Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Valur_Charade on November 23, 2004, 13:19:31

Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Valur_Charade on November 23, 2004, 13:19:31
Hvernig er það veit einhver hversu mikið er til af Chevrolet Chevelle hér á landi? Þetta eru dálítið forvitnilegir bílar.....
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Vilmar on November 23, 2004, 18:29:17
er þetta ekki gamli hans Gústa? (Ágúst)
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: firebird400 on November 23, 2004, 19:18:58
Þessi er einn af, ef ekki sá allra flottasti múskle bíll á landinu að mínu mati :D
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Gummitz_ on November 23, 2004, 23:08:35
og að mínu líka.. einn af þessum Class A bílum sem við eigum hérna heima,  sem má setja bíla eins og Firbirdin þinn, yenko-inn hans harry, græna 69 camaroin og flr bíla, væri gaman að koma upp vefsvæði  þar sem maður gæti skoðað þessa bíla sem Bera af,
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Leon on November 24, 2004, 09:22:39
það er '70 chevelle i grafarholti stendur uti að eg held það er su sama og var i moso
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Valur_Charade on November 24, 2004, 11:16:45
Já ég get ekki verið annað en sammála! Þetta er einn af flottustu bílunum á landinu og það er rétt Gústi (Ágúst Magni Þórólfsson) átti hann og eftir því sem mér skilst best þá er þetta eina SS Chevelle árgerð 1970 hér á landi....Ég veit ekki mjög mikið um þennan bíl en aðal vitneskjuna hef ég frá Þresti syni Gústa! Þessi bíll hefur verið í rallý, kvartmílu og svo einkabíll skilst mér líka... Gústi bjó á Höfn og fékk bílinn sendann með skipi og þegar hann kom þá var hann í klessu inni í gám og hann fékk það ekki greitt eftir því sem ég best veit því að flutningafyrirtækið fór á hausinn stuttur eftir þetta en eins og sjá má þá er búið að gera við hann og það virðist hafa tekist mjög vel og þetta er stórglæsilegur bíll! Það getur verið að ég sé að fara með eitthvað smá vitlaust mál en ég held ekki! Þið setjið þá bara inn einhverjar athugasemdir!  8)
Title: 71 Chevelle
Post by: Halldór Ragnarsson on November 24, 2004, 12:14:36
Ég á eitt stykki Malibu,á ekki mynd af honum en læt fylgja eina,sem ég
fann á netinu af bíl í sama lit
HR
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Valur_Charade on November 24, 2004, 12:19:26
nettur maður! er hann í svona góðu standi?
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Halldór Ragnarsson on November 24, 2004, 12:47:49
......Nei,eins og stendur er hann tæplega fokheldur
HR
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Valur_Charade on November 24, 2004, 13:08:24
er hann í eða á leið í uppgerð? þetta er eiginlega alveg eins og chevelle og pontiac gto einhverjar vissar árgerðir....
Title: Chevelle 71
Post by: Halldór Ragnarsson on November 24, 2004, 13:36:32
Hann er í uppgerð,búinn að smíða gólfið í hann,ryðbæta hér og þar,skipta um grind.
Ég eignaðist hann á Jeepster grind m/V6 Buick,en er búinn að viða að mér 350,TH400,original stólum,en mig vantar gler í hann,vinstri hurðarúðu og hægri afturrúðu,hann er grunnaður í dag,var hvítur (Hörpu Kraftlakk,Lada original :D )
HR
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Valur_Charade on November 24, 2004, 13:52:47
Var ekki verið að tala um að það væri Pontiac GTO útí Vöku? passar ekki úr honum? ef það er ekki búið að gera einhvern djöfulinn við hann það er að segja....en mér líst vel á að þú hendir þessari vél úr honum og gangi þér vel með þetta maður! þetta er flottur bíll....  8)
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Crazy on November 24, 2004, 16:14:42
það eru 2 Chevelleur í bílskúr í hafnafyrði sami eigandi...
önnur ef ekki báðar eru/voru bleikar (eða fjólubláar)
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Valur_Charade on November 24, 2004, 18:39:20
jamm þá eru komnar 3 hérna en var ekki ein blá rétt hjá Laugardalslauginni og þar? eða var það kannski GTO eða Malibu? held að það hafi verið Chevelle! Endilega komið með myndir ef þið lumið á einhverju þess háttar....
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Kiddi on November 24, 2004, 18:57:13
Halldór ég á eitthvað af auka gleri ólitað úr hardtop bíl ef þú hefur áhuga, þarf að athuga nákvæmlega hvað ég á....
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Moli on November 24, 2004, 20:29:05
það var ´68 Pontiac LeMans sem var uppi í Vökuporti, núna á Kjalarnesi, það var umræða um þennan bíl hérna ekki alls fyrir löngu. Það er ljósblá Chevelle sem stendur við Sundlagarveginn, svo er einnig annar bíll við sama hús sem er búinn að standa undir ábreiðu í fleiri fleiri ár, veit að vísu ekki hvernig bíll það er. Svo var ein ´71 Chevelle á Eyrarbakka fyrir c.a. 2 árum, stóð þar lengi vel fyrir utan eitthvað húsið, er reyndar farin þaðan núna, veit ekki hvert.

