Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Fannar on November 15, 2004, 19:11:04
-
daginn, ég er að spá í að fá mér stage 4 turbo kitt frá summit racing í trans aminn hjá mér, hjá summit stendur að mótorinn þyldi þetta kitt. eða ætti að gera það :D meina hvað haldi þið? þolir allveg 305motor tvær 18punda turbinur?? samt bara bustaðar á 13psi :D
það fylgir allt kittinu. semsagt oliudæla flækjur og eitthvað dót :D en enginn sveifarás og engar stangir í motorinn what so ever :?
endilega komentið :D
-
Ég er enginn túrbó sérfræðingur en ég myndi fara varlega í þetta með 305 chevy með blöndung. Ef það er búið að skipta um innvolsið í henni þá er þetta kannski einfaldara.
Ef rellan væri hinsvegar með innspítingu þá er einfaldara að stýra kveikjutímanum m.v. bústið, og knock sensorinn gæti bjargað dótinu.
-
Knock sensorinn bjargar engu, ef menn setja túrbó eða blásara á vélar án þess að breyta original kveikju og bensínfæðikerfinu þá endar það bara með ósköpum.
-
Hver er þjappan á vélinni
-
Sæll,, ég mundi setja stærri mótor í kaggann,,, bara hugmynd kv. Bk
-
Hæ.
Gott mál, er box utanum karbítorinn.? Olíudæla???? til hvers???
Er ekki bost tengd bensíndæla með þessu? Með 18 pund. ca 650 hp. Vélin fer sennilega ekkert alveg strax en hvað með restina???
Ef þetta er með stillanlegum "veistgeitum" þá getur þú sennilega róað þetta niður í 450-500 hö og verið lukkulegur (smá stund, svo fer skiftingin að væla og drifið vælir líka svo vælir konan og krakkarnir og þeir sem þú keppir við, sem sagt vælubúnaður) En rosalega skemmtilegt.
Vertu ekki að láta einhverjar væluskjóður draga úr þér kjarkinn.
Póstaðu myndir þegar kittið er komið til þín, svo við getum samglaðst.
-
sælt veri fólkið, ju það fylgir bensíndæla og auðvitað myndi ég breyta kveikjuni og bensín og loftflæði, en það þarf ekkert að breyta involsinu í velini, ég er einmitt með summit racing equment stillanlega kveikju og holley 600 blondung, þannig að ég byst við því að þetta verði ekki eins stórt mál og þetta virðist vera.
ég er ekki buinn að kaupa kittið, er bara að skoða. en ég myndi ekki bústa kvikindið það hátt að hann færi í 500 til 600hp =/
það er bara til að drepa mig :D
en kannski 450 500sleppi svona :P
fá intercooler úr imprezu og bov líka :P
væri dáldið spez sound úr kvikindinu :D
ekki búast við að hann komi aftur á götuna twinturbo :P
en ekki efast það heldur :D
takk fyrir góð koment :)
endilega fleyri komentið :)
-
Hvað á svona kit að kosta?
-
Hvað á svona kit að kosta?
í kringum 100þús heim komið með öllu :)
kannski einhvað meir
-
það finnst mér óvenjulágt verð, var búin að skoða turbo kitt og blásara kitt í vettuna sem ég átti og það var alltaf alveg nokkrum sinnum þetta, en ég er engin sérfræðingur en mér finnst dáldið mikið að blása tæpu bari inn á orginal 305 kettling
-
komdu með vörunúmerið á þessu hjá summit svo maður getur skoðað þetta og kommentað almennilega.
-
Tja ég er að blása rúmu bari á 4 cylendra vél sem er nánast stock. Bara búið að renna aðeins af stimplunum.
-
Baldur minn, ég myndi nú treysta súkkunni eða öðru nonamerísku betur heldur en mörgu öðru dóti, ehemm....hóst hóst (þetta ameríska drasl) hóst....
Tveggja bara og 450 hestafla kveðja, Nóni
-
Vélin er amk aðeins sterkari en afturhásingin :oops:
-
Hæ.
Slæmt kvef N'oni minn. Já það er gott að vera með Non usa gæðadót á sínum snærum. Og hafa náð "góðum" tíma (miðað við...t.d. )(var ekki einhver ammrískur gerfiefnabíll a la Ingó að fara svipaðann tíma svona í fyrstu tilraun prjóngrindarlaus,,, eða eru það hjálparadekk)
Og talandi um ó ammrísk gæði. Þá er "góður tími" í einni ferð af hverjum sjö, Því hinar ferðirnar voru upp í kúplingsgufu eða stóð svört "buna" út um pústið, Þ.e.a.s þegar ekki var stympla mylsnu skaflar á brautinni. (eru nokkuð ammrískir bullukollar hjá þér)
En mér skilst að kúplingin sé komin í lag (ábyggilega kúpling úr súkku.??)
