Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Alpina on August 27, 2004, 15:38:17
-
Góðan dag,,
Langar að forvitnast um bíl sem ég rakst á í grein sem Jón G
skrifaði inn á fornbílaspjallinu,,,,,,, Ofur-Mustangar á Íslandi
1970 fjólublár/hv vinyl topp 426 Hemi Challanger 425 hö.
Þar sem ég er áhugamaður um þessa USA bíla 65-75 og er HEMI ofarlega á blaði,,þá hef ég aldrei heyrt um þennann bíl
Man eftir 2 Hemi mótorum
1)~~~~~>> Plymoth Belvedere II GTX
2)~~~~~>> Vél sem Óli í Brautarholti átti ((og undirritaður sá))
sem fór síðar austur á Flúðir
Þætti vænt um ef einhver MOPAR-guru eða aðrir vissu þetta til hlítar
-
Sæll Alpina.
Ég sá að þú hefur lesið þessa grein eftir hann "Jón G" á Fornbílaspjallinu.
Ég sá þessa grein líka fyrir nokkrum vikum og gerði þegar í stað athugasemd við hana, þar sem Jón virðist ekki vera með allar staðreyndir á hreinu
Þetta sá ég strax hvað minn bíl varðar og jafnvel gaf hann upp vitlausa heimsíðu á mig (sem ég lét leiðrétta).
En hvað um það.
Eftir þeim heimildum sem ég hef þá var þessi Challenger sem hann er að tala um til (heyrði reyndar einnig að þetta væri Cuda :shock: ).
Hann var á Keflavíkurflugvelli í eigu Bandaríkjamanns eins og reyndar Boss 429 Mustang-inn sem var hér líka.
Ég veit ekki um lit né annað á þessum bílum en það er að mér sýnist nokkuð öruggt að þeir gistu landið í einhvern tíma áður en þeir fóru út aftur.
Það er rétt hjá þér að það eru tvær aðrar 426cid Hemi vélar á landinu, önnur í 1967 GTX og hin hjá Gulla Emils á Flúðum.
Síðan hef ég heyrt að Jónas Karl bílamálari eigi eina en það er óstaðfest og sel ég það ekki dýrara en ég keypti. :twisted:
Vona að þetta varpi ljósi á eitthvað.
-
Vélin sem er hjá Gulla var í 71 Challenger sem var brúnn og kvítur og var um tíma í eigu undirritaðs.
Haukur.
-
myndir af umræddum "HEMI" Challenger....
(http://kvartmila.is/images/HEMI%20Challanger-1981.jpg)
(http://kvartmila.is/images/Hemi-Challanger-1982.jpg)
(http://www.ba.is/main/1983/hemichall1.jpg)
.....en úr hvernig/hvaða bíl kom þessi mótor upphaflega?
-
Þetta var flott,,,,,,,,Moli
-
Mér skilst að Street Hemi 426 var fyrst kynntur í Plymoth Belvedere
Dodge Coronet og Dodge Charger 1966
-
Mér skilst að Street Hemi 426 var fyrst kynntur í Plymoth Belvedere
Dodge Coronet og Dodge Charger 1966
ég var nú að meina úr hvaða bíl þessi 426 mótor sem var í umræddum ´71 Challenger kom upphaflega, kannski að einhver geti svarað því!
-
Vélin var flutt inn frá Ameríku í kringum 1980 af Kjartani Kjartanssyni þáverandi eiganda bílsins.
-
Þar sem verið er að tala um HEMI---Challanger
þá langar mig að benda á þennann ,,að mínu mati flottasti Challanger
EVER,,,,, og ekki skemmir sagan + númerið
http://adcache.collectorcartraderonline.com/10/2/0/66268820.htm
-
þar sem að ég er nú soddan vitleysingur, getur einhver sagt mér hvað merkir þegar talað er um eins og í þessu tilfelli um 426 "Crate" Engine
Sá það líka þar sem var verið að tala um Chevy 572 Crate engine
What does this "crate" stand for???
-
Crate er kassi, þú kaupir tilbúna vél sem er oftar en ekki send í trékassa :)
-
Crate er kassi, þú kaupir tilbúna vél sem er oftar en ekki send í trékassa :)
OK takk... þá veit ég það :)
-
þá langar mig að benda á þennann ,,að mínu mati flottasti Challanger
EVER,,,,, og ekki skemmir sagan + númerið
þessi er helvíti snirtilegur... það fer þessum bílum ekki að vera í einhverjum glæpa litum.. en mér persónulega finnst þetta svona full plain... nær ekki að njóta sín
-
smá við bót,,, offtopic
þetta er nú með dýrustu Muscle-car sem ég hef séð
BARA,,,, flottur bíll
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&category=6198&item=2489441703&rd=1
-
smá við bót,,, offtopic
þetta er nú með dýrustu Muscle-car sem ég hef séð
BARA,,,, flottur bíll
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&category=6198&item=2489441703&rd=1
Hefuru þá ekki heyrt um þessa 'Cudu?
http://www.moparaction.com/Next/history/dec2003.html
-
önnur á kúlu hin á tvær :shock: :shock: :shock:
-
já, aðeins 11 Cudur voru framleiddar með 426 HEMI 1971, þar af voru 4 sem voru fluttir úr landi en 7 urðu eftir í USA.