Fann nokkrar myndir:

Hin margumtalaða Bleiki ´66 Chevelle með 396
(http://kvartmila.is/images/Chevelle-1966-396-1994.jpg)

Þekki ekki þennan
(http://kvartmila.is/images/ingimar-chevell.jpg)

´70 Chevelle í Mosó (var þar allavega)
(http://www.internet.is/bilavefur/album/gm/chevelle.jpg)
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Moli on November 24, 2004, 20:29:47
meira
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Moli on November 24, 2004, 20:37:19
...og síðan einn ´71 í uppgerð, Halldór er þetta ekki þinn??
Title: 71 Chevelle
Post by: Halldór Ragnarsson on November 24, 2004, 20:47:38
Jú Moli,það er rétt.Varðandi þenna meinta GTO/LeMans,þá mun það víst vera OLDS 442 ´68,ekki satt  :wink:
HR
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Moli on November 24, 2004, 22:13:19
úffff.. svakalega skaut ég mig í fótinn þarna!  :oops:  auðvitað er þetta ´68 Oldsmobile 442 ég hlýt að hafa eitthvað annars hugar!  :roll:

(http://www.kvartmila.is/spjall/files/img_0045.jpg)
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Valur_Charade on November 25, 2004, 10:42:56
Moli sagði: það var ´68 Pontiac LeMans sem var uppi í Vökuporti, núna á Kjalarnesi, það var umræða um þennan bíl hérna ekki alls fyrir löngu. Það er ljósblá Chevelle sem stendur við Sundlagarveginn, svo er einnig annar bíll við sama hús sem er búinn að standa undir ábreiðu í fleiri fleiri ár, veit að vísu ekki hvernig bíll það er. Svo var ein ´71 Chevelle á Eyrarbakka fyrir c.a. 2 árum, stóð þar lengi vel fyrir utan eitthvað húsið, er reyndar farin þaðan núna, veit ekki hvert.

var ekki verið að tala um þennan rauða Pontiac sem var í Fréttablaðinu að mig minnir? ég held að hann hafi átt að fara á 250 þús.... er ég að misskilja eða hvað? var það ekki hann sem var útí Vöku?

