Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: vette75 on September 09, 2004, 21:51:46
-
Ég vil þakka ykkur fyrir góðar móttökur þegar ég setti inn myndir af Corvettu sem ég verslaði á Ebay,fyrir nokkrum dögum, nú er hún á leið til strandar og fer í skip þann 16. sept.
Ég sendi inn eina mynd þegar hún var sett upp á vagn í gær.
Kveðja
VETTE 74
-
Úff maður. Gullfallegur :wink:
Gaman fyrir þig að fá hana svona glæsilega hingað heim, beint út að keyra 8)
....Meira en ég gæti sagt með mitt Corvettu project :oops:
-
Sælll hvernig vettu átt þú
-
Sælll hvernig vettu átt þú
Keypti 1976 Stingray á Ebay í sumar, bíll sem þarfnast "TENDER LOVE AND CARE".Er að sanka að mér dóti í hana. Hún er svo á leiðinni í skúrinn.
-
ER það þessi hvíta sem var á Smiðjuvegi eða Skemmuvegi?
-
Já, það passar.
Ekkert augnakonfekt eins og er, en er vel ökufær.
-
Þegar ég sá vettuna þína þá ákvað ég að kaupa mér eina, var búinn að vera að velta þessu fyrir mér lengi.
ÉG átti Cudu og Mustang fastbak 2+2 í gamladaga og fanst ég kanski orðin of gamalll fyrir þetta
-
Þegar ég sá vettuna þína þá ákvað ég að kaupa mér eina, var búinn að vera að velta þessu fyrir mér lengi.
ÉG átti Cudu og Mustang fastbak 2+2 í gamladaga og fanst ég kanski orðin of gamalll fyrir þetta
Jamm, ég dreif bara í þessu líka. Þetta finnst mér lang flottustu old school bílarnir. Ég hugsaði mig bara um í 5 min áður en ég ýtti á hinn alræmda "BUY IT NOW" takka á Ebay. En bíllinn var skárri en ég bjóst við.
Aldrei of gamall fyrir svona dót :wink:
-
Þessi var bara búinn að vera á Ebay í tvo klukkutíma þegar ég sá hann og ég tók bara sénsin eftir að hafa skoðað myndir af honum í tvær mín
Vette 75
-
Þessi var bara búinn að vera á Ebay í tvo klukkutíma þegar ég sá hann og ég tók bara sénsin eftir að hafa skoðað myndir af honum í tvær mín
Vette 75
"Ást við fyrstu sýn" :lol:
-
en hefði ekki verið miklu ódýrara að kaupa svona bíl hér á landi?? Hefur ekki bíllin hans Bigga á Akureyri verið til sölu, flottur bíll með 383, hefur unnið götumíluna á Akureyri oft, ég held að hann eigi hana ennþá, þið Corvettu menn ætttuð að athuga það ef að þið eruð að spá í svona bílum
-
Ég var búinn að missa af tveimur vettum ein var 1977 og hin var 1972 hún var svakleg órans lituð og 4 gíra með 454 að ég held, svo að ég þorði ekki að bíða svo ég ýtti á kaupa núna svona fór nú það
Vette 75
-
það hefði ekki verið ódýrara svo er hann ekki orginal og ekki svartur
-
Ég veit ekki hvað það er, en af einhverjum ástæðum getur maður varla hætt að skoða myndirnar af þessum bíl :oops:
Einu sinni fékkst ekki leyfi til að flytja inn Corvette á þeim forsendum að þeir myndu draga til sín svo mikla athygli að það ylli slysahættu :roll:
Eftir að skoða myndirnar af þessum þá held ég að ég skilji hvað var átt við :? :oops:
-
vonandi verður þú heppinn með bílinn, en ég mæli með að kaupa þetta hér á landi, þetta er dýrt að fá þetta frá Ameriku, Það er oft skrítið að þegar að það er verið að auglýsa þessa bíla hér á landi þá seljast þeir ekki, en svo er verið að flytja helling inn af þessu, Kaupum íslenskt ef að það stendur til boða
-
vonandi verður þú heppinn með bílinn, en ég mæli með að kaupa þetta hér á landi, þetta er dýrt að fá þetta frá Ameriku, Það er oft skrítið að þegar að það er verið að auglýsa þessa bíla hér á landi þá seljast þeir ekki, en svo er verið að flytja helling inn af þessu, Kaupum íslenskt ef að það stendur til boða
" Kaupum íslenskt ef að það stendur til boða"
Jamm, en meirihlutinn af seðlunum rennur hvort sem er í Íslenska ríkiskassann þegar þú flytur inn bíl. Kaupverðin úti eru minnsta málið.
-
Ég skil þig allveg Ingvar ég hef alltaf verið veikur fyrir þessum bílum og alltaf þegar ég er í usa þá er ég eins og lítið barn sem sér nýtt dót
-
Það stóð ekki til boða að kaupa þetta á Íslandi ég bauð í þennan á Akureyri en það var bara fussað + þessi var ódýrari
Vette 75
-
Mér hefur alltaf þótt þetta fallegir bílar og bæði skoðað og keyrt svona og alltaf verið soldið heillaður af þeim.
En það er eithvað við þennan sem hinir hafa ekki. :wink:
-
Ég þakka þér fyrir það ég segi það sama það gerðist eitthvað þegar ég sá myndirnar
Kveðja Vette 75
-
Það stóð ekki til boða að kaupa þetta á Íslandi ég bauð í þennan á Akureyri en það var bara fussað + þessi var ódýrari
Vette 75
Þessi svarti er líka fallegri.