Framleiðslutölur yfir HEMI 1966 - 1971
http://www.speedfreaksspeedshop.com/index.html?lang=en-us&target=d227.html
Million Dollar ´Cuda
http://money.cnn.com/2003/06/26/pf/autos/cuda/
-
Kærar þakkir,,,,,,,Moli,,,,, ákaflega nytsamar upplýsingar :wink:
-
það er ein svona Hemi vél hér á Akuryeri p,s ekki til sölu
-
Ekki 426.....
-
aðeins 11 stikki voru framleidd af "convertible" hemicuda árið '71
ég leifi mér að efast um að það sé til 426 hemi herna á akureyri,
en það er hinsvegar einhver hemi vél í snjóbíl hér í bæ sem er grunuð um að vera 330 eða 392...
-
aðeins 11 stikki voru framleidd af "convertible" hemicuda árið '71
það var það sem ég átt við, gleymdi að minnast á það! :o
-
Verst að þessir mótorar hafa aldrei unnið neitt sérstaklega :wink:
-
Hálfdán hvað var besti tíminn aftur á þessum HEMI ferjum hér á landi ????????? :?:
-
Sælir Félagar. :)
Sæll Hafsteinn.
Ég er nú ekki alveg viss um tímana á Challenger-num, en ég heyrði sjálfur tíma upp á 11,17 að mig minnir, og það var 1981.
En einhver talaði líka um háar 10sek :?: ekki viss hver eða hvenær,
Hinns vegar náði Óli á GTX Hemi 12,547sek á 109,388 mílum, sem er enn þá Íslandsmet í standardflokki, sett 23 Júlí 1989.
Ég á ennþá "time slip" úr þessari ferð, þó að það hafi verið bölvað að tapa þá var tíminn hans Óla frábær.
-
Sælir félagar,ég vil minna á að Þröstur á Chevellunni sló þetta standard met í sumar 12,50 sem er allveg frábær tími.
harry
-
11,17 það er nú ekki fyrir allann peninginn
útur dópað ef við munum rétt hehehehe :oops:
-
Sælir félagar. :)
Já það væri vonandi að þetta væri svona auðvelt með Íslandsmetið í standard.
En þar sem við kepptum eftir NHRA reglum verðum við að fara eftir þeim og reikna tímana miðað við index.
Indexið er reiknað út frá hestaflatölu (hestöfl uppgefin af NHRA) og þyngd bíls.
Chevelle -an hans Þrastar með 454LS6 færi í A/SA flokk ( A Stock Automatic) með indexið 11,30sek.
GTX hans Óla fer hinns vegar í B/SA flokk (B Stock Automatic) með indexið 11,55.
Þetta þýðir það að ef við gefum okkur óbryttar forsendur þá er Þröstur 1,20sek frá sínu Indexi en Óli 0,99sek frá sínu, sem þýðir að Óli ætti metið ennþá þó að Þröstur hafi farið á betri tíma
Þröstur þyrfti að ná 12,28sek til að ná Íslandsmetinu í standard flokki.
Það er hinns vegar annað að eftir þrjú ár er farið að uppreikna metið ef það stendur ennþá um 0,05sek á ári og síðan þurkast það út eftir nokkur að mig minnir 10ár.
Annars er allt um þetta inn á http://www.nhra.com/tech_specs/classification/index.html
og http://www.nhra.com/stats/indexes_stk.html
og meiri lesning líka á http://www.nhra.com
Síðan verður maður líka að hafa reglubókina við hendina til að finna út undirflokkana.
Oft gaman að spá í þetta.
-
Haffi... þú að tala um tíma miðað við peninga :D
-
Sem þýðir hvað ????? :evil:
-
Smá skot á þig með Supercharged LS1....
Hálfdán, þessi gamli std. flokkur, hvað var leyfilegt að gera þ.e. vélalega séð.. geri ráð fyrir óportuðum heddum, std. replacement kambásum, orginal mellihedd o.fl. ekki satt :?:
-
Sælir félagar. :)
Sæll Kiddi.
Reglurnar í standardflokknum eru töluvert flóknar og þá sérstaklega hvað varðar vél og skiptingu.
Það er rétt vélarnar verða að vera með óportuðum heddum, standard eða NHRA samþykktum "stock replacement" stimplum, það má breyta frá pressuðum yfir í fljótandi bolta, það má skipta út original stöngum fyrir stangir sem eru jafn þungar (eða þyngri) og jafnlangar og original, kambásar verða að vera með original liftihæð en það má breyta gráðum samt ekki fara yfir original, ventlakerfi verður að vera standard, svo og ventla stærð.
Þú verður að vera með original millihedd og blöndung, það er ef þú ert með holley 750 þá verður þú að vera með Holley 750, þú mátt ekki skipta yfir í Eddelbrock eða Carter osf......
Varðandi skiptingu þá máttu vera með hvaða converter/kúplingu sem er, og þú mátt breyta sjálfskiptingum og beinskiptum kössum eins og þú vilt, nema að "trans brake" er bannað. Þú mátt breyta beinskiptu yfir í sjálfskipt og öfugt.
Það sama er að segja um vélarstærðir þú mátt nota allar þær vélar sem voru fáanlegar í viðkomandi gerð/árgerð, en mátt ekki flakka milli árgerða.
Þú mátt vera með opnar flækjur og 30"x9" slikka.
Hvaða drif sem er má nota en original hásing (framleiðandi) verður að vera til staðar, og takmörkun er á búkkum.
Svo er stranglega bannað að blanda tegundum og árgerðum saman.
Þetta er svona mjög lítið sýnishorn af standard reglum.