Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Öddi on October 17, 2004, 20:23:35

Title: Bronco
Post by: Öddi on October 17, 2004, 20:23:35
Ég er með bronco 2 "88 módel V6  2,9L og er í smá vandræðum með hann.
Þannig er mál með vexti að bensíndælan sem að er nær vélinni fær ekki straum til að dæla, dælan sjálf er í lagi.
Spurningin er, er hægt að tengja hana beint við svissstraum eða er eitthvað í innspítingunni sem stjórnar henni?
Eða gæti það verið móðurtalvan sem er að stríða mér?
Áður en hann stoppaði allveg voru einhverjar gangtruflanir í honum sem lístu sér þannig að það var ójafn gangurinn í hægaganginum og hann fór að hökta í keyrslu þegar hann fór undir 2000 snúninga, þessar gangtruflanir eru búnar að vera nokkuð lengi í honum og voru í honum þegar ég keypti hann.
Title: Bronco
Post by: baldur on October 18, 2004, 00:37:39
Innspítingin stjórnar dælunni.