Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Bingi on January 09, 2005, 21:51:03
-
Ég er nýbúinn að eignast mustang convertable árg. ´73. Mig langar til að vita hvar er best að fá varahluti í hann. Mig langar líka að vita hvernig er best að hreinsa ryð, er best að nota sandblástur? Er einhver sem smíðar boddýhluti eins og t.d. sílsa og innri bretti?
Kveðja Bingi.
-
Eina vitið er að sandblása,
A.T.H ef botninn sé illa farinn af riði og götotur, þá segi ég bara gangi þér vel. Því að í blæjubílum er styrkurinn allu í botninum, þannig að þegar menn fara að skera úr og riðbæta getur bíllin allur farið úr skorðum nema hann sé stífaður af og festur í rett mál
er hann blár
-
Bingi,
Sendu skeyti á 72 Mach 1 hér á spjallinu. Hann er góður reddari og veit pottþétt hvar þú getur fengið varahluti í Mustang '73 þ.m.t. boddyhluti. Ef þig vantar aðstoð við að flytja það heim þá reddar hann því líka fyrir þig. Hann hefur aðstoð mig mjög mikið við allskynns reddingar á varahlutum og er sanngjarn líka.
-
Er þetta ekki bíllinn?
-
þú getur líka prufað hérna: http://www.discountautoparts.com/
Ég hef heyrt vel látið af þessum.
-
Þessir hafa reynst mér vel með Camaro, eru ódýrir og með góða þjónustu.
Pantaðu lista frá þeim og berðu saman.
http://npdlink.com/