Skrítið hvernig hlutir eru misgóðir eftir framleiðanda, Kunningi minn á t.d. mjög góðann "súkku" "jeppa" sem er með 2,3 ford, bronko kassa og willys hásingar og búið að "laga" flest annað Autometer mælar, Raggi Vals boddý o.sv. frv. þannig að þetta er nú orðin góð "SÚKKA"????
Með von um góðar undirtektir.
-
Er búið að henda nonna :twisted: vett út af spjallinu eða hvað, efhverju comentar hann ekkert á Fannar, og ps Valur bölvaður fantur geturðu verið að láta Fannar halda að hann þurfi að skrúfa 3 0 5 vélina NIÐUR í 500 hö, og Fannar ég er nokkuð viss um að kittið kostar slatta meira en 100 kall því annars er nokkuð víst að það vanti einhvað í það :? :? og ps ekki reina þetta á óbreitta vél og alllllls ekki ef hún er slitin því þá geturðu bara keypt ódírt nitro og hent svo vélinni á eftir :!:
-
Núna spyr ég eins og asni, ert þú ekki að smíða neitt núna Svenni? Hvað varð um Vettuna?
-
Hæ.
Hva.....? Hafiði enga trú á svona turbodóti eða hvað...
Ég var fyrir helgi að skoða nýlegt "Hot rod" blað þar sem var verið að bera saman turbo, cetrefugal, og baby roots. Og turbo með 9,5 psi engann intercooler og 750 carb. í "boxi" gaf yfir 600 hp á einhverri sm bl ferd hænu.
Ég er nú það trúaður að ég held að 305 gefi svona 302 bara ekkert eftir. Og svo getur hann fengið einhver 350 hedd sem gefa svo lægri þjöppu og stærri ventla. Og múhahahaha....(sorry I got carryed away)
Allavega ég var ekki að skepnuskapast á manninum, enda ekki þekktur fyrir hrekki og grín....
Blástu mótorinn maður, ekkert væl.
-
Núna spyr ég eins og asni, ert þú ekki að smíða neitt núna Svenni? Hvað varð um Vettuna?
vettan borðar engan mat og verður vonandi til búin fyrir næsta sumar og vonum að veðurguðirnir leyfi meira en 3 keppnir þá, mig vantar bara góð álhedd þar sem nóg er komið af big blokk kílóum í trínið, ég bara asnaðist til að lenda í svo hressilegu slysi í fyrra :evil: að ég bara lá í rúminu í ár þannig að það verður bil á því að veskið leyfi hedd en ég var nú að afreka að setja 6.5 lítra turbo lýsisbrennara í húddið á pikkanum mínum svo það gæti nú bara eithvað gerst á nýju ári :twisted: og Valur það hafa allir trú á TURBOO það þarf bara að gera það þannig að það þurfi ekki alltaf að draga mann heim því það er talsvert verra en að bara tapa :!:
-
Hæ.
Hvaða vantrú er þetta. Þetta með að draga heim, er þetta skot á SAAB útgerðina eða er þetta þín reynsla,.
Þetta sem ég var að skoða með turbo og carb er götudót. Lesist: keyra heim.
'Eg var að skoða mustang sem var ekinn 138,000 mílur og aldrei tekið af ventlalok Lesist : STD. og hann var með turbo og carb og fór 141 mph á braut með 11 psi, Róaði hann svo niður í 6 psi og fór samt 132 mph. Með orginal Cat back pústi. 2,5" það var vidíó og heyrðist ekkert nema grenjið í dekkjonum. (kemur þetta væl aftur)
"Svo mig ekki skilja íslendingur".?????
"Þú bara rúnka míg í rímíní"
Og þess fyrir utan þá bilar þetta nú allt (jafnvel þó þetta sé ekki ammríst) fyrr eða síðar. (annars væri lítið gaman.)
Sjáðu Nóna, alsæll þó hann sé dreginn heim, svona af og til.
Það er sennilega samkvæmt.: "Betra er að vera ljón einn dag. en hundur alla æfi."
PS. hvað er þetta "vett m.t. vett" Er það útaf T-toppunum eða bleyjonum sem valda því að sæti eru alltaf rök.?????
