Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Nonni on August 12, 2004, 21:37:40
-
Jæja þá er ég búinn að vera að dunda mér við að ná felgunum mínum betri. Mér höfðu áskotnast orginal 16" High Tech felgur undan Transam, en minn var orginal á 15" felgum.
Eins og búast mátti við af þetta gömlum felgum þá var útlitið kannski ekki 100%, en efniviðurinn góður (alveg óskemmdar).
Eftir smá dútl með sandpappír af ýmsum grófleika og klárað með Metal Polish frá Mothers, þá er árangurinn þessi (þetta er ekki mynd af sömu felgunni en sú póleraða var eins og fyrri myndin).
Kv. Jón H.
-
Nice...
-
Geggjað....hvað tók þetta langan tíma ?
-
Langan.............. ;)
Ég var fyrst full feiminn við grófa pappírinn og vann mér þetta því erfiðara en ég þurfti. Ætli það hafi ekki farið um 4 tímar samtals í felguna. Ég er byrjaður á þeirri næstu og veit núna hvað ber að varast svo ég geri ekki ráð fyrir að ég verið meira en ca. 2 tíma með hana.
Þetta er töluvert púl en vel þess virði þegar árangurinn kemur í ljós :)
Kv. Jón H.
-
flott, best að nota 1000 og vatn... pólera svo og brosa :lol: