Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Moli on January 22, 2005, 20:40:55

Title: ´Cuda A-9905
Post by: Moli on January 22, 2005, 20:40:55
sælir, mér datt í hug að spyrjast aðeins fyrir um þennan bíl og hvað hefði orðið um hann, sagan segir

.....að hann hafi verið fluttur inn frá USA í kring um ´75,
.....hann hafi verið ´73 módel, upphaflega 340 og 4 gíra, gulur,
.....seinna málaður svartur og rauðplussaður
.....hann hafi endað daga sína í vökuportinu í kringum ´88.
.....að þetta hafi verið einn af 2 ´cudum sem voru hérna, hinn er sem kunnugt er á Djúpavogi.

 Er eitthvað til í þessum staðhæfingum?
Title: ´Cuda A-9905
Post by: hilmar on January 22, 2005, 22:01:10
Það sem ég veit um þennan bíl:

Fluttur til landsins í ársbyrjun 78, var alvöru ´Cuda og var með 340/auto og svartur.  Var alltaf svartur.

Fyrsta skráningarnúmer bílsins var Ö-30, þetta var einn flottasti bíllinn á klakanum þegar hann kom og vakti alveg gríðarlega athygli.

Átti skrautlega ævi og langa eigendasögu.  Mér var boðinn hann til kaups sumarið 87 en hann var þá orðinn hálfónýtur að flestu leyti svo ekkert varð úr því (ég fann betra E).

Afskráður í nóv. 1992
Title: ´Cuda A-9905
Post by: Dodge on January 23, 2005, 21:00:01
en topplúgan er voðaleg
Title: urðaður
Post by: hebbi on January 23, 2005, 22:53:02
þessi bíll stóð undir segli við Súðarvoginn, tóm skelin á undirvagni og beið flutnings austur á Djúpavog í Cuduríki en hreinsunardeildin límdi miða undir seglið miðinn toldi víst ekki á seglinu, svo enginn vissi af honum nema hreinsunardeildin og dag einn á því herrans ári 1991 fór hann í pressuna blessuð sé minning hans
Title: ´Cuda A-9905
Post by: Valur_Charade on January 24, 2005, 09:42:06
Það hafa nú verið fleiri Cudur hér á landi en bara þessar 2.........  :roll:
Title: ´Cuda A-9905
Post by: Valur_Charade on January 24, 2005, 09:43:46
eða hvað? Sagan segir að það hafi verið ein svört á Höfn með keðjustýri!
Title: ´Cuda A-9905
Post by: Chevyboy on January 24, 2005, 12:31:19
Var ekki ein rauð Cuda í mílunni fyrir örfáum árum, allur í límmiðum og aðeins farið að sjá á lakkinu. Ég er ekki klár á árgerðinni, er '70 eitthvað.

En ef að þið eruð að tala um Cudur, eigið þið þá einnig við um árgerðir fyrir '70, t.d. '69 bílinn sem Sigurjón Andersen átti, í Sox & Martin litunum og brúni '65 bíllinn.
Title: ´Cuda A-9905
Post by: Moli on January 24, 2005, 12:47:54
það er munur á ´Cuda og Barracuda, fólk vill oft rugla þessu saman, ´Cudan er performance útgáfa af Barracudu, sterkari fjöðrun, drifbúnaður oþh. Chevyboy, þessi Barracuda sem þú ert að tala um er bíllinn hans Jón Geirs, það er Barracuda Gran Coupe, en ekki ´Cuda, sá bíll er víst sem stendur í uppgerð.
Title: ´Cuda A-9905
Post by: Chevyboy on January 24, 2005, 16:25:54
Þakka ábendingu, ég hef bara aldrei pælt í muninum.
Title: ´Cuda A-9905
Post by: Valur_Charade on January 25, 2005, 09:28:03
ég ætla ekki að vera með neitt bögg eða leiðindi en ég fór að spyrjast fyrir um þessa Cudu sem ég sagði að hefði verið hér á Höfn og þetta var ekki Barracuda heldur Cuda eða eins og menn sögðu: Ekki Barracuda heldur bara Cuda! En hún var eitthvað lítið sem ekkert á götunni hér en Cuda var það heillin!
Title: barracuda
Post by: hebbi on January 25, 2005, 22:57:33
bíllinn á höfn var rauður málaður þannig á Þórshöfn áður gulur R 706 um tíma. Orginal skráning og skel eiturgrænn slant six auto stýrisskift með bekk húddið var af orginal cudu og eitt og annað úr hinum ýmsu bílum meðal annars átti Tóti spjallari hér á netinu afganga af orginal 383 cudu sem fóru í þennan bíl einnig fóru hlutar úr orginal 383 cudu sem ég átti í þennan vagn
Til gamans þá var 318 vélin sem var í honum úr 70 Gran Coupe barracudunni þessari rauðu með límmiðana sem áður var minnst á
Title: ´Cuda A-9905
Post by: Valur_Charade on January 27, 2005, 09:12:34
ok takk kærlega fyrir en veistu nokkuð hvað varð um hana?
Title: ´Cuda A-9905
Post by: Moli on January 27, 2005, 18:12:16
Quote from: "Valur_Charade"
ok takk kærlega fyrir en veistu nokkuð hvað varð um hana?


