Kvartmílan => Mótorhjól => Topic started by: egilljon on November 09, 2004, 22:44:45
-
Mig langaði til að prófa að spyrja ykkur hvort þið hefið einhverntíman rekist á þetta hjól sem ég gerði upp á sínum tíma en var keyrður niður og hjólið fór svo á uppboð hjá VÍS. Ég veit að það seldist en svo veit ég ekkert hvort það var notað í parta eða lagað ? Það fór mjög illa í árekstrinum en það var ekki nema 1 mánuð á götunni og ég var ekki einusinni búinn að tilkeyra það þegar druslan kom æðandi í vinstri hliðina á mér ! :(
Ef einhver á hjól sem ég gæti keypt til uppgerðar þá væri gaman að heyra af því líka :)
Ps. Ekki plasthjól takk
Kv
Egill
-
var þetta hjól svart með gylltum strípum ??
-
sýnist það nú vera blátt og nýuppgert og sprautað þarna ...
-
"Caprice78" ..... kanntu ekki að lesa ? ég spurði "VAR ÞETTA" ekki hvort það væri !
Spurning hvort þú ættir ekki að taka upp 10. bekkinn aftur ef þú ert þá búinn með hann.
ástæðan fyrir spurningunni er einfaldlega sú að "svona" hjól, svart og gyllt var í eigu ættingja fyrir nokkrum árum og var mér hugsað til ástands á því í dag.
kv Krissi
-
Sælir.
Krissi, hvað var númerið á hjólinu hjá þér?
Ég er að vísu ekki með alveg eins en ég á 79 módel af CB 750K. Það hjól var á Stokkseyri og var í þessum orginal svarta lit með gull strípum. félagi minn keypti það og tók í gegn og ég tók við því af honum.
-
úff ef ég myndi það þá væri lítið mál að finnna ! en því miður er minnið ekki svo gott
-
uss maður ég sá þetta á stokkseyri einu sinni og djöfulsins læti í því maður! mig minir að gaurinn hafi átt grænan Land Rover líka........