Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: 1965 Chevy II on August 23, 2004, 00:50:44
-
Það birtust myndir af bílnum mínum á Spáni einhverntíman í Samúel eða eitthvað álíka ef einhver á þær myndi ég vilja fá afrit.
-
Sæll Frikki, ég kannast eitthvað við þetta ég var að skoða gamlan blaða bunka í "húsinu " norður í Ingólfsfirði fyrir nokkrum árum sá þá orange 76 trans, einmitt í útlöndum á gömlu íslensku númerunum.
Þú skellir þér bara í bíltúr og bankar uppá þú færð alveg örugglega að kíkja í blaðið. :roll:
-
Blessaður,ég geri það bara,ég þarf að fara að truntast með fellihýsið í geymslu þarna rétt hjá svona hvað að hverju og fæ kaffi hjá þér í leiðinni.
Þú verður þá að finna blaðið! ég hringi á undan mér.
8)
Takk
-
Sorry my friend, en blaðið er í "húsinu" í Ingólfsfirði og kaffið líka. :(
Þannig að þú ættir að prufa fellihýsið á alvöru íslenskum malarvegum fyrir norðan áður en að þú leggur því fyrir veturinn.
-
Númer hvað er húsið? :lol:
-
Sæll
Það voru nokkrir drengir úr Hafnarfirði sem fóru á Transinum til Ibisa minnir mig. Ég man ekki hvað þeir heita en mig minnir að eigandinn hafi verið Valsson, þá sonur Vals Ásmundssonar, Þeir muna þetta ábyggilega einhverjir þessara gömlu kvartmílukalla. Maður er orðinn svo kalkaður.
Einhver af þeim sem fóru þessa ferð eiga ábyggilega góðar myndir handa þér.
Kveðja
Maggi, gleyminn Hafnfirðingur :roll:
-
Takk fyrir inputið margt smátt gerir......þetta hefst á endanum,svoldið merkilegt finnst mér að drösla þessu skassi þarna út þannig að það væri gaman að eiga myndir.