eigandinn af R-706 heitir Hjörtur, búinn að eiga bílinn lengi, og er víst langt frá því að vera í ökuhæfu standi, hann stendur eftir því sem ég best veit inni í skúr hjá honum og bíður uppgerðar! Hér eru myndir af því þegar bíllinn var seldur til Raufarhafnar ´87

(http://www.kvartmila.is/spjall/files/dscf0037.jpg)
(http://www.kvartmila.is/spjall/files/dscf0038.jpg)
Title: Re: barracuda
Post by: firebird400 on January 27, 2005, 19:03:52
Quote from: "hebbi"
bíllinn á höfn var rauður málaður þannig á Þórshöfn áður gulur R 706 um tíma. Orginal skráning og skel eiturgrænn slant six auto stýrisskift með bekk húddið var af orginal cudu og eitt og annað úr hinum ýmsu bílum meðal annars átti Tóti spjallari hér á netinu afganga af orginal 383 cudu sem fóru í þennan bíl einnig fóru hlutar úr orginal 383 cudu sem ég átti í þennan vagn
Til gamans þá var 318 vélin sem var í honum úr 70 Gran Coupe barracudunni þessari rauðu með límmiðana sem áður var minnst á


Gamli hans pabba  8)

Það er semsagt einhvað eftir af honum :D
Title: ´Cuda A-9905
Post by: Valur_Charade on January 28, 2005, 09:45:08
takk fyrir þetta Moli!  :wink:

Því miður þá var keðjustýrinu úr honum stolið er mér sagt en veit einhver um svoleiðis grip sem gæti verið til sölu?
Title: ´Cuda A-9905
Post by: Gulag on February 24, 2005, 12:39:52
well, þar sem þú fékkst myndina af vefsíðunni minni, (án þess að geta þess!! ) þá get ég sagt þér að þessi bíll var upphaflega gulur, kom svartur til íslands, var 340 sjálfskiptur, var sett 440 í hann 1987, var svo sett 318 í hann síðar, ég átti þennan bíl í 2 ár. og jú, þetta var orginal Cuda..
Title: ´Cuda A-9905
Post by: Zaper on February 24, 2005, 16:35:46
og svona upp á forvitnina,hver er slóðin á þína vefsíðu?
Title: ´Cuda A-9905
Post by: Gulag on February 24, 2005, 16:55:00
www.johannsson.net

ég er ekkert að missa mig yfir myndinni,, bara huggulegra að menn spyrji áður en þeir birta myndir sem ég hef sjálfur tekið..
Title: ´Cuda A-9905
Post by: Moli on February 24, 2005, 20:38:31
Quote from: "AMJ"
www.johannsson.net

ég er ekkert að missa mig yfir myndinni,, bara huggulegra að menn spyrji áður en þeir birta myndir sem ég hef sjálfur tekið..


jæja, svo ég fái að svara aðeins fyrir mig þá ég tók hana ekki af síðunni þinni, ég fékk hana senda, og ákvað því að birta hana hér og fá frekari upplýsingar, ég hafði ekki hugmynd hvaðan hún hafði komið! gaman samt að fá að hafa fengið að fræðast aðeins um bílinn!  :wink:
Title: ´Cuda A-9905
Post by: Gulag on February 24, 2005, 23:41:47
ekki málið !! :) fer fljótlega í að setja inn gamlar myndir af köggum sem ég hef tekið undanfarin 30 ár hérna  á skerinu, fylgist bara með í rólegheitunum ;) svo er til eitthvað í fjölskyldu albúminu sem ég set líka inn, 40 ára+  á eina flotta af Mustang 66 eða 7, tekin 1967, pabbi átti hann, hvítur með grænni innréttingu.. hrikaleg græja ;)  með bronco koppum und alles..
Title: ´Cuda A-9905
Post by: Valur_Charade on February 28, 2005, 23:09:19
MYND FENGIN AÐ LÁNI FRÁ www.johannsson.net !!!!  :lol:

vitiði eitthvað um þennan er það rétt ágiskun hjá mér að þetta sé Djúpavogs-cudan fræga í fullum skrúða?
Title: ´Cuda A-9905
Post by: Valur_Charade on February 28, 2005, 23:12:45
eða er þetta kannski ekki einu sinni íslenskur bíll?
Title: ´Cuda A-9905
Post by: Moli on February 28, 2005, 23:31:47
þetta er nú pottþétt ekki íslenskur bíll, Plymouth hefur aldrei verið framleiddur á íslandi!  :lol:  og nei þetta er ekki Djúpavogs-cudan, sá kom með vinyltopp (og er enn á honum) og hvað þá að hann hafi verið með "shaker"  :roll:
Title: ´Cuda A-9905
Post by: Gulag on March 01, 2005, 10:37:23
Quote from: "Valur_Charade"
MYND FENGIN AÐ LÁNI FRÁ www.johannsson.net !!!!  :lol:

vitiði eitthvað um þennan er það rétt ágiskun hjá mér að þetta sé Djúpavogs-cudan fræga í fullum skrúða?


þessa mynd notar Plymouth í kynningu sinni á Cudum..
Title: ´Cuda A-9905
Post by: Valur-Charade on March 01, 2005, 12:08:13
ok takk fyrir þetta var nú reyndar bara svonba fljótfærnishugdetta... hehe ég áttaði mig á þessu eftir að Moli kom með athugasemdir  :D
Title: ´Cuda A-9905
Post by: Damage on March 02, 2005, 17:46:45
langar í  8)  8)