og þessi sem Moli segist ekki þekkja er það Chevelle? það er eitthvað svo skrýtin á honum afturrúðan og framendinn? ekki það að ég sé eitthvað að rengja þig um það ég er bara forvitinn hvort þetta sé Chevelle eða kannski Malibu eða Pontiac....
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Zaper on November 25, 2004, 11:00:11
þessi blái malibu, er í vogunum núna, ég held að það sé verið að sameina tvo þar.
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Halldór Ragnarsson on November 25, 2004, 11:00:39
Þessi bíll á Laugarnesvegi,sem Moli vísar í er reyndar við Reykjaveg/Hofteig,bíllin undir ábreiðunni er ´69 Chevelle í eigu sama manns og á 68 ljósblá bílinn,reyndar átti hann tvo ´69,en hann seldi annann bílinn,sá er í uppgerð og er víst langt kominn,sá bíll er 6 cyl powerslide,var dökkrauður með ónýt afturbretti,sá sem á þann bíl í dag heitir Kristján.Ég á myndir af honum þegar Kristjá var að slaka honum á grindina eftir allherjar ryðbætingu,ný afturbretti,innri bretti,ofl dútl.
HR
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Valur_Charade on November 25, 2004, 11:42:45
endilega settu þær inn... en þessi Pontiac sem ég var að tala um hér áðan sem ég taldi að væri að væri útí Vöku það var Pontiac LeMans og ég er viss um að hann var þar....og endilega komiði með eitthverjar myndir eða sögur eða eitthvað sem þið vitið um þessa bíla! Menn hafa gaman af því að fræðast um eitthvað svona....
og sorry ég var að tala um hvort að bíllinn sem Moli vissi ekkert um væri Malibu eða eitthvað en ég sé það núna þetta er Chevelle! Biðst forláts á þessu!

http://www.mostly-muscle-cars.com/
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Valur_Charade on November 25, 2004, 12:15:29
Fyrir þá sem eru að gera upp bíla eins og t.d Chevelle þá er þetta nokkuð góð síða! Skoðiði til dæmis Chevelle húddin! og svo er slatti í Camaro 67-81! og það er líka margt annað þarna.....mæli með þessu!

http://www.yearone.com/
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Halldór Ragnarsson on November 25, 2004, 12:40:11
Besta síðan finnst mér vera þessi hérna:
http://www.chevelles.com
HR
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: kiddi63 on November 25, 2004, 12:53:20
Ein Chevelle enn, hún var í geggjuðum Grænum lit og strákurinn sem átti hann er oft ræsir á keppnum upp á braut, jólatréscontroller :lol:
Hvað varð um þann bíl,?, helv.... flottur hjá honum síðast þegar ég sá hann.
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Valur_Charade on November 25, 2004, 16:39:23
usss ég var nú að reyna að telja og það gekk ekkert alltof vel en ég held að við séum komnir með 12 stk innifalið þessar á myndunum og þessar sem búið er að telja upp víðsvegar um bæinn...þið getið gert aðra talningu ef þið viljið en ég held að þær séu 12 samkvæmt nýjustu talningu!

en endilega komið með mynd af þessari sem var í "Geggjuðum grænum" lit sem kiddi var að tala um....og já talandi um myndir hvað varð um allar myndirnar sem voru hér á kvartmila.is? það var gott safn sem gaman var að glugga í!

hér eru nokkrar myndir af Chevellu SS 1970....
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Valur_Charade on November 25, 2004, 16:41:45
og meira....
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Valur_Charade on November 25, 2004, 16:45:44
og meira.....
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Valur_Charade on November 25, 2004, 16:50:57
og smá í viðbót....
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: kiddi63 on November 25, 2004, 17:30:20
Quote
....og já talandi um myndir hvað varð um allar myndirnar sem voru hér á kvartmila.is? það var gott safn sem gaman var að glugga í!