-
Kaupum íslenskt ef að það stendur til boða
Ekki sammála,um að gera að kaupa að utan ef menn gera góð kaup og fjölga köggum á klakanum. Djöst mæ tú sents...
-
Vette 75 til hamingju með bílinn. Ég veit ekki hver þú ert, en ég hef ekki fengið alvöru tilboð frá neinum. Ég tel mig ekki hafa fussað yfir neinu tilboði. En ef þú átt við e-mail þar sem boðið er milljón stgr þá hefur maður nú leyfi til af fussa.
Ég hef svarað öllum "tilboðum" af mikilli kurteisi og reynt að útskýra fyrir mönnum hvað þetta kostar. En fæ ekki svar eftir það. Bílinn er til SÖLU en ég ætla ekki að gefa hann.
Ef ég ætlaði að kaupa bíl frá USA þá myndi ég nú bara kaupa mér far út og skoða bílinn og prófa. Alltof margir sem kaupa bíla bara eftir myndum og sitja svo uppi með allskonar mál sem hefði mátt forðast með því að fara út. Svo gleyma menn alltaf að reikna með kostnaði þegar keypt er að utan. Tollar, flutningur á strönd, flutningur til klakans, skráningar, tryggingar í hafi, og svo gjald til stóra bróðurs (VSK) af öllu saman. Þegar allt er svo talið saman þá er nú sjarminn oft farinn af viðskiptunum. Og þá vakna menn upp við vondan draum stundum. Hefði kannski verið betra að kaupa bíl á Íslandi???
-
Vette 75 til hamingju með bílinn. Ég veit ekki hver þú ert, en ég hef ekki fengið alvöru tilboð frá neinum. Ég tel mig ekki hafa fussað yfir neinu tilboði. En ef þú átt við e-mail þar sem boðið er milljón stgr þá hefur maður nú leyfi til af fussa.
Ég hef svarað öllum "tilboðum" af mikilli kurteisi og reynt að útskýra fyrir mönnum hvað þetta kostar. En fæ ekki svar eftir það. Bílinn er til SÖLU en ég ætla ekki að gefa hann.
Ef ég ætlaði að kaupa bíl frá USA þá myndi ég nú bara kaupa mér far út og skoða bílinn og prófa. Alltof margir sem kaupa bíla bara eftir myndum og sitja svo uppi með allskonar mál sem hefði mátt forðast með því að fara út. Svo gleyma menn alltaf að reikna með kostnaði þegar keypt er að utan. Tollar, flutningur á strönd, flutningur til klakans, skráningar, tryggingar í hafi, og svo gjald til stóra bróðurs (VSK) af öllu saman. Þegar allt er svo talið saman þá er nú sjarminn oft farinn af viðskiptunum. Og þá vakna menn upp við vondan draum stundum. Hefði kannski verið betra að kaupa bíl á Íslandi???
Hann gerði bara einfaldlega betri díl á 75 Vettunni. Svo er það bara miklu fallegri bíll að mínu mati. Og þú talar eins og 70 og eitthvað Corvetturnar fáist á hverju götuhorni. Þinn er sá eini sem er falur ,og er bara of dýr greinilega fyrst hann selst ekki. Og menn sem ákveða að flytja inn bíl reikna dæmið frá A til Ö. Hvað með það að það þurfi að laga hitt og þetta þegar maður kaupir eftir myndum.Maður lagar þá bara það sem kemur uppá. Það kostar nú líka alveg sitt að trippa þarna út og skoða þetta, sérstaklega ef þú ert með marga í sigtinu. Allavegana, vona að þinn seljist. En þið þarna úti, dollarinn er bara í 72krónum. Um að gera að flytja inn núna :twisted:
-
Sælir strákar ,þetta er góður puntur hjá vett - 1 með að kaupa bíla meðan $ er þetta lár,spákaupmenn segja að eftir kosningar muni $ hækka þónokkuð í verði sérstaklega ef Kerry vinnur. Eftir þessu bíða fjármálamenn spentir.
Strákar verum allir vinir og virðum skoðanir annara, við höfum eitt áhugamál saman og það eru bílar,stöndum saman.
Kveðja
Ólafur Haukdal
Vette 75
-
Til hamingju með þennan glæsilega bíl !
Ég held að menn séu frekar á hálum ís með fullyrðingar um að það sé betra að kaupa bíl á Íslandi heldur en í USA. Þau rök að menn geti lennt í alls kyns vitleysu með bíla sem eru fluttir inn á ekkert frekar með innflutta bíla að gera frekar en innlenda. Hver hefur ekki keypt bíl hérna heima sem reyndist svo eitthvað bilaður eða ekki eins góður og til stóð?
Menn eru að fá mjög góða bíla frá USA gegnumsneitt, ég þekki þó eitt dæmi þar sem vél og skipting í bíl sem kom frá USA var ónýtt og seljandi úti bætti það að fullu, sendi nýja vél og skiptingu hingað án mikilla vandræða eða deilna. Ég á alveg eftir að sjá þetta gerast hér á landi, þar sem íslendingur verslar við íslending.
Svo er ekki verra að bílar sem hafa verið heitum ríkjum USA virðast oftast vera minna ryðgaðir en bílar hér heima, sennilega vegna þess að þeir eru ekki saltmarineraðir alla sína tíð eins og flestir bílar hér heima.
Þótt 25 ára bílar hér séu orðnir stofurstáss þá hafa þeir flestir alveg örugglega verið notaðir til daglegs brúks fyrstu árin, vetur sumar vor og haust.
Og að lokum, bíll getur ekki orðið verðmætari en það sem einhver vill borga fyrir hann, frekar en nokkuð annað.