Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Svezel on September 03, 2004, 23:50:44

Title: Dodge Ram Hemi start vandamál
Post by: Svezel on September 03, 2004, 23:50:44
Sælt veri fólkið

Nú er mál að vexti að faðir minn á 2003 Dodge Ram 1500 með V8 5.7 Hemi vél og erum við mjög sáttir við þann bíl að einu undanskildu:

Bíllinn á það til að fara ekki í gang á morgnanna, það kemur bara einn smellur í startarann og svo ekki söguna meir. Þetta byrjaði fyrst í júlí en þá fór hann samt alltaf í gang eftir nokkrar tilraunir en ef þetta gerist núna þá fer hann bara ekkert í gang nema að setja á hann hleðslutæki. Það er næg hleðsla á rafgeyminum (12.2-12.3V) og rafgeymirinn í góðu standi. Einnig virðast allar raflagnir vera í lagi og mínusinn vel tengdur í boddy, grind og vél.

Dettur einhverjum viskubrunninum eitthvað í hug hvað hér getur verið að plaga okkur eða veit um einhvern sem gæti lagað þetta. Okkur var bent á einhvern útleiðslu sérfræðing sem ég man ekkert hvað heitir en þetta kemur okkur einhvernveginn ekki fyrir sjónir sem útleiðsla.

Með kveðju og von um góð svör
Sveinbjörn
Title: Dodge Ram Hemi start vandamál
Post by: Sigtryggur on September 04, 2004, 00:02:14
Talaðu við Kristinn hjá Rafstillingu í Súðarvogi,hann er mjög klár í svona hlutum.


      Sigtryggur H
Title: Dodge Ram Hemi start vandamál
Post by: sJaguar on September 04, 2004, 01:33:14
Þetta er bendexin í startaranum, það er alveg pottþét það. Félagi minn á 2003 dísel Ram og hann lét svona líka. Þú getur farið með hann á hvaða verkstæði sem er þeir gera þetta fyrir þig.
Title: Dodge Ram Hemi start vandamál
Post by: Svezel on September 04, 2004, 16:22:46
Þakka svörin.