Myndasafnið var tekið niður, ekki veit ég af hverju.
Er ekki málið að reyna styðja Mola í að halda úti góðri síðu með myndasafni. 8)  :lol:
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Ásgeir Y. on November 25, 2004, 18:40:08
hvað með gylltu ss chevelluna sem þröstur átti, var með 454 skilst að það sé í henni núna 350, mætti henni í sumar á ferðinni en hafði annars ekki séð hana síðan '99 man ekki hvaða árgerð það var heldur
Title: Chevelle ´71
Post by: Hlunkur on November 25, 2004, 18:51:49
Það var svona bíll á Blönduósi kring um ´95-6, rauður með svartar rendur á hliðunum, 350 og virkaði fínt í minningunni, sat að vísu aldrei edrú í honum.... :oops: . Hann gekk milli tveggja eða þriggja eigenda þar, kláraði a.m.k. þrjár vélar. Bíllinn var frekar heill, leit vel út en svo þegar síðasta rellan fór missti eigandinn áhugann og bíllinn stóð óhreyfður í ca. eitt ár. Eftir það eignaðist Einar Gunnlaugs hann minnir mig, og síðast þegar ég frétti af honum (um 2000) var hann kominn inn í port hjá Stjána Skjól, sagan sagði að hann hefði verið rifinn og slípaður niður á einni helgi, en svo ýtt út og staðið þannig þar til hann var fjarlægður, dálítið farinn að daprast... Ef ég er að fara með rangt mál, biðst ég bara afsökunar á því :D  En það væri gaman að heyra ef einhver vissi um endalokin, bauð oft í þennan bíl á sínum tíma,en aldrei nógu mikið.
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Dr.aggi on November 25, 2004, 19:55:00
Sa bleiki 66 hanns Kela 1982
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Dr.aggi on November 25, 2004, 19:58:45
Fyrri 69 Chevellan hanns Benna.  Myndir siðan 1982
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Dr.aggi on November 25, 2004, 20:02:23
Min Chevella 67 Myndir fra 1976-98.
Sorry finn ekki myndina af bilnum siðan 98 set hana inn siðar.
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Moli on November 25, 2004, 20:06:01
sæll Kiddi, myndasafnið er enn til, bara búið að taka linkinn út af forsíðunni en slóðinn á myndasíðunna er http://kvartmila.is/myndasafnid.html

...og Valur_Charade í staðinn fyrir að þú sért að downloada myndum sem ég hef tekið og sem ég hef sett á www.bilavefur.tk og setja þær sem attachment hérna inn, þá er betra að finna slóðina þar sem myndin er og gera (http:// setja slóðina inn og loka slóðinni með því að gera ) þetta sparar pláss á servernum sem www.kvartmila.is er vistuð á  :wink:

dæmi:

(http://www.kvartmila.is/spjall/files/resize_of_keli.jpg)
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Moli on November 25, 2004, 20:10:28
Aggi er þetta ekki þinn, þessi rauði og svarti hér að ofan? áttu gripinn ennþá?

(http://www.internet.is/bilavefur/album/gm/chevelle_1.jpg)
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Chevy Bel Air on November 25, 2004, 21:09:14
Ég á '67 Chevelle sem á eftir að gera upp en er í ágætu standi. Svo á einn vinur minn '71 Chevelle sem hann keypti á Akranesi 2000. og er búið að gera upp á bara eftir að ganga frá innréttingu.
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Gruber on November 25, 2004, 22:38:47
nú hef ég verið að skoða þessa bíla aðeins, en hver er munurinn á Chevelle og Malibu, þessir bílar heita oft Chevrolet Chevelle Malibu og er það ekki rétt hjá mér að þessir bílar heita allir Chevrolet Chevelle en Malibu er bara dýrari útfærlsa af Chevelle? ef svo er hver er þá munurinn?
Title: Re: Chevelle ´71
Post by: Anton Ólafsson on November 25, 2004, 23:05:28
Quote from: "Hlunkur"
Það var svona bíll á Blönduósi kring um ´95-6, rauður með svartar rendur á hliðunum, 350 og virkaði fínt í minningunni, sat að vísu aldrei edrú í honum.... :oops: . Hann gekk milli tveggja eða þriggja eigenda þar, kláraði a.m.k. þrjár vélar. Bíllinn var frekar heill, leit vel út en svo þegar síðasta rellan fór missti eigandinn áhugann og bíllinn stóð óhreyfður í ca. eitt ár. Eftir það eignaðist Einar Gunnlaugs hann minnir mig, og síðast þegar ég frétti af honum (um 2000) var hann kominn inn í port hjá Stjána Skjól, sagan sagði að hann hefði verið rifinn og slípaður niður á einni helgi, en svo ýtt út og staðið þannig þar til hann var fjarlægður, dálítið farinn að daprast... Ef ég er að fara með rangt mál, biðst ég bara afsökunar á því :D  En það væri gaman að heyra ef einhver vissi um endalokin, bauð oft í þennan bíl á sínum tíma,en aldrei nógu mikið.

 
  Hún er enn þá hjá Stjána Skjól
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Dr.aggi on November 25, 2004, 23:27:44
Sæll Maggi: Ju þessi svarti og rauði er Chevellan min og sa guli það er oeginal liturinn. Eg a hana enn enda erum við buin að alast svo til upp saman.

En svo eg leiðretti  Chevelle er finni tipa af malibu og svo er einnig til Malibu Chevelle.

Takk Maggi fyrir að setja inn myndina sem eg fann ekki hja mer.

Kv. Aggi
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Valur_Charade on November 26, 2004, 10:19:37
já ol Moli en þetta eru góðar myndi fannst þær bara verða að vera hér inni! Takk fyrir! og ok reyni að gera þetta í framtíðinni....
Title: Chevelle
Post by: Halldór Ragnarsson on November 26, 2004, 11:30:15
Dr.Aggi,ef ég má leiðrétta þig aðeins,þá er Chevelle undirtýpan ,Malibu er dýrari útfærsla,fleiri krómlistar,SS var svo option af Malibu.Þetta eru uppl.
frá      http://www.Chevelles.com.
Here is the complete VIN identification list

1 indicates Chevrolet. Thats all there is to this one.

Second and Third numbers indicate series:

31   Chevelle 300 series or El Camino      6 Cylinder
32   Chevelle 300 series or El Camino      8 Cylinder
33   Chevelle 300 Deluxe, El Camino or Wagon      6 Cylinder
34   Chevelle 300 Deluxe, El Camino or Wagon      8 Cylinder
35   Malibu, Custom El Camino or Wagon      6 Cylinder
36   Malibu, Custom El Camino or Wagon      8 Cylinder
37   Concours Custom Wagon            6 Cylinder
38   Concours,SS 396               8 Cylinder

These numbers are also located on the Cowl Tag.

Svona lítur þetta út fyrir ´67 árgerðina ,tekið af chevelles.com
HR
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Dr.aggi on November 26, 2004, 15:30:13
Þessa 71 Chevellu atti broðir minn 1980-1982 eg held þessi bill se einhver staðar i pörtum i skur i Hafnarfirði ennþa
Title: Re: Chevelle 71
Post by: Saloon on November 26, 2004, 22:39:22
Quote from: "Chevelle71"
Hann er í uppgerð,búinn að smíða gólfið í hann,ryðbæta hér og þar,skipta um grind.
Ég eignaðist hann á Jeepster grind m/V6 Buick,en er búinn að viða að mér 350,TH400,original stólum,en mig vantar gler í hann,vinstri hurðarúðu og hægri afturrúðu,hann er grunnaður í dag,var hvítur (Hörpu Kraftlakk,Lada original :D )
HR


Það var sætisbekkur og 307 upphaflega í bílnum
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Saloon on November 26, 2004, 22:49:30
Quote from: "Dr.aggi"
Þessa 71 Chevellu atti broðir minn 1980-1982 eg held þessi bill se einhver staðar i pörtum i skur i Hafnarfirði ennþa


Er þetta ekki árgerð 1972 ?
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Chevy Bel Air on November 26, 2004, 22:58:36
Þetta er 71 með 72 grill
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Saloon on November 27, 2004, 02:29:29
Quote from: "Chevy Bel Air"
Þetta er 71 með 72 grill


Já sýndist það.Faðir minn átti einu sinni ´71 Chevellu(Í uppgerð hjá Chevelle71 núna) og grillið á þeim bíl var öðruvísi
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: kiddi63 on November 30, 2004, 12:30:03
Þetta er sá græni sem ég var að spá í, veit eiginlega ekki hvaða litur þetta er, þetta er allavega með grænum blæ eða eitthvað  8)
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: bel air 59 on November 30, 2004, 22:48:18
hvar er chevellan sem gísli styff keppti á um 94,gul með svartan topp minnir að hann hafi verið 69 árgerðin kv.beggi
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Dr.aggi on December 01, 2004, 06:13:07
Gísli á hana enn og er víst ekki föl
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Chevy Bel Air on December 23, 2004, 20:27:20
Þessi bíll var keyptur á Akranesi 2000 orðinn ansi illa farinn.  Hann er nærri uppgerður í dag bara eftir að raða inn í hann. Hér er mynd af honum nýkomnum úr málun. En mér skilst á eigandanum að þessi bíll sé ekki á leiðinni á götuna á næstunni.
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Þröstur on February 13, 2007, 22:00:34
Þenna eignaðist ég 1979: 1966 Chevelle Malibu með 283, 4.gíra,stokk og stólum.Sami bíll og Keli á í dag og er bleikur.