-
Það er alltaf gaman að lesa það sem þú skrifar Valur :lol: :lol: :lol:
Og Svenni það verður nú gaman að sjá þetta apparat gera eitthvað, síðast þegar ég sá það var vélin bara rétt komin ofaní.
-
í kringum 100þús heim komið með öllu :)
(http://www.rx7club.com/images/smilies/bsmeter.gif)
-
nei nei ég var ekki að skjóta á neinn en mín reynsla af turbo hefur verið mjög góð, en ég ætlaði í einvígi við Hafstein Valg árið 2001, þar sem við erum nú félagar til margra ára og ætlaði að sína honum að þetta þyrfti ekki að kosta neitt nema rafsuðu ruslahaug og helling af nennnnni ég grilaði tvær Dodge shadow hárþurkur ofan í plasbílin, cooler sem uphaflega átti að fara í landcruiser feita gorma á dump ventlana pressostat á turbinurnar sem lokuðu returnum bensin lögninni sem gaf mér 100 punda bensinþrýsting þegar bínurnar blésu 10 pund+ ég sýndi það sem ég ætlaði að sýna en þetta kostaði meira en ég mun nokkurn tíman viðurkenna ég braut orginal ZF kassan í vettunni sem er talsvert sterkari en 700 skiftingin sem Fannar er trúlega með og þegar ég opnaði vélina um veturin, upphaflega útaf forvitni þá báru sumir stimplarnir talsverðan vott umm leen bensinblöndu en nóg var af bensini, en shitt hvað þetta virkaði :lol: :!: :lol: :!: :lol:
Ég tala hér að framan eins og þetta hafi verið ódýýýr búnaður en þetta var það alls ekki, mun meiri pæling lögð í þetta en ég viðurkenndi þá, ég að sjálfsögðu mæli með að allir reyni þetta því þetta er geðveikt en þetta er fucking dýrt ef þetta á að virka ég t.d tók mér pásu þegar húdd innréttingin var komin yfir 1150 þús og ekki klár en svona verður þetta nú einusinni spennandi, en þá er líka verið að tala um einn fyrsta C4 á norðurlöndum með big blokk + tvær Garret T4 með spezial ofset fyrir þessa vél, dumpventla, alvöru spissa, fulsise innspítingu, alvöru msd kerfi alvöru bensin kerfi, tvöfalt 4" pust fulzise intercooler og helv helling í viðbót og ég var ekki að meina að þetta væri sniðugt en :twisted: :twisted: :twisted:
-
Hvernig innspítingu ertu með á græjunni?
-
Hvernig innspítingu ertu með á græjunni?
Smeiðana sjálfur með hjálp Daviðs 'Olafs og Ebay blessum bæði kvikindin :P
-
Hvernig tölva er það þá?
-
Orginal enþá, þeð er bara búið að blöffa tölfuna eins og hægt er með miklu bulli. Og ekki byðja mig að lýsa því hér ,ég hef hugsað mér að fara yfir í alvöru kerfi eins og Steingrímur turbo plast er að fara útí með Vettuna sína :!:
-
Svenni áttu myndir af græjunni??
-
Gaman að sjá þig Svenni,best að ég fari að labba yfir til þín fyrst við erum orðnir nágrannar og sjá hvað þú ert að bardúsa !!! :wink:
-
Svenni áttu myndir af græjunni??
Ég fann enga af henni með frammendanum á.
-
SLLLEEEFFFFF (http://easy.go.is/hubs/bowdown.gif)
-
Hæ.
Hundflott hjá þér. Til lukkuu með það.
Hentu þessari innsp. og tölvunni og settu 1 karbítor og þú væriri búinn að keyra í allt sumar. Alltof mikið af smárum til að gera þér lífið leitt.
Bara mín skoðun,
Gott hjá þér samt og gaman að sjá flott vinnubrögð.
(verst hvað svona ALVÖRU "pródékt" andast oft inní skúrum vegna of mikils kostnaðar.) En, Megi þett klárast hjá Þér og eiga langa lífdaga.
Meira en, ég held samt að 500 hö sé ísí á 305. (ég sagði aldrei að skiftingin myndi lifa lengi, eða hásingin.) Svo er bara að setja C-4 eða 904 skiftingu og hásungu undan 2500 ram og WAAAAAaaaaaaaaa.
'I marga daga.
