Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: ElliOfur on October 13, 2004, 00:44:50
-
Sælir drengir.
Fékk hugmynd, og framkvæmdi, langaði að deila því með ykkur.
Á laugardaginn hringdi ég í frænda minn sem er/var með gamla uber flotta tercelinn minn í láni. Ég spurði hann hvort honum væri ekki alveg sama þó hann hefði 350 mótor í tercelnum ... það kom hik á drenginn og svo spurði hann mig hvort ég væri með svima (wonder where that came from :D ) Ég náði í kvikindið, reif 1.6 vélina sem ég setti í hann fyrir hálfu ári (úr toy carinu II '89, flækjur, opið 2" púst og green cone sía)
Ég reif vélina úr vaninum mínum helgina áður, ætlaði að setja hana í torfærugrindina mína, og ætla raunar enn, en langaði að grínast eitthvað smá með hana fyrst. Þetta er nánast alveg original vél úr chevy van 79 model, bara búið að skrúfa 4 hólfa blöndung ofaná hana. Þessu TRÓÐ ég í tercelinn, þurfti reyndar að skera hálfan hvalbakinn úr, og soldið af gólfi yfir skiptingunni (stock 350 skipting). Vélin komst í að þessum breytingum loknum, ásamt stóru sleggjunni í hvalbakinn til að kveikjan hefði pínu svigrúm. Þá kom smá babb í bátinn, PÚST!! hvorki greinar né flækjur komust fyrir. Úbbosí.. braut heilann í smá stund og fattaði svo að það er hægt að snúa þeim öfugt :) Og já, þær koma upp og fram. Vatnskassinn og olíukælarnir fyrir skiptinguna ná soldið framfyrir ljósin, lofthreinsarinn blockar soldið útsýni, ekkert alvarlegt, hef séð það verra.
Merkilegt hvað bíllinn seig lítið, eitthvað rétt um eða innan við tommu lægri að framan. Er með original tercel afturhásinguna, bíllinn er svo léttur að þegar ég er búinn að setja basíska 100% rafsuðulæsingu, þá held ég að þetta verði enginn æsingur, líka þar sem vélin er skítköld og stock utan 4 hólfa blöndungsins og flækjanna.
Á sunnudagskvöld þá skilaði ég frænda mínum bílnum aftur, og hann notar hann til að komast í vinnu :)
læt 2 myndir fylgja af kvikindinu
(http://adsl7-194.simnet.is/toy350-3.jpg)
(http://adsl7-194.simnet.is/toy350-2.jpg)
Margt brallað í sveitinni :twisted:
-
HEHEHE made in sveitin,snillingur :lol:
-
hva.. á ekki að vera míla um helgina? sjá hvað þetta getur.. :D
-
Verður míla um helgina ?
-
þetta er sem sagt toylet tercel i dag hehe ofurgræja breytist eiðslan eithvað??????? :shock: hehehe
-
Þetta er tær snilld, og verður seint toppað
-
hahahhahah(sjaldan hlegið jafn mikið) þvílíkt white trash arrgandi snilld, Snillingur :D
-
Sniðugt ! !
En ég held að þessi hafi alls ekki verið síðri,
alveg þrusuvirkaði með 400 chevy mótorinn undir mælaborðinu, smá nítró og driverinn rekinn afturí. :D :lol: 8)
Þetta var kallað :"Diet-Chevy" og ökumaðurinn "The Back-seat-boy"
-
Engar myndir....only red X,me wants to seeeeeeee
-
Það eru allar myndir á sýnum stað. 8)
-
Þetta er snilld. Kannksi maður geri þetta við bíl pabba og mömmu. :D :twisted:
-
Jams, var offline í smástund í dag, er bara með þetta á server á tengingunni minni sem er inní herbergi
-
Engar myndir....only red X
Ég vildi að ég gæti sagt það sama (http://www.live2cruize.com/phpBB2/images/smiles/crazyeyes.gif)
-
Þú ættir að bera þessa hugmynd undir jappana, þeir yrðu ábyggilega yfir sig hrifnir og myndu senda þetta strax í framleiðslu :D
-
Rock on :D
-
Fleiri myndir, vísa á líflegri þráð.
http://www.live2cruize.com/phpBB2/viewtopic.php?t=8548&postdays=0&postorder=asc&start=105
-
Henti upp vef, ef þið viljið fylgjast með græjunni minni
http://adsl7-194.simnet.is/tercel/
Bráðvantar einnig kveikjulok á '79 350 (búinn að finna hásingu)
takk
-
Glæsileg bifreið hjá þér! Er þetta frúarbíllinn? hehe en á einhver myndir af þessum Daihatsu með 400 mótornum? Það væri gaman að fá einhverjar upplýsingar um hann.....Haltu áfram með þennan Tercel þetta er algjör græja :twisted:
-
Ein hér.