PS.
Þegar myndirnar eru teknar er ökuskírteinið ca.30 min. gamalt.

Kveðja
Þröstur.
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Jón Þór Bjarnason on February 13, 2007, 23:00:14
Þessi var tekinn 14. ágúst 2004
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: edsel on February 14, 2007, 10:02:15
var gaman að leika sér á þessum bláa :?:
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Þröstur on February 20, 2007, 22:25:14
Jú edsel,þetta var ljúfur og skemmtilegur bíll en gerði ekki meira en tosast áfram með þetta kríli í húddinu en Keli hefur uppfært hann mikið og gaman
væri að sjá hann aftur á brautinni.

Kveðja
Þröstur.
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Belair on May 12, 2007, 23:56:17
þessi góði 1971 er núna á skaganum og er kominn á skár á ný.

(http://www.kvartmila.is/spjall/files/resize_of_bjarni_2.jpg)

og var fluttur frá Rifi af Subaru Legacy 2000

(http://www.1971chevelle.net/bjarniimage/1971Chevellebjarni00.jpg)
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: ljotikall on May 13, 2007, 20:14:44
en rauða chevelle-an sem var merkt bilabúð rabba?? a einhver myndir af henni og jafnvel sma details um bilinn??
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Ásmundur S. on May 14, 2007, 01:06:17
veit einhver um þennan?
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/myndaalbum/gm/normal_a3060chevelle.jpg)
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Belair on July 16, 2007, 01:36:43
jæja búið að mála gófi og ekkert en chevelle í skúrnum að mestuleit

(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/DSC00201.jpg)

(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/DSC00202.jpg)
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Belair on October 26, 2007, 19:55:53
jæja nyju bremsunar komnar

(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/DSC00002.jpg)

(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/DSC00003.jpg)

(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/DSC00003.jpg)

(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/DSC00004.jpg)

(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/DSC00005.jpg)

(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/DSC00006.jpg)

(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/DSC00007.jpg)

(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/DSC00008.jpg)

(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/DSC00009.jpg)

(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/DSC00010.jpg)

(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/DSC00011.jpg)

(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/allt.jpg)

(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/DSC00013.jpg)


og svo er þetta á leiðini í hann.

70-72 Chevelle full quarter panel LEFT  and  RIGHT
70-72 Chevelle tail panel edp coated tail lamp panel
70-72 Chevelle outer wheel house LEFT  and  RIGHT
70-720 Chevelle fender ss malibu LEFT  and  RIGHT
70-72 Chevelle steel cowl hood ss
68-72 Chevelle trunk lid
Chevelle inner wheel house LEFT  and  RIGHT
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Belair on October 26, 2007, 20:24:08
(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/DSC00014.jpg)
Title: Chevrolet Chevelle
Post by: Kristján Skjóldal on October 26, 2007, 22:53:12
já þú hefur nó að gera :?
Title: Re: Chevelle 71
Post by: Belair on November 01, 2007, 00:01:57
Quote from: "Saloon"
Quote from: "Chevelle71"
Hann er í uppgerð,búinn að smíða gólfið í hann,ryðbæta hér og þar,skipta um grind.
Ég eignaðist hann á Jeepster grind m/V6 Buick,en er búinn að viða að mér 350,TH400,original stólum,en mig vantar gler í hann,vinstri hurðarúðu og hægri afturrúðu,hann er grunnaður í dag,var hvítur (Hörpu Kraftlakk,Lada original :D )
HR


Það var sætisbekkur og 307 upphaflega í bílnum


ok þessi her

(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/Scan10005.jpg)