-
halló :P
smá info handa ykkur :P buið er að almála bílinn og allir varahlutir eru komnir, nema topparnir og þéttikantarnir þar :P
myndir af "nýja" bílnum mínum koma fljótlega eftir helgi, er en að býða eftir innrétinguni úr bólstrun, eitthvað takmarkað til af leðrinu hjá bólstraranum :D
í sambandi við þetta turbo kit þá var ég að spá í að hafa þetta pinku auðveldara en á þessari líka geðveiku vettu :)
en ætli það endi ekki með að ég kaupi vel tjunaðann 350motor og 700skiptingu og auðvitað nitrokerfi :P
þarf að fá nýtt drif í bilinn, bæði því læsingin er biluð og því það er ALLT of lágt í honum drifið :S
og þá er kvikindið reddý :D
en ég ætla að fá drifið og felgurnar til að byrja með :P
-
Fann myndir af húddinu.
-
Og læt nokkrar flakka af smíðinni.
-
Thumbs up. Verður gaman að sjá þetta klárað.
Hvernig er það, lentirðu ekki í einhverju veseni með þennan mótor?
-
Þetta er sjúkt sett-up hjá þér, :D Til hamingju
Hvaða túrbínur ertu að nota
-
'Eg var viðstaddur fyrstu gangsetningu hjá Svenna á þessum bíl,og það var bara gaman,illa flott þegar bínurnar fóru að sjúga 8)
-
Þetta er sjúkt sett-up hjá þér, :D Til hamingju
Hvaða túrbínur ertu að nota
Tvær Garret T4 með uppsetningu fyrir 7.4L V8 testaðar fyrir 30 pund upp í 10þús snúninga, og koma inn í 2þús snúningum þegar ég sendi fyrst þessa fyrirspurn var ég kallaður MR INSANE en það var árið 2002 og þetta er ekki eins merkilegt núna þar sem það er hægt að fá sambærilegt kitt núna víða, en þó ekkert sem passar ofan í þetta barbie húdd
-
Er þetta ekki Davíð sem er að pósa :) :?:
-
OK call me INSANE en hvar fær maður svona, ég er með 7,6 sem ég er ekki alveg nógu sáttur við :twisted:
-
(http://www.racersden.net/forum/images/smilies/love-smiley-086.gif)(http://www.msprotege.com/members/LinuxRacr/smiles/perfect10.gif)
-
Flottasta project sem ég hef séð allavegana,
-
Hæ.
Slæmt kvef N'oni minn. Já það er gott að vera með Non usa gæðadót á sínum snærum. Og hafa náð "góðum" tíma (miðað við...t.d. )(var ekki einhver ammrískur gerfiefnabíll a la Ingó að fara svipaðann tíma svona í fyrstu tilraun prjóngrindarlaus,,, eða eru það hjálparadekk)
Og talandi um ó ammrísk gæði. Þá er "góður tími" í einni ferð af hverjum sjö, Því hinar ferðirnar voru upp í kúplingsgufu eða stóð svört "buna" út um pústið, Þ.e.a.s þegar ekki var stympla mylsnu skaflar á brautinni. (eru nokkuð ammrískir bullukollar hjá þér)
En mér skilst að kúplingin sé komin í lag (ábyggilega kúpling úr súkku.??)
Skrítið hvernig hlutir eru misgóðir eftir framleiðanda, Kunningi minn á t.d. mjög góðann "súkku" "jeppa" sem er með 2,3 ford, bronko kassa og willys hásingar og búið að "laga" flest annað Autometer mælar, Raggi Vals boddý o.sv. frv. þannig að þetta er nú orðin góð "SÚKKA"????
Með von um góðar undirtektir.
Já Valur minn það er margt rétt í þessu hjá þér enda ertu réttsýnn þó að þú viljir stundum ekki viðurkenna það. SAABinn hefur verið með eindæmum óstabíll og ekki hægt að stóla á hann í mörgum keppnum, hann hefur þó verið með í þeim flestum frá vorinu 2002 sem er nokkuð gott miðað við ( byrjar þetta miðað við ) 2 brotin drif (vegna þjösnaskaps), 2svar sinnum brotna stimpla (vegna vankunnáttu), fjármagnsskorts (ég veit það eru allir blankir, ekki bara ég), o.fl. o.fl. Stimplarnir brotnuðu vegna ónógs bensíns í blöndunni og var það áður en mælirinn góði kom til sögunnar en SAABinn keyrði í bæði skiftin heim sjálfur (leyfði mér auðvitað að stýra), hann hefur aðeins verið dreginn þegar driflínan hefur brotnað eða þegar gamla tölvan brann.
