla að vera með í sumar á hjólum?
Post by: 1000cc on January 30, 2005, 16:26:37
Hverjir ætla að vera með í sumar á hjólum? & hvernig hjólum?? :?:  :?:
Title: Hverjir ætla að vera með í sumar á hjólum?
Post by: 1000cc on February 01, 2005, 21:35:49
já það eru bara svona margir :shock:
Title: Hverjir ætla að vera með í sumar á hjólum?
Post by: 1000cc on February 02, 2005, 23:42:39
kvartmílast ......er þetta ekki kvartmiluspjall :?:
Title: Hverjir ætla að vera með í sumar á hjólum?
Post by: Davíð S. Ólafsson on February 14, 2005, 22:13:20
Sammála Diddi  þetta er kvartmíluþráður. Nú þurfum við mótorhjólamenn að fara að bretta upp ermarnar. Ef við ætlum að fá fleiri hjól á brautina þá þarf frumkvæðið að koma frá okkur sjálfum HJÓLAMÖNNUM /KONUM.
Á síðasta aðalfundi KK var stofnuð hjóladeild og er það hið besta mál.
Ég hef talað við fullt af hjólafólki sem hefur áður tekið þátt í mílunni (einnig þá sem hafa áhuga en ekki keppt áður)og verið að forvitnast hverjir hafi áhuga á að vera með og taka þátt í skemmtilegum leik. Margir aðilar hafa áhuga og næsta skref hjá okkur er að halda fund með hjólafólki og fá fram hugmyndir hvernig við getum fengið fleiri hjól á brautina eins og var t.d. árið 2001. Ef mig minnir rétt þá vorum við flest um 21 hjól sem vorum skráð í keppni og var það virkilega gaman,allri að vinna alla og gleðin skein  næstum  úr hverju andliti :-).
Nánari dagsetning á fundinn verður sett hér inn á vefinn og nú er bara að láta í sér heyra. Hér er vettangur til þess að láta skoðanir í ljós.


Mæti sprækur í sumar á 1000 Gixxer
Kveðja Davíð 893-7181.
Title: Hverjir ætla að vera með í sumar á hjólum?
Post by: oggar on March 29, 2005, 11:19:14
Ég hef nú hjólað í rúm 10 ár en hef aldrei prófað míluna, væri alveg til í að tékka á þessu og sjá hvernig manni mundi ganga...
Þarf maður að ganga í klúbbinn til að prófa?  :?
Title: Hverjir ætla að vera með í sumar á hjólum?
Post by: Busa on April 21, 2005, 21:04:10
Ætli maður prófi ekki, allavega æfingakvöld, þegar verður búið að tilkeyra aðeins
Title: Hverjir ætla að vera með í sumar á hjólum?
Post by: Hulda Polo on May 01, 2005, 21:34:13
ég stefni á það að vera með í sumar en sárvantar hjól  :cry:

er eitthver með eitthvað hjól til að selja eða
eitthver sem á vin, sem á vin, sem á frænda
sem er að selja hjól ?????
Title: Hverjir ætla að vera með í sumar á hjólum?
Post by: Toffi on May 04, 2005, 18:45:02
Ég tek undir með þarsíðasta ræðumanni, þarf að vera í klúbb til að keppa
Title: Ganga í klúbbinn
Post by: Nóni on May 04, 2005, 23:45:37
Já félagar það er rétt, allir sem ætla að keppa í kvartmílu eða æfa á æfingum verða að vera meðlimir í klúbbnum vegna tryggingamála. Það er hinsvegar ekki stór biti að kyngja að borga 5000 krónur og geta burrað allt sumarið á æfingum og fá frítt inn á keppnirnar ef menn ætla að horfa á.



Kv. Nóni
Title: Hverjir ætla að vera með í sumar á hjólum?
Post by: Busa on May 05, 2005, 11:30:05
Er hægt að skrá sig í klúbbinn á laugardaginn (á keppninni)?
Title:
Post by: Nóni on May 05, 2005, 20:55:00
Ekkert mál að skrá í klúbbinn sig á laugardag ef menn eru utan af landi eða eru að vinna en hringja inn skraningu til keppni á fimmtudagskvöldi. Einnig er hægt að senda mér mail með eftirfarandi upplýsingum.

1. Nafn
2. Heimilisfang, (gata, sveitafélag, póstnúmer)
3. Símanúmer
4. Bíll, (vélarstærð, tegund)
5. Flokkur sem keppt verður í.
6. Aldur ökumanns.
7. Besti árangur í kvartmílu.



Kv. Nóni