-
hvað varð um charade-inn?
man eftir sögunum af honum.
-
var ekki tekin úr honum vélin og honum síðan fargað :roll:
-
Jú það er rétt, bíllinn var rifinn og síðan hent en vélin bíður öskrandi eftir að komast ofaní (eða inní) eitthvað annað eins og t.d. suzuki svift eða bara mini ef hann finnst 8) 8) :wink:
-
hversu miskunnarlausir eru menn? henda Daihatsu Charade! þvílík skömm.....þið ættuð að skammast ykkar :evil:
-
þar sem þeir eru framleiddir ónýtir þá er það svosum í lagi.. eru líka það littlir og léttir að þeir komast ágætlega ofan í ruslafötu, annars er almenna ofurdæjara þjónustan 410 hnífsdal komin með GTTI charade í hendurnar með uppskrúfaðari túrbínu, hengur vél gt subaru stimpilmaskara sona þangað til heddpakningin fór, aldrie að vita hvað verður úr dýrinu
-
þetta er bara rugl þetta eru ágætir bílar og það fær mig enginn ofan af því sama hvað hann segir! en ef við horfum á þessa mynd hér hvaða bíll er nr.4? hehe hann sómir sér vel þarna á milli!
-
hahaah, þú ert svo steiktur Valur
-
ég er rétt forsoðinn maður! :D
og já það er rétt maður kemst langt á tanknum á charade! en annars er ég að fara að koma mínum á götuna styttist í að maður megi fara að keyra! 8) sprautun er á næsta leiti og það verður allt rautt....innrétting að hluta rauð og rauð ljós hér og þar samlitir stuðarar og það á að lækka hann þannig að hann komist ekki yfir ákveðna hraðahindrun hér á Hornafirði svo er viðarstýri krómaðir rúðupisshausar, dökkar rúður og spoiler dótarí og þetta verður bara græja! hann fær að halda þessum 51 hestöflum sem í honum eru! enda hef ég aldrei reynt að halda því fram að þeir séu kraftmiklir....en þeir eru töff sérstaklega eldgömlu með kýrauga en það er draumurinn að eignast einn svoleiðis sem ætti möguleika á að fara á götuna og þá væri það sunnudagsbíllinn! pabbi á reyndar einn þannig en ekki í góðu ástandi og ekki í uppgerðar ástandi þannig að hann verður að eiga sig greyið en honum verður ekki hent...við erum að safna Daihatsu Charade og því verður enginn seldur og engum hent 8)
-
Græjan komin með öflugri afturhásingu, þar sem að original tercel var búin að gefa sig tvisvar... fann mér gamlan hilux og náði mér í þar sem þurfti.
Svona lítur græjan út í dag
(http://adsl7-194.simnet.is/tercel/041128/frontside.jpg)
-
Snilld!!!!
Mótorinn hallar nokkurnveginn rétt núna :D
-
Sælir,,, þetta er fróðlegt sbjall, en valur áttu ekki Charede handa mér 88 eða 90 fyrir lítið, er í s. 6616152 kv.
-
hversu lítið? ég á einn 4 dyra handa þér! helvíti góður....
-
kannski vissara að taka það fram að hann er á Hornafirði við eigum svo mikið af þessari týpu að við getum alveg selt þér þennan eina!
-
en ef þig langar í hann þá máttu hringja eftir klukkan 8 á kvöldin! Það er 8673476 Valur Pálsson!
-
er verið að vinna í þessari :?: eða er þetta einhver gleymd skúramotta
er von á þessari á götuna/míluna
-
Hah er þetta gamla dótið hans Hauks? Kúl að það sé eitthvað að verða úr þessu :)
-
Snilld, eru til einhverjar fleiri myndir af þessum Crown?
-
OK,, valur hef samband, charade góður,,,,,
-
jamm endilega hafðu samband við verðum að ræða um verð og annað! en á að gera einhverja græju úr þessu eða hvað?
-
Ég man eftir því að ég fór eitt sinn á Sauðárkrók og sá þar Daihatsu Charade með kýrauga, bláan og fallegan! Veit einhver eitthvað um hann? Ástand og hvort hann sé til sölu!
-
Núna er á Króknum Charade, sem gengur undir nafninu Purple Haze, það er einhver svaðaleggasti Charade sem ég hef á ævi minni séð.