Hvað varðar hinn artifissilíska bíl formannsins þá hef ég alltaf verið til í að metast, tíminn hans var góður og hljóðið flott, menn vilja hins vegar bara bera sumt saman, ekki annað ( eins og staðsetningu drifs og verðmæti bíls :D ). Annars var ég eiginlega búinn að lofa mér því að tala ekki um þann bíl aftur vegna þess að einn vefstjórinn bitchslappaði mig með tittlingnum á sér svo illilega að ég er enn með ostbragð á vörunum.
Aftur að ameríska dótinu,miðað við þetta allt ætti 305 ( ca 5 lítrar ) að gefa ca 1125 hö ef að mín góða 2ja lítra vél gefur 450, einfalt reikningsdæmi það. Þá getum við líka kæst svakalega vegna þess að vélin hans Svenna ætti að gefa 1665 hö miðað við sömu hlutfallsútreikninga og svipaða fyllingargráðu og þrýsting, þá erum við að skjálfsögðu að tala um upphaflegt innvols (stimpla, hedd, ventla, o.s.frv.) ekið svo og svo marga km. eða mílur.
Gaman væri að fá að kynna Svenna fyrir þeim góða búnaði sem ég hef í bílnum hjá mér og gerir mér kleyft að sækja þessi hestöfl.
Svenni, við félagarnir vildum gjaran fá að ræða við þig undir 8 augu ef það er mögulegt.
Samanburðarkveðja, Nóni
-
Gleymdi að sleikja Svenna upp áður en ég bauð honum til fundar við mig......
Svenni, mikið rosalega er þetta gæjalegt hjá þér. Ég er að meina þetta, alltaf gaman að sjá flott túrbó settöpp.
Kv. Nóni
-
Gleymdi að sleikja Svenna upp áður en ég bauð honum til fundar við mig......
Svenni, mikið rosalega er þetta gæjalegt hjá þér. Ég er að meina þetta, alltaf gaman að sjá flott túrbó settöpp.
Kv. Nóni
Alltaf til í turbo fund, þ.e með mönnum sem hafa einhvað vit á hlutonum ,endilega bjallaðu á mig eða sendu mér númerið þitt.
Kveðja Svenni S:8677604
-
Nóni, N'ONI.
Ég veit að þú veist betur en að vera að bera svona saman vélar eftir stærðum. LÍTIL VÉL GEFUR ALLTAF MEIRA PR.CID (cc fyrir þig)
Td. Þess vegna eru 2 cyl vélar stærri (í cc) heldur en 4 cyl í mótorhjólakeppnum O.sv.frv. Þetta hefur með brunahraða og turbulance Quence etc. að gera einsog þú veist (held ég)
Þess vegna í flokkum einsog competition eða öðrum þar sem bílar eru flokkaðir eftir cid/ lbs. er alltaf reglan, Eins léttan bíl og reglur leyfa og svo vélina eftir því (minni vél) því, þú færð alltaf meira afl PR CID eftrir því sem vélin er minni. EN kjarni málsins.: Það er samt meira gaman með 600 hp 300 cid en 400 hp 200 cid. þó 200 cid sé með betra hlutfall pr. cid.
Hættiði þessari "miðað við" minnimáttarkennd. Þetta er án þess að sé verið að gera lítið úr árangri manna með "miðað við" vélar.
Mætiði bara með aftur drif, slikka og reisgas en ekki möppu fulla af "gott miðað við" afsakanir (ég veit nú er stríðsöxinni kastað, This means war)
Og einsog þú veist lika (enn held ég) er ekki aukning í réttu hlutfalli með BOOST þ.e. ef 10 psi gefa þér 150 hp auka gefa 20 psi ekki 300 hp (kannski 250)
Og enn og aftur. ´Eg held að flestir vildu frekar 10 sek töng en 12 sek sábu fyrir svipaða vinnu (lesist, pening) 'Eg allavega..... En ég er nú soldið skrítinn.
Og með hann félaga þinn sem byrjar alla pósta með "svona er nú túrbóið gott" maður gæti haldið að hann haldi að túrbó sé morgunkorn..
EF...... hinsvegar flokkar væru cid/lbs (vélastærð/þyngd) einsog þeir ættu að vera (t.d. OF eða Competition) þá værirðu í góðum málum . Samanber "Nú erum við í góðum málum, tralla lalla la"
Eitt enn.... Við erum illa búnir að stela þessum þræði hjá einhverjum vesaling sem hvort eð er gafst upp og er komin með "læetttjúnnaða 350 og gas....." Nörd..
Og þetta að stærðin skifti ekki máli...... BULL. SIZE RULES. ha ha.
-
Þetta er rétt, störtum nýjum þræði.
Kv. Nóni