Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: ÁsgeirÖrn on December 01, 2004, 21:17:24
-
Sælir félagar,
Ég ákvað að opna nýtt spjall hér varðandi Auto-X 2005
Nú eru uppi alvöru hugmyndir um stofnun félags sem inniheldur áhugamenn um Auto-X o.fl.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með hafi samband við mig. Sendið e-mail og símanúmer.
Tilstendur að hafa mótaröð næsta sumar sem hefst á æfingakeppni (til að koma mönnum í réttan gír) og síðan 5 keppnir til íslandsmeistara ef nægur áhugi og samstaða næst.
Gaman væri að sjá hvort það sé almennur vilji til að standa að þessu.
asgeir@aukaraf.is
897-7800
kveðja
-
Vegna spurninga á rally.is þá kemur stutt útskýring á Auto-X
Auto-X
Er aksturskeppni sem oftast er haldin á stóru bílaplani, braut útbúin með keilum, götubílar ræstir úr kyrrstöðu, einn í braut í einu, keppt á tíma og tíminn ekki stöðvaður fyrr en bílinn er búinn að aka tiltekinn hring (hringi) og hann hefur stöðvast inni í tilteknum reit sem er endamark. Allir skoðaðir götu fólksbílar geta verið með, aðeins skylda um að vera með belti og hjálm. Refsing með viðbættum tíma ef menn aka á keilu.
Jafnvel möguleiki á 15-17 ára flokk í þessu. Reglugerð gerir ráð fyrir því.
Þessi umræða er einnig kynnt á rally.is og live2cruize.com