Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: nonni1 on November 08, 2004, 22:10:58

Title: Heddmál
Post by: nonni1 on November 08, 2004, 22:10:58
Ég var að spá með hedd á 350 sbc, mér var sagt að 305hedd á 350 með flattop stimpilum gefi góða þjöppu, man ekki hver hún var reyndar, en ventlarnir eru mun minni en á orginal 350 heddi. Ég hef einnig heyrt að hedd 400 mótor úr pontaic gefi góða þjöppu en eru þau ekki með stærri ventla?
Hvaða hedd væri málið að setja á, sem er hægt að fá fyrir lítið??, þ.e.a.s. ég er ekki að fara í ál og eitthvað performans strax.

Með fyrir fram þökkum Jón
Title: Heddmál
Post by: firebird400 on November 08, 2004, 22:15:51
Ég er með 400 hedd á 455 Pontiac, það gefur mjög háa þjöppu og 400 heddið er stærstu ventlunum sem komu frá Pontiac en það hedd passar að sjálfsögðu ekki á 350 chevy, en mig grunar að þú sért einmitt að meina það, er það ekki  :?:
Title: Heddmál
Post by: nonni1 on November 08, 2004, 22:32:49
Jú ég var einmitt að meina það!
Og er að spá hvaða hedd er hægt að fá á 350 sem hefur stærri ventla en 305 hedd og gefur svipaða eða meri þjöppu með flattop?

Með meiri fyrirfram  þökkum
Jón
Title: Heddmál
Post by: Gizmo on November 08, 2004, 23:20:16
er þetta ekki spurning um að sækja eitthvað almennilegt úr áli í ameríkuhrepp meðan dollarinn er gefins ?
Title: 305-350
Post by: Blaze on November 09, 2004, 23:09:08
Það sagði við mig gamalreyndur bifreiðasnillingur um daginn að ef þú settir 305 hedd á 350 þá værir þú kominn með alvöru mótor.
Title: Heddmál
Post by: 75Kongurinn on November 11, 2004, 15:11:12
þú færð kannski fina þjöppu með 305 heddum en þau flæða bara nákvæmlega engu.. þú mundir örugglega tapa afli við aðgerðina..

en hinsvegar eru til 2 - 3 pör hérna
Title: Heddmál
Post by: nonni1 on November 12, 2004, 12:51:04
Eru einhver hedd sem eru að gefa svipaða þjöppu og 305 hedd en betra flæði? þá er ég ekki að tala um ál bara eitthvað sem hægt er að fá fyrir lítinn pening!

Takk fyrir Jón
Title: Heddmál
Post by: firebird400 on November 12, 2004, 14:48:12
Ekki það að ég sé chevy sérfræðingur en það hjóta nú að vera til hedd með mismunandi stórum brunahólfum á 350, er ekki svo líka hægt að plana einhvað smá af heddunum til að hækka þjöppuna.

En hvernig er það, ertu með knastás fyrir háþjöppu vél eða ertu með knastás sem er fyrir torkara með lágri þjöppu.

Það er meira atriði að hlutirnir séu að virka saman heldur en að vera með eihvað eitt af því stærðsta og mesta :D
Title: Heddmál
Post by: 75Kongurinn on November 17, 2004, 18:15:45
er það ekki bara 2ja bungu heddin... eða 283 sem væri gott að porta..
Title: Heddmál
Post by: Svenni Turbo on November 17, 2004, 23:20:39
það er hellingur til af flottum heddum bæði af 305 og 350 það þarf bara að skoða þau vel því portin eru jafn mistór og ventla stærðin og er ekki altaf sama hlutfall, en það er mun minna mál að breita portonum en ventlonum þannig að aðal málið er cc ið og ventlastærðin :!:
Title: Hedd portun
Post by: Halldór Ragnarsson on November 18, 2004, 11:07:58
Það er alls ekki sama hvernig hedd eru portuð,það er minnsti ávinningurinn að stækka opið á portinu,það sem gefur mest er undir ventilhausnum og frá ventli og og  styttri beygjan frá ventli,tálga ventilstýringuna fræasa út opið í að minnsta kosti 80% af ventilhausnum
HR