-
Og þá er bara að redda myndum af Purple Haze :wink:
-
Er Purple Haze með kýrauga eða hvað eða er þetta fjögurra dyra þannig bíll? Eða er þetta yngra? Er þetta kannski 84-87 eða 88-93 eða hvað?
-
árg. 91 keyrður 86 þús. 5 gíra og með rauða innréttingu
ath. til sölu!!
Þessi bíll varð til þess að ég keyrði næstum því á ljósastaur um leið og ég var við það að snúa mig úr hálsliðnum.
-
TIL SÖLU!!!! :shock:
Ef þessi bíll varð til þess að maður næstum lét lífið við að horfa á hann þá hlýtur hann að vera mjög flottur!
Maður verður að fá meiri upplýsingar um þennan grip og helst að eignast hann! Er dáldið hrifinn af setningunni þar sem fram kemur að hann sé með rauða innréttingu! En áttu myndir eða geturðu reddað? Það væri geðveikt! :wink:
Læt hér fylgja tvo vígalega!
-
VALUR HRÆHATSU ertu eithvað geðveikur eða fattarðu ekki að þetta er kvartmíluspjall MSN og EINKAMÁL er fyrir svona perverta :!: :!: :!: :!:
-
Ég man eftir því að ég fór eitt sinn á Sauðárkrók og sá þar Daihatsu Charade með kýrauga, bláan og fallegan! Veit einhver eitthvað um hann? Ástand og hvort hann sé til sölu!
Maðurinn sem á hann heitir Hörður og hér er númerið hjá honum samt er ég ekki viss um að hann sé til sölu 4535650
-
VALUR HRÆHATSU ertu eithvað geðveikur eða fattarðu ekki að þetta er kvartmíluspjall MSN og EINKAMÁL er fyrir svona perverta :!: :!: :!: :!:
HAHAHAHAHAHAHA LOKSINS Kom það
-
Stay cool strákar Svenni og Nonni ég játa það að ég á við geðræn vandamál að stríða og það verður bara að hafa það! Var ykkur aldrei kennt í æsku að vera góðir við þá sem minna mega sín? Mér finnast Daihatsu Charade kannski bara flottir og ykkur finnast ykkar Chevrolet flottir (ég er ekki að segja að mér finnist þeir ljótir) og ef þessi þráður er að þvælast fyrir ykkur EKKI LESA HANN!! Það er enginn að biðja ykkur um það! Allavega ekki ég! Svo stendur hvergi neitt um það að maður þurfi bara að tala um bíla sem eru í kvartmílu! Þetta er spjall fyir áhugafólk um kvartmílu og kannski hef ég áhuga á kvartmílu þó að ég sé ekki einmitt alltaf að tala um kvartmílubíla! Þessi þráður er undir dálknum ALMENNT SPJALL og þar er verið að tala um allt mögulegt og ómögulegt! Svo er annar þráður sem heitir Bílarnir og Græjurnar og þar er verið að tala um kvartmílubíla og þess háttar! Þannig að ef þið viljið lesa um það þá farið þið á þann þráð! Hér í dálknum Almennt Spjall tala menn um það sem þeir vilja og það er enginn þvingaður til að lesa það og ég held að þó að það sé einn þráður þar sem talað er um Daihatsu Charade og Lödur þá sé hann ekkert mikið að þvælast fyrir ykkur! :evil:
og Öddi takk KÆRLEGA fyrir þetta var einmitt það sem ég þurfti! Ég var búinn að finna draumabílinn og þá er bara að athuga hvort hann sé til sölu!
-
og þessi blessaði Hræhatsu brandari sem menn eru búnir að veltast með í mörg ár er löngu hættur að fara á taugarnar á mér! núna finnst mér þetta bara benda til þess að menn eigi í erfiðleikum með stafsetningu!
-
það hefur nú bara sýnt sig og sannað sig að daihatsu charade eru bara eðal bílar!! Daihatsu rules
-
kannski í lagi að tala um daihatsu inná þessu spjalli, mér er allavega sama... en þessi þráðu var upprunalega stofnaður í kringum toy tercel með 350 chevy svo að mér finnst að daihatsu og lödu umræður mættu fara fram í sér pósti
-
kannski í lagi að tala um daihatsu inná þessu spjalli, mér er allavega sama... en þessi þráðu var upprunalega stofnaður í kringum toy tercel með 350 chevy svo að mér finnst að daihatsu og lödu umræður mættu fara fram í sér pósti
Nákvæmlega Valur startaðu þræði sem heitir Valur carade, og þá látum við nonni þig alveg í friði