Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: GonZi on October 01, 2004, 15:38:40

Title: camaro 93
Post by: GonZi on October 01, 2004, 15:38:40
Sælar, eg er svona að velta fyrir mér með lt1 mótorinn í camaro hvort það væri rétt sem ég var að heyra að 93 árgerðin væri með vanskapaðan mótor, uppá eyðslu og vinnslu og annað, svo kæmi 94 árgerðin sterk inn með bættan mótor?
og ég sem hélt að þetta væri allt sama tóbakið....  :oops:
Title: camaro 93
Post by: -Siggi- on October 01, 2004, 23:56:26
Það eru engar breytingar á mótornum sjálfum á
milli 93 og 94 en það er öðruvísi heili og rafkerfi.
Svo er reyndar önnur skipting.

95 kemur breyting á kveikjunni.

96 er smá breyting á rafkerfinu þ.e.a.s. bætist við
skynjari á sveifarás og öðruvísi knastás.

Ég hef aldrei heyrt um að 93 sé eitthvað verri árgerð en önnur.

Hér er fín síða um þetta http://www.automotiverebuilder.com/ar/ar99928.htm
Title: camaro 93
Post by: GunniCamaro on October 05, 2004, 12:23:56
Það kom víst önnur innspýting ´94 sem átti að minnka eyðslu og mýkja ganginn í vélinni
Title: camaro 93
Post by: blobb on October 06, 2004, 21:27:35
ef það kom önnur innspíting í 94 hræinu þá kemur það mótornum ekkert við þetta eru alveg nákvæmlega eins mótorar en það er hægt að fá þá í milljón útfærslum
Title: camaro 93
Post by: GonZi on October 07, 2004, 18:47:03
alltaf er maður að læra eitthvað nýtt  :wink:  
þakka svörin